24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir HEIMSHORN frettir@24stundir.is a Við heilluðumst sannarlega af landinu, menningu þess og sögu, náttúrufegurð og ekki síst af fólkinu. „Segið fólkinu ykkar frá okkur,“ sögðu Íranar þegar þeir báðu okk- ur ferðamenn frá Íslandi þess lengstra orða að koma því til skila í okkar heimalandi að almenningur í Íran styddi ekki stefnu klerka- stjórnarinnar og óttaðist mjög yf- irvofandi stríð. Þetta er fólk sem hefur lifað stríðstíma áður og þekkir af eigin raun þann toll sem stríðin taka. Ég fór ásamt fleiri Íslendingum, í hópferð til Íran í tvær vikur í vor. Tvær vikur eru ekki langur tími, en hann var nógu langur til að ferða- hópurinn næði að komast í snert- ingu við magnaða sögu þessa forn- fræga lands og heillandi íbúa þess. Þarna kynntumst við nýjum heimi sem byggir á mikilli sögu og hefð- um. Ólíkan þeim sem við þekkjum en þó svo líkan, vegna þess að í hinni fornu Persíu liggja rætur vestrænnar menningar. Við áttum því láni að fagna að ferðast undir leiðsögn innfædds Ír- ana, Ali Amoushahi, sem hefur verið búsettur á Íslandi um árabil og hefur skipulagt reglubundnar hópferðir til Íran undanfarin ár. Farið er að vori þegar allt er í blóma í Íran, en þó ekki orðið of heitt í veðri. Við heilluðumst sann- arlega af landinu, menningu þess og sögu, náttúrufegurð og ekki síst af fólkinu. Leið okkar lá frá höf- uðborginni Teheran í norðri til borgarinnar Shiraz í suðri með við- komu á ótal mörgum þekktum sögustöðum, ásamt borgunum Es- fahan og Yazd sem eru borgir sem flestir heimsækja. Reyndar fara fáir erlendir ferðamenn til Íran, en það gerir heimsókn þangað að mörgu leyti enn þá eftirsóknarverðari. Mannlífið Mörgum hnykkti hálfpartinn við þegar við sögðumst vera að fara til Íran – þar væri vafalaust hættu- legt að vera. Það er óhætt að full- yrða að reyndin var allt önnur. Ósjaldan vorum við stöðvuð á förnum vegi og boðin velkomin til Írans. Maður fann vel fyrir sérlega hlýju og einlægu viðmóti. Almennt er fólk frjálslegt í fasi, en þó er mik- ill munur á stöðu kynjanna, þar sem konurnar fara halloka. Sam- kvæmt lögum ber þeim að ganga með höfuðklúta og klæðast svört- um fötum, síðbuxum og síðum jakka. Mjög margar sveipa um sig svörtum kuflum (sjador). Konur ganga inn í strætisvagna að aftan en karlar að framan og víða á op- inberum stöðum er sérinngangur ætlaður hvoru kyni fyrir sig. Að- komufólki finnst líka óneitanlega sérkennilegt að sjá að í þessu sann- kallaða sólarlandi skuli enginn njóta sólarinnar á þann hátt sem venja er í suðrænum löndum. Hvergi sést fólk busla í vatni í hit- anum eða sóla sig. Almennings- garðar eru fjölmargir og bæði fal- legir og afar fjölsóttir, þar leggur fólk sig gjarnan á daginn, en hvergi sér í bert hold kvenna, það er frekar að þær vefji teppum utan yfir al- klæðnað sinn til að verjast sólarhit- anum. En Íranar eru almennt mjög elskulegir og vinalegir og það er einstök upplifun að heimsækja þetta stórkostlega land. Ágrip af sögu fyrri tíma Blómatími Persíu til forna var þegar Persar skópu heimsríki sitt í tíð Kýrosar, hins mikla stjórnanda landsins um 550 f. Krist. Kýros var afburðastjórnandi og hófsamur herkonungur. Hann varð fljótt þekktur fyrir mildi sína og hún auðveldaði honum landtökur. Hann leyfði sigruðum ríkjum að halda öllum sínum einkennum og virti menningu þeirra, trú og tungu. Við skoðuðum einmitt Persepólis, þann sögufræga stað, sem ber þess glöggt vitni að Persar urðu fyrir miklum áhrifum af þeim menningarþjóðum sem þeir tengd- ust og þau áhrif komu meðal ann- ars fram í byggingarlist og högg- myndalist. Reza Shah Palevi sem varð keis- ari í Íran árið 1925 var mjög hallur undir vestræna menningu og inn- leiddi af hörku ýmsa evrópska siði í Íran, bannaði konum með lögum að sveipa sig kufli (shador) og gaf þeim kosningarétt. Hann bætti líka stöðu gyðinga, veitti þeim sömu stöðu og öðrum íbúum landsins. Hann efldi einnig mennta- og heil- brigðiskerfið í landinu. Sonur hans, Muhammed Reza Palevi, fet- aði í fótspor föður síns og hélt hinni vestrænu menningu mjög á lofti og var hallur undir Bandarík- in, en varð fyrir vikið óvinsæll af sjía-múslimum auk þess sem hann og fjölskylda hans voru talin lifa óhóflegu munaðarlífi. Hann varð að flýja land árið 1979 og þá tók Ayatollah Khomeini við völdum og landið varð íslamskt lýðveldi. Þá hafði Íran verið einveldi undir stjórn keisara nær látlaust frá árinu 1501 til 1979. Íran í dag Í alheimsfréttum er dregin upp dökk mynd af Íran og ekki að ástæðulausu. Eins og alkunna er, hefur verið mikill þrýstingur á Ír- ana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra, ekki síst af hálfu Banda- ríkjamanna. Íranar svara því til að kjarnorkuáætlun þeirra snúist fyrst og fremst um orkuver, ekki kjarn- orkuvopn. Það er þó ekki trúverð- ugt, enda eiga þeir nægar auðlindir og hafa ekki verið samvinnuþýðir við alþjóðlegar eftirlitsstofnanir. Bandaríkjamenn líta á kjarnorku- væðingu Írana sem mikla ögrun við sig af því að í Íran eru fjórðu mestu olíuauðlindir heims og Bandaríkjamenn sjá fram á að svo gæti farið að Íranar geti, þegar fram líða stundir, haft afgerandi ítök í Írak auk eigin olíuauðs. Enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að Íran sé eitt af öxulveldum hins illa. Og nú hefur Ehud Olmert for- sætisráðherra Ísraels sagt að stöðva þurfi kjarnorkuáætlun Írana með öllum ráðum. Hann dreif sig á fund Bush Bandaríkjaforseta fyrir skemmstu og þeir deildu áhyggjum sínum af stöðu mála í Íran. Í fram- haldinu fór Bush milli Evrópu- landa og þrýsti á aðgerðir gegn Ír- an. Talið er að Ísraelsmenn og Bush hyggist jafnvel ráða niðurlögum kjarnorkuáætlunarinnar með hernaðaraðgerðum áður en nýr Bandaríkjaforseti kemst til valda. Barack Obama forsetaframbjóð- andi hefur talað fyrir beinum við- ræðum við Íran og það hefur vakið vonir um að friðsamleg lausn mála gæti verið í sjónmáli. Eins og sagði í upphafi, var fólki í Íran mikið niðri fyrir þegar það bað okkur Íslendingana þess lengstra orða að skila því til fólks í okkar heimalandi hve vel almenn- ingur í Íran kæmi okkur fyrir sjón- ir. Ákallið var: „Við og fjölskyldur okkar erum saklaus og biðjumst vægðar.“ Margrét K. Sverrisdóttir. Höfundur er vara borgarfulltrúi í Reykjavík. Ákall frá Íran  Margrét Sverrisdóttir fór með hópi Ís- lendinga til Íran Í Íran Greinarhöfundur ásamt lítilli, íranskri stúlku. Gaman saman Tvær stöllur hlæja dátt saman, greinarhöfundur til hægri. Grafhýsi Khomeinis Peningaseðlar um allt sem fólk gefur svo minnisvarði hans megi verða sem glæsilegastur. Í námi Einbeittar stúlkur í listnámi. Kátt á hjalla Margrét Sverrisdóttir og Kalla Karlsdóttir ásamt írönskum konum og telpum. Margt í boði Markaður í Íran. Persepólis Minnisvarði um blómaskeið Persa. a En Íranar eru al- mennt mjög elsku- legir og vinalegir og það er einstök upplifun að heimsækja þetta stór- kostlega land. a Bandaríkjamenn líta á kjarnorkuvæðingu Írana sem mikla ögrun við sig. Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Alicante / Benidorm 9. júlí í 1 eða 2 vikur á einstökum kjörum. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á einum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante Allra síðustu sætin! Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 9. júlí í 1 eða 2 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 19.990 9. júlí 2 fyrir 1 til

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.