24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Það hefur verið mismunandi hvað
við borgum mikið af húsnæðislán-
inu okkar á mánuði,“ segir Krist-
inn Þeyr Magnússon kvikmynda-
tökumaður. „Við erum að borga
mun meira en greiðsluáætlunin
gerði ráð fyrir, en höfum áður
einnig borgað mun minna, þrátt
fyrir að hafa tekið tiltölulega lága
upphæð að láni í erlendri mynt,“
„Ég er sammála því eldra fólki
sem telur ótækt að tala um að nú sé
kreppa,“ segir Rán Reynisdóttir
sambýliskona hans.
Neysluhegðun og lífsstíll
„Kannski snýst þetta um neyslu
fólks og lífsstíl,“ segir Rán sem
nefnir að parið hafi selt annan bíl-
inn og fengið sér hjól. „Svo er það
matarkarfan, ég tel það vera mjög
svo blóðugt að borga 9.000 kr. fyrir
tvo poka í Bónus,“ segir hún og
bætir við að allt hækki nema launin
í dag. „Vinnudagarnir eru langir og
það bitnar á fjölskyldunni.“
Flytja mögulega út
„Við vorum heppin því við
keyptum fyrir löngu síðan, en þeir
sem eru að kaupa núna eru í vond-
um málum, sérstaklega þeir sem
hafa keypt sér húsnæði á erlendum
lánum,“ segir Jóhanna Tryggva-
dóttir 26 ára hjúkrunarfræðingur.
Jóhanna segir að verð á matvöru
haldi áfram að hækka í hvert skipti
sem fjölskyldan verslar í matinn.
„Ég er farin að breyta innkaup-
unum verulega og er dauðfegin að
barnið mitt er hætt á bleyju því þær
eru fokdýrar,“ segir hún en bætir
við að það harðni í ári á næsta ári
þegar hún eignast sitt annað barn.
„Þá verð ég ekki á fullum launum
og get ekki ímyndað mér hvernig
við munum ná endum saman.“
Jóhanna telur nær ómögulegt að
fara í framhaldsnám hérlendis
miðað við dýrtíðina og nefnir að
fjölskyldan hugi að því að flytja
hreinlega erlendis. „Við erum að
hugsa um að flytja til Spánar, Dan-
merkur eða Svíþjóðar.“
Hærri lánin hækka og hækka
Ung móðir tekur í sama streng
og segir líklegt að fjölskylda sín
hugi sér til hreyfings.
„Við fjármögnuðum einmitt
íbúðarkaupin okkar á erlendum
lánum,“ segir hún og tekur fram að
lánið hafi hækkað um sjö til átta
milljónir. „Lánið var að raunvirði
29 milljóna íslenskra króna en við
tókum það í japönskum jenum,
svissneskum franka og evrum en
ákváðum síðar að taka evruna út,“
segir hún og bætir við að evran sé
ekki vænlegur kostur í stað krónu.
Kvíða kreppu og finnst
allt hækka nema launin
Ungt fólk telur vinnudagana of langa og dýrt að lifa Ungar mæður hyggjast flytja fjölskyldur sínar úr landi
Kristinn á hjóli Rán
og Kristinn ferðast
mikið um á hjólinu.
➤ Kristinn og Rán tóku húsnæð-islán að raunvirði 11,9 millj-
óna íslenskra króna, í jap-
önskum jenum og
svissneskum frönkum.
➤ Afborganirnar af láninu áttuað vera um 77.000 kr. á mán-
uði, en eru í dag 90.880 kr.
➤ Þau tóku einnig íslenskt 2milljón króna lán til fimm ára
en verðbætur af því hafa
lægstar verið 317 kr. en
hæstar verið 6.543 kr.
➤ Samtals borga þau 133.880kr. af báðum lánum en það
hefur verið mismunandi
hversu há afborgunin hefur
verið á tímabilinu. Tekið skal
fram að þau settu aðra íbúð
upp í við kaupin.
DÆMI UM HÚSNÆÐISLÁN
Leikvellir í Reykjavík sem oft
hafa gengið undir nafninu róló eru
enn þá til, sex þeirra eru enn með
gæslu. Margir foreldrar halda að
þeir hafi allir verið lagðir niður.
Adda Rut Jónsdóttir, umsjónar-
maður leikvallarins við Njálsgötu
segir sinn völl best sóttan í júlí. Þeir
krakkar sem koma hingað einu
sinni koma alltaf aftur. „Það er
ástæða til að minna á að þessir vell-
ir starfa enn á sumrin. Í ár eru þeir
opnir til fimmtánda ágúst. Hjá
okkur erum við að brydda upp á
ýmsum nýjungum í sumar til að
laða fólk að völlunum. Á þriðju-
dagsmorgnum eru foreldramorgn-
ar, með kaffi og hollustukexi og
ávaxtasafi fyrir börnin. Á fimmtu-
dögum eru listadagar sem er önnur
nýjung og á föstudögum eru
skemmtidagar. Við ræktum líka
blóm og grænmeti með börnunum
og reynum að hafa eitthvað um að
vera allan tímann. Börn 2-6 ára fá
gæslu hérna frá klukkan níu til tólf
og frá eitt til hálffimm. Hvert skipti
kostar 110 krónur, sem er auðvitað
ekki neitt,“ segir Adda Rut. Við er-
um mest úti, en höfum líka athvarf
inni ef veðrið er leiðinlegt.
beva@24stundir.is
Halda að róluvellir hafi verið lagðir niður
Róló og gæsluvellir
enn í Reykjavík
„Þetta er hiklaust frægasta kind
Íslandssögunnar,“ segir Arnar S.
Jónsson framkvæmdastjóri Sauð-
fjársetursins á Ströndum. Um
miðja síðustu öld var Surtla hund-
elt af smölum, hundum og skot-
mönnum vegna mæðiveikinnar.
Eftir margra klukkustunda elting-
arleik var Surtla síðan felld ofan við
Herdísarvík og vöktu örlög hennar
mikla reiði því hún var talin heil-
brigð.
„Kindin Surtla er nálægt okkur í
tíma, hún er í raun táknmynd frels-
is og óspilltrar náttúru,“ segir Arn-
ar og bætir við að til séu fjöldinn
allur af kvæðum og greinum um
hana. „Fólki er ráðlagt að snerta
hana ekki en þetta er fyrsti mun-
urinn á Sauðfjársetrinu sem fólk er
beðið að koma ekki við,“ segir
hann. „Surtla tekur á móti gestum
um leið og þeir ganga inn, hún var
fótfrá og stórgáfuð,“ segir hann.
Höfuð Herdísarvíkur-Surtlu verð-
ur til sýnis í sumar sem var fengið
að láni hjá Sigurði Sigurðssyni
dýralækni. asab@24stundir.is
Herdísarvíkur-Surtla til sýnis á Sauðfjársetri
Fótfrá og stórgáfuð