24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Engin vinnsla verður hjá fisk- vinnslunni Odda á Patreksfirði þetta sumarið vegna hráefnisskorts en Oddi er fjölmennasti vinnustað- ur bæjarins með um 70 starfs- menn. Hætt var vinnslu um miðjan júní og verður ekki hafin vinnsla aftur fyrr en um mánaðamótin ágúst-september, að sögn Sigurðar Viggóssonar, framkvæmdastjóra Odda. Segir hann þetta ekki koma starfsfólki á óvart því vinnslu- stoppið hafi verið fyrirsjáanlegt þegar þorskkvótinn var skertur og því hafi verið tilkynnt um vinnslu- stoppið fyrir nokkru. Flestir starfsmenn hafi gert aðrar ráðstafanir, fundið sér vinnu eða farið í frí. Afgangurinn, fimm starfsmenn, vinni viðhaldsvinnu hjá fyrirtækinu á meðan á vinnslu- stoppinu stendur. „Það verður ennþá meiri sam- dráttur næst, menn höfðu smá varasjóði seinast,“ segir hann. þkþ Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði Vinnslustopp í sumar Útibúi Landsbankans við Háaleiti í Reykjavík verð- ur lokað um miðjan mánuðinn og flutt í útibú bank- ans við Hamraborg í Kópavogi 21. júlí. Starfsmenn Háaleitisútibús fylgja með og munu þeir þjónusta nú- verandi viðskiptavini sína úr Kópavoginum. Engar uppsagnir verða því í kjölfar sameiningarinnar,“ segir Daníel Scheving, sem fer með málefni útibúa í bank- anum. „Fjármálaþjónusta er sífellt að verða flóknari og þarfir viðskiptavina meiri. Því er stefna Landsbankans almennt að byggja upp stór og öflug útibú sem bjóða alhliða þjónustu. Núverandi húsnæði bankans við Háaleiti er að mörgu leyti óheppilegt vegna smæðar og því erfitt fyrir bankann að ná að veita alla þá þjónustu þar sem viðskiptavinir þarfnast, “ segir Daníel. Viðskiptavinir bankans í Reykjavík vilja ekki allir láta flytja sig hreppaflutningum í annað sveitarfélag og hafa þeir leitað til annarra útibúa í borginni. Daníel bendir á að aðgengi í Hamraborg sé gott, húsnæðið glæsilegt og Hamraborgin sé það útibú sem er styst frá Háaleitinu og því hafi þessi útibú en ekki einhver önn- ur verið sameinuð. Daníel neitar því ekki að samein- ingin bjóði upp á hagræðingu og það sé markmið bankans að reka starfsemi sína á sem hagkvæmastan hátt. Landsbankinn fari hinsvegar ekki uppsagnaleið- ina. Bankinn hagræði í rekstri án þess að segja einum einasta starfsmanni upp við sameininguna. beva Landsbankinn stefnir að færri og stærri útibúum Landsbanki lokar í Háaleiti Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Ég var sjálfur að leita að vefsíðu um sundlaugar á Íslandi,“ segir Robert Van Spanje 23 ára, sem er nýútskrif- aður úr Margmiðlunarskólanum. „Ég hef mikinn áhuga á vefsíðu- gerð og hönnun en ég er líka út- skrifaður úr listaháskóla í Hol- landi.“ Gagnvirk síða Robert segir að fólk hafi sent sér fjölda ábendinga og að sundlaugar landsins hafi tekið vel í verkefnið. „Ég treysti ekki á upplýsingar af netinu og því afla ég mér allra upp- lýsinga í samstarfi við laugastarfs- fólk af landinu öllu,“ segir hann og bætir við að hann vilji fara varlega í það að setja upplýsingar um hveri. „Mig langar ekki að taka neina áhættu því hverir geta verið of heitir og ákveðin svæði eru varasöm,“ seg- ir hann og nefnir að það sé ekki hans að meta hvort staðir séu ákjós- anlegir til baða eða ekki. Almennur listi „Þetta er í grunninn almennur listi en ég vona að síðan þróist og það er sérstaklega gaman að hafa umsagnir notenda við hvern stað,“ segir Robert. Hann nefnir að grunn- upplýsingar um staðsetningu, stærð lauga, hita og veður séu nauðsyn- legar og gagnlegar fyrir Íslendinga sem erlenda gesti. Persónulegri með umsögnum „Með umsögnum notenda geta aðrir sem heimsækja síðuna fengið mun persónulegri sýn á baðstaði landsins,“ segir Robert. Með um- sögnunum væri hægt að sjá hvort notendur telja staði barnvæna, fyrir eldra fólk, þ.e. nánari lýsingu en ella. „Ég fagna því þegar fólk er að senda mér ábendingar en ég mun fara varlega í að setja inn upplýs- ingar,“ segir hann. Robert nefnir að myndir af nokkrum sundstöðum séu nú þegar komnar inn, en fleiri muni bætast við á næstunni. „Svo getur vel verið að ég fái innsendar myndir, við sjáum til,“ segir hann en tekur fram að síðan verði í stöðugri þróun. „Það hafa margir skoðað síðuna þennan mánuð sem hún hefur verið til og á næsta ári verður hún á fleiri tungumálum.“ Fannst sárvanta vefsíðu um sund ➤ Vefurinn er útskriftarverkefniRoberts við Margmiðl- unarskólann en hann útskrif- aðist í maí síðastliðnum. ➤ Á vefsíðunni má finna upplýs-ingar um og kort af staðsetn- ingum nærri 200 sundlauga víðsvegar um landið. ➤ Síðan er gagnvirk því not-endur geta skilið eftir um- mæli. Í júnímánuði voru um 1700 heimsóknir skráðar á vefinn. WWW.SUNDLAUGAR.IS Á Reykjanesi 7 laugar Á höfuðborgarsvæðinu 18 laugar Á Suðvesturlandi 1 laug Á Vesturlandi 1 laug Á Vestfjörðum 2 laugar Á Norðurlandi 19 laugar Á Austurlandi 4 laugar Á Suðurlandi 12 laugar Auk þessa eru upplýsingar um hveri, yl- strendur, lón, laugar og veðurfar á síðunni. SKRÁÐAR SUNDLAUGAR Allir í sund Sundlauga- gestum fjölgar á sumrin.  Vefsíðan sundlaugar.is er útskriftarverkefni Hollendingsins Roberts Van Spanje  Hagnýtar upplýsingar um laugar og hveri „Þetta er eitt það vitlausasta sem að ég hef heyrt í langan tíma“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson varafor- maður Samfylkingarinnar um vangaveltur Ögmundar Jónassonar þingmanns Vinstri grænna um mögulega uppsögn EES-samnings- ins. Ögmundur segir í samtali við 24 stundir að hann sakni mjög meiri dýptar í umræðu um Evr- ópumál. „Evrópuumræðan er orð- in mjög einhliða og öll á þann veg að innganga í Evrópusambandið sé töfralausn við okkar vandamálum. Á sama tíma er aðild okkar að EES- samningnum farin að setja okkur miklar lýðræðislegar skorður. Við hljótum að þurfa að endurmeta kosti og galla þess að vera þátttak- endur í þessu samstarfi. Ég vil að fram fari málefnaleg umræða um þessi mál.“ Ögmundur er tilfinningavera Ágúst Ólafur segir að uppsögn EES-samningsins komi alls ekki til greina. „Vinstri grænir sanna með þessum málflutningi að þeir eru nátttröll í nútímanum. Sá upp- gangur sem verið hefur í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum er augljóslega að stærstum hluta aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu að þakka.“ Lúðvík Bergvinsson þingflokks- formaður Samfylkingarinnar segist telja að Ögmundur hafi ekki meint bókstaflega það sem hann skrifaði. „Ögmundi þykir augljóslega miður það álit Eftirlitsstofnunar EFTA að Íbúðalánasjóður geti ekki starfað í óbreyttri mynd og bregst við með þessum hætti. Ögmundur er til- finningavera og líkar þetta illa. Hins vegar er þetta álit að mínu mati hvorki fugl né fiskur og breyt- ir svo sem engu á þessum tíma- punkti. Ég held að þetta sé ástæðu- laus pirringur hjá Ögmundi og ég held að það sé enginn stuðningur við þessi sjónarmið hjá Ögmundi innan Vinstri grænna.“ Vantar meiri dýpt í umræðuna Katrín Jakobsdóttir varaformað- ur Vinstri grænna segir Ögmund vera að lýsa sínum skoðunum en ekki flokksins. „Þetta er ekki al- menn skoðun flokksfélaga að mínu mati en ég fagna því að Ögmundur nálgist málið á gagnrýnan hátt. Það þarf að fá meiri dýpt í Evrópuum- ræðuna og það er ágætt að menn þori að koma fram og benda á að EES-samningurinn er ekki bara dýrðin ein.“ freyr@24stundir.is „Eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt í langan tíma“ VG nátttröll í nútímanum? Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að halda áfram að gefa nemendum í framhalds- og háskólum frítt í strætó líkt og síðasta vetur. Á fundinum voru kynntar upplýsingar sem sýndu fram á góðan árangur af átakinu sem fólst meðal annars í auknum fjölda far- þega. ejg Borgarráð Reykjavíkur Borgin býður frítt í strætó Fyrsta úthlutun úr umhverf- issjóði UMFÍ var veitt í fyrra- dag. Minningarsjóðurinn er kenndur við Pálma Gíslason, sem var formaður UMFÍ árin 1979 til 1993. Alls nam styrk- urinn milljón, en honum skipti á milli sína Ungmenna- félagið geisli á Súðavík, Sund- félagið Grettir og Ungmenna- félagið Ingólfur. hos UMFÍ veitir styrki Styrkir úr umhverfissjóði

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.