24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég vildi komast út í náttúruna, hitta fólk frá öllum heims- hornum, upplifa eitthvað spenn- andi og monta mig af landinu mínu,“ segir Vilhjálmur Goði um ástæður þess að hann ákvað að gerast leiðsögumaður um landið. Vilhjálmur hefur mikla reynslu af því að skipuleggja ferðir og fara með kvikmynda- gerðarfólk og atvinnuljósmynd- ara um landið. „Ég fer alltaf skemmtilegustu leiðina! Þessi skóli varð fyrir val- inu þegar ég vildi læra leiðsögn, eins og ég myndi sennilega velja kokkaskólann ef ég myndi ákveða að læra að verða kokkur. En ég fór sum sé í afþreying- arleiðsögn.“ Forfallinn náttúruunnandi Spurður um hvað kveiki helst í honum á ferðalögum hans um landið segir hann: „Það er að vaka yfir nótt á toppnum á Snæ- fellsjökli á heiðskírri nótt í júlí, Breiðamerkurlón hvernig sem viðrar, Reynisfjara þegar það er nýhætt að rigna og sólin brýst fram, Hallormsstaðaskógur eld- snemma á sumarmorgni skömmu áður en sólin rís, speg- ilsléttur Seyðisfjörður þegar sólin er að dunda sér við að leysa upp Austfjarðaþokuna, Flatey í logni, Hvítá þegar maður hoppar út í hana og lætur sig fljóta niður með straumnum, leggjast í grá- mosa lengst úti í hrauni í sólbað og sofna við ilminn af blóðberg- inu og að standa á Látrabjargi og fá vindinn í fangið.“ Dýrindismáltíðir og grös Blaðamaður hefur heyrt því fleygt að Vilhjálmur sé ekki ónýtur í að elda dýrindismáltíðir handa ferðamönnum. Hvað skyldi hann helst elda? „Það fer mikið eftir þjóðerni. Ef ég er t.d. með Svía þá er ég m.a. með síld, reyktan og grafinn lax og alls ekki gleyma piparrótinni! Ís- lenski humarinn er elskaður af öllum þjóðum. Ég grilla hann gjarnan og líka hörpudisk, lambafillet, silung, lúðusteikur, skötusel. „Ég hef slegið upp veislum við ýmsar aðstæður og það hefur ekki ennþá verið kvartað yfir matseldinni hjá mér. Það er t.d. æðislegt þegar ferða- mennirnir veiða silung uppi á fjöllum og við grillum hann við bakkann. Sérstaklega þegar mað- ur getur tínt grös og jurtir úr nágrenninu til að krydda með. Ég meina hvað myndir þú vilja smakka?,“ spyr Vilhjálmur. Hvað með gítarinn? Er hann tekinn með? „Já, ég tek hann með ef mér finnst það passa við stemn- inguna. Ég söng íslenskt þjóðlag fyrir 60 manna hóp frá Micro- soft inni í Gjábakkahelli um daginn og fékk þau til að syngja með, það var svaka stuð.“ Villi Goði er forfallinn náttúruunnandi Gítarspilandi fjallageit „Klár, áreiðanlegur og skemmtilegur,“ segir Vil- hjálmur Goði Friðriksson spurður um hvað ein- kenni góðan leiðsögu- mann. Vilhjálmur Goði uppfyllir svo sannarlega öll þessi skilyrði enda þekktur fyrir létta lund, uppátektarsemi, gítarspil og óborganlegar mat- arveislur í óbyggðum. Skemmtilegur og áreiðanlegur Vilhjálmur Goði elskar náttúruna og þá áskorun að gera ferðalög ferðamanna að upplifun sem þeir gleyma seint. Endurmenntun Háskóla Íslands býður í fyrsta sinn haustið 2008 upp á leiðsögunám á háskólastigi. Náminu er ætlað að styrkja enn frekar fagmennsku og fjölbreyti- leika í faginu. Nemendur geta stundað staðnám eða fjarnám og tekur námið þrjár annir. Megináhersla námsins er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagn- ar með erlenda ferðamenn. Miðað er að því að nemendur geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferða- þjónustu á Íslandi og kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögu- manns. Þjálfun í hópstjórn og sam- skiptum við ferðamenn með ólíkar væntingar er hluti af náminu. Far- ið verður yfir ímynd lands og þjóð- ar ásamt þýðingu atvinnugrein- arinnar fyrir þjóðarbúið. Eftir námið eiga nemendur m.a. að hafa haldgóða þekkingu á helstu þátt- um náttúrufars, sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks sam- félags og geta miðlað þessari þekk- ingu til ferðamanna. Tungumálakunnáttan Mikilvægt er fyrir leiðsögumenn að vera vel að sér í erlendu tungu- máli og því er lögð áhersla á auk- inn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands á völdu tungumáli. Inntökuskilyrði í námið er stúd- entspróf eða sambærileg menntun. Gott vald á íslenskri tungu sem og fullt vald á því tungumáli sem um- sækjandi hyggst nota í leiðsögn. Standast þarf inntökupróf í tungu- málinu. dista@24stundir.is Nýtt nám í leiðsögu – bæði boðið upp á staðnám og fjarnám Leiðsögunám á háskólastigi Fjarnám í boði Hægt að stunda námið með vinnu. Það hefur löngum verið vitað mál að tískan fer í hringi eins og margt ann- að. Það sem er í tísku einn daginn getur dottið úr tísku þann næsta og missir því gildi sitt fyrir eigand- anum. Við rennum hér yfir lífshlaup tískufatnaðar. Sýningarpallurinn Allir helstu áhrifavaldar og tískumógúlar mæta á tísku- sýningar hjá heitustu hönnuðunum. Haust- og vetrarlínurnar eru lagðar strax í febrúar og vor- og sumartískan er sýnd í sept- ember og október. New York, London, Mílanó og París eru stærstu tísku- borgirnar í bransanum. Hvað verður vin- sælt? Sölustjórar og hönnunarteymi greina hvaða vörur eru líklegastar til vinsælda eftir við- brögðum eftir tískusýning- arnar. Skissur og útlistanir eru sendar til verksmiðj- anna sem hefur framleiðslu aðeins fáeinum dögum eft- ir að tískusýningarnar fara fram. Úr skipum í búð- arglugga Aðeins fjórum til sex vikum síðar hafa mörg þúsund flíkur verið framleiddar í verksmiðjum tískuvöruframleið- enda. Þeim er siglt um öll heims- ins höf og dreift í búðir. Flest föt baða sig í hillusviðsljósinu í sex til tólf vikur áður en þau eru lækkuð í tign og fara á útsölur eða niður í skúffur. Fólk á Vesturlöndum end- urnýjar fataskápa sína á ógn- arhraða en sem betur fer gefa margir „úrelt“ föt til þeirra sem minna mega sín og svo er ekki óalgengt að föt gangi kaupum og sölum á uppboðssíðum á borð við www.ebay.com. haukurh@24stundir.is Miskunnarlaus heimur tískufatnaðar Tískusýning Skyldi þessi flík ná í búðargluggana? Tískan fer í hringi Erum með sértilboð á tveimur frístundahúsum sem komin eru til landsins og eru óuppsett. Húsin eru tilbúin að utan með einangruðum veggjum. Efni í rafmagnsgrind og milliveggjaefni fylgir. Gerum föst tilboð í sökkla- vinnu, uppsetningu og annan frágang. Stærð 118.7 fm. Hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr furu. Verð kr. 11.600.000,- TILBOÐ KR. 9.800.000,- Stærð 118.7 fm. hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr mahogany. Verð kr. 12.000.000,- TILBOÐ KR. 10.200.000,- TILBOÐ Á FRÍSTUNDAHÚSUM Kverkus ehf. Síðumúli 31 Símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470. kverkus@kverkus.is www.kverkus.is Nýjar sumarvörur frá Brand og Mona Lisa Stærðir 40 - 60

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.