24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 15 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Á Höfn í Hornafirði er hins veg- ar hægt að kaupa sér sælkerah- umarsúpu í gegnum lúguna á skyndi- bitastaðnum Kokknum. SALA JPY 0,7347 1,41% EUR 123,90 1,05% GVT 158,32 1,03% SALA USD 78,24 0,79% GBP 155,30 1,22% DKK 16,614 1,05% Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Bílalúgur eru sérstakt fyrirbrigði. Skyndibiti keyptur í bílalúgu er iðulega hámark fjöldaframleiðslu á matvælum og sjaldnast tengir fólk slíkan mat sælkerafæði. Á Höfn í Hornafirði er hins vegar hægt að kaupa sér sælkerahumar- súpu í gegnum lúguna á skyndi- bitastaðnum Kokknum. Nýtir hráefni úr héraði Höfn er höfuðstaður humarsins á Íslandi. Jón Sölvi Ólafsson, kokkur og annar eigandi skyndi- bitastaðarins Kokksins, segir að það sé nauðsynlegt að nýta hráefni úr héraði við matargerð, hvort sem er í bílalúgu eða á háklassa- veitingastöðum. „Ég er menntað- ur kokkur og lít á mig sem há- gæðamatreiðslumann. Af hverju á ég þá ekki að framreiða hágæða- mat, þó að úr bílalúgu sé? Humar er í uppáhaldi hjá mér og ég geri mjög góða humarsúpu. Ég vil að fleiri fái að njóta hennar, hvort sem það er fólk á hraðleið eða fólk sem fer ekki á veitingastaði á hverjum degi.“ Stuðningur Matís ómetanlegur Humarsúpan hjá Jóni Sölva er engin afgangsvara en í hana fer bara hágæða hráefni. Mikið er lagt í eldamennskuna og þróun vör- unnar og segir Jón Sölvi að aðstoð Matís hafi skipt algjörum sköpum. Sá stuðningur sem þar sé að fá við nýsköpun af þessu tagi sé í raun ómetanlegur. „Ég er ekki viss um að ég hefði getað farið svona langt með þetta án stuðnings Matvís. Það er auk þess fleira í pípunum hjá okkur í þessum dúr sem Mat- vís kemur að með okkur og það skiptir miklu máli að hafa aðgang að þeirri þekkingu og gæðastarfs- fólki sem þar er innanborðs.“ Spurður um hvaða nýjungar séu á döfinni hjá honum vill hann ekkert um það segja. „Það kemur bara allt í ljós.“ Getur orðið vörumerki Hafnar Mikil áhersla var lögð á útlit og ímynd humarsúpunnar. Brynhild- ur Pálsdóttir hönnuður, sem starf- ar hjá Matís, kom mjög að þeirri vinnu. „Þarna var þessi frábæra hugmynd og mín aðkoma að þessu var að hanna ímynd vör- unnar. Fólk þarf að upplifa að það sé að borða eitthvað sérstakt, gæðamat sem þú færð á Höfn og getur orðið þeirra vörumerki.“ Brynhildur segir að miklu máli skipti hvernig matur sé fram- reiddur. „Það er einstök upplifun og afar skrýtin að koma og fá humarsúpu í gegnum bílalúgu og það er kannski það sem á að leggja áherslu á. Það hversu frá- leitt en jafnframt skemmtilegt það er í raun að geta keypt gæðamat á þennan hátt. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Humarsúpa beint í bílinn Beint í bílinn Jón Sölvi af- greiðir hér ánægðan við- skiptavin um súpuna góðu. ➤ Jón Sölvi á og rekur skyndi-bitastaðinn Kokkinn ásamt Valgeiri bróður sínum. ➤ Jón Sölvi hefur starfað á há-gæðaveitingastöðum. ➤ Hann lærði og starfaði á veit-ingastaðnum Perlunni og starfaði meðal annars á Kong Hansen í Kaupmannahöfn. KOKKURINN  Hágæðakokkur framreiðir hágæðamat í gegnum bílalúgu MARKAÐURINN Í GÆR               ! "##$                      ! " !   # $  % !   ! &  '()*+ '   , - . /0.  1 2     345     6 1     (   (7/   /81  +9 0 1 - - :  -      ; 1    ;   !   -0   !  "                                                      :-  !  - <  ! # ' 35 >?@ 5A5 3> 5A3 B3@ 5C D3? 53? CCD C@B 4BB 5D> >AD ?35 A5 ABA 3@ 5AD 4C3 D>A 5C> 4BA BD@ 4>B 3D D4@ 4AC AB 3@4 D@C 5C ACB B5> @ D4> 44@ 3? D@B B4? , 3C@ 54C A B5C 3A? C 4@A ADD ? 3?A 4@> , , , A35 3CA 3BB , , ?EB5 4EA5 C?E5B ?EA5 A5E3B A@E3B A4E?B ?5BEBB CCE?5 >>EBB 3E3A DE?@ AEDC DAEBB AEA4 AD3EBB A545EBB C5BEBB A@4E5B , , , @@35EBB ABEBB , ?EAB 4EC@ C?E>5 ?EAD A5E35 A@E@B A4EDB ?5AEBB CCED5 >>E4B 3E@B DE>C AED@ DAECB AECB AD?EBB A5>5EBB C5>EBB A@>EBB CCEBB , >E5B @5BBEBB , 4EBB /0! - ? D A5 @4 5? C A ?A @? ? D A5 ? ? , A C 5 AC , , , AA , , F   - - 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> A ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3 ? CBB> 3B 4 CBB> 4 AC CBB? 3 4 CBB> 3 ? CBB> CB 4 CBB> ? 3 CBB> ● Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um um 620 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 2,27%. Bréf Kaupþings hækkuðu um 0,54%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Century Aluminum, eða 7,65%. Bréf Teymis lækkuðu um 3,50% og bréf Bakkavarar um 2,14%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% í gær og stóð í 4.296 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 1,76% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,59% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 0,93% og þýska DAX- vísitalan um 0,77%. Bankastjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði í gær stýrivexti um 25 punkta, úr fjórum prósentum í 4,25 prósent. Þetta er í fyrsta skipti í rúmt ár sem bankinn hækkar stýrivextina. Ástæða hækkunarinnar er aukin verðbólga. Í lok júní mældist hún fjögur prósent og hefur ekki mælst meiri á sameiginlegu mynt- svæði evrunnar. Ákvörðun kom fjárfestum ekki á óvart og hafði hún lítil áhrif á gengi félaga á markaði, sem lækkaði nokkuð líkt og und- anfarna daga. Samkvæmt fréttum erlendu fréttaveitunnar Reuters var ágreiningur um það innan bankastjórnarinnar hvernig skyldi bregðast við verðbólgunni. Hluti stjórnarinnar vildi hækka vextina meira, að því er kemur fram í frétt Reuters, og hluti stjórnarinnar vildi halda þeim óbreyttum. Niðurstaðan varð sú að fara milliveginn og hækka vextina um 25 punkta. mh Stýrivextir hækka í Evrópu Helstu ástæður þess að Seðla- banki Íslands heldur stýrivöxtum sínum áfram í 15,5 prósentum er sú að verðbólga hefur aukist um- talsvert frá síðasta vaxtaákvörð- unardegi. Seðlabankinn telur að verðbólga verði mikil fram á næsta ár en hjaðni síðan hratt. Skörpum samdrætti í landsfram- leiðslu er spáð á næstu tveimur árum eftir hagvaxtarskeið síðustu ára. Að því loknu geti jafnvægi skapast á ný, þó fyrirséð sé að samdrátturinn muni reynast mörgum erfiður. Ekki síst þeim sem eru skuldsettastir. Bankinn segir jafnframt að ekki komi til greina að hverfa frá verð- bólgumarkmiðinu. „Pen- ingastefnan snýst um traust sem tekur langan tíma að byggja upp og festa í sessi. Miklu varðar að hvika hvergi.“ mh Verðbólga mikil fram á næsta ár Leiga í nýjum leigusamningum á stúdentagörðum hefur verið hækkuð um 5,25 prósent. Í álykt- un Stúdentaráðs kemur fram að ástæða hækkunarinnar sé að stuðningur Reykjavíkurborgar hafi dregist saman um 24 millj- ónir á undanförnum. „Ömurlegt er að í eins hörðu ári og nú er skuli borgaryfirvöld sauma [...] hart að stúdentum.“ mh Leigan hækkar hjá stúdentum Þýski þróunarbankinn KFW gaf í gærmorgun út krónubréf (jöklabréf) upp á þrjá milljarða. Þetta er fyrsta krónubréfaútgáfan frá því í lok febrúar og telja ýmsir að þetta sé vísbending um að meira líf sé að fær- ast í gjaldeyrisskiptamarkað sem hefur verið því sem næst dauður frá því í febrúar. Nafnvextir eru 9,5 prósent en krafan nokkru lægri þar sem bréfin voru seld á yfirverði, að því er greining Glitnis segir. Eflist viðskipti á þessum markaði er talið líklegt að það styrki gengi krónunnar. Jafnframt segir að bankinn hafi ekki eytt krónuáhættunni á gjaldeyr- isskiptamarkaði með þeim hætti sem útgefendur gerðu meðan vaxta- munur við útlönd var enn virkur, en það var helsta ástæða þess að er- lendir bankar og sjóðir voru virkir á krónubréfamarkaði. mh Krónubréf upp á þrjá milljarða Kreditkortavelta heimilanna var um 13 prósentum meiri í janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 18,6 prósent. mh 13% aukning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.