24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 1971 - 2008 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is LEIKÞOLIN VÉL Olympus MJU850 VATNSHELD: 3M DÝPI HÖGGHELD: 1,5M FALL 2,5" LCD SKJÁR VÖNDUÐ HRISTIVÖRN HREYFIMYNDATAKA MEÐ HLJÓÐI Fæst í 3 litum: bleik, svört eða silfur VERÐ 39.990 FRÁBÆRT VERÐ 8 MILLJÓNA PUNKTA UPPLAUSN 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Lykilstarfsmenn REI, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa sagt upp störfum. Þeir eru uppgefnir á pólitíkinni, eins og segir í forsíðufrétt 24 stunda í gær og nú í frétt um málið í dag, og telja sig þurfa að end- urmeta stöðuna utan þess pólitíska samstöðuleysis sem geri þeim ókleift að starfa hjá REI. Mennirnir búa yfir hugviti sem átti að virkja og sem til stóð að hagnast á. Nú þegar helmingur starfsmannanna hættir hlýtur róðurinn að þyngj- ast hjá REI. En því virðast ekki allir trúa. Borgarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir, sem situr ásamt þeim Kjartani Magnússyni stjórnarformanni og Sigrúnu Elsu Smáradóttur í stjórn REI, segir í Fréttablaðinu að þurrum tárum verði grátið yfir uppsögnunum. Tveir mannanna hafi klárað sín verkefni í Djíbútí og þótt fjórir af 600 starfsmönnum Orkuveitunnar segi upp séu það vart fréttir. „Það er eng- inn hörgull á mönnum og fjárfestum sem vilja starfa með okkur." Af orðum Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns, í 24 stundum má ætla að mennirnir vinni að mikilvægum verkefnum, sem geti skaðast við uppsagnirnar. „Þeir höfðu látið vita af því fyrirfram að til þessa kynni að koma. Við höfum haft tíma til að bregðast við. Starfsmennirnir tóku það fram að þeir vildu gæta þess að verkefni REI sköðuðust ekki og þeir vilja vinna með okkur að því." Getur verið að í þessum orðum stjórnarmannanna kristallist stefnu- leysið í kringum REI. Stjórnarmennirnir virðast til dæmis ekki sammála um hvort verkefni skaðist af uppsögnunum. Framburður þeirra tveggja er misvísandi. Kjartan talar eins og starfsmennirnir séu allir af vilja gerðir til að vinna farsællega að verkefnunum sem þeir unnu að. Ásta saknar þeirra ekki, þótt hún segi í fréttum RÚV tímasetningu upp- sagnanna sérkennilega. Eru starfsmennirnir mikilvægir eða ekki? Ásta segir engan hörgul á mönnum sem vilji vinna með REI. Kjartan segir í Morgunblaðinu óljóst hvort fylla þurfi skarð þeirra. Upphafleg rök fyrir REI var þekking lykilstarfs- manna Orkuveitunnar? Hluti þeirra segir nú upp. Þeir þekkja jarðhitaheiminn, hafa sambönd og þekk- ingu. Getur því verið að meint stefnuleysið sé brátt á enda og ekki vegna þess að ákvarðanir verði teknar heldur vegna þess að nú vantar í þekkingarbrunninn? Er draumur um REI í fararbroddi í jarðhita á enda? Arfleifðin verði Djíbútí og síðan allt fyrir bí? REI fyrir bí? Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gefa ekki yfirlýsingar um nauðsyn þess, að Samfylking breyti um stefnu í umhverf- ismálum eða Evr- ópumálum. Þeir virða þá stefnu, sem samstarfs- flokkur þeirra hefur mótað og þann sáttmála, sem síðan hefur verið gerður um samstarf flokkanna. Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál í sinn hóp, hvað sem skoðunum Björgvins G. Sigurðssonar líður. Þingflokkur okkar sjálfstæð- ismanna hélt nýlega sérstakan fund um Evrópumálin og þar var samstaða þingmanna flokksins áréttuð. Björn Bjarnason bjorn.is BLOGGARINN Í sínum hópi Paul Ramses er ættaður frá Kenía, með háskólapróf í ferða- málafræðum. Vann með barna- hjálpinni ABC að verkefnum, sem Íslendingar studdu. Bauð sig fram til borg- arstjórnar í Naí- róbí, var beittur ofbeldi og flúði land. Hann er hér með konu og barn. Hann var í gærmorgun tek- inn fastur af lögreglunni og skyldi flytjast nauðugur úr landi í morgun. Enginn getur gefið skýr- ingar á geggjun íslenzka kerfisins. Sýnir blinda mannvonzku lög- regluríkisins, sem Björn Bjarna- son og Haraldur Johannessen eru að byggja upp hér á landi. Jónas Kristjánsson jonas.is Mannvonska Nú þekki ég ekki andann inni hjá RÚV en ég hef haft það á tilfinn- ingunni að á sumum stöðum hafi verið svona smá útrásarfílingur hjá þeim. Palli á heimsklassa bíl, búið að ráða stór- laxa úr sjónvarpi og útvarpi og kaupa feiknalega mikið af efni. Hins vegar eru gömlu starfsmennirnir hjá RÚV sem ég efast um að hafi notið góðs af „góðærinu“. Núna kemur í ljós að það er bullandi halli! Það hefur vonandi ekki komið nein- um á óvart! Þá eru hugmyndir Páls Magnússonar að senda mér reikninginn! Það þurfi að hækka skylduáskriftina mína. Tómas Hafliðason eyjan.is/goto/tomash Skylduáskrift Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Á Íslandi ríkir atvinnufrelsi og því geta starfsmenn OR og REI sagt upp störfum hvenær sem er og það er gagnkvæmt. Þannig er örstutt síðan Guðmundi Þóroddssyni forstjóra REI var sagt upp en fjórmenningarnir segjast m.a. sakna hans svo mjög að þeir geti ekki starfað áfram fyrir Orkuveituna og REI. Þetta gefur tilefni til að rifja upp REI-málið en haustið 2007 hugðust nokkrir fjárfestar eignast þetta dótturfyrirtæki OR. Þeir nutu dyggrar aðstoðar emb- ættismanna, m.a. Guðmundar Þóroddssonar, sem og pólitískrar forystu þáverandi meirihluta í borginni. Fyrirtæki Bjarna Ármannssonar og Hannesar Smára- sonar áttu m.a. að fá einkarétt á allri þekkingu og starfskröftum OR til 20 ára og nýta til útrásar í eigin þágu. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltúi VG, fletti eftirminnilega ofan af þessum fyrirætlunum og í kjöl- farið hrundi spilaborgin og dró meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar með sér í fallinu. Guðmundur Þóroddsson forstjóri REI réð lykilmenn á skrifstofur REI, m.a. kosningastjóra og frændgarð þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar án auglýs- ingar. Ekki veit ég hvort fjórmenningarnir voru ráðnir skv. auglýsingu en sumir þeirra voru a.m.k. á listanum yfir þá 17 eða 18 starfsmenn OR og REI sem áttu að fá 10 milljónir í hlutafé í nýju einkavæddu fyrirtæki. Eftir brottreksturinn í vor upplýsti Guðmundur Þórodds- son að hann hafi í allan vetur átt í viðræðum við er- lenda fjárfesta um að koma að REI eða nýju fyrirtæki á sínum vegum sem tæki við af REI. Þannig virðist for- stjórinn hafa haldið áfram að vinna gegn stefnu stjórnar OR og REI, þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Í því ljósi er ekki óeðlilegt að hann var látinn taka pokann sinn jafnvel þótt uppsögnin hafi kostað OR 30 milljónir króna vegna þess að hann hafði litlar 2,7 milljónir á mán- uði og 12 mánaða starfslokasamning! Með brottför Guðmundar Þórodds- sonar er ákveðnum kafla í REI mál- inu lokið. Vandræðagangurinn mun þó halda áfram enda ræður sundr- aður Sjálfstæðisflokkur, með óvinsæl- asta borgarstjóra sem um getur, ekki við að ljúka því. Höfundur er alþingismaður Sakna fleiri Guðmundar? ÁLIT Álfheiður Ingadóttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.