Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Page 15

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Page 15
Það er horft á þig úr skugganum KVÖLÐ eitt hringdi síminn á skrifborði leyniþjónustunnar hjá Scotland Yard. Lögreglumaður lyíti tólinu, reiðubúinn til starfa. í símanum heyrðist kvenmanns rödd, mjúk, róleg og skýr. • — Halló, G. H. sextíu og tveir taíar, sagði hun, og þegar hún heyrði, að á sig var hlustað, bætti hún við. — Ráðizt verður á skrifstofumann, sem borgar út laun, og hann rændur, Mare-stræti Haekney, á morgun. Meira var það ekki. Leynilög- l’Pglumaðurinn reyndi að hlusta betur, en heyrði ekki annað en smellinn, sem kom, þegar konan við hinn endann hengdi á. Scotland Yard hafði fengið fyrstu skilaboðin frá þeim liðs- flokki sínum, sem starfar í imdir- heimmjj glæpamannanna, .drauga^ liðinu’ svopefnda. Lítum um öxl smástund. Um það bil ári eftir að síðustu heimsstyrjöld lauk, átti glæpa- deild Seotland Yards i miklum erfiðleikum, með því að ný glæpa- alda reið yfir. Reyndar kom þetta mönnum ekki á óvart. Hryðjuverk fylgja ævinlega í kjölfar styrjalda og starfsmenn Scotland Yards vissu, hvers var von. En í þetta sinn voru óbótamennirnir óhugnanlega Wagnaðir. Þess vegna var það, að einn af forystumönnum lögreglumálanna, Ronald Howe, fékk þá hugmynd, að Scotland Yard hefði sína eig- in leyniþjónustu, útvegaði sér örugga karla og konur, sem hefðu æfingu í lögreglustörfum og væru gædd kjarki og framtaks- semi, sem dygði þeim til að kom- ast á slóðir glæpamanna bak við tjöldin. Með því móti hlytu ýms- ar. mikilvægar upplýsingar að fást. Liðsmenn þessir yrðu að vera vel dulbúnir, gersamlega óþekkj- anlegir, svo að enginn þeirra yrði nokkru sinni settur í samband við lögregluna. I>etta er djörf húgmynd, sem aldrei fyrr hafði verið framkvæmd hjá brezkri lögreglu. En Rowc féll hugmyndin því betur, sem liann hugsaði meira um hana. Og bann gekk rösklega til verks við framkvæmdina, þvi að eftir viku- tíma var hið fræga „Draugalið” Scotland Yard komið á dagskrá. Eftir vandlega athugun valdi Howe þrjátíu nöfn karla og kvenna og skrifaði þau niður á lista, —> en læsti hann síðan niður í skrif- borði sínu. Aðeins þetta eina ein- tak var til. Að svo búnu ræddi Howe eins lega við hvern og einn af þessu fólki og sagði ákýrt og skorinort, að starf það, sem hann ætlaðist til af þeim, gæti orðið mjög hættulegt. Howe hafði valið rétt: Hver af öðrum af þessum þrjátíu manna hópi kvaðst fús til að prófa þessa nýju' tegund lögreglustarfa. Og hverjum og einum gaf hann eftir- farandi leiðbeiningar: — Starfið liggur í því, að tengj- ast á einhvérn hátt lífi undir- heimalýðsijis. Eg kippi mér ekki upp við að jafnvel hinn minnsti árangur taki langan tima. Fyrst og fremst ætlast ég til, að þið komið upp um glæpi áffur en þeir eru drýgðir. Og þegar þið hafið samband við okkur, notið þið dul- mál. .... Eftir þetta lögðu þeir fyrstu úr .draugaliðinu’ smátt og smátt út á hina liættulcgu en ærdntýra- legu leið. Mánuðum saman heyrð- ist ekki orð frá þeim. Unz þetta kvöld, að síminn hringdi. Undir eins og símkall G. ít. 62 hafði verið móttekið, var hafizt handa. Deildarforinginn kallaði á undirmenn sína, og ráðgazt var um, hvernig mæta skyldi hinni boðuðu árás. Mare-stræti í Hackney er lÖng og mikið notuð umferðaræð, og engin vísbending hafði verið gef- in um, hjá hvaða fyrirtæki hann vann, gjaldkerinn, sem ræna átti; og ekki var heldur neitt minnzt á tímann. Leynilögreglan þurfti því í mörg horn að líta við undir- búninginn. Daginn eftir höfðu leynilögreglu menn komið sér fyrir á ýmsum stöðum í götunni. Sumir þeirra voru dulbúnir sem gluggahreins* arar með tæki sín. Aðrir voru önnum kafnir við að mála, gera við götuna, líta eftir gasvélum ellegar selja einhverjar vörur. Að baki glugganna í sumum húsun- um voru leynilögreglumenn með faídar talstöðvar, og höfðu þeir samband við félaga sína í sérstök- um bllum, sem tllbúnir vorv tit að' élta hugsanlegan flótta. Frásögn Stanley Firmin ctf hinu dularfulla skuggaUúi ScotJand Yard í London — — . ■ ■■»——■■■H.iy.l. ■■!■■■ ■■ ■■■'■ ' I ' ' 1 ■■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ m 6UNNUDAGSBLAQ g3J ' .... "* *'* •• t>

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.