24 stundir


24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 8

24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Sleit áralöngu sambandi við flatköku – sást með gerlausu brauði í innkaupakerru. SMURT SKORIÐ SS ÁLEGG - GERIR ÞAÐ GOTT LÉTT HANGIÁLEGG Á LAUSU! Þóttist vera venjuleg skinka í kaffipásu iðnaðarmanna á Húsavík. BRÖGÐÓTT BEIKONSKINKA Kom fr m á flatbrauði á tangódögum í Sa dge ði. PEPPER Í Í KRÖPPUM DANSI! Kranamaður tárfelldi af gleði yfir nestinu sínu í kaffipásu síðdegis. NAUT NAUTAVÖÐV S! Fór mikinn á góðgerðarsamkomu ásamt létt majónesi, salati og grófu brauði LÉTT PEPPERÓNÍ LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA! Naut lífsins í kotasælunni um helgina. D KU D GA HJÁ LÉTT JÚKLINGAÁLEGGI!Skjálfhentur maður sullaði kaffi á eldhúsbor ið – munaði 3 sm. HUNANGSSKINKA Í HÁS A uðurnesjamenn smurðu grimmt í sjöt gsafmæli u helgina. KIND KÆFA TEKIN Í KEFLAVÍK Býðst að taka þátt í nýjum hátíðarbrönsi á fimm stjör u hóteli. IKON Á ROSSGÖT M! Öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hvatti bandaríska demókrata til að fylkja liði og sam- einast um framboð Baracks Obama til forseta landsins í ræðu sem hún flutti á flokksþingi demókrata í Denver á þriðjudagskvöld. Hillary lýsti sjálfri sér sem „stoltum stuðn- ingsmanni“ Obama. Hafa ekki efni á að tapa Hillary sagði flokksmenn ekki hafa efni á því að lúta í lægra haldi fyrir repúblikönum í komandi kosningum í nóvember. „Hvort sem þið greidduð mér eða Barack atkvæði, þá er þetta rétti tíminn til að sameinast í einum flokki með eitt markmið.“ Hillary þakkaði öllum þeim sem studdu hana í forkosningum flokksins en sagði að nú væri Obama hennar frambjóðandi. „Við erum öll í sama liði og ekkert okkar er á hliðarlínunni.“ Tekur við útnefningunni í kvöld Hillary fór í ræðunni yfir það hví hún fór sjálf í framboð og nefndi meðal annars jafnrétti, að komið yrði á öfugu heilbrigðiskerfi sem almenningur hefði efni á að nýta sér og að ímynd Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi yrði bætt. „Þetta eru ástæður þess að ég bauð mig fram til forseta. Þetta eru ástæður þess að ég styð Barack.“ Bill Clinton, fyrrverandi forseti, flutti ræðu á flokksþinginu í gær- kvöldi, en Obama mun formlega taka við útnefningu demókrata sem forsetaefni þeirra í kvöld. aí Flokksþing demókrata í Denver Hillary hvetur til samstöðu Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Íbúar Álandseyja kunna brátt að auka enn á vandræðin tengd stað- festingu aðildarríkja ESB á Lissa- bon-sáttmálanum. Þing eyjanna hefur enn ekki staðfest sáttmálann og mun annað „nei“ draga enn frekar úr trausti á sáttmálann og lögmæti hans. Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðarat- kvæðagreiðslu í júní, en öll aðild- arríki þurfa að staðfesta hann svo hann öðlist gildi. Mega kjósa sjálfir Álandseyjar eru sjálfstjórnar- svæði undir finnskum yfirráðum og hefur 30 manna þing eyjanna rétt á að kjósa sjálft um sáttmála ESB. Álenskir þingmenn vilja að vægi Álendinga verði aukið við gerð lög- gjafar ESB, áður en þeir kjósa um staðfestingu á Lissabon-sáttmálan- um. Það hefur í för með sér að Finnar þurfa fyrst að breyta samn- ingnum um sjálfstjórn Álandseyja til að auka áhrif þings eyjaskeggja. Of lítið vægi Álendinga Susanne Eriksson, varaforseti álenska þingsins, segir í samtali við BBC að áhrif Álandseyja hafi ekki verið nægilega tryggð er Finnar gengu í ESB árið 1995. „Mikilvæg- asta atriðið er að við viljum eiga möguleika á því að verja okkur sjálf fyrir Evrópudómstólnum.“ Talsmaður finnska dómsmála- ráðuneytisins viðurkennir að það myndi skapa mjög óþægilega stöðu, myndu Álendingar hafna sáttmálanum. Finnar stefna þó á að ná samkomulagi við eyjamenn sem fyrst, þar sem forseti landsins hyggst staðfesta sáttmálann með undirskrift sinni í næsta mánuði. Gæti brugðið til beggja vona Tveir þriðju hlutar álenskra þingmanna þurfa að samþykkja sáttmálann til að hann hljóti sam- þykki. „Eins og staðan er í dag er sterk tilfinning á meðal þingmanna að ekki sé nægur meirihluti til að sáttmálinn verði staðfestur,“ segir Eriksson. Álandseyjar ógna sáttmála  Þing Álandseyja á enn eftir að staðfesta Lissabon-sáttmálann  Eyjaskeggjar vilja aukið vægi við gerð löggjafar ESB ➤ Um 27 þúsund manns búa áÁlandseyjum, flestir í höf- uðborginni Maríuhöfn. ➤ Eyjarnar eru sjálfstjórn-arsvæði undir finnskum yf- irráðum. ➤ Eyjarnar telja í heildina um6.500 eyjar og sker. ➤ Flestir íbúanna eru sænsku-mælandi. ÁLANDSEYJAR NordicPhotos/AFP Sögðu nei Írar höfnuðu Lissabon- sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Fjöldi grænlenskra ungmenna í sjálfsvígshugleiðingum hefur tvöfaldast frá árinu 1993, sam- kvæmt nýrri skýrslu danskrar lýðheilsustofnunar. Talið er að þróunin kunni að vera merki um aukinn klofning í græn- lensku samfélagi. Í skýrslunni segir að 13 pró- sent fullorðinna Grænlend- inga hafi verið í alvarlegum sjálfsvígshugleiðingum í fyrra, og er hlutfallið áberandi hæst á vesturströndinni. aí Grænlenskt samfélag Tíðar sjálfs- vígshugsanir Læknar á sjúkrahúsi á Norð- ur-Írlandi settu nýlega rangan fótlegg fjögurra ára stúlku í gifs, eftir að hún fótbrotnaði í bílslysi. Megan Jack fann enn fyrir miklum sársauka eftir að heim var komið af sjúkrahús- inu. Sögðu læknarnir að sárs- aukinn væri eðlilegur, en mis- tökin voru leiðrétt eftir að móðirin hafði hringt og bent þeim á klúðrið. aí Læknamistök Settu rangan fót stúlku í gifs STUTT ● Stormur Þrettán eru látnir á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu eftir að hitabeltisstormurinn Gustav gekk yfir eyjuna þar sem ríkin eru. Gríðarlegt úrhelli hef- ur fylgt Gustav. ● Skjálfti Harður jarðskjálfti, sem mældist 6,3 á Richter, varð nærri Baikal í austurhluta Síb- eríu í gær. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni Irkutsk. ● Flugrán Tveir flugræningjar gáfust upp síðdegis í gær eftir að þeir höfðu náð súdanskri far- þegaflugvél með 95 manns inn- anborðs á sitt vald. Mennirnir sneru vélinni til afskekkts flug- vallar í Sahara-eyðimörkinni, þar sem þeir gáfust upp eftir 22 klukkustunda umsátur. Palestínumaður hefur verið ákærður fyrir að hafa farið með tvö börn sín líkt og skepnur undanfarin 20 ár, en börnin, sem eru 42 og 38 ára, eru bæði haldin geðsjúkdómi. Maðurinn hélt börnunum lokuðum inni í hesthúsi í bænum Beit Awa á Vest- urbakkanum, þar sem þau neyddust til að dúsa án klæða í forarsvaði og látin borða dýrafóður. Upp komst um of- beldið í aðgerð fíkniefna- lögreglu í bænum. aí Misnotaði börnin í 20 ár Föst í hesthúsi Alþjóðabankinn segir fjölda jarðarbúa sem lifa undir fá- tæktarmörkum mun meiri en áður var talið. Í nýrri skýrslu bankans segir að 1,4 millj- arðar manna lifi undir fátækt- armörkum, en fjöldinn var sagður 985 milljónir í sam- bærilegri skýrslu frá 2004. Bankinn miðar fátæktarmörk við þá sem lifa á minna en 100 krónum á dag. aí Skýrsla Alþjóðabankans Fátækt eykst Utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband, sagði í gær að Rússlandsstjórn bæri skylda til að tryggja að ekki hæfist nýtt kalt stríð milli Rússlands og Vesturlanda. Í ræðu sem Miliband flutti eft- ir fund sinn með Viktor Jústsjenkó Úkraínuforseta í Kíev sagði hann að það væri ekki í þágu alþjóðasamfélags- ins að Rússland einangraðist. aí Utanríkisráðherra Breta Ekki kalt stríð

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.