24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 22 Amsterdam 18 Alicante 29 Barcelona 29 Berlín 18 Las Palmas 25 Dublin 15 Frankfurt 16 Glasgow 16 Brussel 17 Hamborg 20 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 18 London 17 Madrid 27 Mílanó 22 Montreal 24 Lúxemborg 13 New York 29 Nuuk 4 Orlando 28 Osló 12 Genf 17 París 18 Mallorca 28 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 11 Hæg vestlæg átt, skýjað vestanlands, og sums staðar súld við sjávarsíðuna, en léttir til eystra. Hiti 8 til 14 stig. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 12 12 12 Súld við sjávarsíðuna Suðvestan 8-13 m/s og súld með köflum vestanlands, en annars 3-8 og víða bjartviðri. Hiti yfirleitt 8 til 14 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 10 11 12 11 11 Víða bjartviðri Vafi leikur á að varafulltrúi Framsóknarflokksins sé kjörgengur í borgarráð, að því er fram kom í svari sem skrifstofustjóri borgar- stjórnar lagði fram í ráðinu í gær. Samfylking og Vinstri græn bók- uðu um málið í gær, en Guðlaugur Sverrisson, 14. maður á lista Fram- sóknar fyrir síðustu kosningar, er formaður stjórnar OR. Það stenst en óljóst er hvort strangari kjör- gengisskilyrði gilda í borgarráð en aðrar nefndir og ráð. Sé svo þarf að skerpa skilyrðin, skipta á fulltrúan- um eða eiga á hættu að borgarráðs- fundir verði úrskurðaðir ólögmæt- ir. Minnihlutinn segir að á fundum um um stefnumótun og rekstur borgar sitji „samkvæmt sveitar- stjórnarlögum kjörnir fulltrúar enda brýnt að þeir sem þar sitja hafi ríkt umboð frá kjósendum og almenningi“. beva@24stundir.is Kjörgengi 14. manns Framsóknar í Reykjavík Vafasamur fulltrúi Gylfi Arnbjörnsson fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) er að kanna grundvöll fyrir framboði til forsetaembættis sambandsins. „Það er engin laun- ung á því að ég hef áhuga og metnað til þess að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég hef sett mig í samband við fólk í hreyfingunni nokkuð víða og kannað hug þess. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa neitt út á þær móttökur sem ég hef fengið annað en það að þær hafa ekki hrakið mig af þeirri leið að skoða málið,“ segir Gylfi. Aðspurður sagði Gylfi að það hefði ekki áhrif á hans ákvörðun þó að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ myndi bjóða sig fram. Ingibjörg sagði í samtali við 24 stundir að hún væri að skoða málið af mikilli alvöru. fr Forsetakjör á ársfundi Alþýðusambandsins Gylfi Arnbjörnsson hugar að framboði Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti verður áfram í vinnslu að minnsta kosti fram í október. Bændasamtökin hafa lokið við umsögn sína um frumvarpið, en hún hefur ekki enn verið send ráðherra og enn er eftir að bera álitið undir stjórn. Fundur verður í landbúnaðarnefnd Alþing- is í næstu viku, en ekki er útlit fyrir að málið komist á dagskrá fyrr en á næsta þingi. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður landbúnaðarnefndar, telur ekki hundrað í hættunni þótt málið dragist fram yfir þetta stutta þing. Jón Bjarnason VG fagnar hverjum fresti, en Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsókn- arflokksins, óskaði eftir svörum stjórnarflokkanna um hvað liði frum- varpinu. Hún lýsti áhyggjum af stöðu bænda vegna hækkandi áburð- arverðs, og jafnframt lýsti hún áhyggjum af sölu íslenskra sjávarafurða ef drægist á langinn að lögfesta tollfrelsi á kjöti. bee Bændur vinna í kjötmálum Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn óskuðu á borg- arráðsfundi í gær eftir upplýs- ingum um afdrif samþykktar borgarráðs í tilefni af skýrslu um Breiðavíkurskýrslu. Samþykkt hafði verið að hafa samráð við Breiðavíkursamtökin um aðgerð- ir borgarinnar vegna málsins. mh Óska eftir upplýsingum Fasteignakaupsamningum fækkaði um 21 prósent miðað við júlímánuð á þessu ári. Samtals var gengið frá 286 kaupsamningum á höfuðborg- arsvæðinu í ágústmánuði. Heildarvelta nam 9,4 milljörðum og meðalupphæð hvers kaupsamnings var 32,7 milljónir króna. Veltan á markaðnum var um 20 prósentum minni í ágúst en í júlí. Sé miðað við ágústmánuð í fyrra þá er veltan á markaðnum nú tæplega 70 prósentum minni. Í ágúst í fyrra var 860 kaupsamningum þinglýst. Þrjátíu og einum kaupsamningi var þinglýst á Akureyri í ágúst. Þar af voru 17 samningar um eignir í fjölbýli. mh Staða á húsnæðismarkaði versnar Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Fyrrum vistmenn á þessum heim- ilum verða að fá að standa upp frá borðum sæmilega sáttir. Þetta frumvarp eins og það er gerir slíkt ókleift,“ segir Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður Breiðavíkursamtak- anna. Fyrrum vistmenn á Breiða- vík eru afar ósáttir við drög að lagafrumvarpi um bætur til handa vistmönnum sem dvöldust á barna- og unglingaheimilum á veg- um ríkisins. Í frumvarpinu er byggt á því að greiða eigi vistmönnum miskabæt- ur ef sannað verði að þeir hafi orð- ið fyrir miska vegna dvalar á heim- ilunum. Geðlæknar skulu meta tjón vistmanna eftir stigakerfi. Að lágmarki þurfa menn að fá fimm stig í slíkri einkunnagjöf og fengju þeir þá greiddar tæpar 350 þúsund krónur. Hámarksstigafjöldi yrði 30 stig og greiðslur til þeirra sem það uppfylltu yrðu tæpar 2,1 milljón króna. Bótagreiðslur út í hött Bárður Ragnar Jónsson, formað- ur Breiðavíkursamtakanna, segir út í hött að bótagreiðslur verði með þessu móti. „Við teljum fyrir það fyrsta að það sé óeðlilegt að þessi lög verði látin ná yfir alla þá sem dvöldu á vistheimilum ríkisins. Við teljum að vistun á Breiðavíkur- heimilinu hafi verið með þeim hætti að ekki sé hægt að bera hana saman við dvöl á öðrum stofnun- um. Þarna var mikil einangrun, við strákarnir, sem þarna dvöldumst, nutum ekki samvista við fjölskyld- ur okkar, við vorum látnir vinna nauðungarvinnu myrkranna á milli og fórum á mis við grunn- menntun.“ Ragnar Aðalsteinsson segist ekki trúa öðru en frumvarpinu verði breytt. „Það má ekki vera fólgin í þessari lausn auðmýking fyrir þetta fólk sem þarna var á barnsaldri. Ef þetta fólk þarf að fara að sækja bætur til ríkisins og undirgangast rannsóknir held ég að mjög margir muni ekki þiggja þær.“ Má ekki vera auðmýkjandi  Formaður Breiðavíkursamtakanna segir að ekki sé hægt að bera vistun þar saman við vistun á öðrum vistheimilum ríkisins Breiðavík Fyrrum vistmenn á Breiðavík eru ósáttir við drög að frumvarpi um greiðslur til þeirra. ➤ Í forsætisráðuneytinu fengustþær upplýsingar að unnið væri að frumvarpinu. ➤ Um drög séu að ræða og ekkitímabært að ræða um frum- varpið. Það hafi ekki verið lagt fyrir þingflokka né Al- þingi. FRUMVARPSDRÖG STUTT ● Vel veiðist Útflutnings- verðmæti makríls sem veiddur hefur verið í íslenskri lögsögu á þessu ári nemur 5,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningardeildar Glitnis. Íslensku uppsjáv- arveiðifyrirtækin hafa veitt 108 þúsund tonn af makríl það sem af er árinu, en veiddu 37 þús- und tonn á öllu árinu í fyrra. ● Kannabis Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu lagði hald á sextíu kannabisplöntur á tveimur stöðum á höfuðborg- arsvæðinu á miðvikudaginn. 40 þeirra fundust við húsleit í Kópavogi og 20 í íbúð í Breið- holti. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Kaffibrúsinn varð stangveiði- manninum Jeremy McKenny til lífs á dögunum. „Ég var að ná fiskinum af önglinum þeg- ar ég fann verk í höndinni,“ segir McKenny, sem var stung- inn af fjörsungi. Honum var ráðið að nota heitt vatn til að gera eitrið óvirkt þar til hann kæmist undir læknishendur, en var bara með kaffi. aij Stunginn af eiturfiski Kaffið bjargaði SKONDIÐ Heilsukoddar betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Yfir 30.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.