24 stundir - 05.09.2008, Síða 8

24 stundir - 05.09.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Átaksverkefnið Borgarbörn leggur áherslu á markvissa uppbyggingu þjónustu og fjölgun valkosta fyrir yngstu borgarbúana. Jafnframt er stefnt að fleiri og betri val- kostum í dagvistun allra barna fram að skólaskyldu með umbótum, uppbyggingu og auknum sveigjanleika í þjónustu. Þjónustutrygging er mánaðarleg greiðsla til for- eldra barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eða hjá dagforeldri. Greiðsluna má t.d. nota til að greiða ættingja fyrir gæslu barnsins heima eða til að auðvelda foreldrum að taka lengra frí frá vinnu. Þjónustutryggingin nemur 35.000 kr. á mánuði. Sótt er um þjónustutryggingu á www.leikskolar.is. Byggjum upp fyrir Borgarbörn! Þjónustutrygging og fleiri kostir fyrir yngstu íbúana Nánari upplýsingar á www.leikskolar.is og í síma 411 1111 Forsvarsmenn evrópskra sæð- isbanka berjast nú fyrir því að banni á innflutningi sæðis til Bandaríkjanna verði aflétt. Bannið var sett á árið 2005, vegna ótta við Creutzfeldt- Jakob-sjúkdóminn. Segja sæð- issalar ekkert benda til þess að smithætta sé fyrir hendi. Bannið hefur komið sér- staklega illa niður á bönkum á Norðurlöndunum, en mikil eftirspurn er eftir skandinav- ísku sæði í Bandaríkjunum. Peter Bower, framkvæmda- stjóri European Sperm Bank í Kaupmannahöfn, segir eft- irspurnina bæði skýrast af því að margir Bandaríkjamenn eigi ættir að rekja til Norð- urlanda og því, að norrænt út- lit sé vinsælt. Öll Norð- urlöndin utan Íslands eru á bannlista bandarísku lyfja- stofnunarinnar. „Áður en bannið var sett á seldum við Bandaríkjamönn- um sæði fyrir margar millj- ónir króna á hverju ári,“ segir Bower. „Nú er orðið samdóma álit allra sérfræðinga – þar á meðal þeirra sem beittu sér fyrir banninu – að innflutn- ingi evrópsks sæðis fylgi engin sérstök áhætta.“ aij Evrópskir bankastjórar Vilja sæðis- banni aflétt Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Breskum framakonum gengur hægar að komast til metorða á sínu sviði en körlum. Nýútkomin skýrsla bendir til þess að á síðasta ári hafi hægt á þróun í jafnréttisátt, og að í mörgum geirum sé farið að saxast á hóp kvenna í forystusveit. Fækkar eða hægir á aukningu Jafnréttis- og mannréttinda- nefndin (EHRC) hefur undanfarin fimm ár kannað hlut kvenna í valda- og áhrifastöðum fyrir bresku ríkisstjórnina. Á þeim tíma hefur hlutur þeirra almennt aukist jafnt og þétt, en nú kveður við nýj- an tón. Af þeim 25 sviðum sem skoðuð eru, fækkaði konum í toppstöðum á 12 sviðum í ár og fjöldi kvenna var óbreyttur á fimm sviðum. Hlutur kvenna jókst á átta sviðum, en þar hægði alls staðar á aukning- unni frá fyrri árum. Konum í áhrifastöðum hjá 100 stærstu fyrirtækjum Bretlands fjölgaði til að mynda á milli ára úr 10,4% í 11%. Þar sem aukningin var minni en árið á undan þýðir þetta að með sama áframhaldi verður jöfnuði náð eftir 73 ár – sem er 8 árum meira en á síðasta ári. Langt er í land í fleiri geirum. Þannig reikna skýrsluhöfundar út að í stjórnsýslunni verði jöfnum kynjahlutföllum í yfirmannsstöð- um náð eftir 27 ár og 55 ár séu þar til fjöldi kvenna og karla sé jafn í dómskerfinu. Lengst verður samt að bíða þess að þingheimur sé skip- aður jafnmörgum af hvoru kyni. Þjóðin mun þurfa að ganga 40 sinnum að kjörborðinu til þess – eða og bíða í 200 ár. Glerþakið úr steinsteypu Skýrsluhöfundar óttast að þetta sé til marks um að barátta fyrir bættri stöðu kvenna standi illa. „Vinnumarkaður sem mótaðist þegar konur voru heimavinnandi mæður og karlar unnu fyrir salti í grautinn setur of margar hindranir í veg kvenna,“ segir Nicola Brewer, framkvæmdastjóri EHRC. „Við tölum oft um glerþak. Þessar tölur benda til þess að í sumum tilvikum virðist þakið vera úr járnbentri steinsteypu.“ Brewer telur að mikilvægt sé að snúa þessari þróun við, svo vinnu- markaðurinn verði ekki af hæfi- leikum kvenna. „Hætt er við að metnaður ungra kvenna snúist upp í vonbrigði.“ Staða kynja jafnast á hraða snigils  Ný skýrsla sýnir að enn er langt í að jafnrétti kynjanna verði náð á Bretlandi Breska þingið Konur eru 19,3% kjörinna full- trúa í þingsalnum. ➤ Ef fram heldur sem horfirverða konur á breska þinginu jafnmargar körlum eftir 200 ár. ➤ Skýrsluhöfundar benda á aðá ögn lengri tíma, eða 212 ár- um, gæti snigill skriðið eftir Kínamúrnum endilöngum. SNIGLAST Á ÞING Sarah Palin, varaforsetafram- bjóðandi repúblikana í Bandaríkj- unum, hélt í gær sína fyrstu ræðu síðan John McCain tilkynnti fram- boð hennar. Fyrir fullum sal stuðn- ingsmanna gagnrýndi hún Barack Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, og fjölmiðlamenn fyrir að tilheyra „elítunni í Wash- ington“. Sjálf sagðist hún ekki hafa áhuga á að tilheyra þeim hópi. „Ég ætla til Washington til að þjóna íbúum þessa mikla lands,“ sagði Palin. „Bandaríkjamenn gera þá kröfu að við förum til Washington af réttum ástæðum, en ekki bara til að fá að umgangast rétta fólkið.“ Til að undirstrika þetta minnti hún á að sem ríkisstjóri Alaska hefði hún ekið sjálf til vinnu og að eitt af hennar fyrstu verkum hefði verið að selja einkaþotu embættis- ins. aij Sarah Palin er til í slaginn um Hvíta húsið „Til Washington af réttum ástæðum“ Kresten Drejergaard, biskupinn á Fjóni, og Karen Riis-Jørgensen, sem situr á Evrópuþinginu, vilja að danska þjóðkirkjan fylgi for- dæmi þeirrar kaþólsku í sam- skiptum sínum við Evrópusambandið. Óar þau við því hversu öflugur þrýstihópur kaþ- ólska kirkjan er orðin í Brussel. „Mér þykir erfitt að sjá hversu virk kaþólska kirkjan er á evrópskum vettvangi, á sama tíma og sú lút- erska á sér varla nokkurn mál- svara,“ segir Kresten Drejergaard við Kristeligt Dagblad. Hafa Drejergaard og Riis-Jørgensen boðið öllum biskupum Dana að vísitera Brussel og sjá hvernig kaþólikkar bera sig að. aij Biskup vill breytingar Lútersk kirkja hafi áhrif í ESB Hinn dæmigerði einstæðingur í Danmörku pungar út jafnvirði 28 þúsund króna á hverju ári í leit sinni að ástinni. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri könnun stefnumótavefjarins Parship.dk á fjárútlátum einstæðinga. Írar tróna hæst á lista þrettán þjóða, en þeir eyða um 72.000 krónum á kaffihúsum og veit- ingastöðum á ári. Ástarleit Hol- lendinga er ódýrust – 8.300 krón- ur á ári. aij Aurum fleygt í Amor Ástin kostar skildinginn

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.