24 stundir - 05.09.2008, Síða 10

24 stundir - 05.09.2008, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Í fyrirhuguðu lagafrumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem vistaðir voru sem drengir á sjötta til áttunda áratug í Breiðavík og sættu ofbeldi er ætlast til þess að þeir gefi sig fram eftir að auglýst verður eftir þeim. Þá sæti þeir geðrannsókn þar sem metin verði áhrif vistunarinnar á geðheilsu þeirra. Þeir skori stig og fái bótagreiðslu eft- ir því hve aumlega þeim hefur liðið eftir vistunina. Og greiðslan sem þeir geta búist við er frá 375 þúsundum til rúm- lega tveggja milljóna króna. Þetta er haft eftir forsvarsmönnum Breiðavíkursamtakanna í fjölmiðlum. Þeir þrýsta á um hærri bætur. Ekki er hægt að sanna að menn hafi orðið fyrir sálrænu tjóni fyrir fimmtíu árum, sagði einn mannanna sem vistaður var í Breiðavík í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld. Annar benti á í sjónvarpsfréttum að hann hefði orðið fyrir áfalli þegar hann sá drögin að frumvarpinu. Bæturnar séu snautlegar og taki ekki mið af til dæmis vinnuframlagi þeirra í vistinni. Menn séu ekki gráðugir, heldur finnist sér að ef greiða eigi bætur á annað borð þurfi upphæðin að skipta máli. Og í hádegisfréttum RÚV sagði hann að hann vildi að bæturnar gerðu tilveruna á einhvern hátt bærilegri, að upphæðin skipti máli og væri ekki andvirði einnar utanlandsferðar. Spyrja má af hverju yfirvöld kíki ekki í skjölin sín og skoði hverjir voru á heimilunum og boði þá í viðtal. Þau axli ábyrgðina en ætli ekki fyrrverandi skjólstæðingum upptökuheimilanna að bíða eftir auglýs- ingu til að sækjast eftir bótum. Nauðganir, barsmíðar og vera í myrkv- uðum, köldum herbergjum og aðrar pyntingar ættu að vera mæli- kvarði á bæturnar en ekki áhrifin á sálarlíf hvers og eins. Eða eiga þeir sem náðu frekar að brynja sig gegn ofbeldinu síður rétt á bótum? Erfitt er að skilja af hverju forsætisráðuneytið harmar að Breiðavíkursamtökin hafi greint frá frumvarpsdrögunum. Eru bótafjárhæðirnar kannski einnig að mati þess of lágar? Mátti búast við því að bótaupphæðirnar hækkuðu margfalt í fullunnu frumvarpi? Varla. Breiðavíkurmenn eru einungis að lýsa þeirri skoðun sinni að þessar svo- kölluðu sanngirnisbætur séu ekki sanngjarnar. Fé í stað andlegs áfalls er það sjaldnast. Færri foreldrar sætta sig nú við að vista börn sín á heimilum á vegum ríkisins. Mikilvægt er að yf- irvöld sýni að þeim sé treystandi og beri ábyrgð fari eitthvað úrskeiðis. Þau snúi ekki baki við þeim sem brotið er á heldur hjálpi. Friðþæging fæst ekki á útsölu. Sanngjarnar bætur Í heimsókn sinni til Íslands kynnti Allyson M. Pollock sér fyrirhugaðar breytingar á ís- lenska heilbrigð- iskerfinu… Nið- urstaða hennar var sú að verið væri að leggja upp í svipaðan leiðangur og Bretar lögðu upp í fyrir tæpum tuttugu árum… Verkamannaflokkurinn undir forystu Blairs hafi tekið við kefl- inu þegar hann komst til valda en innan raða flokksins hafi allt of margir verið slegnir blindu. Afleiðingarnar hafi reynst hörmulegar. Það ömurlegasta hafi verið hve andvaralaust fólk hafi verið. Ögmundur Jónasson ogmundur.is BLOGGARINN Hörmulegt Er það ekki dæmigert fyrir þjóðfélagsástandið að þeir Ís- lendingar sem koma nú í heim- inn skuli lenda umsvifalaust inni í miðri hringiðu verk- falls og kjara- deilu, sem er til skammar fyrir okkur.... Nú er engu lík- ara en að fjár- málaráðherra sé að streitast gegn réttmætum kröfum ljós- mæðra með skammarlegu að- gerðaleysi í kjaraleiðréttingu, að því er virðist í þeirri von að þetta aðgerðaleysi skili rík- issjóði einhverjum ávinningi í lægri launagreiðslum en sann- gjarnt er. Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is Aðgerðaleysi Þjónustutryggingu er ætlað að brúa bilið frá því að fæðing- arorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla. 35.000 krónur eru auðvitað ekki framfærsla, varla þriðjungur lág- marksframfærslu og það er því ekki skrýtið að for- eldrar sem senn halda aftur út á vinnumarkaðinn spyrji sig: Á ég að sætta mig við að 260 millj- ónum úr sameiginlegum sjóðum okkar verði varið næstu 15 mán- uðina í lágar greiðslur til foreldra í stað þess að verja þeim í upp- byggingu raunverulegra valkosta? Ég hef lengi talað fyrir því að fæð- ingarorlofið þarf að lengja. Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is Lenging orlofs Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Fregnir berast af brotum á réttindum launafólks hjá veitingafyrirtæki á Austur- landi og að þau hafi staðið yfir í langan tíma. Það vek- ur spurningar um það fyrirkomulag sem byggt hefur verið upp á okkar vinnumarkaði um eftirlit og fram- kvæmd kjarasamninga og þeirra réttinda sem þeir fela í sér. Góðu heilli hefur verið almenn sátt um fram- kvæmd kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins fara með. Verkalýðsfélögin eru hagsmunafélög launa- fólks og þangað á fólk að snúa sér ef það telur á sér brotið og ef ekki hefur tekist að ná sáttum í samræðu við sinn launagreiðanda. Í flestum tilfellum tekst að ná niðurstöðu sem aðilar geta unað við enda afar mik- ilvægt að leikreglur vinnumarkaðarins séu virtar. Vegna þess hversu almennur skilningur er á gangverki vinnumarkaðarins og hversu samstarf aðila vinnu- markaðarins og opinberra stofnana er yfirleitt gott, getur það litið svo út að ekki sé nægilega skjótt brugð- ist við þegar einstaka vinnuveitendur virða ekki leik- reglurnar og brjóta á réttindum starfsmanna sinna. Svigrúm fyrirtækja til athafna þarf að vera gott og reglur ekki of margar eða flóknar. Það tefur fyrirtækin sem standa sig vel í starfsemi sinni en getur líka veitt illa reknu fyrirtækjunum skálkaskjól um tíma. Þær reglur sem við lýði eru á að halda og um það er enginn ágreiningur. Upp komast svik um síðir er stundum sagt og ef fyrirtæki skila til dæmis ekki sköttum og öðrum opinberum gjöldum eða eru með einum eða öðrum hætti að brjóta á starfsfólki sínu þá mun það koma þeim í koll. Opinberar stofnanir starfa skv. skýrum verklags- reglum, til dæmis stjórnsýslulögum. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum og enginn er sakfelldur fyrr en sekt er sönnuð og það getur tekið tíma. Þannig réttarríki viljum við búa við. Verkfærin til að nota við að fylgja eftir reglum vinnumarkaðarins eru fyrir hendi og hafa dugað ágætlega. Jafnvel talsvert betur en í löndunum í kring- um okkur. Lykilatriðið er sem fyrr að samtök á vinnumarkaði og hið op- inbera vinni vel saman. Höfundur er forstjóri Vinnumálastofnunar Brot á kjarasamningum ÁLIT Gissur Pétursson gissur.pet- ursson@vmst.is Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur - Coffee Hringið og biðjið um mynda- og verðlista HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA - 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 & 553 1400 - www.heimilisprydi.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.