24 stundir - 05.09.2008, Page 11

24 stundir - 05.09.2008, Page 11
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 11 Þeir sem hlusta á umræður áAlþingi furða sig á átaka-línunum þessa dagana. Sú hefð að stjórn og stjórnarandstaða takist á er þver- brotin. Nú eru það einstakir þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem takast á með stór- yrðum. Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknar, var öflugasti talsmaður ríkisstjórnarinnar í umræðum um auðlindastefnu og á næsta þingfundi hvatti Val- gerður Sverrisdóttir ríkisstjórn- ina til dáða í hrákjötsinnflutningi. Jón Bjarnason VG kvað furðu sæta að Valgerður skyldi ýta á eft- ir því illræmda frumvarpi, sem best væri að fresta sem lengst. En Framsókn heldur sínustriki í baráttunni viðvinstri öflin í og utan rík- isstjórnar. Svo sem ekki furða að þeim sárni þegar Steingrímur J. Sig- fússon segir Guðna Ágústssyni að þegja. Valgerður Sverrisdóttir segist enga von hafa um að VG taki ábyrga afstöðu í neinu máli. „Það er ekki fyndið, hvernig formaður VG skellir skollaeyrum við staðreyndum,“ segir Val- gerður. Össur Skarphéðinsson vorkennir vinum sínum í stjórn- arandstöðunni, en einu fréttirnar af þingmönnum hennar séu þegar þeir missi stjórn á skapi sínu í innbyrðis átökum . „Þá er nú betra að vera í eilífum friði og faðmlögum eindrægninnar í rík- isstjórninni!“ segir Össur. Iðnaðarráðherra er mjög stríð-inn náungi. Heyra má tanna-gnístur framsóknarforyst- unnar langar leiðir. Enda hálfdrap eindrægnin í faðm- lögum síðustu rík- isstjórnar Fram- sókn, meðan „eindrægnin“ í nýju stjórninni skilar Samfylkingu fylgis- aukningu og veikir Sjálfstæð- isflokkinn. Orðalagið „eilífur frið- ur“ hlýtur að vera pirrandi fyrir smáflokk sem á þá von heitasta að borgarmódel Óskars Bergssonar verði tekið upp í landsstjórninni líka. Nú er að sjá hvort Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverr- isdóttur tekst að stinga undan Össuri Skarphéðinssyni og fé- lögum með því að styðja stefnu ríkisstjórnarinnar betur en hún gerir sjálf. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það var gamlárskvöld og 1969 um það bil að ganga í garð. Hún var í lestinni á leiðinni heim til sín í Leipzig þegar hún tók eftir hvað landamærin voru óvenju- lega útbúin á þessum stað. Skipuleggjendur í gamla Austur- Þýskalandi pössuðu sig yfirleitt á að láta lestarlínur ekki liggja ná- lægt landamærunum við Vestur- Þýskaland og alls ekki upp að Berlínarmúrnum sem þeir köll- uðu raunar aldrei annað en and- fasíska friðarskilrúmið. Undan- tekningin var hérna við Bornholmer-brú í útjaðri Berl- ínar þar sem landamærin lágu formlega á milli lestarlínanna. Það var dimmt en í geislum skoteldanna á vesturhimni sá hún að handan grænmetisgarð- anna sem útvaldir fengu að rækta tók við vírahrúga og stey- puklumpar og svo sjálfur múr- inn. Vanalega var heilmikill vír- veggur austanmegin, svo kom dauðasvæðið með öllum sínum banvænu hindrunum og svo loks steinsteyptur múr sem var ysta lagið mót vestri. Þann múr gat hún semsé séð í gegnum lest- argluggann. Hún steig út úr lestinni, fikr- aði sig niður að grænmetisgörð- unum, klifraði yfir grindverkin sem skildu grænmetisgarðana að og fikraði sig nær múrnum sem var í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð. Í raun var hún heppin að vera ekki handtekin þá þegar því landa- mæraverðirnir voru allt um kring, gráir fyrir járnum. En það var fyrst núna sem hún tók eftir þeim gangandi eftir dauðasvæð- inu með hundana sína. Fyrir ut- an landamæraverðina og hungr- aða hunda stóð í vegi hennar himinhátt limgerði, ljóskastarar sem færðust óreglulega til eftir svæðinu, upprúllaður gaddavír á trjádrumbum og loks djúpa sendna svæðið sem lá upp að vesturmúrnum. Einhvern veginn tókst henni að troða sér yfir þéttriðið limgerðið og fikra sig svo út á sandinn. Hún fór sér hægt svo verðirnir yrðu hennar ekki varir og skreið yfir hverja hindrunina á fætur annarri og var komin alla leið upp að múrnum þegar þeir sáu hana. Hún sá ljósin og heyrði glasag- lauminn vestan megin áður en hún var send rakleiðis aftur í fangelsið. Óvinur ríkisins Miriam var aðeins sextán ára gömul og þá þegar orðin að óvini ríkisins, eins og Anna Funder segir svo vel frá í bók sinni Stasiland. Af ótta við sams- konar upplausn og varð í Prag vorið 1968 hófu austurþýsk stjórnvöld að herða tökin, ekki síst í Leipzig þar sem Miriam bjó. Öryggislögreglan réðst með- al annars til atlögu við gömlu háskólakirkjuna í miðborginni sem einn daginn var jöfnuð við jörðu, andófsmenn voru hand- teknir og eftirlit hert til muna. Miriam og Ursula, vinkona hennar, voru engir sérstakir and- kommúnistar en þær vildu gjarn- an mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsinu og öðrum mannréttindum og útbjuggu í þeim tilgangi lítinn bækling sem þær hengdu upp á ljósastaura í hverfinu sínu og dreifðu í hús eina nóttina. Í bréfinu hvöttu þær íbúa Leipzig til að láta í sér heyra og gera athugasemdir við framferði stjórnvalda. Þetta var auðvitað kolólöglegt athæfi og brátt bárust böndin að þeim stöllum. Skömmu síðar voru þær handteknar og færðar í fangelsi þar sem þær máttu dúsa í ein- angrun mánuðum saman þar sem þær voru beittar grimmilegu harðræði. Enginn fékk að heim- sækja þær, þær fengu ekkert að lesa og ekkert að sjá annað en miskunnarlitla fulltrúa ríkisins. Og aldrei að hringja. Því var kannski ekki nema von að Miri- am skyldi hafa freistast til að klífa múrinn þegar hún sá tæki- færi til þess skömmu eftir að hún losnaði úr fangelsinu. Eftir uppákomuna átti hin sex- tán ára Miriam fáa möguleika á að finna hæfileikum sínum við- nám, meinað að stunda háskóla- nám með félögum sínum og fékk hvergi vinnu nema í ömurleg- ustu skítastörfum og lifði svo það sem eftir var undir stöðugu eftirliti öryggisþjónustu austur- þýska alþýðulýðveldisins, – allt þar til múrinn var rifinn niður að kveldi dags 9. nóvember 1989. Höfundur er stjórnmálafræðingur Miriam Weber VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Hún sá ljósin og heyrði glasaglaum- inn vestan megin áður en hún var send rakleið- is aftur í fangelsið. 30% afsláttur 30% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...ódýrari kostur! TILBOÐIN GILDA 4. - 7. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur 51% afsláttur FRÁBÆRT VERÐ TEX MEX KJÚKLINGAVÆNGIR 199 kr/kg 403 kr/kg LONDONLAMB 1.256 kr/kg 1.794 kr/kg ÍRSKAR SVÍNALUNDIR 959 kr/kg 1.599 kr/kg PÍTA OG PÍTUBUFF 6stk. 699 kr/pk. 998 kr/pk. NÝ HEIMASÍÐA www.kemi.is Tunguháls 10 • 110 Reykjavík • Sími 544 5466 Olíu og smurvörur Öryggisvörur Hreinsiefni og ensím Lím og límbönd Frábært vöruúrval á nýrri heimasíðu - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.