24 stundir - 05.09.2008, Page 14

24 stundir - 05.09.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir NÚ FÁ SÉR ALLIR ÁSKRIFT! 4 LEIKSÝNINGAR Á EINUNGIS 8.900 kr. Hringdu í síma 568 8000 eða farðu á borgarleikhus.is ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Stúlknaliðið vann til bronsverðlauna á NEVZA- mótinu árið 2006, en þá var það haldið í Falköp- ing í Svíþjóð. Piltalandsliðið hefur hins vegar ekki náð að vinna til verðlauna á þessum mótum. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir.is „Þetta hefur verið lengi í undir- búningi og í rauninni átaksverkefni frá því í apríl,“ segir Sigurður Arn- ar Ólafsson mótsstjóri, sem hefur staðið í ströngu við að koma mótinu á Akureyri á koppinn. „Það eru tvö ár síðan ég byrjaði að leggja inn fyrir þessu á fundum hjá NEVZA og á fundi í janúar var þetta lagt fyrir og samþykkt að halda mótið hér á landi. Þá var maður búinn að potast í þessu í gegnum ýmsa aðila í ein tvö ár,“ sagði Sigurður Arnar. „Við höfum verið með tvö lið í þessum aldurshópi og síðan önnur tvö í U17 ára þannig að menn sáu að okkur var full alvara með þessu. Nú er búið að ákveða að keppn- in verður haldin hér á landi á átta ára fresti, við og Færeyingar mun- um halda þetta til skiptis en annars gengur mótið á milli hinna land- anna,“ segir mótsstjórinn sem segir Akureyri hafa orðið fyrir valinu enda á blakið sterkar rætur þar. Í stúlknaflokki keppa auk Ís- lands landslið Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Færeyja en hjá pilt- unum eru það Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og England. Finnar eru hvergi sjáanlegir og sagði Sigurður Arnar þá velja að senda U19 ára lið sín í Evrópu- keppnina, en þeir séu hins vegar með í keppni U17 ára. Kostnaðurinn að drepa okkur Mótshaldarar hafa staðið sig vel í öllum undirbúningi og gefa með- al annars út veglega leikskrá. „Það verður nú að segjast eins og er að kostnaðurinn við að taka þátt í þessum mótum með U19 og U17 ára liðin er hreinlega að drepa okk- ur. Við höfum hingað til ekki verið með í U15 vegna þessa. Þetta er nánast ekki hægt fyrir okkur, við og krakkarnir söfnum styrkjum eins og við getum og síðan þurfa krakkarnir að borga helling sjálf til að hægt sé að senda lið í þessi mót,“ segir Sigurður Arnar, sem hefur fleiri járn í eldinum. „Við er- um að kom á íþróttaafreksbraut í Menntaskólanum og Verkmennta- skólanum og það ætti að geta byrj- að eftir áramótin, þannig að það er nóg að gera,“ sagði Sigurður Arnar. Upp í stuttan Frá æfingu pilta- landsliðsins þar sem æft er að skella stutt á miðjunni.Krakkar borga ferðina  Mjög mikill kostnaður við þátttöku unglingalandsliðanna í blaki Norðurlandamót U19 ára liða pilta og stúlkna hefst á Akureyri í dag og stendur fram á sunnu- dag. Raunar er þetta mót fyrir lönd í Norður- Evrópu og eru til dæmis Englendingar með í pilta- flokki. ➤ Íslenska piltaliðið fór tilPortúgals í viku og lék þar við heimamenn. Stúlkurnar fóru hins vegar ekki í æfingaferð. ➤ Keppendur í mótinu eru 120talsins og verða leiknir 20 leikir, piltarnir leika í Íþrótta- höllinni en stúlkurnar í KA- heimilinu. ➤ Marek Bernat þjálfar pilta-landsliðið og Magnús Að- alsteinsson er þjálfari stúlk- naliðsins. BLAKMÓT Steinunn H. Björgólfsdóttir, HK, Hjördís Eiríks- dóttir, Stjörnunni, Theódóra Þórarinsdóttir, HK, Auður A. Jónsdóttir, KA, Birta Björnsdóttir, HK, Una M. Heimisdóttir, KA, Kristín S. Þórhalls- dóttir, Þrótti N., Velina Apostolova, HK, Stefanía R. Reynisdóttir, HK, Fjóla R. Svavarsdóttir, Þrótti R., Erla R. Eiríksdóttir, Þrótti N., Jóna G. Vigfús- dóttir, Þrótti N. U19 stúlkur Aron Bjarnason, Þrótti R., Guðmundur Haralds- son, UMFG, Guðmundur S. Stefánsson, Stjörn- unni, Ólafur Arason, HK, Ingólfur H. Guð- jónsson, HK, Alexander Stefánsson, HK, Orri Þór Jónsson, HK, Árni Björnsson, KA, Hafsteinn Valdimarsson, KA, Kristján Valdimarsson, KA, Andri M. Sigurðsson, KA, Kolbeinn Baldursson, HK. U19 pilta

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.