24 stundir - 05.09.2008, Síða 26

24 stundir - 05.09.2008, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Holdgervingur dægurmenningar þessa fyrsta áratugar aldarinnar, Britney Spears, mun ekki taka lagið á MTV Video Music Aw- ards-hátíðinni sem fram fer á sunnudag, minnug þess hvernig fór fyrir ári síðan, þegar fram- koma hennar var mikið gagn- rýnd, ásamt holdafari og höf- uðheilsu. Hún mun hinsvegar opna hátíðina með öðrum hætti, sem enn er leyndamál. „Hvernig gæti ég sleppt því að vera þarna, á 25. MTV-VMA- hátíðinni?“ sagði Britney við blaðamenn í gær. „Ég er spennt yfir því að opna hátíðina og einn- ig yfir því að vera tilnefnd til verðlauna,“ sagði Britney, sem er tilnefnd í þremur flokkum, þar af fyrir besta tónlistarmyndbandið, við lagið Piece of me. tsk Britney aftur á MTV-hátíð sáttari við nýju plötuna en þá fyrri, er hét einfaldlega Mammút. „Við vorum hrædd um að Kark- ari væri kannski of þung áður en við fórum í hljóðver og því popp- uðum við hana aðeins upp í vinnsluferlinu. Við erum mjög stolt af henni og sátt við útkom- una. Fyrsta platan okkar var tekin upp „live“ á 18 tímum, þar sem við tókum einfaldlega upp öll lög sem við áttum, til að fylla upp í plássið. Að okkar mati gátum við aðeins hlustað á hana svona fimm sinn- um, meðan Karkari þolir ívið fleiri skipti,“ segir Alexandra af óþarfa hógværð, en fyrri platan fékk fína dóma, meðal annars í tónlistar- tímaritinu Rolling Stone. traustis@24stundir.is Karkari: Sterkbyggt og klunna- legt farmskip. Komið úr grísku. Haft bæði um stórt verslunar- og herskip. Þá er það komið á hreint, en misskilnings hefur gætt um nafn nýju breiðskífu hljómsveitarinnar Mammúts, ekki síst innan sveit- arinnar sjálfrar, en í Morg- unblaðinu 27. ágúst síðastliðinn var því slegið upp í fyrirsögn að karkari væri olíuherskip. Orð sem hljómar vel „Það var einhver misskilningur hjá Kötu með þetta, en við kom- umst ekki að þýðingunni fyrr en eftir á. Það var eins með Mammút- nafnið, okkur þótti þetta bara flott orð sem hljómaði vel,“ segir Alex- andra Baldursdóttir, gítarleikari sveitarinnar. Hún segir hópinn þó ekki pæla of mikið í nöfnum á lög sín eða plötur. „Nei, en þetta getur verið rosa hausverkur samt. Á tímabili vorum við að pæla í að notast við „Allt sem ég heyri“ sem hljómar frekar einsog lag með Íra- fári.“ Rísa upp úr lægðinni „Við höfum verið frekar róleg í opinberri spilamennsku und- anfarið, sem skýrist hugsanlega af mannabreytingum, en Guðrún Heiða hætti í bandinu og Vilborg Ása Dýradóttir plokkar nú bassann í hennar stað. Við höfum verið þeim mun duglegri við æfingar, og förum við á fullt núna í haust,“ segir Alexandra. Hún segist einnig Mammút með útgáfutónleika í Iðnó í kvöld 24stundir/G.Rúnar Loðfílarnir Alexandra heldur hljómsveitinni uppi, ef svo má segja. Á myndina vantar trommuleikarann Andra Bjart Jakobsson. Nafnið á nýju plötunni torskilið og misskilið Yfir nýju lagi Motion Boys, Five 2 love, sveimar andi hinnar ný- rómantísku stefnu er náði hæstu hæðum um miðjan níunda áratug- inn. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, er ber heitið Hold On, er tilbúin og væntanleg í búðir í byrjun næsta mánaðar. Í ljósi þess að tveir laga- titlar á plötunni innihalda orðið love og tveir aðrir orðið heart má ímynda sér að hjartans mál séu forsprakkanum Birgi Ísleifi Gunn- arssyni hugleikin. „Platan er að mestu leyti um samskipti kynjanna á einhvern hátt eins og níutíu prósent popplaga al- mennt,“ samþykkir Birgir. „Það eru bara fimm prósent af lögum sem fjalla um byggingar og hús eða eitthvað annað.“ Á plötunni færir Motion Boys sig fjær þeim tölvupopphljómi er einkenndi fyrsta slagara þeirra Hold me Close to your Heart. Þó ung sé er sveitin í stöðugri þróun. „Við erum miklir áhugamenn um hljóðheima. Ég er hrifinn af þessari baráttu á milli hins melódíska og skrítna. Mig langar til að tónlistin verði orðin þannig á þriðju plöt- unni að fólk geti varla hlustað á hana lengur,“ segir Birgir og hlær. Motion Boys-platan tilbúin Hið tvöfalda siðgæði Bandaríkja- manna virðist á undanhaldi, ef marka má viðbrögð þeirra við kvikmyndaplakötum, en í stað þess að umbera bæði nekt og of- beldi, en ekki einungis ofbeldi líkt og hingað til, hefur kvik- myndaeftirlitið brugðið á það ráð að banna hvort tveggja. Í gær sögðum við frá banninu á veggspjöldum Wanted-mynd- arinnar, þar sem Angelina Jolie mundar byssu. Í dag er það hins vegar grínmyndin Zack and Miri Make a Porno með þeim Seth Ro- gen og Elizabeth Banks. Bandaríska kvikmyndaráðið hef- ur bannað veggspjöldin, þar sem orðið „porno“ kemur fyrir og uppstillingar aðalleikara vísa til munnmaka. Ekkert var hins veg- ar minnst á orðin „Coming so- on“. Banna bíómyndaveggspjöld FÓLK 24@24stundir.is a Mig langar til að tónlistin verði orðin þannig á þriðju plötunni að fólk geti varla hlustað á hana lengur. Aðþrengdur Afsakið að ég er til! GÓÐU FRÉTT IRNAR ERU AÐ HANN ER VEL HÆRÐUR. ÞAÐ ER AÐ VERÐA ÁLIÐIÐ. VIÐ ÆTTUM AÐ SETJA UPP BÚÐIR HÉR OG HALDA ÁFRAM Á MORGUNGARÐHEIMAR Bizzaró Af hverju tekur þú skatt af vasa- peningum mínum? Ég er bara krakki - ég þarf ekki að borga skatta. - Ég veit en ég þarf að borga þá. MYNDASÖGUR poppmenning

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.