24 stundir - 05.09.2008, Page 32

24 stundir - 05.09.2008, Page 32
24stundir ? Kannski er það að bera í bakkafullanlækinn að ræða um kreppu á Íslandi. Enég get ekki orða bundist. Það er svomerkilegt að skynja hvernig ungir Ís-lendingar skilgreina kreppu. Hvar klikk-uðum við sem eldri erum í uppeldinu?Og hvernig verður sú kynslóð sem núvex úr grasi? Í ritstjórnargrein 24 stunda á mið- vikudag segir að fólk sé svo skuldsett að það geti ekki tekið á sig mikla launa- skerðingu og samt framfleytt fjölskyld- unni með sama hætti og verið hefur. Það séu ekki endilega þeir lægst launuðu heldur hinir sem komu ár sinni vel fyrir borð í uppsveiflunni sem eigi í vanda. „Juku útgjöld sín í samræmi við auknar tekjur og hafa þá í mörgum tilfellum ekki efni á að snúa til baka núna en neyðast þó til þess.“ Lausnin á vand- anum sé að nýta allar orkuauðlindir. Er það virkilega svo að unga fólkið okkar sé svo góðu vant að það geti hvergi skorið niður? Á að virkja allt sem virkja má svo að það geti áfram lifað við lúx- uskjör sem tók örfá misseri að venja sig á? Margt hafði svimandi tekjur en er samt óhemju skuldsett! Og það kvartar sárast. Nýlega birti dagblað sparnaðarráð í kreppu: verslið í lágverðsverslunum, hættið að kaupa kaffibolla daglega á 390 krónur stykkið og farið í göngutúr og sparið líkamsræktarkort! Ef vandi þjóð- arinnar er ekki meiri þá skulum við bíða með að virkja og einbeita okkur að því að kenna fólki að fara betur með. Fallvötn föl fyrir merkjavöru Þóra Þórarinsdóttir hefur verulegar áhyggjur af neyslu landans. YFIR STRIKIÐ Er kreppa eða dekur- skerðing? 24 LÍFIÐ Hljómsveitin upplýsir að liðsmenn sveitarinnar hafi sjálfir vitað hvað nafn nýju plötunnar Karkari þýddi. Mammút með útgáfutónleika »26 Svavar Lúther fær óvænta aðstoð frá einum stofnanda sænsku deili- síðunnar Piratebay.org. Dæmt í málinu fljótlega. Mál Istorrent.is fyrir héraðsdómi »30 Birgir Ísleifur talar um hjartans mál og segist vilja gera tónlist í framtíðinni er enginn geti hlustað á. Fyrsta plata Motion Boys er tilbúin »26 ● Á fundi með John McCain „Ég er í Los Ang- eles en er á leið- inni á landsþing repúblikana í Minneapolis. Og ef allt gengur að óskum verð ég á fundinum í kvöld,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmála- fræðingur þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. Hún ætlaði að vera viðstödd þegar John McCain tæki formlega við tilnefningu flokksins í nótt. Og hún bjóst við mjög sérstakri stemningu. „Já, ég breytti allavega ferðaáætlun minni til þess að ná að vera þarna.“ ● Sölumet á Fló á skinni „Þetta er nú að margra mati einn best skrifaði farsi allra tíma,“ svarar Magnús Geir borgarleik- hússtjóri að- spurður hvernig standi á því að þegar er uppselt á 20 sýningar á Fló á skinni er leik- húsið frumsýnir í kvöld. Verkið var frumsýnt í París árið 1907 og varð síðar vinsælasta sýning Leikfélags Reykjavíkur árum saman. „Svo verður að segjast að þessi uppsetn- ing Maríu Sigurðardóttur er af- skaplega vel af hendi leyst. Gísli Rúnar frískaði upp á verkið og færði það til í tíma.“ ● Með penslana á lofti Anna Ólafsdóttir Björnsson hefur skráð sig á nám- skeið í myndlist- arskóla. „Ég hef með vinnu verið í tölv- unarnámi og í rauninni hefur allt vikið fyrir því, þar á meðal mynd- listin sem var áður efst á forgangs- listanum.“ Anna hefur sinnt fjöl- breyttum störfum, meðal annars setið á þingi. „Allt sem ég hef gert meðfram hefur hjálpað mér í myndlistinni.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við Dagana 4. - 7. september 2008 Brot úr dagskrámenningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar Listsýningar og uppákomur Á Ljósanótt er boðið upp á fjölda listsýninga um allan bæ. Samsýningar og einkasýningar í HF húsunum, listatorgi og Svarta Pakkhúsinu og í fyrir- tækjum um allan bæ. Opnar vinnustofur listamanna. Kjötsúpa fyrir 5000 fyrstu gestina í boði Norðlenska, Samkaupa ogMatarlystar. Barnadagskrá Fram koma þekktir ávextir úr Ávaxtakörfunni og eitt grænmeti, ungir söngvarar fá að spreyta sig í söngvakeppni barna og vísindasmiðja barna býður spennandi möguleika. Söngvaborg og Silja, Leikfélag Keflavíkur, tívolí, götuleikhús og sirkus. Skessan í fjallinu Skessan í fjallinu flytur til Reykjanesbæjarmeð góðri aðstoð vinatrölla úr Eyjum. Eruð þið nokkuð hrædd við tröll? Tónlist Tónlistarsyrpa í Duushúsum: harmonikkur, kórar, djassperlur, djass, blús, ópera og dægurlög. Léttsveitin og Hjaltalín í Andrews Theatre. Fjölmenningartónleikar, opin hljómsveitaræfing, Fanfare á Ljósanóttog unga fólkið rokkar. Duushús Fjölleikar: Ilmur Stefánsdóttir í Listasafni Reykjanesbæjar. Hraðar sveiflur, skemmtilegar dýfur og jafnvægiskúnstir í hljómfalli rokkandi rokka og syngj- andi vefstóla. Suðsuðvestur:„Gæti tafið framkvæmdir á Suðurnesjum“, 15 ólíkir einstaklingar skoða Suðurnesin á rannsakandi hátt. Poppminjasalur: sýning Poppminjasafns Íslands,Bíósalur:Eiríkur Árni. Kvölddagskrá Gospellhljómsveitin, Vignir Bergmann, Magnús Kjartansson og hljómsveit, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds – Raggi tekur lagið með Rúnna júll í fyrsta sinn. Hljómsveit Rúnna Júll, Magnús og Jóhann, Buff, harmonikkuunnendur, Karlakór Keflavíkur og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Ljósanæturlagið 2008, Rúnar Þór Guðmundsson tenór og BubbiMorthens og EGO. Hátíðinni lýkurmeð björtustuflugeldasýningu landsins um leið og kveikt er á lýsingu Bergsins. Sjáumst á Ljósanótt!

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.