24 stundir - 12.09.2008, Page 2
Niðurstöður nýrrar launakönn-
unar stéttarfélagsins SFR sýna að
kynbundinn launamunur í félag-
inu hefur auk-
ist um nærri
3% frá því í
fyrra. Segir í
tilkynningu frá
félaginu að nið-
urstöðurnar
séu sláandi og
að kynbundinn
launamunur sé viðvarandi og
vaxandi vandamál hjá hinu op-
inbera, nokkuð sem SFR líti mjög
alvarlegum augum.
Mældist launamunurinn alls 17%
þegar tekið hafði verið tillit til
aldurs, vinnutíma (fjölda vinnu-
stunda á viku), starfsaldurs,
menntunar og vaktaálags. hj
Launamunur
kynjanna jókst
2 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 29
Amsterdam 21
Alicante 32
Barcelona 28
Berlín 23
Las Palmas 26
Dublin 17
Frankfurt 25
Glasgow 16
Brussel 26
Hamborg 22
Helsinki 10
Kaupmannahöfn 16
London 17
Madrid 27
Mílanó 21
Montreal 10
Lúxemborg 21
New York 18
Nuuk 4
Orlando 27
Osló 12
Genf 22
París 26
Mallorca 29
Stokkhólmur 13
Þórshöfn 13
Suðlæg átt, 5-10 m/s með lítilsháttar vætu
öðru hverju sunnan- og vestanlands, en léttir
til norðaustanlands. Hvessir með rigningu
sunnantil á landinu í kvöld.
Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.
VEÐRIÐ Í DAG
11
11
12
12
14
Hvessir með rigningu
Suðaustan 10-15 m/s og víða rigning, en
hægari og þurrt að kalla norðaustanlands.
Hiti 10 til 15 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
12
13
13
12
13
Suðaustan og rigning
„Þetta er mjög mikil skerðing á þjónustu við
fæðandi konur, ég get ímyndað mér að þetta
nálgist það að fara undir öryggismörk,“ segir
Helga Björg Ragnarsdóttir sem var að eiga sitt
þriðja barn í gær. „Ég finn mjög vel fyrir álaginu
hérna á fæðingarganginum,“ segir hún en tekur
fram að starfsfólkið standi sig mjög vel.
Fer heim en ekki í Hreiðrið
„Þetta hefur þannig áhrif að ég verð bara að
fara heim nokkrum klukkustundum eftir fæð-
ingu,“ segir hún en bætir við að hún hafi áður
farið í Hreiðrið en nú sé það lokað vegna verk-
falls ljósmæðra. „Í Hreiðrinu gat fjölskyldan ver-
ið saman en hér er ég ein með barnið, mér finnst
það verra,“ segir Helga og bætir við að einkenni-
legt sé að ríkið skuli ekki bregðast við verkföll-
unum. „Ástandið er alvarlegt en uppsagnir ljós-
mæðra taka gildi um næstu mánaðamót ef ekki
semst, þá er verið að gera stéttina að athlægi ef
ríkisstjórnin ætlar að hunsa þessar sjálfsögðu og
sanngjörnu launaleiðréttingarkröfur,“ segir
Helga.
Erfitt ástand er á fæðingardeild Landspítalans
þar sem fæðingar hafa verið óvenjumargar síð-
asta sólarhring. Bæði fæðingargangur og sæng-
urkvennadeild fylltust í gærmorgun og var rúm-
um bætt við á sængurlegudeild en auk þessa var
Hreiðrið opnað fyrir fæðandi konur. Um tíu
börn hafa fæðst á Landspítalanum frá því verkfall
ljósmæðra hófst en um átta konur bíða fæðingar.
Nýta rýmið til hins ýtrasta
Guðfinna Sveinbjörnsdóttir deildarstjóri á
sængurkvennadeild Landspítalans segir álagið
mikið. „Við nýtum rýmið til hins ýtrasta og höf-
um þrjár konur inni á stofum þar sem áður voru
tvær til að reyna að hafa það huggulegra fyrir
mæður og börn,“ segir hún og bætir við að von
sé á fleiri börnum. „Við neyddumst til að setja
þrjár mæður á ganginn í gærmorgun en álagið er
mikið og Hreiðrið er lokað.“ asab@24stundir.is
Nýbakaðar mæður finna mjög fyrir álaginu á ljósmæður meðan verkfall stendur yfir
Fer ekki í Hreiðrið eftir fæðinguna
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær
að stýrivextir myndu haldast
óbreyttir í 15,5%. Í stefnulýsingu
bankastjórnarinnar kom einnig
fram að enn væru líkur til þess að
verðbólga væri nærri hámarki og
mundi hjaðna hratt á næsta ári.
Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi
mun hafa verið umtalsverður og
töluvert meiri en fyrirfram var bú-
ist við, þrátt fyrir samdrátt í einka-
neyslu. Þar að auki hafi komið í ljós
að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið meiri en áður var talið. Er
þetta ekki síst rakið til vaxandi útflutnings sem kemur til vegna veik-
ingar krónunnar. Því muni verðbólga hjaðna hægar en ella.
Seðlabankinn telur jafnframt líklegt að nokkur samdráttur verði í
landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Samdráttur sé óumflýj-
anlegur hluti aðlögunar þjóðarbúsins að jafnvægi eftir kröftugt hag-
vaxtarskeið og muni auðvelda Seðlabankanum að koma böndum á
verðbólgu. Loks segir að aðgerðir til að örva efnahagslífið með minna
aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum séu ótímabærar. hj
Stýrivextir óbreyttir
Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur
kristing@24stundir.is
„Við höfðum rökstuddan grun um
að hér væri fólk að reyna að fá
dvalarleyfi á fölskum forsendum,“
sagði Jóhann R. Benediktsson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum.
„Markmið húsleitanna var að
leita persónuskilríkja og annarra
gagna til að bera kennsl á hælisleit-
endur.“
Reynt að villa á sér heimildir
Útlendingastofnun, lögreglan í
Reykjavík og á Suðurnesjum og
ríkislögreglustjóri undirbjuggu og
hrintu af stað leit hjá fólki sem leit-
að hefur hælis hér á landi á fölsk-
um forsendum. Leitað var á sjö
dvalarstöðum og gögn gerð upp-
tæk.
„Rökstuddur grunur er ástæða
þess að við fórum út í þessar að-
gerðir. Húsleitirnar voru árangurs-
ríkar og við fundum mikið af
gögnum.“
Jóhann segir að Útlendinga-
stofnun fái til sín mörg mál sem
vinna þarf úr. „Þessu fólki verður
vísað úr landi því það er enginn
grundvöllur fyrir hælisleit gefi þau
rangar upplýsingar um sig. Það er
algengt í þessum heimi að fólk
reyni að villa á sér heimildir og feli
persónuskilríki í von um að eignast
betra líf. Ef viðkomandi er ekki
flóttamaður þá nýtur hann ekki
verndar samkvæmt flóttamanna-
samningi Sameinuðu þjóðanna,“
segir hann.
Málið í rannsókn
„Útlendingastofnun og lögregl-
an munu nú fara af stað með að
vinna úr þessum gögnum. Útlend-
ingastofnun mun afgreiða hælis-
leitendurna og skoða þeirra mál á
meðan mun lögreglan kanna hvort
útlendingalög eða einhver önnur
lög hafi verið brotin. Við munum
bara vinna áfram með þessi gögn
sem við gerðum upptæk í dag,“
segir hann.
Lögreglan lagði hald á vegabréf,
persónuskilríki, reiðufé í ýmsum
gjaldmiðli að andvirði rúmlega 1,6
milljóna króna. „Eftir því sem ég
best veit er enginn grunur um
mansal í þessu máli.“
Gefa rangar
upplýsingar
Lögreglan gerði húsleit hjá hælisleitendum Húsleitirnar voru
árangursríkar Lagt var hald á vegabréf og persónuskilríki
Lögreglan Húsleit var
gerð hjá hælisleitendum.
➤ Aðgerðir hófust klukkan 7.30og þeim lauk klukkan 09.15.
➤ Alls tóku 58 lögreglumennþátt í aðgerðunum.
➤ Gerð var húsleit á sjö dval-arstöðum hælisleitenda.
➤ Aðgerðirnar voru sameig-inlegt verkefni þriggja lög-
regluembætta og Útlend-
ingastofnun.
AÐGERÐIRNAR
STUTT
● Steypuvinna Grunnurinn að
nýju íbúðarhúsi á Finn-
bogastöðum í Árneshreppi var
steyptur síðastliðinn laugardag
en bæjarhúsið brann sem
kunnugt er síðastliðið vor. Frá
þessu er greint á fréttavefnum
litlahjalla.is
● Manngerð náttúruundur
Ferðamenn sem leið eiga um
Námaskarð undrast oft fegurð
hverasvæðisins enda er það
ægifagurt. Ekki er þó víst að
margir átti sig á að sumir
hverirnir eru gamlar borholur
sem grjóti hefur verið hlaðið
upp að. Sumir segja þetta til
marks um að saman geti farið
ferðaþjónusta og orkuvinnsla.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Þýskir lögregluþjónar þykja
hafa seilst fulllangt til að upp-
lýsa þjófnað sem Constanze
og Rocco Zahn tilkynntu dag-
inn fyrir brúðkaup sitt. Mættu
þeir í hjónavígsluna og höfðu
brúðgumann á brott með sér
til að spyrjast fyrir um þjófn-
aðinn. Lögreglan hafði sig á
brott þegar brúðkaupsgestir
bauluðu á hana. aij
Lögga truflar brúðkaup
Vígslan rofin
SKONDIÐ
Er mikið álag
í vinnunni?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Oft koma fyrstu einkenni streitu fram
sem stöðug þreyta og óþægindi í
maganum og ónæmiskerfið starfar
af minni krafti en áður. Rannsóknir
sýna að LGG+ vinnur gegn
þessum neikvæðu áhrifum
og dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
Íslands, og Ingibjörg R. Guð-
mundsdóttir, formaður Lands-
sambands verslunarmanna og
varaforseti ASÍ, hafa bæði kynnt
framboð sitt til forseta ASÍ.
Nýr forseti verður kjörinn á árs-
fundi ASÍ sem haldinn verður 23.-
24. október en þá lætur Grétar
Þorsteinsson, núverandi forseti, af
störfum eftir 12 ára starf. þe
Forsetaslagur
framundan