24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 06.00 Vaknaði heima hjámér á Bergþórugötu í Reykjavík, fór í sturtu og fékk mér morgunmat. 07.00 Tók strætó upp íHópferðamiðstöð- ina Trex, þar sem ég settist upp í áætlunarbíl á leið norður á Akur- eyri, en ég var á leiðinni í Stað- arskála til að taka við rútu þar. Á leiðinni notaði ég tímann til þess að hringja norður á Sauðárkrók og skipuleggja göngur þar. Ég er sjálf- ur brottfluttur Skagfirðingur og er því öllum hnútum kunnugur þar. Ég náði tali af söfnunarstjóranum og formanni Rauða kross-deildar- innar á Sauðárkróki og við ákváðum að funda þegar ég yrði kominn í bæinn. 09.00 Hringdi í landsskrif-stofu Rauða krossins af því að ég ætla til Ísafjarðar á laugardaginn klukkan 16. Ég var að athuga með flug og gistingu þar í bæ. 10.50 Var kominn í Stað-arskála og hoppaði upp í aðra rútu sem ég keyrði sjálf- ur. 12.05 Var kominn upp íReykjaskóla og keyrði með krakka þaðan heim til sín til Ólafsfjarðar. Ég notaði að sjálfsögðu tímann og vakti athygli þeirra á Göngum saman-átakinu. 16.00 Mætti á fund meðsöfnunarstjóra og formanni Rauða kross-deildarinn- ar á Sauðárkróki og fundaði með þeim. Við töluðum saman um hvernig væri best að skipta götun- um í bænum á milli sjálfboðaliða og eins er töluvert af fólki sem þarf að keyra til góðs af því að byggðin í Skagafirði er svo dreifð og við ætl- um okkur að ná til allra bæjanna á svæðinu. 18.00 Fundinum var slitiðog ég hélt af stað beinustu leið aftur til Reykjavíkur. 21.15 Var kominn aftur tilReykjavíkur þar sem ég þreif rútuna og skilaði henni svo af mér. Síðan lá leiðin beint heim þar sem ég tók það bara rólega um kvöldið og fór snemma í háttinn. 06.00 Fer á fætur og hefmig til. Síðan liggur leiðin beint í aðalskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti. Það eru nokkur hundruð sjálfboðaliðar búnir að skrá sig í átakið en betur má ef duga skal. Við þurfum 2500 manns á öllu landinu og vonandi munu fleiri skrá sig á laugardeginum sjálfum. Allir gjaldmiðlar vel þegnir 24stundir með Jóni Þorsteini Sigurðssyni, formanni Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands ➤ Allur ágóðinn af söfnuninnirennur óskiptur í að sameina aftur fjölskyldur sem hafa sundrast eftir stríðsátök í Kongó. ➤ Sjálfboðaliðar ganga hús úrhúsi og taka á móti frjálsum framlögum í seðlum og klinki, og í hvaða gjaldmiðli sem er. GÖNGUM TIL GÓÐS Á ferð um landið Jón Þorsteinn Sig- urðsson fyrir framan Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Varmahlíð. Söfnunarátakið Göngum til góðs fer fram um land allt í dag á vegum Rauða kross Íslands. Sjálf- boðaliðar ætla að ganga á milli húsa með söfn- unarbauka og taka við frjálsum framlögum. „All- ir gjaldmiðlar eru vel þegnir,“ segir Jón Þor- steinn Sigurðsson, for- maður Ungmennahreyf- ingar Rauða kross Íslands, sem hefur haft í nógu að snúast við að skipuleggja söfnunina undanfarna daga. Mynd/Marinó Þórisson Fjármunir Tryggingasjóðs duga ekki fyrir nema einu prósenti inn- lána í íslenskum bönkum. Trygg- ingasjóður er sá sjóður sem við- skiptavinir banka eiga að geta leitað til fari bankinn í þrot. Sjóð- urinn tryggir að lágmarki 20.887 evrur, jafnvirði um 3,3 milljóna króna, á hverja kennitölu í hverjum banka. Fjármunir sjóðsins, eignir og ábyrgðir, um 19 milljarðar króna, duga fyrir tæplega sex þús- und lágmarksendurgreiðslum. Sjóðurinn hefur heimild til að taka lán fyrir því sem upp á vantar. Ekki er samt nein trygging fyrir því að vel gangi að fá lán, eða að kjörin verði hagstæð. Jónas Þórðarson, framkvæmda- stjóri Tryggingasjóðs, telur ekki ástæðu til þess að örvænta þó að sjóðurinn eigi lítið fé, það sé í takt við sams konar sjóði í nágranna- löndunum. herdis@24stundir.is Eru innistæður í bönkum tryggar? Tryggingasjóður treystir á lán Félags- og tryggingamálaráðu- neytið stendur fyrir könnun á of- beldi karla gegn konum. Er könn- unin liður í aðgerðaáætlun yfirvalda gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi sem sam- þykkt var í ríkisstjórn í september 2006. Í kjölfar kvennaráðstefnunnar í Peking hvöttu Sameinuðu þjóðirn- ar til þess að gerð yrði fjölþjóða- könnun á ofbeldi gegn konum. Slík könnun hefur nú verið gerð í tíu löndum. Á grundvelli þessara rannsókna og annarra og aukinnar þekkingar setja stöðugt fleiri lönd fram að- gerðaáætlanir um aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi, að því er segir á fréttavef ráðuneyt- isins. Hér á landi verður gerð síma- könnun og á næstu vikum verður hringt í nær 3.000 konur á aldr- inum 18 til 80 ára um allt land. Úr- takið er valið á tilviljunarkenndan hátt úr þjóðskrá. Rannsóknin verð- ur unnin af Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd og fram- kvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. ingibjorg@24stundir.is Hringt til 3.000 kvenna um allt land Könnun á ofbeldi Lyfjakostnaður Tryggingastofn- unar ríkisins, TR, jókst um rúmar 380 milljónir króna vegna gengis- breytinga fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Um 70 prósent lyfjanna eru skráð í er- lendri mynt og vega evran og danska krónan þar langþyngst, samkvæmt upplýsingum frá lyfja- deild stofnunarinnar. Meðallyfja- verðskrárgengi á fyrri hluta ársins 2007 var 89,63 en 103,83 á fyrri- hluta þessa árs. Alls hefur lyfjakostnaður aukist um tæpar 630 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Fyrir utan 380 milljóna aukningu vegna gengis- breytinga hefur kostnaður meðal annars orðið meiri vegna aukinnar lyfjanotkunar. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjadeild þykir ótímabært að skoða áhrif gengis á síðari hluta ársins vegna óvissu um geng- isþróun. ingibjorg@24stundir.is Lyfjakostnaður TR vegna veikrar krónu Rúmar 380 milljónir króna Umfjöllun um íslensku útrásar- víkingana í viðskiptalífinu hefur verið áberandi í íslenskum og er- lendum fjölmiðlum undanfarin ár. Líferni þeirra í íslensku við- skiptalífi hefur oft verið fréttaefni. Innflutningur á dýrum bílum var hlutfallslega meiri hér en víðast hvar annars staðar í heiminum svo dæmi sé tekið. Í þeim efnahagserfiðleikum sem hagkerfi heims glíma við þessa dag- ana, þar sem lausafjárþurrð veldur miklum erfiðleikum, hafa ýmsir álitsgjafar á það bent að ólíklegt sé að f́réttir af auðmönnum verði eins áberandi og áður. Fyrirsagnirnar hér til hliðar tilheyra líklega fortíð- inni hér eftir. lom Útrásarvíkingar Ekki eins áberandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.