24 stundir - 04.10.2008, Síða 25

24 stundir - 04.10.2008, Síða 25
24stundir LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 25 Íslandsmeistarakeppnin í kjöt- súpugerð verður haldin á Hrúta- deginum á Raufarhöfn á morgun. „Þetta er gert til þess að halda uppi íslenskri matarhefð,“ segir Einar Sigurðsson en hann á veg og vanda af keppninni. Reglurnar eru þær að keppendur mæta með að minnsta kosti sex lítra af súpu sem lögð verður í dóm valinna dómara ásamt því að gest- um og gangandi á Raufarhöfn verður gefið að smakka. Einungis félagasamtök, veitingahús eða fólk tengt matvælaframleiðslu hefur rétt til þátttöku og að sögn Einars má búast við fjórum til fimm kepp- endum. „Það verða gefin stig fyrir bragð en auk þess er tekið tillit til þess að hve miklu leyti súpan er úr íslenskum afurðum. Kjötið þarf að vera alíslenskt og helst af hrútum,“ segir Einar. Keppnin er haldin í tengslum við Hrútadaginn sem haldinn verður á laugardag en mjög vinsælt er að kaupa hrúta af svæðinu. fifa@24stundir.is Íslandsmeistaramót í kjötsúpugerð Keppt um bestu súpuna úr hrútakjöti a Tekið tillit til þess að hve miklu leyti súpan er úr íslenskum af- urðum. Kjötið þarf að vera alíslenskt og helst af hrútum. Fyrsti snjór vetrarins féll í höfuðborginni í fyrrakvöld og hélst snjórinn í allan gærdag svo að örtröð var á dekkjaverkstæðum í gærmorgun. Einar Sveinbjörnsson segist á heimasíðu sinni geta fullyrt að þetta mikil ofankoma sé með allra fyrstu skipum að minnsta kosti í höfuðborginni. „Þá skal því haldið til haga að í fyrra snjóaði í Mýrdal og V-Skaftafellssýslu 15. september og þótti sú ofankoma heyra til viðburða,“ segir hann. Í dag er búist við éljum en björtu sunnanlands, en lægir smám saman og léttir til, fyrst vestanlands. Þetta mikil ofankoma með allra fyrstu skipunum í ár Fyrsti snjórinn Í GEGNUM LINSUNA ● Heyrnar- og talmeinastöð Heyrnarmælingar á nýburum, kuðungsígræðslur og meist- aranám í talmeinafræði verður meðal þess sem kynnt verður á opnu húsi hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands í dag milli 12 og 16. ● Samtakadagur Opni Sam- takadagurinn verður haldinn í Regnbogasal Samtakanna ’78 milli 13 og 17 í dag. Um kvöldið verður Samtakaball á Cafe Vic- tor þar sem Andrea Jónsdóttir tryllir dansóða. ● Friðaruppbygging Hrund Gunnarsdóttir þróunarfræð- ingur og Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur í alþjóða- samskiptum, fjalla um störf sín við friðaruppbyggingu hjá UNI- FEM á Balkanskaga. Fundurinn hefst klukkan 13 í Miðstöð Sam- einuðu þjóðanna, Laugavegi 42, og stendur í um klukkutíma. ● Ekvador Dansflokkurinn Jacchigua frá Ekvador sýnir í Salnum kl. 17.00. ● Vestanvindar Hin árlega bókmenntahátíð Vestanvindar verður haldin í menningar- miðstöðinni Edinborg á Ísa- firði, laugardag- inn 4. október kl. 16.00. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifs- son fjalla um verk sín, þá einkum og sér í lagi þau sem tengjast Vest- fjörðum á einn eða annan hátt. Aðgangur ókeypis. ● Basar og tombóla Basar og tombóla Kvenfélagasambands Kópavogs verður haldin laug- ardaginn 4. október klukkan 13:00-17:00 á Digranesvegi 12. Á basarnum verður hægt að kaupa heimabakstur, fatnað, kompudót og ýmsan annan varning, allt á tombóluverði. Ágóði rennur til líknarmála. ● Afmæli Í tilefni af 40 ára af- mæli leikskólans Sólhlíðar verð- ur opið hús klukkan 11-14. ● Gengið til góðs Landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs verður haldin í fimmta skipti um allt land. ● Seyðisfjarðarbíó Fyrsta myndin sem sýnd verður í Seyð- isfjarðarbíói sem verður opnað í dag verður hin geysivinsæla Mamma Mia. Boðið verður upp á tvær sýningar, þá fyrri klukkan 17 en seinni sýningin hefst klukkan 22. Seinni sýningin er jafnframt „syngjum með“- sýning. ● Menningarveisla Menning- arhátíðin Regn- boginn verður haldin í Vík í Mýr- dal um helgina. Kynntar verða hugmyndir um menningar- miðstöð og Kötlu- setur. FRAMUNDAN 04.10 Plokkfiskur Gríms fiskibollur Gríms fiskibuff Gratineruð ýsa með broccolí Gratineruð ýsa með mexíkósósu Kjúklingabaunabuff Hvítlauks- og hvítbaunabuff Gulrótar- og linsubaunabuff Gríms plokkfiskur Grímur kokkur · Sími: 481-2665 · grimurkokkur@grimurkokkur.is · www.grimurkokkur.is VELJUM ÍSLENSK T SPÖRUM GJALDEY RI! 24stundir/Brynjar Gauti

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.