24 stundir - 04.10.2008, Side 26

24 stundir - 04.10.2008, Side 26
26 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Allir með dempun í hæl LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL St: 36-42 www.xena.is Flexor, Orkuhúsinu Xena Glæsibæ Samkaup Egilsstöðum Skóbúð Húsavíkur Skóhúsið Akureyri Xena Borgarnesi Söluaðilar: SP dekk - Skipholti 35 - 105 R Sími 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið kl. 8-18 virka daga, kl. 9-15 lau. Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Heilsársdekk Gúmmívinnustofan Pétur Blöndal grátbað okkur í sjónvarpinu að leita ekki að söku- dólgum. Ekki það? Fyrir utan lánsfjárkreppuna, sem vissulega hrjáir öll Vesturlönd, þá glíma Íslendingar við verðbólgu, okurvexti og gersamlega ónýtan gjaldmiðil. Lamaða ríkisstjórn. Seðlabankastjóra sem er á fullu í pólitík. Þetta er eins og ef við kæmum að húsinu okkar gjörsamlega rústuðu, hver hlutur í maski og bú- ið að míga á gólfið, en Pétur Blön- dal segði: „Nú skulum við öll ein- beita okkur að því að taka til. Við skulum alls ekki leita að söku- dólgi.“ Það væri nú kannski sök sér, ef skemmdarvargurinn stæði ekki á miðju stofugólfinu og væri enn að míga á gólfteppið. Glitni var rænt. Það er nú aug- ljóst mál. Ég veit sosum ekki hver staða bankans var nákvæmlega og hvort ekki hefði verið hægt að fara aðrar leiðir til að aðstoða hann í lausafjárkreppunni. Það lítur vissulega út fyrir að aðrar leiðir hefðu verið vel færar. En mergur- inn málsins er að Seðlabankinn veit það heldur ekki. Aðrar leiðir voru einfaldlega ekki kannaðar til þrautar. Aðrir bankastjórar en Davíð fengu engu að ráða. Og aðal- hagfræðingur Seðlabankans var ekki einu sinni fenginn til að meta áhrif þjóðnýtingarinnar, eða hvað á að kalla þennan gjörning. Sem er svo ótrúleg vanræksla að í öllum öðrum löndum dygði það til að Davíð yrði látinn fjúka um leið. Enda krónan í frjálsu falli eftir nóttina í Seðlabankanum. Ef Davíð ætti ærlega taug … Ef einhver ærleg taug væri enn í Davíð Oddssyni hefði hann um- svifalaust sagt sig frá málum þegar banki sem var að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar leitaði aðstoðar Seðlabankans. Eins og allir vita sem þekkja Davíð hefur hann margsinnis viðhaft þvílík fúkyrði um Jón Ásgeir að menn setur hljóða. Hann átti og mátti ekki koma nálægt gjörningi sem hugsanlega yrði til að Jón Ásgeir tapaði gríð- arlegum fjármunum. Það var ein- faldlega ósiðlegt. Einkum og sér í lagi ef sá gjörningur gat um leið haft mjög miklar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina. Sem hefur komið á daginn. En fyrst siðferði Davíðs er orðið svo bágborið að hann sá sjálfur ekkert athugavert við að hann vél- aði um fjármál hatursmanns síns (og notfærði sér að eina manneskj- an sem hefur nóg bein í nefinu til að mótmæla honum lá á skurðar- borði í New York), þá átti Geir Haarde að taka í taumana. Þið fyrirgefið þó ég segi það, en fylgispekt flestra leiðtoga Sjálfstæð- isflokksins við Davíð er löngu orð- in sjúkleg. Meira að segja eftir að hann leggur sig fram um að niðurlægja þá með því að láta ljósmyndara ná myndum af honum undir stýri með Geir Haarde í farþegasætinu og Árna dýralækni Mathiesen í aft- ursætinu. Hvað hefur Davíð eiginlega unnið til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn fylgi honum fram af hengi- fluginu og láti einu gilda þó þjóðin lemjist með? Ef við hefðum gengið í ESB … Margt má upp á útrásarvíkinga vora klaga. Víst voru þeir margir glannar og sumir gráðugir. En ég ítreka: Verðbólgan er ekki þeim að kenna. Vextirnir eru ekki þeim að kenna. Hin ónýta króna er ekki þeim að kenna. Ég man ekki betur en bæði Jón Ásgeir, Exista-bræður og margir fleiri hafi fyrir löngu ver- ið farnir að hvetja til þess að við legðum af hina þjóðhættulegu krónu. En það mátti ekki ræða, því Davíð vildi það ekki. Það er nú komið endanlega í ljós að peningamálastjórn Davíðs Oddssonar, bæði sem forsætisráð- herra og seðlabankastjóri, er ein stór mistök sem hafa leitt til þess að staða okkar er miklu, miklu hættu- legri en hún þyrfti að vera. Ef við hefðum gengið í Evrópu- sambandið og tekið upp evru vær- um við vissulega í vanda en ekki þeim fellibyl sem nú geisar. Og það eina við núverandi ástand er að enginn getur framar leyft sér að halda því fram að halda eigi í íslensku krónuna. Ef einhver lætur sér detta það í hug verður hann hleginn út af borðinu. Við eigum því að lýsa því strax yfir að við stefnum að inngöngu í Evrópu- sambandið. Kannski við fáum þá einhvern velvilja þar, sem við þurf- um svo sárlega á að halda. Ef við hefðum tekið stóra lánið Ef við hefðum tekið stóra lánið í vor værum við líka miklu betur stödd. Hagfræðingarnir tveir sem bera titilinn seðlabankastjórar vildu ólmir ganga í það mál. En Davíð vildi það ekki. Hann vildi ekki taka það lán sem hefði nú létt okkur lífið alveg ósegjanlega. Sú vanræksla er ekki bara óskilj- anleg og heimskuleg. Hún er allt að því glæpsamleg. Var tilgangur hans beinlínis sá að koma útrásarvíkingunum (sum- um þeirra!) á kaldan klaka? Og skítt með íslensku þjóðina! Og nú ætlar þessi maður að fara að ráðskast í pólitík. Mynda rík- isstjórn. Hann stendur þarna á miðju stofugólfinu. Með allt niðrum sig. Hve lengi á að láta þetta líðast? Kreppa hvað? Enginn sökudólgur? aIllugi Jökulsson skrifar um kreppuna Þetta er eins og ef við kæmum að húsinu okkar gjörsamlega rústuðu, hver hlutur í maski og bú- ið að míga á gólfið, en Pétur Blöndal segði: „Nú skulum við öll einbeita okkur að því að taka til. Við skulum alls ekki leita að sökudólgi.“ Það væri nú kannski sök sér, ef skemmdarvargurinn stæði ekki á miðju stofu- gólfinu og væri enn að míga á gólfteppið. Vandinn Ef við hefðum gengið í Evrópusam- bandið og tekið upp evru værum við vissulega í vanda en ekki þeim felli- byl sem nú geisar. Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.