24 stundir - 04.10.2008, Side 28
ATVINNA
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER
AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726
Skrifstofa borgarstjóra
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu fjármálastjóra lausa til umsóknar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Fjármálastjóri er einn af æðstu embættismönnum
Reykjavíkurborgar. Hann hefur yfirumsjón og eftirlit
með að stefnu og áherslu borgaryfirvalda um hag-
kvæmni í rekstri og aðhald í fjármálastjórnun sé fylgt.
Fjármálastjóri hefur upplýsinga- og frumkvæðisskyldu
gagnvart borgarstjóra og á náið samstarf við aðra
stjórnendur Reykjavíkurborgar, sem og kjörna fulltrúa.
Undir fjármálastjóra heyrir fjármálaskrifstofa sem hefur
umsjón með áætlanagerð, reikningshaldi og fjárreiðum
Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi nauðsynleg.
Framhaldsmenntun á háskólastigi æskileg.
• Reynsla af fjármálastjórnun, þ.m.t. áætlanagerð
og reikningsskilum.
• Þekking og reynsla af stjórnun, stefnumótun, rekstri
og mannaforráðum.
• Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
• Hæfni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti
á íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli.
Borgarstjóri er yfirmaður fjármálastjóra. Um laun og
starfskjör fjármálastjóra fer samkvæmt reglum um rétt-
indi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og
ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar.
Umsóknir skal færa inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is/storf fyrir 18. október nk.
Upplýsingar um starfið veitir Regína Ásvaldsdóttir skrif-
stofustjóri borgarstjóra í síma 411 4500,
regina.asvaldsdottir@reykjavik.is.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem
borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Reykjavíkurborg - símaver 4 11 11 11
netfang upplýsingar@reykjavik.is
Skólaskrifstofa
S E L T J A R N A R N E S B Æ R
A
ug
l.
Þó
rh
ild
ar
22
00
.4
34
Grunnskóli Seltjarnarness
Mýrarhúsaskóli – Valhúsaskóli
www.grunnskoli.is
Eftirfarandi störf eru laus
til umsóknar
Skólaritari í fullt starf. Þarf að geta byrjað
sem fyrst.
Upplýsingar veita Guðlaug Sturlaugsdóttir,
gustur@seltjarnarnes.is og Baldur Pálsson,
baldur@seltjarnarnes.is, sími 5959250.
Stuðningsfulltrúi á yngsta- og miðstigi.
Upplýsingar/umsókn:
Edda Óskarsdóttir deildarstjóri sérkennslu,
eddao@seltjarnarnes.is, sími 5959200
Á Seltjarnarnesi eru um 640 nemendur í heild-
stæðum grunnskóla. Skólinn er rekinn í tveimur
starfstöðvum; Mýrarhúsaskóla fyrir nemendur í
1. - 6. bekk og Valhúsaskóla fyrir nemendur í
7. - 10. bekk.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum
viðkomandi stéttarfélags.
HANSAHÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI
Miðaldastemmning
á Byggðasafnstorginu
laugardaginn 4. október 2008
13:00 Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur á
Byggðasafnstorginu.
13:30 Voces Thules flytja tónlist og kveðskap úr
íslenskum menningararfi frá Sturlungaöld til
hinna myrku miðalda.
14:00 Stríð eða skærur?
Átök Englendinga og Hansamanna um
Íslandshafnir. Birgir Loftsson, sagnfræðingur.
14:30 Hrólfur Sæmundsson, barítón, flytur lög
ættuð frá miðöldum á þýsku, norsku og
íslensku auk fróðleiks um tónlistina á þeim
tíma.
15:00 Ölgerð, fornar þýskar hefðir og ölneysla
á íslandi fyrr á öldum. Guðmundur Mar
Magnússon, ölgerðarmeistari hjá Ölgerðinni
Agli Skallagrímssyni.
15:30 Félagar úr skylmingadeild FH sýna
bardagalistir og kynna starf deildarinnar.
16:00 Hvernig getur skreið verið hátíðarmatur?
Um Hansakaupmenn, skreið og piparsveina.
Hildur Hákonardóttir, rithöfundur og
matráður.
16:30 Barnakór Smáralundar flytur nokkur lög.
Einnig:
Miðaldamatur frá Gamla vínhúsinu
Götulistamenn leika listir sínar
Skotskífur og handverk frá Rimmugýgi
Á árunum 1470-1602 var Hafnarfjörður þýskur verslunarbær,
Hansabær, ásamt fleiri borgum og bæjum víðs vegar um Evrópu.
Þessa tímabils í sögu Hafnarfjarðar er minnst ár hvert og
býður Byggðasafn Hafnarfjarðar nú til miðaldahátíðar
á hinu glæsilega Byggðasafnstorgi í miðbæ Hafnarfjarðar.
www.hafnarfjordur.is
F
A
B
R
IK
A
N
–
LJ
Ó
SM
Y
N
D
:B
jö
rn
Pé
tu
rs
so
n