24 stundir - 04.10.2008, Side 34

24 stundir - 04.10.2008, Side 34
34 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þegar ég fór fyrst í skóla var ég lagður í einelti og hinir krakkarnir hlógu að mér. En núna koma þau fram við mig eins og ég sé venju- legur strákur,“ segir hinn ellefu ára gamli indverski drengur Pruthvi- raj Patil en hann þjáist af hinum afskaplega sjaldgæfa sjúkdómi hy- pertrichosis en sjúkdómurinn veldur því að óhóflegur hárvöxtur er um allan líkama Patils. Andlit hans er þakið hárum og vekur útlit hans óhug meðal þeirra sem rekast á hann á förnum vegi. Hypertrichosis gengur einnig und- ir gælunafninu varúlfaheilkennið en talið er að einungis 50 manns í heiminum glími við þennan erfiða sjúkdóm. Líkurnar á því að grein- ast með þennan kvilla eru afskap- lega litlar, en talið er að þær séu einn á móti einum milljarði. Patil hefur glímt við sjúkdóm sinn allt frá fæðingu og hefur fjöl- skylda hans reynt ýmislegt til að losa drenginn undan þeirri miklu kvöl sem fylgir sjúkdómnum. Hómópatalækningar, hefðbundn- ar indverskar lækningar og nú síð- ast leysiaðgerðir hafa verið reynd- ar en allt án árangurs. „Ég vil losna við hárin en jafn- vel eftir leysiaðgerðina vaxa þau alltaf aftur. Læknarnir hafa engin svör,“ segir Patil sem hefur ekki gefið upp vonina um að geta dag einn losnað við aukahárin fyrir fullt og allt og geta þá loks lifað eðlilegu lífi. Gat af sér guð Patil er fæddur í litlu þorpi í Sangli-héraði nærri Bombay. Það er óhætt að segja að fæðing hans hafi á sínum tíma vakið athygli meðal þorpsbúa. Sumir þorpsbúar sögðu móður Patils að hún hefði getið af sér guð á meðan aðrir stóðu í þeirri trú að hann væri yf- irnáttúrleg vera og slæmur fyrir- boði. Móðir hans segir að sjúkdómur Patils hafi valdið fjölskyldunni mikilli angist. „Af hverju gerði Guð okkur þetta? Hann lítur svo undarlega út og hvert sem við för- um þá hópast fólk í kringum okk- ur bara til að skoða hann.“ Patil segir sjálfur að útlit sitt valdi því að hann hætti sér sjaldan út fyrir þorpið sitt. „Það er erfitt þegar ég yfirgef þorpið mitt eða fer á staði þar sem fólk þekkir mig ekki,“ segir hann og bætir við að ókunnugir séu stundum óvinveitt- ir í sinn garð. Því finnst honum öruggast að dvelja í nágrenni heimilis síns. Lætur lubbann ekki stoppa sig Þrátt fyrir þennan óhóflega hár- vöxt lætur Patil það ekki stöðva sig í að njóta lífsins, eins mikið og honum er mögulegt. Eineltið sem hann varð fyrir við upphaf skóla- göngu sinnar er horfið á braut og hann nýtur vinsælda í skólanum enda hörkuduglegur strákur með brennandi áhuga á krikket og hvers konar íþróttum. „Við spilum öll krikket saman og hárið stoppar mig ekkert í því að hlaupa eða grípa boltann. Svo það er ekkert vandamál,“ segir hinn ellefu ára gamli Patil sem reynir sitt ýtrasta til að njóta lífs- ins. Varúlfastrákur biður lækna um hjálp  Þorpsbúar töldu fæðingu hans vera slæman fyrirboða  Varð fyrir einelti í skóla ➤ Sjúkdómurinn er afskaplegasjaldgæfur en þó er hann nokkuð algengur meðal Ace- ves-ættarinnar frá Zacatecas- héraði Mexíkó. ➤ Í gegnum tíðina hafa flestireinstaklingar með hypertric- hosis fundið sér starfsferil í sirkusum og álíka farandsýn- ingum. HYPERTRICHOSIS Greg LeNoir er hugaður mað- ur. Þegar hákarl réðst á hund hans við höfnina í Flórída þurfti Greg ekki að hugsa sig tvisvar um heldur stökk beint út í sjóinn og slóst við hákarl- inn. Tilburðir Gregs nægðu til að fæla hákarlinn á brott og hvuttinn gat synt í land. Hundurinn, sem ber nafnið Jake, hélt lífi en hákarlinn er líklega enn svangur. vij Kýldi hákarl kaldan Bjargaði hundi sínum Þann 8. desember 1980 var hinn ástsæli tónlistarmaður John Len- non myrtur á götum New York- borgar. Morðinginn Mark David Chapman afplánar nú dóm sinn í fangelsi. Það eru þó ekki allir sammála um að rétti maðurinn hafi verið handtekinn vegna morðsins og halda því fram að Chapman hafi verið lítið annað en blóraböggull, leikari sem hafi verið ráðinn til þess að hinn raunverulegi morðingi geti notið frelsisins. Steve Lightfoot, höfundur bók- arinnar Lennon Murder Expose, er einn þeirra manna sem trúa því statt og stöðugt að Chapman hafi ekki myrt Lennon heldur hafi hinn raunverulegi morðingi verið eng- inn annar en rithöfundurinn Stephen King. Lightfoot segir að sannanir fyrir þessu samsæri sé að finna í göml- um tölublöðum Time, Newsweek, World Report og US News þar sem dulmálsskilaboð ganga á milli manna á borð við King, Ronald Reagan og Richard Nixon. Hvort þessar ásakanir Lightfoots eru á rökum reistar skal ósagt látið en vissulega er viss tvífarafnykur af þeim King og Chapman á þessum árum. Stephen King er hins vegar ekkert of hrifinn af þessum fullyrð- ingum Lightfoots. vij Samsæriskenning Steve Lightfoots Segir Stephen King hafa drepið Lennon „Við vorum furðu lostin yfir slæmri frammistöðu þeirra og þá tókum við eftir því að þeir virtust heldur þéttari,“ sagði Harou Imazu, tals- maður Kinosaki Marine World- sæ- dýrasafns- ins í Japan, en allir nítj- an höfr- ungar safnsins hafa verið sendir í megrun. Höfrungarnir hafa frá lokum ágústmánaðar verið fóðr- aðir mestmegnis á hvítum fiski, svo sem þorski, en áður höfðu þeir gætt sér á feitum mak- ríl. Þar að auki eru höfr- ungarnir látnir gang- ast undir léttar lík- amsæfingar til að brenna kaloríum og koma þeim í betra form. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og eru höfrungarnir að ná fyrra formi. „Minni fita og hófleg hreyfing virðist vera að virka,“ segir Imazu. Offita er víða vandamál Japanskir höfr- ungar í megrun Dýralæknar í Kína tilkynntu fyrir nokkru að fíllinn Big Brother væri búinn að ná sér að fullu eftir fíkniefnaneyslu sína. Fíllinn hafði verið í vörslu smyglara sem höfðu fóðrað hann á bönunum í bland við heróín til að halda honum í skefjum. Fíllinn varð háður fíkniefnunum og þegar hann komst í hendur yfirvalda var hann sendur beina leið í meðferð sem stóð í eitt ár. Hættur í dópinu Fíll búinn með árs meðferð Dómstóll í Kasakstan hefur sýknað mann að nafni R. Iskendirov af ákæru um ölvunarakstur. Í ljós kom að maðurinn hafði drukkið gerjaða kaplamjólk, svokallað ku- mys, samkvæmt læknisráði og fundið vel á sér eftir þá drykkju. Kumys telst ekki vera áfengur drykkur í Kasakstan, þótt vissulega innihaldi hann alkóhól. vij Gripinn á kaplamjólkurfylliríi Karlatímaritið Playboy vill leggja sitt af mörkum á þessum síðustu og verstu tímum. Nú hafa að- standendur blaðsins lýst því yfir að blaðið muni gera sérstakan myndabálk um konur í fjár- málageiranum vestanhafs, Wo- men of Wall Street. Blaðið leitar því að tuttugu Wall Street- stúlkum sem hafa misst vinnuna í kjölfar kreppunnar og langar til að vinna sér inn aukapening. vij Playboy kemur til bjargar Ung hjón í Bretlandi munu lík- lega seint gleyma brúðkaupsdegi sínum en þau voru handtekin nær samstundis eftir brúðkaupið. Hjónin, maður frá Nígeríu og portúgölsk eiginkona hans, voru handtekin vegna gruns um brot á breskum innflytjendalögum. Brúðgumanum hefur verið vísað úr landi en brúðurin þarf að bíða þess að ákvörðun verði tekin um framtíð hennar í Bretlandi. Handtekin eftir brúðkaupið FURÐULEGT frettir@24stundir.is a Af hverju gerði Guð okkur þetta? Hann lítur svo undarlega út og hvert sem við förum þá hópast fólk í kringum okkur bara til að skoða hann.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.