24 stundir - 04.10.2008, Page 46
46 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir
Það er árleg sláturveisla heima hjá mér. Þetta
er í raun og veru gömul hefð sem ég er alin
upp við og ég gat ekki hugsað mér að þessi
hefð myndi detta út. Þannig hef ég gert þetta
alveg síðan ég byrjaði að búa.
Þetta er mjög ánægjuleg fjölskyldustund og
svo er alltaf eitthvert rennerí af fólki sem
kemur. Og þetta verður mikil og góð sam-
verustund fjölskyldu og vina.
Mér finnst skemmtilegast hvað krakkarnir
hafa gaman af þessu. Þau koma alltaf og
þeim finnst rosalega gaman að setja lifrina í
hakkavélina og fá að hræra. En það eru alltaf
einhverjir sem fussa og sveia og svo er mis-
jafnt hvað fólk borðar af þessu. T.d. borða
þetta fáir hjá systur minni en hún kemur
alltaf til að vera með í stemningunni. Þetta
er því ekki bara til þess að búa til mat. Mað-
ur tekur samt kannski aðeins meira núna en
venjulega. En veislan verður á sínum stað.
Mér fannst þetta aldrei ógeðslegt þegar ég
var lítil. Þetta var bara alltaf gert á haustin og
þetta er undanfari jólanna. Og ég er mikið
jólabarn og þetta er bara byrjunin á jólunum
hjá mér. Þannig að rauði liturinn var aldrei
neitt ógeðslegur í mínum huga og ég hrærði
í blóðinu alveg frá því að ég var pínulítil.
Þórunn Lárus-
dóttir leikkona
Rauði liturinn
bara jólalegur
Þegar ég var lítil bjuggum við í blokk sem
pabbi og starfsfélagar hans byggðu og þetta
var bara eins og að búa í kommúnu. Svo
tóku allar konurnar slátur í kjallaranum og
þar voru þær með blóðugar hendur. Mér
fannst þetta hreinlega viðbjóðslegt og hélt
bara að það væri búið að myrða einhverja
eiginmenn úr blokkinni. Það var bara þann-
ig. En svo slapp maður ekkert og var látinn
taka þátt í þessu. Þá var ég látin sauma og
troða í, bæði blóðmör og slátur.
Í gamla daga var þetta náttúrlega bara búbót
og maður borðaði það sem sett var á disk-
inn. Ég lenti að vísu oft í skammarkróknum
vegna þess að ég borðaði ekki það sem var
sett á diskinn, en ég borðaði samt slátur.
Í dag borða ég þetta bara einu sinni á ári en
þá fer ég til Þórunnar Lárusdóttur leikkonu.
Hún tekur alltaf slátur og það er ekkert smá-
partí. Þetta er bara heljarinnar viðburður og
maður vill ekkert missa af því. En það er
samt alvöru. Þær eru með blóð alveg upp á
olnboga. En þetta er mjög þægilegt hjá mér.
Ég bara mæti og sauma svolítið. Drekk svo
smá-bjór og sauma svo svolítið meira.
Vigdís Gunn-
arsdóttir leikkona
Hélt að það hefði
verið framið morð
Sláturgerðin nærir
bæði líkama og sál
Margir trúa því að ekkert sé hollara en slátrið þótt nýaldarnær-
ingarfræðingar gætu hugsanlega sett spurningarmerki við það.
En Íslendingar taka ekki bara slátur til að verða sér úti um kjarn-
góða íslenska fæðu á hagstæðu verði heldur er þetta fastur liður í
félagslífi margra. Þannig nærir sláturgerðin ekki bara líkamann
heldur líka andann. En fólki líkar misvel að hnoða úr og sulla í
blóði dauðrar skepnu eins og 24 stundir komust að þegar nokkrir
þekktir einstaklingar voru spurðir um reynslu sína af sláturgerð.
haukurj@24stundir.is
Oddný Sturludóttir, borg-
arfulltrúi og rithöfundur
Ég hef nú bara einu sinni tekið slátur en það var þegar ég var svona 19 ára. Það var með
mömmu, systur mömmu og manninum hennar og þetta var ákaflega skemmtileg lífsreynsla.
Ég setti hendurnar alveg upp að olnboga ofan í blóðið. Og mörinn var náttúrlega mjög sér-
stakur. Ég tók hann í sundur og tróð honum inn í vambirnar og saumaði saman. En mér
fannst saumaskapurinn nú skemmtilegastur. Klárlega.
En svo verð ég að viðurkenna að ég þurfti að taka á honum stóra mínum þegar kom að því að
borða þetta rétt á eftir, þegar við vorum búin að sjóða það. Þótt ég elski slátur þá er það svo-
lítið öðruvísi að borða það þegar maður er nýbúinn að sjá það í framleiðsluferlinu. Það er til
mjög fyndin mynd af mér þar sem sem ég sit með skakkt bros og reyni að láta mér líka við
þetta. En mér finnst slátur enn mjög gott og besta slátrið fæ ég hjá ömmu þegar hún býður
okkur í heitt slátur. Hún tekur alltaf slátur en fer með það norður og gerir það þar.
En þótt maður sé búinn að tileinka sér stórkostlega ítalska matreiðslu og geri besta lasagna í
heimi, að mér finnst, þá vilja börnin alltaf grjónagraut og slátur ef þau fá að velja. Bara einfalt
og gott. En þá kaupum við bara úti í búð af því að við eigum það náttúrlega ekki alltaf til. En
þetta tal hefur vakið mig til umhugsunar um það að auðvitað ætti maður að taka slátur núna,
sérstaklega í þessu ástandi. Ef ekki núna, þá hvenær?
Svolítið erfitt að borða það rétt á eftir
Við hjónin höfum alltaf tekið slátur og við
erum bæði alin upp við það. Ég ólst upp í
Mývatnssveit þar sem var súrsað ofan í tvær
risastórar tunnur. Mörg hundruð lítrar af
slátri og allskonar súrmat sem var svo borð-
aður allt árið. Eins og maður sá á einhverri
forsíðunni þá er þetta það sem ætti að bjarga
þjóðinni núna. En við höfum annars ekki
verið að gera þetta af hagkvæmnisástæðum
heldur er þetta alltaf bara mjög skemmtilegt.
Við gerum lifrarpylsu og blóðmör, en ekki
úr öllu því okkur finnst rosalega gott að eiga
lifrarpylsuna frosna og elda hana eftir henti-
semi. Eins gerum við sviðasultu sem við eig-
um bæði súrsaða og frysta.
Svo er ég að stjórna mörgum kórum með
mörgu ungu fólki. Í einum þeirra eru stelpur
frá 17 ára og upp í 25 ára og við æfum á
sunnudögum. Stundum syngja þær í messu
á undan og svo er æfing klukkan hálfeitt. Þá
eru þær oft orðnar glorsoltnar. Því tók ég
upp á að taka með mér slátur að heiman og
setja í pottinn í kirkjunni þegar við mætum
klukkan hálftíu. Og þá er það tilbúið á há-
degi og þá borðum við það. Og langflestar,
eiginlega allar, eru sólgnar í þetta. Þær fá sér
af þessu og finnst það frábært.
Jón Stef-
ánsson, org-
anisti og kórstjóri
Kórstelpurnar eru
sólgnar í slátrið
Ég hef alltaf tekið slátur eftir að ég varð full-
orðin og kunni þetta. Mamma var hár-
greiðslukona og það komu oft konur heim
að hjálpa henni að gera slátur en það var nú
ekki alltaf.
En núna í vikunni tóku stelpurnar í Hús-
stjórnarskólanum tíu slátur. Við gerum það
á hverju ári og það gengur alltaf bara vel. En
það kemur nú fyrir að það líði næstum yfir
þær. Það var alveg að fara að líða yfir tvær
núna í vikunni og þær voru þá bara sendar
út á tún. Það er þá eitthvað út af blóðinu og
lyktinni en núorðið er samt engin lykt af
þessu. Allt er orðið svo hreint og fínt og ekk-
ert mál. En þetta er ekkert nýtt. Einu sinni
þegar ég var að kenna í Hamrahlíð kom ég
með kjúkling og fór að taka hann í sundur
en þá bara hrundi ein í gólfið.
En stelpurnar í Hússtjórnarskólanum voru
rosa duglegar. Þær saumuðu alveg eins og
herforingjar og svo borðuðum við saman
með skyri og brauði og svoleiðis.
Þeim þykir dálítið gaman að þessu. Að gera
eitthvað svona svolítið öðruvísi og allir sam-
an. Og svo er þetta náttúrlega svo ódýrt og
maður fær svo mikinn mat út úr þessu.
Margrét Sigfúsdóttir
hússtjórnarkona
Líður stundum
yfir nemendur
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Það er til mjög fyndin mynd af mér
þar sem ég sit með skakkt bros og
reyni að láta mér líka við þetta.
spjallið