24 stundir - 04.10.2008, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir
Hjá okkur fáið þið mikið
úrval af barnabílstólum
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is krakkar
Mikki Mús
Dýragarðurinn
FRÆNDI MINN VAR
VISS UM AÐ HANN MUNDI
VINNA TIL VERÐLAUNA Á
GÆLUDÝRASÝNINGUNNI
VANNSTU EINHVER
VERÐLAUN?
JÁ...
...ÞAÐ KOM
ENGINN ANNAR
VÍSINDAHORNIÐ
ELDHÚSIÐ
Það kannast allir við Stundina
okkar sem hefur verið í sjónvarp-
inu í mörg ár. Þetta árið verður
hún með algjörlega nýju sniði, lit-
rík, fjörug og spennandi. Björgvin
Franz Gíslason tók að sér að gera
nýja þætti og hann setti Stundina
okkar í alveg nýjan búning.
Nýir gestir í hverjum þætti
„Það verða miklar breytingar. Ég
verð einn að stjórna þættinum og
svo kemur nýr gestur í hvern þátt
sem aðstoðar mig.
Oftast er það einhver frægur
sem börnin þekkja. Það á að vera
eitthvað við allra hæfi í þáttun-
um.“
Björgvin segir að þetta sé spjall-
þáttur fyrir börn þar sem er líka
sprell og leikur. „Það verða margir
skemmtilegir gestir sem koma í
vetur.
Þórður húsvörður, sem einu
sinni sá um Stundina okkar, mun
koma í fyrsta þáttinn og taka þátt í
ævintýri og við munum sýna brot
úr þáttum sem hann var með. Það
verða einnig krakkar sem fara út í
bæ og taka viðtöl fyrir okkur og
forvitnast um ýmis mál sem liggja
þeim á hjarta.“
Tímavél og töfraspegill
„Ég verð með tímavél þar sem
skoðuð verða brot úr Stundinni
okkar síðan í gamla daga.
Einnig verð ég með töfraspegil
sem getur komið mér um allt. Ég
fer þá með töfraþulu og spegillinn
færir mig jafnvel til Ástralíu eða í
ævintýraheim. Ég vona að krakkar
og fullorðnir eigi eftir að hafa gam-
an af þessu. Ég og mamma mín
(Edda Björgvinsdóttir) erum búin
að hafa nóg að gera í sumar við að
skrifa þættina og höfum lagt mikið
í undirbúninginn. Við viljum líka
fá efni frá krökkum því við viljum
fá krakka í þáttinn okkar sem eru
með mismunandi hæfileika. „Ég er
alveg í skýjunum með þetta.“ kyg
Stundin okkar verður í alveg nýjum búningi í vetur
Litrík, fjörug og spennandi
Í leik Björgvin
Franz og Laddi í
glensi og gamani.
Minnsta beinið í líkamanum
heitir ístað.
Fullorðin manneskja er með
206 bein í líkamanum.
Beinin hætta að stækka við 25
ára aldur.
Í hryggnum eru 26 bein sem
heita hryggjarliðir.
Í miðjum beinunum er bein-
mergur.
Beinið sem er í hnénu heitir
hnéskel.
Vissir þú þetta?
Í líkamanum eru
206 bein
Gaman er að fá eldhúsið fyrir sig
og búa til skemmtilegt salat.
Krakkar ættu að bjóða foreldrum
sínum gott ávaxtasalat.
Hér er ein uppskrift:
- 1-2 dl hreinn appelsínusafi.
- Afhýddir ávaxtabitar. Veldu
tvær eða þrjár tegundir.
- Hugmyndir: Appelsínur, epli,
perur, bananar, vínber. Auk þess
niðursoðnir ávextir, t.d. ferskjur,
ananas eða blandaðir ávextir.
Aðferð
Hella á safanum í stóra skál.
Skola ávextina og afhýða þá. Gott
er að skera þá í bita eða sneiðar.
Ef það eru vínber þá er sniðugt að
skera þau í tvennt og taka stein-
ana úr þeim. Allt er sett saman í
skál og safanum hellt yfir. Salatið
er sett inn í ísskáp og látið standa
þar í smá-tíma. kyg
Krakkar geta búið til salat fyrir foreldra sína
Krakka-ávaxtasalat
a
Einu sinni voru tveir tómatar að labba yf-
ir götu. Þá kom bíll og keyrði yfir annan.
Þá sagði hinn: Vá, þetta er alveg eins og í tóm-
atabröndurunum.
Samkvæmt vísindum nú-
tímans varð tegundin maður
eða nútímamaður (Homo
sapiens) til við þróun á sama
hátt og aðrar tegundir lífs á
jörðinni. Það er talið að
þetta hafi gerst fyrir um það
bil 130.000
árum.
Á þessum
tíma var
einnig
Neanderdalsmaðurinn uppi. Hann bjó meðal
annars á sama svæði og nútímamaðurinn.
Neanderdalsmenn urðu útdauðir án þess að
skilja eftir sig afkomendur.
Ef við förum enn lengra aftur í tímann, eða 1,8
til 1,9 milljónir ára, þá voru að minnsta kosti
fjórar tegundir manna í Afríku. Þær voru Homo habilis, Homo
rudolfensis, Homo ergaster og Paranthropus boisei. Þessar teg-
undir voru frábrugðnar hvað varðar mataræði ef dæma má af
tönnum, í líkamsbyggingu og í fleiri eiginleikum. Þær lifðu
samtímis á sama landi á því svæði sem nú kallast Kenýa. Flestar
þessara tegunda, ef ekki allar, urðu útdauðar, þótt hugsanlega
hafi Homo ergaster getið af
sér aðrar tegundir.
Nú erum við sem sagt ein
eftir.
Ninja Björt spyr
Hvenær urðu menn til?