24 stundir - 04.10.2008, Page 56
24stundir
RAFMAGNS-
KAMÍNA
Flott og gamaldags, svört rafmagnskamína.
Veitir yl og rómantíska og hlýlega birtu á köldum
kvöldum. Stærð: H55 x B41,5 x D25,4 sm.
Þyngd 12,5 kg.
„HØIE SATIN” SÆNG
Hlý og góð thermosæng fyllt með
1400 gr. af sílikonhúðuðum polyest-
er holtrefjum. St. 135 x 200 sm.
Verið er úr 100% bómullarsatíni.
„KOS“ SVEFNSÓFI
Svefnsófi með springdýnu og rúmfatageymslu. Stærð:
195 x 94 x 96 sm. Útdreginn stærð: 120 x195 sm.
RAMMI
Með leir til að móta
handafar barnsins.
Fæst í bleiku, bláu
og hvítu.
RAMMI
Með íslenskri
áletrun.
29.900,-
ÁÐUR 39.900,-
2.990,-
ÁÐUR 4.990,-
9.990,-
ÁÐUR 14.900,-
tilboðin
gilda aðeins
4.-5. október í
verslun okkar
að korpu-
torgi.
1.990,-
ÁÐUR 2.990,-
5.990,-
70 X 190 SM ÁÐUR 7.990,-
3.990,-
STÓLL ÁÐUR 6.990,-
LEIKTEPPI
Flott leikteppi. Stærð: 95 x 200 sm. Fást einnig
í stærð: 133 x 180 sm, áður 3.990,- nú 2.490,-
„BENSON” BORÐSTOFUSTÓLL
Fallegur borðstofustóll með PU áklæði. Litir:
svartur og brúnn. Gerðu góð kaup!
„PLUS F10”
SVAMP-
DÝNA
Sterk dýna með bómullaráklæði.
Dýnuna er hægt að leggja saman.
Litir: svartur og blár. Þykkt: 9 sm.
KORPUTORGI
499,-
ÁÐUR 890,-
990,-
ÁÐUR 1.990,-
25%
AFSLÁ
TTUR
30%
AFSLÁ
TTUR
25%
AFSLÁ
TTUR
40%
AFSLÁ
TTUR
50%
AFSLÁ
TTUR
40%
AFSLÁ
TTUR
30%
AFSLÁ
TTUR
40%
AFSLÁ
TTUR
OPNUM í dag
KL. 8:00!
? Það er búið að vera mikið um rán oggripdeildir að undanförnu. Gjafa-kvótakerfið heppnaðist fullkomlega semstærsta rán Íslandssögunnar og fyrirnokkrum dögum upplýsti Jón Ásgeir aðþað hefði verið framið bankarán, hvorkimeira né minna en stærsta bankarán Ís-landssögunnar, jafnvel heimsins. Þetta
er um margt sögulegt bankarán því for-
svarsmenn bankans leituðu til bank-
aræningjans og samþykktu ránið með
undirskrift. Þetta gerðist svona: Davíð
gekk inn í bakherbergið og beindi byssu
að gagnauga Þorsteins Más og sagði:
„Velkominn til vítis, auli. Ég heiti Davíð
og ég er bankaræningi. Glitnir er að
fara til andskotans, þ.e.a.s. til mín. Ég
ætla að hirða bankann af ykkur. Ég er
með ríkisstjórnina hérna í rassvasanum
og nú er lag að dúndra hraustlega í
punginn á Jóni Ásgeiri drulludela.
Skrifaðu undir eða þú færð eitthvað
annað en flugu í höfuðið, motherfuc-
ker!“
Allt sem miður fer í þessum heimi er
Davíð að kenna. Hann og Satan eru tví-
burar. Jón Ásgeir, sem bráðum mun
breyta nafni sínu í Jón Násker, vill
meina að Davíð sé handrukkari ríkisins
og einn mesti ræningi sögunnar, fyrir
utan matvörukaupmenn. Ég vil hins
vegar meina að stærsta rán Íslandssög-
unnar sé rán bankanna á lands-
mönnum í formi glæpsamlega hárra
vaxta. Bankalán = bankarán. Þetta
Glitnis-„rán“ er smotterí í samanburði
við það raunverulega rán og það mun
standa yfir um ókomin ár.
Stórasta bankarán Íslandssögunnar
Sverrir Stormsker
vill að bankarnir noti að
minnsta kosti vasilín
YFIR STRIKIÐ
Elskar fólk
samsæris-
kenningar?
24 LÍFIÐ
Við birtum síðbúinn dóm um nýj-
ustu Bubbaplötuna, Fjórir naglar,
sem gagnrýnandi
hreifst mikið af.
Bubbi Morthens fær
fjórar stjörnur
»50
Dj Margeir lýkur líklegast Iceland
Airwaves-hátíð sinni með sam-
bræðingi sínum og sin-
fóníusveitar.
Margeir og Sinfóní-
an ljúka Airwaves
»54
Ástralska listakonan Natascha
Stellmach ætlar að frelsa sál Nirv-
ana-söngvarans með
undarlegum gjörning.
Ætlar að reykja ösku
Kurts Cobains
»51
● SMS-leikurinn
„Í morgun [gær-
morgun] höfðu
um 1300 manns
sent okkur SMS,“
segir Sverrir
Bergmann, annar
þáttastjórnandi
Gametíví. Þátt-
urinn stendur fyrir SMS-leik þar
sem þátttakendur geta unnið sér
inn Playstation 3-leikjatölvu ásamt
góðu úrvali af leikjum en allur
ágóði SMS-leiksins rennur óskipt-
ur til Ellu Dísar Laurens. Leikurinn
mun standa yfir fram í næstu viku
en hægt er að taka þátt með því að
senda skilaboðin GTV PS3 í síma-
númerið 1900.
● Kreppu-
heilsan„Fólk
þarf að gæta sín
að greina á milli
eigin stöðu og
rekstrarvanda
banka og fyr-
irtækja“, segir
Kristinn Tóm-
asson, yfirlæknir Vinnueftirlits-
ins, og hvetur fólk til að hlífa sér
við óþarflega miklum áhyggjum.
„Umræða um efnahagsþreng-
ingar dag eftir dag er til þess fall-
in að valda vanlíðan og heilsu-
tjóni hjá fólki. Það þarf að greina
veruleikann frá vangaveltum.
Fólk þarf að vera meðvitað um
þetta til að takmarka það tjón
sem þessir erfiðleikar geta vald-
ið.“
● Djassinn dun-
ar „Það er alltaf
eitt band sem
opnar og spilar
fyrsta klukkutím-
ann eða svo. Síð-
an er bara opin
djammsession
sem allir eru
hvattir til að taka þátt í,“ segir
Þorgrímur Jónsson, félagi í Be-
Bop-félagi Reykjavíkur sem
heldur fyrsta fund vetrarins á
Kaffi Culture á mánudagskvöld.
„Það skapast oft skemmtileg
stemning ef það eru fleiri en
einn og fleiri en tveir sem taka
þátt.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við