24 stundir - 07.10.2008, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 19
Amsterdam 14
Alicante 25
Barcelona 16
Berlín 13
Las Palmas 24
Dublin 13
Frankfurt 15
Glasgow 11
Brussel 14
Hamborg 14
Helsinki 12
Kaupmannahöfn 14
London 14
Madrid 22
Mílanó 20
Montreal 12
Lúxemborg 15
New York 12
Nuuk 2
Orlando 24
Osló 13
Genf 9
París 17
Mallorca 24
Stokkhólmur 14
Þórshöfn 8
Suðaustan- og austan 13-18 m/s og rigning.
Lægir og styttir upp að mestu, fyrst sunnan til
á landinu.
Hiti 2 til 10 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
9
9
9
6 7
Lægir og styttir upp
Vestlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en
léttir til suðaustanlands.
Hiti 2 til 8 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
6
5
5
8
7
Rigning eða slydda
Karlmaður á sjötugsaldri er mik-
ið slasaður eftir grófa árás tveggja
manna í miðborginni um helgina.
Árásarmennirnir eru taldir af er-
lendu bergi brotnir, á aldrinum 25-
30 ára. Þeir réðust að fórnarlambi
sínu á Laugavegi aðfaranótt sunnu-
dags um klukkan 03:30, drógu það
inn í húsasund skammt frá gatna-
mótum Laugavegar og Frakkastígs
og börðu hann og rændu. Maður-
inn var fluttur á slysadeild. Hann
er brotinn í andliti og óttast er að
hann missi sjón á öðru auga.
Árásarmennirnir eru ófundnir
en myndir af þeim náðust í eft-
irlitsmyndavélum. Annar var með
ljósbláa húfu, í ljósum leðurjakka
með hvítum röndum þvert yfir
brjóstkassa. Hinn var í dökkum
jakka og með dökka prjónahúfu,
hugsanlega í ljósum gallabuxum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
biður alla sem þekkja til mannanna
eða geta gefið upplýsingar um þá
að hafa samband í síma 444-1100.
the@24stundir.is
Gengu í skrokk á manni á sjötugsaldri
Tveggja manna leitað
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Við erum í dag að afla okkur laga-
heimilda á Alþingi til þess að geta
brugðist við þeim aðstæðum sem
við okkur blasa og veita Fjármála-
eftirlitinu mjög víðtækar heimildir
til að grípa inn í starfsemi fjármála-
fyrirtækja ef í harðbakkann slær,“
sagði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra á fundi með blaðamönnum í
gærkvöldi. Skömmu áður hafði
frumvarp sem heimilar algjöra
uppstokkun á íslensku fjármála-
kerfi verið lagt fram á Alþingi.
Geir sagði jafnframt að í frum-
varpinu væru önnur ákvæði sem
þjónuðu sama tilgangi auk ákvæðis
um að Íbúðalánasjóði verði heimilt
að yfirtaka húsnæðislán fjármála-
stofnana. „Tilgangurinn með öllu
þessu er sá að gæta hagsmuna ís-
lensku þjóðarinnar í hvívetna,
koma í veg fyrir að þjóðin verði á
skuldaklafa næstu áratugina og
bjarga því sem bjargað verður mið-
að við núverandi aðstæður. Það
verður að gera. Hagsmunir þjóð-
arinnar eru ríkari en hagsmunir
einstakra bankastofnana.“
Skuldirnar þjóðinni ofviða
Geir sagði að sú heildarskuld-
setning sem bankarnir hefðu staðið
frammi fyrir væri þjóðarbúinu of-
viða. „Íslenska þjóðin, með sína
þjóðarframleiðslu, ræður ekki við
að skulda jafn háar upphæðir og
hér er um að tefla. Umsvif banka-
kerfisins og efnahagur þess er núna
um það bil tólfföld þjóðarfram-
leiðsla.“ Aðspurður um hvort eign-
ir yrðu frystar með einhverjum
hætti sagði Geir að hann teldi það
eitt af verkefnum Fjármálaeftirlits-
ins að tryggja að peningum væri
„ekki komið undan með óeðlileg-
um hætti.“
Heimildir 24 stunda innan
Landsbankans herma að lokaút-
færsla frumvarpsins hafi ekki verið
unnin í samráði eða í samstarfi við
bankann. Þar líta menn svo á að
verið sé að veita stjórnvöldum
skýra heimild til að ráðstafa fjár-
málafyrirtækjum eins og þeim
hentar. Már Másson, forstöðumað-
ur kynningamála hjá Glitni, segir
ekkert í frumvarpinu breyta neinu
um stöðu Glitnis.
Bjarga því sem
bjargað verður
Frumvarpið til þess að koma í veg fyrir skuldaklafa á þjóðinni
næstu áratugina Hagsmunir þjóðar ríkari en hagsmunir banka
Ávarp Geir sagði umsvif
bankakerfisins á við tólf-
falda þjóðarframleiðslu.
24stundir/Frikki
➤ „Við vonum auðvitað aðbankakerfið í heild fari ekki á
hliðina.“
➤ Hluthafar verða fyrir tjóni.Hluthafar í fyrirtækjum sem
fara illa. Í tilfelli sem þessu er
viðbúið að fleiri en hluthafar
tapi, líka lánadrottnar, að ein-
hverju marki, sem ekki fá
kröfur sínar greiddar. “
ÚR RÆÐU GEIRS HAARDE
STUTT F
● Frestað Stjórnir Saga Capital
Fjárfestingarbanka og VBS
Fjárfestingarbanka hafa ákveðið
að fresta formlegum viðræðum
sínum um sameiningu bank-
anna tveggja. Þetta er gert í ljósi
þess mikla óvissuástands sem
nú ríkir á mörkuðum.
● Frítt í Strætó Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi F-
lista, leggur í dag til í borgar-
stjórn að fargjöld hjá Strætó
verði felld niður frá og með
næstu áramótum. Hann segir
mikinn ávinning og sparnað
geta hlotist af niðurfelling-
unni á tímum hækkandi elds-
neytisverðs og erfiðleika í
rekstri heimila í borginni.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Lausafjárkreppan sneiddi hjá
Bretanum sem bráðlá á að
komast á Októberfest í Munc-
hen. Eftir að hafa reynt árang-
urslaust að bóka sér far með
flugfélagi, tók hann á það ráð
að fara landleiðina. Fyrir ferð-
ina, sem er röskir 1.200 kíló-
metrar, greiddi maðurinn
leigubílstjóra 1.940 sterlings-
pund – í reiðufé. aij
Öl er innri maður
Þorsti dregur
SKONDIÐ
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
„Ég heyrði þetta bara áðan, alveg
eins og þú örugglega,“ segir Guð-
mundur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Íbúðalánasjóðs, um tilkynn-
ingu ríkisstjórnarinnar um að
sjóðurinn muni yfirtaka öll íbúða-
lán íslensku bankanna.
Nákvæm útfærsla á yfirtöku
Íbúðalánasjóðs á húsnæðislánum
fjármálafyrirtækja liggur ekki fyrir.
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, segir að
það gæti komið til þess að öll íbúð-
arlán bankanna endi hjá Íbúða-
lánasjóði ef aðstæður kalli á slíkt.
„Lánin eru með sínum skilyrðum
og þau breytast ekkert.“ Hann segir
að húsnæðislán í erlendri mynt
verði einnig tekin yfir, en það eigi
eftir að útfæra á hvaða gengi þau
verði tekin yfir. elias@24stundir.is
Íbúðalánasjóður yfirtekur öll íbúðalán
Guðmundur Bjarna-
son látinn vita eftir á
Þegar er hafinn undirbúningur í
félagsmálaráðuneytinu, undir
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fé-
lagsmálaráðherra, að því að setja á
stofn samræmda þjónustumiðstöð
um ráðgjöf og þjónustu við þá sem
telja sig þurfa á því að halda vegna
efnhagsþrenginga. Þetta er liður í
viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við
lausafjárvandanum sem íslenskt
fjármálakerfi glímir við.
Í þjónustumiðstöðina munu all-
ir geta leitað sem vilja fá að vita
hvaða áhrif aðgerðir í efnahags-
málum muni hafa á hag þess.
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra sagði heimildir sem
Alþingi samþykkti í gær vera neyð-
araðgerð. „Ég er sannfærður um að
þessar heimildir þarf ekki að nota í
öllum tilfellum,“ sagði Björgvin og
ítrekaði að hann hefði trú á ís-
lensku bönkunum.
magnush@24stundir.is
Ríkisstjórnin býður fram neyðaraðstoð
Miðstöð fyrir fólk
með áhyggjur
Seðlabanki Íslands veitti Kaup-
þingi lán gegn veði í dönsku bönk-
unum FIH og Erhversbank. Í Kast-
ljósþætti RÚV í gærkvöld kom
fram að lánið hefði verið upp á um
500 milljónir evra en Sigurður Ein-
arsson, stjórnarformaður Kaup-
þings, vildi ekki staðfesta þá tölu en
játti því að um hátt lán væri að
ræða.
Samkvæmt heimildum 24
stunda gætir nokkurrar ólgu meðal
hluthafa í Landsbankanum og
Glitni vegna fyrirgreiðslunnar til
Kaupþings.
Staða bankanna allra er áfram
óljós vegna mikillar óvissu á al-
þjóðlegum mörkuðum. Seðla-
bankar víðs vegar í Evrópu hafa að
undanförnu lánað bönkum fé til að
auka lausafé í umferð.
magnush@24stundir.is
Kaupþing fékk fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka
Tugmilljarða lán til
Kaupþings