24 stundir - 07.10.2008, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Fólk gat því keypt sér hús
innan við 10 milljónir og
staðgreiddi. Þetta sé hins vegar
vonlaust í dag.
SALA
JPY 1,1086 3,99%
EUR 156,00 0,13%
GVT 207,94 0,61%
SALA
USD 114,43 1,53%
GBP 201,63 0,83%
DKK 20,910 0,12%
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@24stundir.is
Fullyrðingar um verðhrun á
sumarhúsum og frístundalóðum
standast ekki að mati fasteignasala.
Þrátt fyrir að sala sé lítil hafi verð
ekki lækkað að ráði. Eignir séu
heldur ekki farnar að hrannast inn
vegna örðugleika.
Ekkert verðhrun
,,Það er einhver sala á bæði lóð-
um og húsum og markaðurinn er
ekki aldauður. Hann er hins vegar
þungur,“ segir Snorri Sigurfinns-
son hjá Remax/Bæ. Salan hafi verið
mjög dræm frá allt áramótum,
bæði á lóðum og húsum. Hann
segir óhemju mikið til af lóðum en
lítil seljist.
,,Það er samt alrangt að það hafi
orðið verðhrun. Við höfum séð ör-
litla lækkun sem er ekki óeðlilegt í
ljósi mikilla hækkana undanfarin
ár en að það hafi orðið hrun eins
og sumir halda fram er af og frá.“
Snorri segir að kaupendur séu fáir
og við þær aðstæður nái menn þó
fram hagstæðari kjörum en ella.
Hann segist líka sjá það að stærri
og dýrari eignir hreyfist lítið sem
ekkert, helst séu það lítil hús undir
fimmtán milljónum sem seljist.
Snorri vildi ekki spá fyrir um hvort
verð myndi lækka, óvissan væri
mikil.
,,Aðstæður á markaði fela samt í
sér tækifæri. Fólk hefur verið að
taka út peninga úr bönkunum, er
þá ekki lag að fjárfesta í fasteign?
Það er óvitlaust að fjárfesta í
steypu,“ segir Snorri.
Kaupendamarkaður
,,Það sem af er árinu hefur salan
verið mjög lítil bæði á lóðum og
húsum og hefur hún gjarnan verið
í tengslum við skipti,“ segir Hall-
dór Jensson hjá fasteignasölunni
Domus. Hann tók undir það að
verðið hefði ekki lækkað. ,,Það er
nánast engin eftirspurn og því hef-
ur það ekki gerst. Það ríkir ákveðið
jafnvægi. Það er hins vegar kaup-
endamarkaður í dag og fólk ætti
því endilega að skoða og gera til-
boð,“ segir hann. Þá hafi hann ekki
orðið var við að menn séu farnir að
losa sig við eignir vegna efnahags-
ástandsins.
Breyttar aðstæður
,,Einna helst hefur verið hreyfing
á landi en sala á sumarbústöðum
hefur verið mjög róleg síðan í árs-
lok 2006,“ segir Guðmundur
Kjartansson, hjá Fasteignamið-
stöðinni. Hátt í þúsund eignir séu
nú til sölu og um helmingur sé ný
hús. Hann segir skýringarnar vera
nokkrar. ,,Þegar verðið fór að
hækka fóru flestar sumarhúsasölur
þannig fram að fólk átti einhvern
pening, gat kannski skrapað saman
1-2 milljónir og tók svo smávegis
yfirdrátt. Þokkalega stöndugt fólk
hafði svo kannski veðrými fyrir
viðbótarláni. Fólk gat því keypt sér
hús innan við 10 milljónir og stað-
greiddi. Þetta sé hins vegar von-
laust í dag,“ segir Guðmundur.
Lítil svigrúm til lækkunar
Hann segist sömuleiðis ekki hafa
séð neina samninga á borðinu sem
beri þess merki að verðhrun hafi
orðið. ,,Það er einfaldlega ekki
svigrúm til þess, mörg þessara húsa
eru það veðsett vegna fjárfesting-
arkostnaðar, svo sem vegna vatns-
veitu, vega og girðinga. Þetta getur
verið kostnaður upp á hundruð
milljóna. Menn horfa hver á annan
og vonast eftir að einhver gefi eft-
ir,“ segir Guðmundur. Hann sagði
mikið af húsum liggja hjá verktök-
um sem hafi keypt klasa af lóðum
og stórar spildur og þeir hafi getað
selt eitthvað af húsum sjálfir svo
fremi sem þeir hafi getað fjármagn-
að söluna sjálfir. Fólk hafi þá gjarn-
an fengið lánað og lagt fram veð í
húsum sínum.
Hjólhýsin hafa áhrif
Hvað varði minnkandi sölu
sumarhúsa beri svo líka að líta til
vaxandi vinsælda lúxushjólhýsa
sem kosti jafnvel 3-5 milljónir. Í
þeim geti fjögurra manna fjöl-
skylda ferðast þægilega um landið í
langan tíma, allt eftir veðri og vind-
um. Hundruð slíkra hjólhýsa hafi
selst árlega undanfarin ár og eðli-
legt að það komi niður á sölu sum-
arhúsa.
Ekki undir hamarinn
Guðmundur segist ekki hafa
orðið var við að meira komi inn af
eignum til sölu en á sama tíma í
fyrra. Einna mest komi landspildur
á söluskrá, spildur sem hægt er að
nota fyrir sumarhúsabyggð, lögbýli
eða sem frístundaland vegna hesta.
Mikið séu þessar spildur á Suður-
og Vesturlandi. ,,Ég get hins vegar
ekki sagt að hús og jarðir hafi verið
að hrúgast upp. Okkur sýnist sem
bankarnir vilji frekar fara þá leið að
reyna að aðstoða fólk í erfiðleik-
unum en að setja það undir ham-
arinn.“ Það er líka heppilegra en að
bankarnir sitji uppi með sumar-
hús.
Engin sumarhús
enn á spottprís
Lítil sala á sumarhúsum og -lóðum Kaupendamarkaður en verð hefur lítið lækkað
Litlar lækkanir Lítil
eftirspurn er eftir sum-
arhúsum og lóðum.
➤ Hátt í þúsund sumarhús oglóðir eru til sölu.
➤ Eignir hafa ekki hrúgastinn og lítið hefur selst
á árinu
➤ Margir spáðu verðhruni enþað hefur ekki orðið.
➤ Eigendur hafa lítið svigrúm tillækkunar vegna fjárfesting-
arkostnaðar
➤ Nú er kaupendamarkaður svolíkur á hagstæðum kaupum
hafa aðeins aukist.
SUMARHÚS
MARKAÐURINN Í GÆR
● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði um 2,14% í viðskiptum
gærdagsins og var lokagildi vísitöl-
unnar 3.059,66 stig.
● Lokað var fyrir viðskipti með
bréf Exista, Glitnis, Kaupþings,
Landsbanka, SPRON og Straums-
Burðaráss í gær og hreyfðist
gengi þeirra því ekki í gær.
● Atlantic Petroleum lækkaði um
22,13% í gær og þá lækkaði Bakka-
vör um 13,22%, Atorka um 8,75%
og Marel um 5,41%. Ekkert félag
hækkaði í verði í gær.
● Velta í Kauphöll nam 41,6
milljörðum króna, en þar af nam
velta með hlutabréf 1,2 millj-
örðum.
● Gengi krónunnar veiktist um
11,65% og var lokagildi geng-
isvísitölunnar 230 stig við lokun
markaða.
!""#
!
" #
$
%
&'()*
& + ,- ./-
0
12
'
'3.
.4
2
*5
/
62
7 ,
8 2 8
,/
!
"
7,
6
, 9
" & ;<==<<>>
===?@AB?
AC<<@>A=?
A==@=@>CC
AA>DC?C
@D<=CC
A<DC;B;A
<C?>=;AD
><><B@CC
BAAD?BBAC
><C@CC
<A@?CDCC
BBA=@@<B?
<?<>>B
A@=C=DB
DDCA?;
A?CBD@?>
+
+
+
<<<@CCCC
+
+
DEC?
BED=
A;E>C
;E=?
BE@A
BE?<
ADEC=
D;=ECC
A@E>C
<DE=C
AE@=
DE?D
?;EBC
A?<ECC
@>CECC
A==ECC
A=;ECC
+
+
+
>A==ECC
+
+
DEA;
BED;
A=E>C
;E=?
BE?C
BE?<
ADEB=
D=BECC
A@ECC
<<E>C
>EAC
<EC?
?;E<C
A@DECC
ACACECC
A<=ECC
A=?ECC
>AEBC
+
+
>A?=ECC
ACE=C
;E<=
./
,
AA
B=
B@
>
A
>
?
;
>
B;
A
>
=C
A
?
>
>?
+
+
+
A>
+
+
F
, ,
DAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
BAC>CC?
BAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
BAC>CC?
BAC>CC?
DAC>CC?
BAC>CC?
BAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
DAC>CC?
AD<>CC?
>;@>CC?
BD>CC?
DAC>CC?
>@@>CC?
<B>CC?
Seðlabanki Bandaríkjanna mun
lána þarlendum fjármálastofn-
unum allt að 900 milljarða doll-
ara í neyðaráætlun sem tók gildi í
gær. Á að reyna að hleypa lífi í út-
lán bankanna sem eru ekki aðeins
hættir að lána hver öðrum heldur
einnig fyrirtækjum og ein-
staklingum. Dow Jones vísitalan
lækkaði samt um 500 stig í gær. þþ
Lána 900
milljarða dollara
Samtals má ætla að rúmlega
1.000 milljarðar króna sem inn-
lendir aðilar áttu í innlánum hjá
bönkum og sparisjóðum í ágúst
séu að fullu tryggðir.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir í gær
að allar innstæður almennra
sparifjáreigenda og fyrirtækja í
innlendum viðskiptabönkum og
sparisjóðum og útibúum þeirra
hér á landi, sem Tryggingarsjóður
nær til, séu tryggðar að fullu.
gjg
Sparifé í bönk-
um er tryggt
Danska hluta-
bréfavísitalan
C20 féll um 11% í
gær og hefur
aldrei fallið eins
mikið á einum
degi.
Á vef business.dk
er mánudagurinn
sagður „sögulega blóðugur.“
Danska fallið var þó ekki eins-
dæmi í N-Evrópu. Stærsta norska
hlutabréfavísitalan féll um 10%
og sú sænska um 7%. gca
Fall C20 aldrei
verið meira
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Margviðurkenndur stóll
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25