24 stundir - 07.10.2008, Síða 16

24 stundir - 07.10.2008, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA V ÍK \ SÍ A Mikið úrval af ýmiskonar skófatnaði. Þú finnur það sem vantar hjá okkur. Fundað var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu alla helgina. Þangað komu fulltrúar vinnumarkaðarins og verkalýðsins auk ýmissa lykilmanna í fjármálalífinu. Á sunnudagskvöld sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki þörf á sérstakri björg- un en aðgerðirnar fælust í því að bankarnir færðu eignir sínar hingað til lands og yfir í ríkisskuldabréf. Þetta breyttist hins vegar skyndilega. Seinnipartinn í gær ávarpaði Geir þjóðina og sagði að ástandið hefði skyndilega snarversn- að. Að því loknu lagði hann fram á Alþingi nýtt frumvarp þar sem ríkið fær víðtækar heimildir til að taka yfir banka og sparisjóði. Í því er meðal annars kveðið á um að Íbúða- lánasjóður fær heimild til að taka yfir öll íbúðalán íslenskra banka. Þá eru bankainni- stæður fólks tryggðar. fifa@24stundir.is Álit: Hvað finnst þér um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum? Peningar skipta ekki öllu máli í lífinu Ég vil nú bara halda mér hlutlausri. Ég hef enga skoðun á þessu og held mér utan við þetta. Þetta fer allt til andskotans en það reddast. Peningar skipta ekki öllu máli í líf- inu. Fjölskyldan skiptir meira máli og að njóta þess að lifa. Eydís Björnsdóttir þjóðfræðingur Held mér hlutlausri Þetta reddast Maður veltir því fyrir sér hvort maður fær útborgað. En ég held nú samt að við ættum að reyna að halda still- ingu okkar. Þetta er náttúrlega afleiðing af græðginni undanfarið. Ekki bara hjá útrásarköllunum heldur líka þeim sem hafa keypt sér jeppa á lánum. Ég skulda ekki krónu og er kannski einn af þeim fáu sem þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þorvarður Helgason tæknimaður Afleiðing af græðginni Hef ekki áhyggjur HRINGIÐA lfrettir@24stundir.is a Makar geta verið heilmiklir stuðningsaðilar fyrir konur með börn á brjósti með því að létta af þeim álagi á öðrum málum Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Alþjóðlega brjóstagjafarvikan er nú haldin hátíðleg hér á landi en hún hefur verið haldin víða um heim síðastliðin 17 ár. „Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á mikilvægi brjósta- gjafar og auka fræðslu almenn- ings um brjóstagjöf,“ segir Soffía Bæringsdóttir kennari og móðir einnar stúlku. Hún er ein þriggja kvenna sem standa fyrir vikunni. Hvetja og styðja Þær Soffía, Aðalheiður Atla- dóttir arkitekt og móðir tveggja stúlkna og Dagný Ósk Ásgeirs- dóttir, vefverslunareigandi og tveggja barna móðir hittust á fundi um brjóstagjöf síðastliðið vor. Þar kom til tals að halda al- þjóðlegu brjóstagjafarvikuna há- tíðlega á Íslandi og áður en hendi var veifað voru þær komnar á fullt við að undirbúa vikuna. Í brjóstagjafarvikunni í ár er athyglinni beint að stuðningi við konur sem eru með börn á brjósti og líta skipuleggjendur til stuðnings við íþróttafólk í því samhengi. „Það átta sig allir á að það þarf að styðja íþróttafólk. Það getur verið heilmikið mál að gefa brjóst og það bætist ofan á umönnun barnsins hjá konum. Makar geta verið heilmiklir stuðningsaðilar fyrir konur með börn á brjósti með því að létta af þeim álagi á öðrum málum,“ segir Soffía. Hún segir að stuðningur við konur með barn á brjósti þurfi ekki að fela í sér mikla vinnu, stundum sé nóg að færa þeim vatnsglas eða elda kvöldmat. „Svo er líka bara að hrósa kon- um sem eru með barn á brjósti,“ segir hún. Brjóstagjöf eldri barna Dagskrá vikunnar er mjög fjöl- breytt og meðal dagskrárliða eru ljósmyndasýning, burðarpoka- kynning, fyrirlestur, málþing, fjöldagjöf og kaffisamsæti. Soffía segir andrúmsloft hér- lendis að mörgu leyti jákvætt. Konur geti víða sest niður og gef- ið brjóst og sums staðar séu kom- in sérstök gjafaherbergi. Þó segir hún suma finna fyrir fordómum þegar börnin eru orðin eldri, þá færist gjöfin oft inn á heimilin og verður meira feimnismál. „Brjóstagjafarvikan er til þess að fagna brjóstagjöf og styðja konur.“ Oft heilmikið mál að gefa brjóst  Brjóstagjafarvika í fyrsta sinn hérlendis  Þarf að styðja mæður, eins og íþróttafólk  Brjóstagjöf eldri barna oft feimnismál ➤ Alþjóða heilbrigðisstofnunin,WHO, mælir með því að ung- börn séu höfð eingöngu á brjósti til 6 mánaða aldurs. ➤ Stofnunin mælir síðan meðbrjóstagjöf með annarri fæðu til tveggja ára aldurs eða lengur. BRJÓSTAGJÖF Hrós Það þarf að hvetja konur og hrósa þeim sem eru með barn á brjósti. Vopnabúr í Höfn Lögreglan í Kaupmannahöfn fann vopnabúr með 17 skotvopnum í íbúð í september. Þar á meðal var ein hríðskotabyssa en lögreglan telur að vopnin hafi átt að nota í uppgjöri milli mót- orhjólagengja og hópa innflytjenda. mbl.is Í ljósi atburða seinustu daga á Ís- landi hefur hljómsveitin sívinsæla Ghostigital ákveðið að gefa þjóðinni remix af laginu „Hvar eru peningarnir mínir?“ Hvar? Lagið er hægt að nálgast ókeypis í gegnum myspacesíðu sveitarinnar. Hvað er í boði? Í fréttatilkynningu frá sveitinni kem- ur fram að lagið sé líklega það eina sem fæst ókeypis í einhvern tíma. Lag- ið Hvar eru peningarnir mínir er endurhljóðblöndun sem Money- Master, endurskoðandi GusGus, gerði af laginu Bank sem við gáf- um út á fyrstu plötu sveitarinnar árið 2003. Lagið er um mann sem man ekki hvar peningarnir hans eru. En hann var viss um að þeir væru í umslaginu. Athugið að hann á enga skó,“ segir Curver. Ghostigital leggur nú lokahönd á plötu sem kemur út fyrir jól hjá Smekkleysu. Þjóðargjöf frá Ghostdigital Hvar eru peningarnir mínir? Ævilangt fangelsi Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í dag Anders Eklund, 42 ára vörubílstjóra, í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 10 ára stúlku, Englu Höglund, fyrr á þessu ári, og 31 árs konu, Pernillu Hellgren, fyrir átta árum. mbl.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.