24 stundir - 07.10.2008, Síða 23
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Fulltrúar tveggja grunnskóla og
tveggja leikskóla tóku nýlega við
verðlaunum fyrir bestu verkefnin á
sviði eTwinning á síðasta skólaári.
eTwinning er rafrænt, evrópskt
skólasamstarf innan menntaáætl-
unar Evrópusambandsins. Það
býður upp á stuðning, rafræn verk-
færi og þjónustu endurgjaldslaust
til þess að skólar geti stofnað til
samstarfs í lengri eða skemmri
tíma á sem einfaldastan hátt. Það
var Holtaskóli í Reykjanesbæ sem
hlaut fyrstu verðlaun í flokki
grunnskóla og Lágafellsskóli í Mos-
fellsbæ varð í öðru sæti. Í flokki
leikskóla varð Furugrund í Kópa-
vogi hlutskarpastur og Bakki í
Reykjavík varð í öðru sæti.
Einfalt og sniðugt
Að sögn Ragnhildar Zoëga hjá
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
bárust fjölmörg áhugaverð verkefni
í keppnina á síðasta skólaári. „Það
var úr mörgum afar sniðugum
verkefnum að velja, sem hvert um
sig hentar mismunandi aldurshóp-
um. Það er alveg ljóst að hægt er að
nota netið til þess að gera einföld
og sniðug verkefni af ýmsu tagi. Til
dæmis hafa krakkar í leikskóla gert
stærðfræðiverkefni sem gengur út á
að telja allt sem þeir gera, hvort
sem það er að leggja á borðið eða
annað,“ segir hún og bætir því við
að vefsvæðið sem skólarnir séu lok-
uð. „Þannig er tryggt að einungis
nemendurnir sjálfir og kennarar
hafa aðgang að svæðinu enda al-
mennt ekki vel séð að hafa net-
svæði fyrir krakka opin.“
Skólarnir sem hlutu fyrstu verð-
laun fyrir skólaárið fengu stafrænar
myndbandsupptökuvélar að laun-
um og fyrir annað sætið voru veitt-
ar stafrænar myndavélar. „En svo
er hægt að sækja um svokallaðan
Kómeníusar-styrk hjá Evrópusam-
bandinu, en með honum er hægt
að útfæra verkefnin betur,“ segir
Ragnhildur að lokum.
Rafrænt samstarf skóla á vegum Evrópusamstarfsins
Frumleg og ein-
föld verkefni
eTwinning er rafrænt evr-
ópskt skólasamstarf inn-
an menntaáætlunar Evr-
ópusambandsins og
býður upp á stuðning,
rafræn verkefni og þjón-
ustu til að skólar geti
starfað saman á sem ein-
faldastan hátt. Tveir leik-
skólar og tveir grunn-
skólar tóku nýlega við
verðlaunum fyrir bestu
eTwinning verkefni síð-
asta skólaárs.
Frá verðlaunaafhend-
ingu Fulltrúar skólanna
með viðurkenningarnar.
➤ Verkefni Holtaskóla, semhlaut fyrstu verðlaun í flokki
grunnskóla, heitir Getting to
know each other og tengir
saman byrjendur í ensku.
➤ Verkefni Furugrundar, semhlaut fyrstu verðlaun í flokki
leikskóla, heitir 1, 2, Buckle
my Shoe og er stærðfræðiæf-
ing.
VERKEFNIN
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 23
Þessa vikuna standa yfir kynja-
dagar í Listaháskóla Íslands. Dag-
skrá kynjadaga er öllum opin, en
hún er helguð kynjunum og kynja-
ímyndum og ætla nemendur skól-
ans og listamenn að kynna verk
tengd kynjafræðum. Klukkan
12.00 í dag verða flutt tvö erindi í
húsnæði Hönnunar- og arkitektúr-
deildar í Skipholti 1. Eva María
Árnadóttir fatahönnuður fjallar
þar um hvort hægt sé að nýta kven-
leikann til að ná jafnrétti og ber er-
indi hennar heitið „Tískuþrælar og
frjálsir menn“. Þá flytur Anna Sig-
rún Haraldsdóttir erindið „Áhrif
fatnaðar á jafnréttisbaráttu
kynjanna“. Hún mun velta því fyrir
sér hvaða áhrif útlit og klæðnaður
hafa á samkeppnishæfni kvenna á
atvinnumarkaðnum og valdabar-
áttu kynjanna. Á föstudaginn
klukkan 12 verða tvær uppákomur
í húsnæði tónlistar- og leiklistar-
deildar á Sölvhólsgötu 13. Karólína
Eiríksdóttir tónskáld ætlar að fjalla
um kventónlist á barokktímabilinu
og síðan munu nemendur í Fræði
og framkvæmd flytja stutt verk,
Skafur greflist, þar sem lögð er
áhersla á að nýta ýmsa tækni, svo
sem ljós og hljóð í leikhúsum.
Kynjadagar í LHÍ þessa vikuna
Kynna verk tengd kynjafræðum
Alliance Française í Reykjavík
býður öllu fag- og áhugafólki um
tungumál til umræðukvölds um
fjöltyngi í kvöld. Í tilefni af evr-
ópska tungumáladeginum 2008
hinn 26. september síðastliðinn
héldu Frakkar mikla ráðstefnu um
tungumál og fjöltyngi í Sorbon-
neháskóla í París. Þar komu saman
ýmsir af helstu ráðamönnum ESB
sem ræddu stefnumótun í tungu-
málakennslu á næstu árum. Helstu
umræðuefnin voru „Fjöltyngi og
miðlun verka innan Evrópu,“
„Fjöltyngi, samkeppni í efnahags-
málum og félagsleg aðlögun,“ og
„Sköpun og nýjungar í marg-
tyngdri Evrópu.“
Meðal þeirra sem sóttu ráðstefn-
una voru Einar Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahússins,
Erna Árnadóttir frá menntamála-
ráðuneytinu og Friðrik Rafnsson,
þýðandi og forseti Alliance Fran-
çaise í Reykjavík. Þau ætla að fara
yfir þær umræður sem fram fóru á
ráðstefnunni og greina frá helstu
niðurstöðum hennar á umræðu-
kvöldinu í húsakynnum félagsins
við Tryggvagötu 8 í kvöld. Umræð-
urnar fara fram á ensku, frönsku
og íslensku og er aðgangur ókeypis
og öllum opinn.
Umræðukvöld Alliance Française
Rætt um fjöltyngi
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Til dæmis hafa krakkar í leikskóla
gert stærðfræðiverkefni sem
gengur út á að telja allt sem þeir geta.
menntun
SP dekk - Skipholti 35 - 105 R
Sími 553 1055
www.gummivinnustofan.is
Opið kl. 8-18 virka daga, kl. 9-15 lau.
Öryggi bílsins byggist
á góðum hjólbörðum
Heilsársdekk
Gúmmívinnustofan
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is