Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 20.01.1994, Qupperneq 2

Eintak - 20.01.1994, Qupperneq 2
til kynæsandi ona á Islandi Ferðu oft í bíó, Villi? „Stundum.“ Hvaða (slensku mynd sástu síðast? „Ég man það ekki.“ Hvaða íslensku mynd heldurðu mest upp á? „Með allt á hreinu.“ Hefurðu kynnt þér dreifingu ís- lenskra kvikmynda í útlöndum? „Nei.“ Hvað er til úrbóta í dreifingarmál- um? „Ég veit það ekki enn sem komið er, en reikna með að vera kominn með þokkalegar hugmyndir um það mál mjög fljótlega. Ég tek það fram að ég sóttist ekki eftir þessu starfi." Eru kvikmyndir eins mikilvæg landkynning og kvikmyndagerðar- fólk vul vera láta? „Ég held að það séu nú misjafnar skoðanir á því máli meðal kvik- myndagerðarfólks. Það er auðvitað viss landkynning í kvikmyndunum en það má bæði gera of mikið úr því sem og vanmeta.“ Hefurðu einhvem tímann komið nálægt vinnu við kvikmyndir? „Sigurjón Sighvatsson og ég vorum nágrannar í Los Angeles á námsár- um okkar og þá lék ég fyrir hann í stuttmynd sem hann gerði í skól- anum. Ég fór með hlutverk af- dankaðs bólingáhugamanns en ekkert að seeja.“ fékk reyndar ek Hvað má helst bæta í íslenskri kvikmyndagerð? „Ég vii ekki úttala mig um það á þessu stigi.“ Finnst þér Kvikmyndasjóður eiga skihð meira fé? „Það er sama með hann og annað sem ríkið þarf að hugsa um, að margir telja hann eiga meira skilið. Ég verð hins vegar ekki í neinu betlarahlutverki fyrir hans hönd. Að auki finnst mér tímaeyðsla að hugsa um meira fé í sjóðinn fyrr en kemur að næstu fjárlagagerð.“ Fær sjóðurinn þá ekki að njóta þess að þú ert varaformaður efiiahags- og viðskiptanefndar? „Sú nefnd tekur ekki ákvörðun um útdeilingu á peningum.“ Vilhjátmur Egilsson var skipaður formaður stjómar Kvikmyndasjóðs af Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra í gær. Leit Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðarmanns að íslenskri konu sem gæti leikið hlutverk stúlku, sem aðalpersóna Cold Fever fellur fyrir, endaði utan landssteinanna. Samkvæmt handritinu átti stúlkan að geisla af kynþokka. Starfsmenn Friðriks tóku prufutökur af einum eitt hundrað stúlkum en þær voru ýmist of vondar leikkonur eða ekki nægjanlega sexí. Sú sem helst kom til greina var Pálína Jónsdóttir leiklistarskóla- nemi. Hún gat bæði leikið og var sexí. Reglur Leiklistarskólans bönnuðu henni hins vegar að taka þátt í myndinni þar sem nemar skólans mega hvergi leika nema innan veggja hans á meðan þeir eru í námi. Við það gafst Friðrik Þór upp, um- skrifaði þjóðerni stúlkunnar og fékk bandaríska leikkonu frá Los Angeles til að taka þetta að sér. Leikkonan bandaríska heitir Laura Anthony og kannski muna einhverjir eftir henni úr mynd Woody Allen, Husbands and Wifes, þar sem hún lék leikfimikennara. Laura er ekki eini erlendi leikarinn í Cold Fever. Nýfarinn af landinu er leikarinn Fischer Stevens sem er sjálfsagt frægastur fyrir að hafa verið giftur Michelle Pfeiffer. Hann hefur þó einnig getið sér orð fyrir leik í hinum og þessum bíómyndum og fyrir nokkrum árum sýndi Ríkissjónvarpið sakamálaþætti um töffarann og rannsóknarlögreglumanninn Fischer Stevens sem dró nafn sitt af aðalleikaranum. Þá fer Lilly Taylor með hlutverk í myndinni en síðasta afrek hennar var að leika í nýjustu mynd Robins Altman, Short Cuts, og héðan fór hún til Þarísar að leika í mynd sem Altman ætlar að taka upp þar. Um tíma stóð til að Matt Dillon léki einnig f myndinni en af því varð ekki. PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR Var falleg og gat leikið en mátti ekki. Myndlistarmenn vilja ekki sjá Úlfar Úlfar Þormóðsson er kominn í hvíld frá starfi sínu sem myndlist- argagnrýnandi DV vegna utan- ferðar. Mikillar óánægju gætti með gagnrýni hans hjá blaðinu. Svo mikillar, að myndlistarmenn vildu bindast samtökum og sniðganga menningarverðlaun DV ef Úlfar héldi áfram að skrifa. Ástæða óánægjunnar eru tvenns konar: Annars vegar þótti Úlfar heldur óvæginn við þá sem síst skyldi; það er tómstundarlistamenn sem sýndu utan betri sýningastaða. Hins vegar þótti hann ekki hafa mikið vit á nútímalist. Samkvæmt heimildum eintaks ætla myndlistarmenn sér ekki að sitja þegjandi undir skrifum hans haldi hann áfram í sama stíl að hvíldinni lokinni. Úlfar rak lengi sem kunnugt er Gallerí Borg en seldi hlut sinn í því og hætti þar störfum. STELLINQ VIKL7NNAR er afslöppuð en þó hlaðin stöðuorku. Hún felur í sér skilaboð til umheimsins. Ég er svo ógnandi að ég hef efni á því að gefa á mér færi. En samt ekki svo að ég sofni á verðinum. Ég virðist vera að hvíla mig en hugsa þó mitt og horfi hvasst fram á veginn. Best er að æfa þessa stellingu innandyra og helst þar sem gólfpláss er nægt. Hún nýtur sín ekki utandyra eða þar sem iðkandinn er klesstur milli tveggja stóla. Þá tapast ógnin. Hvort Albert Guðmunds- SON býður fram lista til borg arstjórnarkosninganna eður ei mun ekki ráðast af úrskurði lækna um heilsu hans eins og ein- hvers staðar hefur komið fram. Hann segist sjálfur ætla að snúa aftur í pólitík sama hvað sjón á öðru auganu líður. Ákveði Albert ac fara í framboð verður það ekki fyrr en kosningaátök Sjálfstæðisflokks- ins og hins sameiginlega lista núverandi minnihluta ná hámarki. Þá gæti Albert látið til skarar skríða með ferskan og ómengaðan lista .. Hróður Bjarkar Gud- mundsdóttur fer sífellt vaxandi. Núna eru bandarísk músíkblöð farin að hampa henni á við þau bresku. I janúarhefti tónlist- artímaritsins fíolling Stone er Björk í fimmta sæti yfir bestu söngkon- urnar 1993, því þriðja yfir þær efni- legustu og gagnrýnendur blaðsins völdu myndbandið við Human Be- havior besta myndbandið á árinu. Lesendur voru hins vegar ekki eins hrifnir af því myndbandi og settu það í fjórða sæti yfir lélegustu myndbönd ársins ... ar Ikjölfar brotthvarfs Alberts Gudmundssonar frá París losnaði þar sendiherrastaða. Ákveðið er að Sverrir Haukur Gunnlaugsson núverandi sendi- herra íslands hjá NATO í Brussel fái starfið. Hann mun flytja í april í sendiherrabústaðinn sem er dýr- asta íbúðarhúsnæði í eigu íslend- inga ... Nýlega var sendiráð fslands í Vínarborg lagt niður en þar hefur GUNNAR Gunnarsson verið sendiherra. Hann flyst til Mosjcvu síðar í vetur og kemur í stað Ólafs Egilssonar sem verður sendi- herra í Svíþjóð. Þar er fyrir SlGRÍDUR Snævarr sem væntanlega kemur heim ... 2 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.