Eintak - 20.01.1994, Side 4
ÉQ VEIT PAÐ EKKI
Eftir Hallgrím Helgason
Innanhússvandi
Ég veit ekki alveg hverjum það er
að þakka en því verður ekki neitað.
Ríkissjónvarpið tók fjörkipp í
haust. RÚVfór á stúfana. Hundrað
nýir innlendir þættir birtust á
skjánum. Og ný andlit. Nýjar þulur
og þáttagerðarmenn, spyrjendur og
stjórnendur hreinlega flæddu
framan í þjóðina. Allskonar fólk.
Blaðamenn og útvarpsmenn. Glæ-
nýjar framtennur og gamlir jaxlar,
allt var dregið á flot, og inn á milli
Mattar Völur til að fleyta fleiri
kerlingum út á ólgusjó þjóðfélag-
sumræðunnar. Jafnvel Ingó Marg-
eirsson var vakinn upp í beina
útsendingu, þótt hann hafí nú
reyndar næstum sofnað í stólnum í
þriðja þætti.
En þriðjudagsdrengirnir voru þó
bestir. Allir voru löngu búnir að
hneykslast á þessum litlu Hrafns-
ungum með rauðu slaufurnar sem
stjórna „þriðjudagsumræðunni",
þáttur sem aldrei verður nein
umræða, heldur meira eins og
viðræða; fjögur viðtöl samtímis. En
ég er hér með smá skammt í viðbót.
Þriðjudagsdrengirnir eru allir,
þrátt fyrir fákunnáttu í þáttagerð,
eins og þeir hafi aldrei komið út úr
Sjónvarpshúsinu, svo algjörlega
sótthreinsaðir af hversdagslegu
amstri, svo algjörlega lausir við að
þekkja málin „af eigin raun“.
Sminkhvít húð og sjálfstæðisblámi
í augum. Manni finnst eins og Geir
Hallgrímsson eða Jóhann Haf-
stein hljóti að hafa getið þá með
einhverri sminkdömunni í förðun-
arherberginu rétt áður en þeir fóru
í einhvern umræðuþáttinn í sjón-
varpssal árið 1973. Og síðan hafi
þessi sveinbörn verið falin og alin
upp á leikmunadeildinni, á göng-
unum og kaffistofunni í Sjón-
varpshúsinu, allt þar til þau voru
orðin nógu gömul til að fá að
stjórna þáttum. Þeirra æska leið
ekki framan við skjáinn, heldur bak
við hann. Hjá þeim var „Stundin
okkar“ alla vikuna, á kvöldin duttu
drengirnir út af og kúrðu hjá Glámi
og Skrámi, eftir að raddirnar úr
þeim voru farnar heim. Þeirra
barnaskóli var kvöldfréttatíminn
og Kastljós, auk allra bresku
náttúrulífsmyndanna.
Þeir gera sér því enga grein fýrir
raunveruleikanum utan veggja
Sjónvarpsins og fyrir þeim er í raun
enginn munur á því hvort þeir eru
uppi á kaffistofu eða niðri í stúdíói í
beinni útsendingu að stjórna þætti,
þetta er allt einn veruleiki fyrir
þeim.
Þess vegna segja þeir í upphafi
þáttar „en svo við tökum upp
þráðinn frá því sem við vorum að
ræða áðan, fram á gangi ...“ í lok
þáttar segja þeir hins vegar „það
væri kannski gaman ef við mynd-
um koma að þessu á eftir ...“ eftir
þáttinn.
Þetta eru allt saman vel gefnir og
gáfum gæddir drengir, en þeir ættu
bara frekar að stjórna Fimbulfambi
í kaffitíma tæknimanna
heldur en að reyna að láta
líta út fyrir að þeir hafi ein-
hverja hugmynd um lífeyr-
ismál sjómanna eða annað
álíka, jafnvel þó sjáist glitta
í sjóinn af efstu hæðunum í
Sjónvarpshúsinu. I fjöl-
skylduleiknum nyti stjórn-
unartækni þeirra sín mun
betur. Þeim myndi nægja
að segja „Jón, þú átt að
gera“ í staðinn fýrir „Jón,
hvað segir þú um þetta?“
En kannsld væri það ekld
nóg, eitthvað þyrftu þeir að
fást við. Eins og aðrir inn-
anhússmenn þyrftu þeir að
fá „sinn stað í dagskránni".
Hér er tillaga til lausnar á
þessum innahússvanda.
Þeir yrðu látnir standa fýrir
aftan þulurnar, bara rétt á
bak við þær, en þó við hlið
þeirra og kannski með aðra
hönd á öxl þeirra. Þetta hti
út eins og huggulegt par
þar sem herrann stendur
með sinni, á meðan hún
kynnir dagskrána. Til ör-
yggis gæti hann líka haft
augun á textanum og gripið þannig
inn í ef henni fipaðist. Bæði myndi
þetta auka á öryggi þulanna sem
margar hverjar virðast eiga í brös-
um með leikaranöfn í lengri kant-
inum, og auk þess leiðrétta lcynja-
misrétti í þulastarfinu. Þriðjudags-
drengirnir fengju þá starfsheitið
„aðstoðarmaður þulu“.
Hins vegar er vafasöm hlið á
þessari hugmynd. Hugsanlega gætu
þulupörin orðið alvöru pör og þá
væri innahússvandinn fyrst orðinn
verulegur hjá þeim upp í Sjónvarpi,
þannig...
Ég veit það ekki.
ÚHhildur Dagsdóttirverðandi doktor
í erótík og hryllingi í bókmenntum
Það er eyra í
„Erótík gæti verið ber karlmaður
með hring í kóngnum en hryllingur
væri þá að krækja litlafmgri í hring-
inn og rífa hann út úr“ en svo
hljómar skilgreining Úlfhildar
Dagsdóttur á erótík og hryllingi.
Limlestingar og vampírur eru
hennar ær og kýr. Hún er í doktors-
námi í bókmenntum í Trinity Coll-
ege í Dublin þar sem hún leggur
sérstaka áherslu á hrylling og er-
ótík.
„Það sem heillar mig mest við
þessi umfjöllunarefni í bókmennt-
um er að þar finnast ýktustu
dæmin um að hugmyndir sem að
líkamanum lúta séu beinlínis
framkvæmdar. Geldingaróttinn er
þá til dæmis ekki aðeins látinn
koma fram, heldur er fólk einfald-
lega gelt. Slíkar árásir á líkamann er
það sem nefnt hefur verið „splatt-
er“.
Ég notast við feminískar kenn-
ingar og geng út frá því að
karlmaðurinn standi fyrir andann
en konan sé aftur á móti hin Iíkam-
lega freisting. Vampíran var til
dæmis alltaf kvenkyns í
goðafræðinni. Það var eldd fýrr en
rómantíkin kom til sögunnar að
hún var færð yfir á karlmanninn.
Flestar bækur sem skrifaðar eru
um erótík og hrylling eru óttalegt
rusl en vissulega eru góð verk inn á
milli. Hryllingsbókmenntir eru
reyndar í uppsveiflu í heiminum nú
vegna vinsælda Stephen King.
Mér finnst hann aftur á móti of
hefðbundinn til að geta talist
áhugaverður.
„Áhugi minn á hryllingi og erótík hefur óneitanlega orðið
að eins konar lífsstíl og hvorki fataskápurinn né eyrna-
lokkavalið fer varhluta afþví."
Uppáhaldshöfundurinn minn er
Clive Barker sem samdi söguna
sem kvikmyndin „Candyman“ var
gerð eftir. Hann hélt fyrirlestur í
skólanum mínum síðasta vetur og
heillaði mig, enda pælir hann
mikið í líkamstungumálinu. Marg-
ir kvenhöfundar eru líka að gera
góða hluti. Fremstar meðal jafn-
ingja tel ég vera Lisu Tuttle sem
fjallar mikið um húð og hamskipti, _
Nancy A. Collins sem er hefð- ^
bundnari innan formúlunnar og g
vinnur mikið með vampírur og úlfa O
og Kathe Koja sem eru sjálfspynt-
ingar, sársauki og erótík afar hug-
leikin. f bókinni „Skin“ eftir þá
síðastnefndu keppist aðal söguper-
sónan við að gera listaverk á líkama
sinn. Hún sker í hann alls kyns
mynstur, hengir í hann hringa og
þræðir keðjur á milli þeirra. Þaðan
fékk ég þá hugmynd að láta setja
hring í augabrúnina á mér. Nú er
ég að hugsa um að fá mér húðflúr
af fornaldarskrímsli. Áhugi minn á
hryllingi og erótík hefur óneitan-
lega orðið að eins konar lífsstíl og
hvorki fataskápurinn né eyrna-
lokkavalið fer varhluta af því.
Hvað íslenskar bókmenntir
varðar hefur hryllingur frá fýrstu
tíð verið þar mjög greinilegur og þá
helst í íslendinga- og þjóðsögun-
um. Erótíkinni hefur affur á móti
vérið gerð fremur slæm skil en nú á
að gera bót á því. Forlagið er að fara
að gefa út smásagnasafn með sög-
um þar sem erótíkin verður í aðal-
hlutverki. Mér var sýndur sá heiður
að vera beðin um sögu í safnið.
Sagan mín er að sjálfsögðu um lík-
amann. Meðal annarra höfunda
sem eiga sögu í bókinni eru Berg-
lind Gunnarsdóttir, Ámi Berg-
mann, Kristín Ómars, Sjón,
Súsanna Svavarsdóttir og Hall-
grimur Helgason.
Ég hef aldrei fengið martraðir
vegna þess hryllings sem ég hef
lesið eða séð í kvikmyndum þótt
hann hafi eflaust gefið næg tilefni
til þess. I einni bók sem ég las var til
dæmis skrímsli af tröllakyni sem
beit höfuð af manni. Tók höfundur
það sérstaklega fram að heyrst hefði
eins og þegar bitið er í epli! Ég hefði
viljað eiga þá hugmynd sjálf. Hvað
hryllingsmyndir varðar sá ég eitt
sinn konu sem var að breytast í
zombí þar sem hún sat að snæð-
ingi. Við það datt eyra af henni of-
an í búðinginn hennar. Hún virtist
ekkert verða vör við það og át það
bara. í sömu mynd gekk maður
noldcur berserksgang og óð í gegn-
um hóp af zombíum með sláttuvél
á lofti og bókstaflega „sló“ hann.
Það var líka mjög flott! Annars
komast hryllingsmyndirnar ekki í
hálfkvisti við bækurnar og það er
fátt eins hressandi og að lesa góða
hryllingsbók."
NAFNSPJALD VIKUNNAR
Kemur alla
leið frá vest-
urströnd
Bandaríkj-
anna, nánar
tiltekið Los
Angeles. Eig-
andi þess er
Þorsteinn
Ragnarsson,
betur þekktur sem Steini töffari eða Steini Rambó. Steini var
áberandi í skemmtanalífi Reykjavíkur áður en hann hélt af landi
brott fyrir fjórum árum. Af honum fara margar sögur og hann er
orðinn hálfgerð goðsögn í lifanda lífi í vissum kreðsum. Steini lifir
frjálslegu lífi í Englaborginni eins og nafnspjald hans ber vitni um.
Stundum vinnur hann við að gera upp gömul hús og mála,
stundum leikur hann í stuttmyndum eða auglýsingum og stund-
um gerir hann ekki neitt annað en að aka um á stóra Harieyinu
sínu með langa gaflinum sem er einkennismerki hans.
4
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994