Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 20.01.1994, Qupperneq 6

Eintak - 20.01.1994, Qupperneq 6
Þjóðhagsstofnun vanmetur Smuguna um 20 þúsund tonn Uklegt að veiðar í Smugunni gefi 2,5 milljörðum meira en Þjóðhagsstofnun áætlar Veiðar íslendinga í Smugunni í ár eru áætlaðar verða um 10.000 tonn og sú tala lögð til grundvallar við síðustu þjóðhagsspá. Hins vegar mælir flest með því að þessar veiðar í ár verði 20.000 tonn eða jafnvel 30.000 eftir því hvernig aflabrögðin verða. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Aflamiðlun sem safnar saman upp- lýsingum um aflabrögðin í Smug- unni segir að veiðarnar í ár fari ör- ugglega fram úr þeim tonnafjölda sem þjóðhagsspá gerir ráð fyrir, þar sem reikna megi með að veiðarnar hefjist mun fyrr í ár en í fyrra. „Færeysku togararnir sem stunduðu veiðar í Smugunni í fyrra hófu þær um sumarið og fengu þá þokkalegan afla eins og kunnugt er af fréttum," segir Vilhjálmur en þessar veiðar voru kveikjan að ferðum íslenskra togara í Smuguna síðar um haustið. Þegar er vitað um nokkrar útgerðir sem hafa ákveðið að halda togurum sínum úti við veiðar í Smugunni í lengri tíma. Þeirra á meðal eru útgerðir Otto Wathne á Seyðisfirði, Ottar Birting á Fáskrúðsfirði, Stakfellsins á Þórs- höfn og Rauðanúps á Raufarhöfn. Einnig má nefna að Fiskiðjan Skagfirðingur mun senda einn tog- ara sinna, Drangey, í Smuguna og salta aflann um borð. Fleiri útgerðir, og þá einkum þær sem náðu góðum túrum fyrir ára- mótin eru einnig að huga að frekari veiðum í Smugunni og heyrst hefur að aðilar á Vestfjörðum séu að kanna möguleikana á að senda línuveiðiskip í Smuguna. Þá hefur frést af íslenskum útgerðarmönnum að kaupa togara í Kanada sérstaklega fyrir veiðar í Smugunni. Það er einkum tvennt sem ýtir undir auknar veiðar íslendinga í Smugunni; annars vegar mjög góðar þorskveiðar á heimamiðum það sem af er fiskveiðaárinu þannig að kvóti margra togara er að verða uppurinn og hins vegar stóraukinn þorskkvóti í Barentshafi en á þessu ári verður leyft að veiða þar um 700.000 tonn af þorski. Þorsteinn Óli Sigurðsson framkvæmdastjóri Fiskiðju Raufar- hafnar hf. sem gerir út Rauðanúp segir að þeir muni senda togarann í Smuguna í vor þegar hann verður búinn með þorskkvóta sinn. „Ég held að allir útgerðarmenn sem eiga mest af kvóta sínum í þorski hafi áhuga á að senda skip í Smuguna,“ segir Þorsteinn Óli. „Ég reikna með að einhverjir fari af stað strax í mars en síðan megnið af flotanum í vor.“ I máli Þorsteins kemur fram að hann telur varlegt að áætla að á milli 20 og 30 íslenskir togarar verði að veiðum í Smugunni í sumar og fram á haustið. Rauðinúpur var einn af fyrstu togurunum sem fóru í Smuguna síðast liðið haust en ár- angurinn var lítill, eða rúmlega 30 tonn en það aftrar ekki útgerðinni nú. „Það er í raun ekki um annan kost fyrir okkur að ræða í stöðunni,“ segir ÞorsteinnO. Það mun vera forgangsverk- efni hjá stjórn íþróttafélags- ins Fram að endurreisa körfuboltadeild félagsins um leið og hið nýja íþróttahús félagsins kemst í gagnið. Hefur málið verið rætt við ýmsa úr „old þoys“ liði félagsins sem enn eru á lífi. Er þetta talið mikilvægara mál en allt annað og mun ástæðan sú að margir stjórn- armenn munu lítt hrifnir af því að synir þeirra æfa nú körfubolta með KR ... Allar líkur eru nú á að ísland fái 40 milljónir króna úr sjóðum Evrópubandalagsins til styrktar þjóðlegum kröfum sínum á sviði uþplýsingatækni. Gengið verður frá málinu á næstu vikum en um er meðal annars að ræða atriði eins og að íslendingar geti skráð nafn sitt með réttum stöfum, það er Þór í stað Thor og Friðrik í stað Fridrik svo dæmi séu tekin ... Fasteignaverð á atvinnu- húsnæði hefur hríðfallið und- anfarin tvö ár og heyrast nú ótrúlegar sögur um hvernig kaupin gerast á eyrinni á þessum markaði. Að sögn kunnugra fer verðið nokkuð eftir svæðum í borginni og hæst er það á stöðum eins og Faxafeni og Skeifunni eða um 65.000 krónur á fermetra. Þetta er þó aðeins um 65 prósent af bygg- ingarkostnaði. Þegar komið er á svæðin þar sem lægstu verðin eru í boði, eins og til dæmis Ártúns- höfða, er hægt að fá húsnæðið á allt niður í 25-30.000 krónur á fer- metra. Einn viðmælenda EINTAKS líkti markaðnum nú við frumskóg þar sem allt væri í boði og ekki óal- gengt að boðið væri uþþ á lang- tímalán sem væru afborgunarlaus fyrstu árin. Eitt dæmið sem honum var kunnugt um hljóðaði upp á 30.000 krónur fermetrinn, lánað til tuttugu ára og afborgunarlaust fyrstu tvö árin ... Kvikmyndasjóður Fá Þráinn og Snoni styrkina Nú litur allt út fyrir að á laug- ardaginn verði loksins tilkynnt um hvaða myndir hijóti styrki Kvikmyndasjóðs í ár. Efnilegir kandídatar fyrir stærstu styrkina eru taldir vera þrír. Fyrstan ber að nefna Þráin Bertelsson sem í fyrra fékk handritsstyrk fyrir ntynd sína Einkaltf Alexanders þrátt fyrir að handritið væri fullbúið til kvikmyndatöku. Þykir sú styrkveiting nær örugg ávísun á einn af stóru styrkjun- um í ár. Mynd Þráins er gaman- mynd úr samtímanum. Annar efnilegur kandídat er Snorri Þórisson sem kvikmyndaði Svo af jörðu sem á himni af sérstök- um giæsileik. Hans mynd heitir Agttes og segir frá síðustu kon- unni sem var líflátin á íslandi. Snorri ætlar ekki sjálfur að leik- stýra myndinni heldur fá til þess Egil Eðvarðsson en þeir eru gamlir samstarfsmenn frá Saga- film. Snorri mun að sjálfsögðu standa á bak við kvikmynda- tökuvélina og Pegasus, fyrirtæki hans mun framleiða myndina. Tónleikunum Drög að upprisu útvarpað af Rás tvö í leyfisleysi Megasog Rás tvö að sáttaborði Megas og hljómsveitin Nýdönsk eiga nú í deilum við Rás tvö vegna tónleikanna Drög að upprisu sem haldnir voru í nóvember. Rás tvö sendi upptökumenn á tónleikana sem síðan var útvarpað á annan í jólum. Þetta var gert án samráðs við Megas eða strákana í Nýdanskri og án þess að greiðslur kæmu fyrir. Tónlistarmennirnir eru nokkuð heitir út af þessu máli og hafa jafn- vel íhugað málaferli. Sigurður G. Tómasson vill friðmælast við þá félaga og hefur boðað þá til fúndar við sig í dag. Megas sagði í samtali við eintak að málið snerist aðallega um virðingu og heiður tónlistarmanna. „Auðvitað var ég ekki svo út úr heiminum á þessum tónleikum að ég yrði ekki var við útvarpsbílinn og kaplana sem tengdust í lange baner upp á svið. Hins vegar var ekki rætt við mig um að RUV ætti upptökurnar né að tónleikunum yrði útvarpað í heilu lagi.“ „Ég hef reynt að ná sambandi við þá á Rás tvö vegna þessa máls en það hefur reynst erfitt að ná kon- töktum. Nú hafa þeir hins vegar brugðist við og ég ætla að hitta Sig- urð G. í dag. Ég er ekki að fara fram á miklar peningaupphæðir heldur vil ég aðeins fá heiðvirðilega útkomu þannig að ég geti borið höfúðið hátt,“ sagði Megas. Megas segir að vinna tónlistar- manna hérlendis verði æ minna metin með árunum. Fyrir hann er þetta því spurning um að sporna við fótum áður en tónlistarmenn verða einskis metnir. „Hins vegar er Rás tvö þrátt fyrir allt eini fjölmiðillinn sem treystandi er á fyrir íslenska tónlistarmenn. Hinir eru með eilíf „boycott" á íslenska tónlist eða þeir útiloka einstaka listamenn eftir geðþótta. Þess vegna er ég fús að ræða við Sigurð G. Tómasson og ná sáttum í málinu." „Við vorum aldrei beðnir um leyfi, Þetta var bara tekið upp og spilað. Þeir á Rás tvö hafa ekki leyfi til að birta hvað sem er,“ sagði Björn Jörundur í Nýdanskri í samtali við EINTAK. Nýdanskir munu þó ekki fylgja Megasi á fund- inn, því þeir eru önnum kafnir við upptökur en munu þó fylgjast grannt með framvindu mála. 6 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.