Eintak - 20.01.1994, Page 9
Einkavæðingamefnd Davíðs Oddssonar
Nefndin sekJi
500 millióna eign
á 160 milHónir
Fyrirtækið Islensk endurtrygging hefði skilað
ríkissjóði um helmingi söluverðsins í arðgreiðslur á
árinu sem fyrirtækið varselt. Það á einn milljarð í
varasjóði auk mikilla fjármuna f sjóðum sem ætlaðir
eru tilað mæta áföllum. Eftirsem áður varriOpró-
senta hlutur ríkissjóðs seldurá 160 milljónir til Sjóvár,
VÍS og nokkurra tryggingafélaga.
Ríkisendurskoðun hyggst rann-
saka sölur einkavæðingarnefndar á
nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal
Islenskri endurtryggingu og SR-
mjöli en fyrir liggur beiðni ífá íjár-
laganefnd Alþingis um rannsókn-
ina á SR-mjöli, eins og kunnugt er
af fféttum. Salan á 40 prósent hlut
ríkisins í Islenskri endurtryggingu
hefur hins vegar lítt eða ekkert
verið í fjölmiðlum en segja má að
einkavæðingarnefnd hafi afhent
tryggingafélögunum þennan hlut
ríkisins á mjög hagstæðu verði eða
nánast að gjöf.
Söluverð á fyrrgreindum 40 pró-
sentum nam samtals 160 milljón-
um króna á síðasta ári en til saman-
burðar má nefna að hagnaður fyr-
irtækisins árið 1992 nam 164 millj-
ónum króna. Þar að auki á Islensk
endurtrygging um einn milljarð
króna í verðbréfum, fasteign sem
metin er á rúmar 99 milljónir
króna og varasjóði til að mæta
áföllum í framtíðinni sem nema í
dag um 610 milljónum króna. Ef
fyrirtækinu hefði hreinlega verið
skipt upp hefði hlutur ríkissjóðs í
því dæmi numið tæplega 500 millj-
ónum króna. Sá möguleiki var
kannaður í úttekt sem Verðbréfa-
sjóður Islands gerði á fyrirtækinu
fyrir einkavæðingarnefnd en þótti
ekki hagstæður kostur fyrir ríkis-
sjóð. Hreinn Loftsson formaður
einkavæðingarnefndar segir að
hann sjái ekkert athugavert við söl-
una á íslenskri endurtryggingu og
bendir á að engar athugasemdir
hafi verið gerðar þegar málið
var rætt á Alþingi á sínum tíma.
Sigurður B. Stefánsson fram-
kvæmdastjóri VlB segir að ekki hafi
verið tekið tillit til hagnaðar á árinu
1992 þar sem ákveðið hafi verið að
úttekt VlB miðaðist við stöðu fyr-
irtækisins í árslok 1991.
Hlutafé fyrirtækisins í maí 1993
nam samtals 338 milljónum króna
en þar af áttu tryggingarfélögin
sameiginlega um 85 prósent en af-
gangurinn var í eigu nokkurra ein-
staklinga og fyrirtækja.
íslensk endurtrygging annast
stórar endurtryggingar erlendis fyr-
ir tryggingafélögin og má
í því sambandi nefna
endurtryggingar á skip-
um yfir 100 tonnum að
stærð og slysatryggingar
sjómanna. Fyrirtækið var
stofnað árið 1947 upp úr
svokölluðum Stríðs-
tryggingarsjóð ríkisins
sem komið var á laggirn-
ar árið 1939 og hafði það
hlutverk upphaflega að
tryggja sjómenn og far-
menn í seinni heimsstyrj-
öldinni.
Gengið frá samn-
ingi 1992
Einkavæðingarnefnd
ríkisins gekk frá kaup-
samningi við trygging-
afélögin í lok ársins 1992
en sá samningur var með
fyrirvara þar sem laga-
heimild skorti fyrir söl-
unni. Lög sem heimiluðu
söluna voru síðan sam-
þykkt á Alþingi í mars í
fyrra. Á hluthafafundi
sem haldinn var í maí í
fyrra var skipuð ný fimm manna
stjórn fyrirtækisins í kjölfar sölunn-
ar á hlut ríkisins en í þeirri stjórn
sitja þeir Einar Sveinsson, Alfreð
Gíslason, Gunnar Felixson,
Ágúst Karlsson og Óttar Möller.
Samkvæmt upplýsingum frá Ara
Hálfdánarsyni, aðalbókara hjá
íslenskri endurtryggingu eru helstu
niðurstöður úr ársreikningi fýrir
árið 1992 þær að iðgjöld námu það
ár samtals rúmlega einum milljarði
króna. Þar af voru eigin iðgjöld 312
milljónir króna og endurtrygging-
aiðgjöld 755 milljónir króna. Tjóna-
greiðslur námu samtals 711 milljón-
um króna og hlutur endurtrygg-
inga í tjónum samtals 526 milljón-
um króna en eigin tjónagreiðslur
námu samtals 184 milljónum
króna. Að teknu tilliti til annars
rekstrarkostnaður nam nettó-
hagnaður ársins 164 milljónum
króna. Þess má og geta að hagnaður
af rekstri árið 1991 nam 43 milljón-
um króna og árið 1990 nam
hagnaðurinn rétt tæpum 40 millj-
ónum króna.
Ari segir að nettóstaða á vara-
sjóði fyrirtækisins nemi nú 610
milljónum króna og fyrirtækið eigi
þar að auki einn milljarð í
verðbréfum.
Rétt kaupverð nær
500 milijónir króna
Samkvæmt heimildum EINTAKS
hefði rétt kaupverð á hlut ríkisins í
íslenskri endurtryggingu átt að vera
í kringum 500 milljónir króna en
ekki 160 milljónir eins og það var.
Ennfremur hefur Eintak heimildir
fyrir því að við söluna í árslok 1992
hafi ekki verið tekið tillit til hlut-
deildar ríkissjóðs í hagnaðinum
það ár og ríkissjóður því misst af
um 60 milljón króna tekjum sök-
um þess. Rannsókn Ríkisend-
urskoðunar mun meðal annars
beinast að því hvort ríkissjóður geti
gert kröfu i hluta hagnaðarins.
Við útreikninga á kaupverði upp
á nær 500 milljónir króna er met-
inn 40 prósenta eignarhluti ríkis-
sjóðs í verðbréfaeign fyrirtækisins
upp á milljarð, fasteign þess upp á
99 milljónir króna og hlutdeild í
hagnaði ársins 1992. Varasjóðurinn
upp á 610 milljónir kemur ekki inn
í þessa útreikninga því honum er
ætlað að mæta tjóni í framtíðinni.
Að fmmkvæði heilbrigðis-
og tryggingarráðherra
Hreinn Loftsson formaður eink-
avæðingarnefndar segir að frum-
kvæðið að sölunni á hlut ríkissjóðs
hafi komið frá heilbrigðis- og
tryggingarráðherra og undirbún-
ingur málsins hafist um sumarið
1992 en þetta hafi verið eitt af fyrstu
verkefnum nefndarinnar. Hreinn
segir að hann telji að eðlilega hafi
verið að sölunni staðið og verðið
Hreinn Loftsson formaður
EINKAVÆÐINGANEFNDAR
Sama ár og hann seldi íslenska endur-
tryggingu á 160 milljónir hefði ríkissjóður
fengið 60 milljónir í arðgreiðslur.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Frá þvíhann setti einkavæðingarnefndina á fót hefurhún verið
gagnrýnd fyrirað koma ríkisfyrirtækjum íeigu manna og fyrirtækja
sem eru vilhöll ráðherranum. Dæmið af íslenskri endurtryggingu
mun sjálfsagt ekki draga úrþeirri gagnrýni.
sem lagt var til grundvallar hafi
komið fram eftir að Verðbréfa-
markaður íslandsbanka lagði fram
verðmat á hlut ríkissjóðs í úttekt
sem VlB gerði á sölunni. Hreinn
bendir ennffemur á að þegar málið
var lagt fyrir Alþingi í upphafi árs
1993 hafi ekki komið fram neinar
athugasemdir af hálfu þingsins við
þessa sölu.
Hvað varðar ástæður þess að
ákveðið var að selja hlut ríkissjóðs í
Islenskri endurtryggingu segir
Hreinn að slíkt heföi verið talin
eðlileg ráðstöfun þar sem fyr-
irtækið var alfarið háð trygginga-
félögunum um rekstur sinn, enda
þau einu viðskiptavinir þess.
ÚttektVÍB
Sigurður B. Stefánsson fram-
kvæmdastjóri VÍB segir að þegar
verðmætamatið á íslenskri endur-
tryggingu fór fram hafi eigið fé fýr-
irtækisins verið metið á 420 millj-
ónir króna og sú upphæð sem það
var síðan selt á hafi verið mjög
nálægt innra virði fyrirtækisins.
Hvað varðar verðbréfaeignina og
varasjóðinn segir Sigurður að VÍB
hafi ekki treyst sér til að fara út í
mat á því hvort um of háa eða of
lága upphæð væri að ræða heldur
tekið orð tryggingafræðinga um að
þetta væru eðlilegir varasjóðir
trúanleg.
Aðspurður um hvort ríkissjóður
heföi ekki fengið rneira út úr
dæminu með því einfaldlega að
leysa fyrirtækið upp og taka út sinn
hlut þannig, segir Sigurður svo ekki
vera. „Þetta var eitt af því sem við
könnuðum sérstaklega og töldum
ekki ráðlegt fýrir ríkissjóð því það
er síður en svo einfalt mál að leysa
upp tryggingafélag og raunar tekur
slík ffamkvæmd sex til sjö ár hið
minnsta, sökum þess hve skuld-
bindingar fyrirtækisins ná langt
fram í tímann,“ segir Sigurður.
Aðspurður um hvort hagnaður
ársins 1992 hafi ekki haft eitthvað
að segja við mat á andvirði ríkis-
sjóðs í fyrirtækinu segir Sigurður
að mat VlB hafi farið fram um mitt
ár 1992 og ákveðið að leggja árs-
reikninga ársins 1991 til grundvall-
ar. ©
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
9