Eintak - 20.01.1994, Síða 10
-EINTAK
EINTAK er gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Höfundar efnis í þessu blaði:
Andrés Magnússon, Ari Alexander Magnússon, Bonni, Davíð Aiex-
ander, Eiður Snorri og Einar Snorri, Einar Örn Benediktsson, Einar
Ólason, Gerður Kristný, Glúmur Baldvinsson,
Hallgrímur Helgason, Jói Dungal, Jón Proppé, Jón Óskar Hafsteins-
son, Jón Kaldal, Júiíus Kemp, Óttarr Proppé, Ragnhildur
Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson og Þorvaldur Þorsteinsson.
Ritstjórn og skrifstofur eru að Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Gjafmild
einkavœðing
Igrundvallaratriðum er ekki hægt að vera á móti
einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar. Það er
fyrir löngu orðið tímabært að gera átak í að draga úr
afskiptum ríkisins af rekstri fyrirtækja. í raun mætti
kvarta undan því að þessi áform gangi ekki nógu langt.
Miðað við gæði og raunvirði þjónustu hins opinbera er
vel athugandi að færa hana í hendur einkaaðilum. Þá er
ekki aðeins átt við fyrirtæki á borð við Póst og síma eða
Ríkisútvarpið, sem nánast óverjandi er að skuli enn vera
í eigu ríkisins, heldur rekstur skóla, heilbrigðisstofnana
og annarra slíkra þjónustufyrirtækja.
Þumalputtareglan ætti að vera sú að allur rekstur væri
í höndum einkaaðila nema sérstakar aðstæður krefðust
annars. Tilraunir til einkavæðingar í mennta- eða heil-
brigðiskerfínu virðast ganga í þveröfuga átt. Einkarekst-
ur er aðeins leyfður ef sérstakar aðstæður standa til þess
að þessi sami rekstur henti ríkinu ekki á einhvern hátt.
En þótt ekki sé hægt annað en að vera sammála ríkis-
stjórninni um að löngu tímabært sé að draga úr afskipt-
um ríkisvaldsins af rekstri fyrirtækja, þá er svo komið að
eðlilegast væri að biðja stjórnina að stinga þessari stefnu
undir stól. Ef til vill í von um að seinna kæmi önnur
stjórn sem væri betur til þess fallin að fylgja henni
skammlaust eftir.
Fyrr í vikunni stefndi Haraldur Haraldsson í Andra
ríkinu vegna þess hvernig staðið var að sölu SR-mjöls.
Þar var hæsta tilboðinu hafnað en tilboði tekið frá aðil-
um sem þeim sem framkvæmdu útboðið geðjaðist bet-
ur að. í EINTAKI í þessari viku er tekið annað dæmi af
afleitri framkvæmd einkavæðingarstefnu ríkisstjórnar-
innar. Þar er greint frá því hvernig tryggingafélögunum
var seldur hlutur ríkisins í íslenskri endurtryggingu, fyr-
irtæki sem meta má á um hálfan milljarð, fyrir 160 millj-
ónir. Það er um þriðjungur af raunvirði fyrirtækisins.
Ef til vill var ekki vandað nógu mikið til þessarar sölu.
Þeim sem að henni stóðu hefur ekki fundist íslensk
endurtrygging nógu sjarmerandi fyrirtæki. Það vita fáir
um tilvist þess og enginn einstaklingur hefur nokkru
sinni þurft að leita þanngað eftir þjónustu. Ef til vill hef-
ur þeim einfaldlega fundist að tryggingafélögin hafi átt
rétt á að fá góðan afslátt þar sem eign ríkisins í fyr-
irtækinu hlóðst upp vegna viðskipta þeirra við það. Ef
til vill hafa þeir verið að gera vinum sínum greiða með
því að færa þeim fyrirtækið á silfurfati. Ef til vill fórst
þeim fyrir í ákafa sínum við að selja ríkisfyrirtæki sem
einhver vildi kaupa, úr því þeim hefur gengið svo illa að
selja þau fyrirtæki sem erfiðara er að losna við.
Hver svo sem ástæðan er skiptir ekki máli. Höfuð-
atriðið er að þeir menn sem treyst var fyrir eignum rík-
isins brugðust þessu trausti. Þeir hentu tveimur þriðju
hlutum þeirra út um gluggann.
Eintakverður
vikublað
Frá og með þessum degi er EINTAK orðið að viku-
blaði. Það hefur breytt um svip og karakter og vonast
aðstandendur þess til að lesendum líki það vel.
MOTVÆQI
Eru tæknifvjóvganir réttmætar
eða ef til vill leikur að eldi?
Ertu nú ánœgð, ólétt Leyfum lífi að kvikna
og komin á Grund? hvar sem vill
Ragnhildur Vigfúsdóttir Andrés Magnússon
skrifar skrifar
Afstaða mín til tæknifrjóvgana er
tvíbent. Að vissu leyti skil ég fólk
sem þráir að eignast barn og er
tilbúið til að leggja mikið á sig til
þess, en á hinn bóginn finnst mér
sem við mannfólkið séum að láta
tæknina leiða okkur á villigötur.
Hér á árum áður varð fólk að sætta
sig við barnleysi á einn eða annan
hátt. Nú hefur það ekki þann kost
fyrr en að öllu öðru fullreyndu. Líf
fólks og líkami kvenna er undir-
lagður af baráttunni gegn barnleys-
inu í alit að áratug, allt eftir því
hvenær „vandamálið" kom í ljós.
Þess eru dæmi að konur hafí farið í
ótal aðgerðir en án árangurs. Það er
spurning hvort þær vilji þetta allt
sjálfar eða láti til leiðast vegna ut-
anaðkomandi þrýstings og fortalna
tilraunaglaðra lækna sem sjá ekkert
athugavert við það að taka fram
fyrir hendurnar á náttúrunni og
hafa lúmskt gaman af að leika Guð.
„Við verðum að nota tæknina úr
því að hún er til,“ sagði ein við aðra
sem var að velta því fyrir sér hvort
það væri ekki nóg komið eftir sjö
aðgerðir og þrautagöngu miíli
lækna.
Það þykir vart tíðindum sæta
þótt fæðist glasabarn, en nú stönd-
um við frammi fyrir enn einni
tæknibyltingunni, þeirri að konur
þurfa aldrei að fara úr barneign.
Þau tíðindi berast að utan, að kon-
ur á sextugs og sjötugs aldri bíði
þess að verða léttari. Og rétt eina
ferðina er siðfræðin langt á eftir
tækninni. Mér finnst það forkast-
anlegt hvernig tæknin fær að vaða
áfram án þess að reynt sé að svara
siðferðilegum grundvallarspurn-
ingum.
Hálfámátlegar tungur tala um að
það sé of mikið álag á líkama kon-
unnar að ganga með barn þegar
hún er komin á þennan aldur og
skyndilega hafa menn töluverðar
áhyggjur af börnum gamalla for-
eldra og hvernig þeim farnast í líf-
inu. Á sama tíma virðast fáir hafa
áhyggjur af börnum allt of ungra
foreldra og þeirri staðreynd að
konur á þessum „hættulega" aldri
eru margar hverjar þrælbundnar
yfir barnabörnum sínum, einkum í
landi eins og okkar þar sem stjórn-
völd gera hreinlega ráð fyrir því að
þær hlaupi undir bagga með
ófullnægjandi dagvistarkerfi. Það
var ekki að ástæðulausu sem kona
sem var nýflutt til íslands eftir
margra ára dvöl í Svíaríki sagði að
móðir sín leysti allt sænska vel-
ferðarkerfið af hólmi. Og enginn
spyr hvort ömmurnar hafi heilsu til
þess eða áhuga. Ég minnist þess að
hafa séð viðtöl við karla á níræðis-
aldri hampandi ungbörnum sínum
án þess að minnst hafi verið á að
einhverjir vankantar gætu verið á
þessu tiltæki gamla mannsins. Þótt
gamall karl með ungt barn sitt sé ei-
lítið töff í augunt margra, þá þætti
gömul kona í sömu stöðu allt að
því ógeðsleg í augum sömu manna.
Það má líta á tæknifrjóvganir
kvenna eftir tíðahvörf frá ýmsum
sjónarhornum. Frá einu er þetta
visst kvenréttindamál. Þetta geta
karlar, hví þá ekki við líka? Er ekki
jafnréttinu fullnægt með aðstoð
lækna og vísindanna? Svo gæti
þetta verið viss hagræðing fyrir
konur sem vilja ekki eyða bestu ár-
um ævi sinnar við ungbarnagrát og
amstur, heldur mennta sig og hasla
sér völl á vinnumarkaðnum. Eða
fyrir þær sem gleymdu hreinlega að
eignast börn meðan þær gátu, eða
skiptu um skoðun og komust að
þeirri niðurstöðu að þær langaði til
að eignast börn eftir allt saman.
Á hinn bóginn finnst mér það
sorglegt að sjálfsmynd kvenna skuli
vera svo bundin móðurhlutverkinu
að þær séu reiðubúnar til að ganga í
berhögg við lögmál náttúrunnar.
Ein 58 ára sem gekk með tvíbura,
var margra barna amma og komin
úr barneign fyrir nokkru, sagði í
viðtali að hún hefði viljað ganga í
gegnum þessa reynslu með nýja
eiginmanninum. Það nægði henni
ekki að þau ættu bæði börn úr fyrri
samböndum. Líklega hefur. hún
viljað eiga „alvöru fjölskyldu" eins
og fleiri sem eru í raðhjónaböndum
og finnst þeir ekki vera það nema
að eiga barn saman. Fyrir hverja er
tæknin? Eru allar ástæður jafngild-
ar og hver er fær um að dæma? Er
til of mikils ætlast að tæknin og
siðfræðin séu samstíga í jafn
erfiðum málum sem þessum? Og er
ekki löngu tímabært að við sættum
okkur við gang lífsins og það að
hver aldur hefur sinn sjarma og
sína möguleika?
Höfúndur er ritstýra.
Gífurlegar framfarir í tækni og
læknavísindum — ekki síst á sviði
erfðarannsókna — hafa gert mann-
inum kleift að öðlast frekari skiln-
ing á gangverki lífsins. Þær hafa
fært okkur vitneskjuna til þess að
lækna sjúkdóma, lina þjáningar og
jafnvel gert það mögulegt að koma
auga á ntisfellur Móður Náttúru í
tæka tíð til þess að koma í veg fyrir
sjúkdóminn áður en hann grípur
um sig. Enn sem komið er hefur þó
ekki verið varpað ljósi nema á lítið
svæði erfðaefnis mannsins og ekki
meira en svo að rétt er ratljóst.
Þessunt framförum fagna allir.
Aðrar skyldar framfarir hafa hins
vegar ekki notið jafnmikilla
vinsælda, en það eru þær sem
tengjast fósturvísum og meðferð
þeirra. Ekki síst eftir að uppvíst hef-
ur orðið um ígræðslu fósturvísa í
konur sem komnar eru úr barn-
eign, hvítra fósturvísa í svartar kon-
ur og svo framvegis. Mér hefur
jafnvel skilist að af þessum völdum
sé manninum siðferðislegur vandi
á höndum. En er svo?
Flest mótrökin eru nefnilega til-
finningalegs eðlis eða koma málinu
bara ekkert við. Mörgum er í nöp
við hvers kyns fikt þar sem
getnaður og/eða erfðir konta við
sögu. Hjá sumum er um misskilda
trúrækni að ræða (eða gat Guð í
nokkru um það með hvaða hætti
maðurinn skyldi uppfylla jörðina?),
en hjá öðrum ræður beygur við
erfðaefnistilraunir almennt, sem í
sjálfu sér virðist helst eiga rætur í
misgóðum hryllingsmyndum.
Hvers vegna skyldi miðaldra
konum sem komnar eru úr barn-
eign, vera frekar meinað að þiggja
egg fremur en óbyrjum á þrítugs-
aldri? Eða af hverju skyldi svartri
konu meinað að þiggja egg úr
hvítri, telji hún að hvítu barni vegni
betur í hvítu landi? Eða af hverju
skyldi eggþega meinað að velja
barni sínu þau einkenni sem
náttúran meinar henni að gefa því?
Sá vandi sem sumir sjá í dæmun-
um að ofan, snýst fremur um það
hvort miðaldra konur séu verri
mæður en hinar yngri, hvort takist
að uppræta kynþáttamismunun
eða hvort dómgreind kvenna til
vals á mökum sé ríkari en þegar að
því kemur að velja almenna eigin-
leika fósturvísa. Það má efast um
hæfni einstaldinga til þess að ala
upp börn, eins og því rniður er alit
of oft ástæða til þess að gera þegar
fyllilega frjósamt fólk á í hiut, en
því fer fjarri að hægt sé að telja ald-
ur eða litarhátt fólki til lasts fremur
en trúarbrögð eða frávik frá kjör-
þyngd, svo tvennt eitt sé nefnt.
Það er nú einu sinni svo að bætt
lífskjör hafa fært okkur ótal margt.
Til dæmis eru lífslíkur mun meiri
en áður fyrr. Getum hefur verið að
því leitt að ástæðan fyrir því að
konur fara úr barneign um miðjan
aldur sé einfaldlega sú að lífslíkur
mannsins — eins og þær voru áður
— gáfu ekki tilefni til þess að konur
þyrftu að vera lengur í barneign.
Flest fólk var dáið fyrir fertugt.
Breyttir lífshættir kvenna á tuttug-
ustu öld hafa einnig haft sín áhrif.
Konur á Vesturlöndum eignast
börn mun seinna en áður, ekki síst
vegna náms eða frama. Hver þekkir
ekki fólk, sem hefur frestað barn-
eignum um óákveðinn tíma vegna
ýmissa anna, svo sem þeim að
koma undir sig fótunum? Sum pör
uppgötva svo einn góðan veðurdag
að möguleikinn á barneignum er
ekki lengur til staðar, lífsgæðakapp-
hlaupið kom í veg fýrir að það
framlengdi ættlegginn.
Nú er hins vegar svo komið að
tæknisigrar hafa gefið okkur nýja
von um að ekki sé allt búið þó við
séum komin fram yfir meðalaldur
frummannsins. Og hvers vegna í
ósköpunum ættum við að neita
okkur — eða öðrum — að njóta
þess í því skyni að eignast börn og
öðlast hamingju?
Það er hins vegar athyglisvert að
á sama tíma og sumu fólki finnst
sitthvað athugavert við það að eggj-
urn sé komið fyrir í legi kvenna —
nýju lífi þannig leyft að kvikna um
leið og óbyrjum og konum úr
barnseign komnum er gefinn kost-
ur á að verða mæður — tíðkast
fóstureyðingar sem aldrei fyrr. Efa-
semdir um tilraunir með fósturvísa
eða fóstureyðingar verða að bíða
betri tíma, en tilraunir til þess að
hamla gegn því að barnlaust fólk
geti eignast börn, geta aldrei verið
annað en ósmekkleg afskiptasemi
af annarra högum.________________
Höfundur er blaðamaður.
10
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994