Eintak - 20.01.1994, Qupperneq 12
Ríkið stofnar tveggja
milQarða fiskmarkað
En enginn veit hverá að annast reksturinn
Fyrir fyrsta febrúar eiga að liggja
fyrir tillögur nefndar um stofnun
kaupþings með kvóta. Um er að
ræða útfærslu á hugmyndum um
að allur skammtímakvóti sem seld-
ur er milli útgerða í eigu ólíkra
aðila fari í gegnum kaupþing. Á
síðasta ári námu þessar sölur sam-
tals um 70.000 þorskígildis tonnum
og var meðalverðið um 35 krónur á
kílóið þannig að miðað við þessar
forsendur mun veltan á þessu
kaupþingi, eða fiskmarkaði, nema
rúmlega tveimur milljörðum
króna. Þar með mun ríkið reka
einn stærsta fiskmarkað landsins en
til samanburðar má nefna að veltan
á Fiskmarkaði Suðurnesja á síðasta
ári nam 1,5 milljarði króna.
Meðal þeirra hugmynda um
útfærslu sem eru til skoðunar er að
kvótinn verði seldur eins og hluta-
bréf á verðbréfamarkaði þar sem
framboð og eftirspurn ræður
verðmynduninni.
Hugmynd frá Halldórí
Það var Halldór Ásgrímsson
varaformaður Framsóknarflokks-
ins sem fyrstur kom hugmyndinni
um kaupþing með kvóta á
framfæri, en hún konr síðan til
umræðu í samningaviðræðum sjó-
manna og útgerðarmanna fyrr í
mánuðinum. I bráðabirgðalögum
þeim sem ríkisstjórnin setti á verk-
fall sjómanna var að finna ákvæði
um stofnun kaupþings með kvóta.
Þriggja manna nefnd var sett á
laggirnar til að semja frumvarp um
málið, kölluð þríhöfðanefndin, en í
henni eiga sæti Ólafur Davíðsson
fyrir hönd forsætisráðherra, Árni
Kolbeinsson fyrir hönd sjávarút-
vegsráðherra og Þorkell Helgason
fyrir hönd viðskiptaráðherra.
Meðal þeirra sem þessir menn hafa
leitað ráða hjá má nefna Verðbréfa-
sjóð íslandsbanka og Fiskistofu en
Fiskistofa mun eiga aðild að kaup-
þinginu með einhverjum hætti þar
sem allar kvótafærslur eru skráðar
þar lögum samkvæmt og leita verð-
ur samþykkis Fiskistofu fyrir þeim.
Málið skammt á veg komið
Árni Kolbeinsson, einn nefndar-
manna, segir að málið sé skammt á
veg komið þar sem vinna við það
hófst á mánudaginn var. „Við í
nefndinni höfum aðallega verið að
afla okkur upplýsinga nú fyrstu
dagana og erum ekki farnir að út-
færa neinar hugmyndir ennþá,“
segir Árni í samtali við EINTAK.
Aðspurður um hvort kaupþing
þetta verði í eigu opinberra aðila
eða einkaaðila segir Árni að hann
geti ekki sagt til um slíkt að svo
komnu máli. „Við munum skoða
alla möguleika á því hvernig kerfi
verður sett upp en að öllum líkind-
um verður um eitt opinbert þing að
ræða á svipuðum nótum og Verð-
bréfaþing Islands er rekið nú.“
Hvað varðar þátt Fiskistofu í
fyrrgreindu kaupþingi segir Árni að
vissulega skrái Fiskistofa allar upp-
lýsingar um kvótafærslur og haldi
utan um kvótakerfið og slíkt muni
ekki breytast. „En það er alveg opið
enn hvort Fiskistofa verði aðili að
kaupþinginu og þá með hvaða
hætti," segir Árni.
Aðspurður um hvort flutt verði
sérfrumvarp um kaupþingið eða að
það verði hluti af stærra frumvarpi
í tengslum við bráðabirgðalögin
segir Árni að ekkert sé farið að huga
að slíku enn og væntanlega muni
ráðherrar taka endanlega af skarið
um með hvaða hætti málið verður
lagt fyrir Alþingi.
Næst besti kosturinn
Sjómenn telja að stofnun kaup-
þings með kvóta sé næstbesti kost-
urinn fýrir þá til að koma í veg fyrir
svokallað kvótabrask. Besta kostinn
töldu þeir vera að allur fiskur færi á
markað. Hólmgeír Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sjómannasambands-
ins segir að afstaða þeirra til hug-
myndarinnar sé jákvæð þótt hug-
myndin sem slík sé ekki gallalaus
og í henni að finna smugur sem
útgerðarmenn gætu nýtt sér.
Hólmgeir nefnir sem dæmi í þessu
sambandi að fiskverkun og útgerð
gætu samið sín á milli fyrirfram að
útgerðin setti kvóta á kaupþing sem
fiskverkunin svo keypti og skaffaði
útgerðinni aftur til að veiða fyrir sig
á lægra verði en almennt gilti þá
stundina. „Við gerum okkur grein
fyrir að það verður erfitt að búa til
kerfi sem kemur í veg fýrir mis-
notkun en ef til staðar verða sekt-
arákvæði sem miða að því að setja
hömlur við misnotkun, ef kemst
upp um slíkt, teljum við að þetta
geti komið vel til álita,“ segir
Hólmgeir. ©
Sjö Alþýðuflokksmenn hafa
gefið kost á sér í kjöri um þau
sæti sem flokkurinn mun
skipa í, á sameiginlegan fram-
boðslista til borgarstjórnarkosning-
anna. Þeir eru Þorlákur
Helgason, Bolli Runólfur
Valgarðsson, Gunnar Ingi
Gunnarsson, Gylfi Þ.
Gíslason, Skjöldur
Þorgrímsson og Rúnar
Geirmundsson...
Haraldur Haraldsson í
Andra og Sigurður G.
Guðjónsson hafa stefnt
sjávarútvegsráðherra fyrir söluna á
Síldarverksmiðju ríkisins til
Benedikts Sveinssonar og
annarra kolkrabbamanna. Haraldur
hafði gert hærra tilboð en var
hafnað án þess að kannað væri
hvort han'n gæti staðið við það.
Vitað er að forysta Alþýðuflokksins
stendur með Haraldi í þessu máli
og einhverjir ráðherrar flokksins
ætla að taka það upp á þinginu
fljótlega eftir að það kemur saman
eftir jólafríið...
EINTAK er nýr, ferskur miðill,
vikulegt fréttablað með menningarumfjöllun,
fréttaskýringum, skoðanaskiptum
og fréttum úr daglega lífinu.
Fyrst og fremst fjallar EINTAK þó um fólk.
Án fordóma eða annarlegrar hagsmunagæslu.
EINTAK þjónar engum nema lesendum sínum.
Ritstjórn, auglýsingasala og skrifstofur EINTAKS
eru að Vatnsstíg4, iqi Reykjavík.
Sími 16888 ogfax 16883.
Verð aðeins 195 krónur!
Áskriftarverð kr. yoo á mánuði.
12
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994