Eintak - 20.01.1994, Page 14
átnai Rún Quase er eini frambjóðandinn í sögu íslenskra stjórnmála sem hefur þurft að byrja kosningabaráttu sína á að
sverja af sér vændi. Þótt íslendingar kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að undirbúningi kosninga hafa menn
hingað til þurft að glíma við vægari ásakanir - meira að segja í prestkosningum. JÓN KALDAL ræddi við Amal.
Eg er engin
vaendiskOTia
láta vita fyrr um áform sín til þess
að önnur kona gæti tekið sæti
hennar, því svo mikið er víst að
það vantar ekki hæfar konur í
prófkjörið.“
Hvaða mál myndir þú leggja
áherslu á, ef þú kæmist í borgar-
stjóm?
„Ég tel það mjög mikilvægt að
öll börn fái pláss á leikskóla, óháð
því hvort foreldrar eru giftir eða
ekki. Börn eiga ekki að þurfa að
gjalda fyrir að eiga gifta foreldra.
Það er mjög þroskandi fyrir börn
að vera innan um og læra að um-
gangast jafnaldra sína. Efhjón fá
ekki pláss fyrir barnið þarf alltaf
einhver að vera heima og gæta bús
og barna og yfirleitt lendir það á
konunni. Fyrir vikið verður hún
háð eiginmanninum fjárhagslega
og missir sjálfstæði sitt að hluta.“
Og þú ert óhrædd við að takast
á við borgarmálin?
„I mínum huga er það ekki
minn stærsti óvinur að ég er nýbúi,
svört og kona, heldur hitt að fólk
segir að ég sé svo reynslulaus, það
segir: „Hvað veit hún um þetta og
hvað veit hún um hitt?“ Ég vil bara
segja við þetta fólk að þó ég viti til
dæmis ekki allt um dagvistunarmál
þá veit ég hvað það er að vera ein-
stæð móðir og foreldri. Og þótt ég
viti ekki jafnmikið um atvinnumál
eins og til dæmis Davíð Oddsson,
þá veit ég hvernig það er að vera
atvinnulaus.“
Þú ert þá kannski manneskjan
sem Sjálfstæðisflokkinn vantar í
borgina?
„Eg held það tvímaqlalaust. Ég er
ekki að bjóða mig fram sem sá sem
veit mest. Kannski veit ég minna
en aðrir frambjóðendur, en ég vil
taka það fram að enginn má efast
um áhuga minn og vilja til að gera
vel.“©
© MYND BONNI
ekki svona fólk sigra mig. Og ef
eitthvað er, gera þessar kjaftasögur
mig bara sterkari.“
Af hverju valdir þú Sjálfstæðis-
flokkinn þegar þú ákvaðst að fara
út í pólitík?
„Það er fyrst og ffemst vegna
þess að ég er frjálshyggjumann-
eskja og svo finnst mér sjálfstæðis-
stefnan vera skynsamleg. Ég gæti til
dæmis aldrei hugsað mér að styðja
Alþýðubandalagið, ég á enga sam-
leið með þeim flokki og á ekkert
sameiginlegt með mönnum eins og
Ólafi Ragnari Grímssyni.“
Á vissan hátt ert þú fimmfaldur
minnihlutahópur í Sjálfstæðis-
flokknum: Þú ert dökk á hörund,
kona, einstæð móðir, þú ert ekki
fædd hér á landi og ert ekki uppal-
in f ungliðahreyfingu flokksins.
Finnur þú ekkert fyrir þessu?
„Ég hef mikla trú á Sjálfstæðis-
flokknum og almennt finn ég ekki
fyrir þessu. Eg veit að í hugum
sumra er það kannski neikvætt að
vera kona, svört, einstæð móðir og
fædd í útlöndum, en ég held að
þeir sem hugsi þannig séu í mikl-
um minnihluta innan flokksins og
ég læt þá ekki aftra mér. Sjálf hugsa
ég fýrst og ffemst um mig sem
manneskju, ekki sem konu eða
karlmann.
Margir hafa komið til mín og
sagt: „Þú átt að ganga til liðs við
Kvennalistann, þar er þinn rétti
staður." En ég hef ekki nokkurn
áhuga á því. Auðvitað veit ég að
konur hafa mikið verk að vinna í
íslenskum stjórnmálum en það má
aldrei vera með þeim hætti að þær
stofhi sérstakan flokk til þess.
Kvennalistinn er
flokkur sem neitar fólki
um að gegna trún-
aðarstörfum fyrir hann
vegna kynferðis. Þar með er
Kvennalistinn í rauninni að brjóta
gegn þeirri grundvallarreglu að
enginn, enginn má mismuna fólki
vegna trúarskoðana, hörundslitar
eða kynferðis. Þetta stríðir gegn
mínum grundvallar lífsskoðunum
og þar af leiðandi á ég alls ekki
heima hjá Kvennalistanum. Að
mínu áliti ætti að
banna svona framboð
með lögum. Kvennalistinn
hefúr það markmið að heilaþvo
ungar konur með því að segja við
þær: „Allt sem fer úrskeiðis er karl-
mönnum að kenna", þetta er ekki
satt.“
Hvernig móttökur fékk fram-
boð þitt meðal forystumanna
Sjálfstæðisflokksins?
„Ég spurði hvorki kóng né prest
að því hvort ég mætti gefa kost á
mér. Þetta er frjálst land. Ég ákvað
alfarið sjálf að fara í framboð og ég
hef ekki orðið vör við neitt sérstak-
lega neikvæð viðbrögð við því.
Ég hef hins vegar ffétt að fólk sé
að ganga úr flokknum út af mér,
fólk sem hefúr kannski verið í
Sjálfstæðisflokknum í áraraðir. Það
er kannski ekki gott fyrir flokkinn
ef menn sem skipta hann íjárhags-
lega máli ganga úr honum. En ég
veit að þetta fólk er í minnihluta og
skiptir því engu máli. Eg lít á
mig sem nokkurs konar
hreinsunartæki fyrir
Sjálfstæðisfiokkinn, það
er ekkert nema gott ef
framboð mitt verður til
þess að losa flokkinn
við kynþáttahatara. Slíkt
fólk á hvorki heima í Sjálfstæði-
flokknum né í siðmenntuðu
þjóðfélagi yfirleitt. Og það á alls
ekki að koma nálægt stjórnmál-
um.“
Veistu hverjir það eru sem
gengu úr Sjálfstæðisflokknum til
að mótmæla framboði þínu?
„Nei, ég veit ekki nein nöfn,
enda skiptir það mig engu máli.
Það er líka einkamál hvers og eins
hvort hann er í stjórnmálaflokki
eða ekki.“
Nú er oft talað um að
Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í
Davíðsmenn og Þorsteinsmenn,
tekur þú einhvem þátt I þeim
flokkadráttum?
„Nei ég geri það ekki. Þetta eru
ungir menn og báðir mjög metn-
aðarfúllir og hæfir. Ef ég ætti að
velja á milli þeirra yrði það mjög
erfitt. Menn Þorsteins vom sárir
þegar Davið gaf kost á sér gegn
honum, það finnst mér ekki lýð-
ræðislegt. Mönnum á að vera
frjálst að stefna á hvaða sæti sem er
og gefa kost á sér í hvaða embætti
sem er án þess að það þýði klofn-
ingu innan flokksins. Það er ekki
lýðræði ef einhver hópur innan
flokksins ákveður hverjir fari í
framboð og af hverju. Og þess
vegna spyr ég: Af hveiju fór
Katrín ekki í framboð
aegn Markúsi oa lét
síoan reyna á meo
kosningum hvort yrði
valið sem borgarstjóra-
* efni? Þetta á að vera hægt án
þess að það þýði að eitthvað sé að
innan flokksins.“
Finnst þér það þá ekki vera
óvirðing við þær konur sem gefa
kost á sér í prófkjörinu, að kalla
Ingu Jónu Þórðardóttur inn þeg-
ar Katrín Fjeldsted ákvað að gefa
ekki kost á sér? Voru þetta ekki
óbein skilaboð um að þið hinar
væruð ekki nógu góðar?
„Reglurnar leyfa þetta. En ég var
ekki sammála Markúsi Erni þegar
hann sagði að Katrín hefði átt að
Þú segir að það sé skipulögð
rógsherferð í gangi gegn þér og að
sjálfstæðisfólk sé hvatt til að kjósa
þig ekki, vegna þess að þú sért
vændiskona.
„Ég er ekki vændiskona og hef
aldrei verið. Kjaftagangur um mig
er ekkert nýr. Hann hefur hins veg-
ar magnast mikið og orðið ógeð-
felldari eftir að ég varð opinber
persóna. Sögur um mig voru farn-
ar af stað löngu áður en ég fór í
framboð og löngu áður en greinar
mínar um stöðu litaðra kvenna
birtust í blöðum. Það gerðist til
dæmis fyrir nokkrum árum þegar
ég byrjaði í líkamsrækt, að einhver
kom til eiganda líkamsræktar-
stöðvarinnar og sagði að ég væri
vændiskona og að hann ætti ekki
að leyfa svona fólki að æfa þarna.
tala um. Ég veit ekki hvernig ég
gæti útskýrt fyrir honum af hverju
fólk er að tala svona um mömmu
hans opinberlega og ég skil hrein-
lega ekki hvað fólk fær út úr því að
ljúga svona upp á mig. Kannski eru
þetta bara manneskjur sem líður
illa og fá útrás með því að særa til-
finningar annarra. Ég vil hér með
skora á fólk sem telur sig geta
sannað þessar sögur að stíga fram.
En það gerir það örugglega enginn
af því þetta er ekki satt.“
Nú sagðir þú frá því í tímarits-
máli að þú hefðir gengið í gegnum
barnsfaðernismál vegna sonar
þíns. Gaf það ekki þessum sögum
byr undir báða vængi?
„Þegar ég varð þunguð fóru þær
sögur af stað að ég vissi ekkert hver
faðh barnsins míns væri. I mínum
Ég skil ekki hvað fær fólk til að
segja þetta. Að ég sé dýr-
keypt vændiskona sem
taki fimmtíuþúsund
krónur fyrir nóttina er
fáránlegt. Líttu bara í
kringum þig.Heldur þú að
ég byggi ekki barni mínu betra
heimili en þetta? Þetta er eldgömul
íbúð og húsgögnin eru heldur ekki
ný. Stundum er svo kalt hérna að
ég þarf að svæfa barnið mitt í
þremur peysum.“
Af hverju segir fólk þetta um
Þig?
„Ég veit það ekki. Kannski er
það vegna þess að ég er ekki fædd á
Islandi og á ekki fjölskyldu hér á
landi. Ég er ein og það er svo auð-
velt að koma svona sögum af stað.
Það virðist líka vera grunsamlegt í
hugum sumra að vera svört kona
og búa ein. í Sómalíu er vændi svo
mikið tabú að það er ekki einu
sinni talað um það. Þetta tal allt er
ótrúlega sárt fyrir mig og sem bet-
ur fer er Skúli ekki orðinn nógu
gamall til að skilja hvað verið er að
huga var aldrei neinn vafi á því
hver væri faðir Skúla, en ég tók þá
ákvörðun fyrir son minn að fá það
bara skjalfest svo ekki yrði sagt við
hann seinna meir að enginn vissi
hver pabbi hans væri.“
Svo þetta hefur ekki verið að
kröfu föðurins?
„Nei, nei, þetta var eitthvað sem
ég ákvað sjálf og hafði ekkert með
Skúla að gera.“
Er það ekki erfitt að vera ein
með lítið barn og vera jafnfr amt í
fullu námi í Háskólanum?
„Ég æfi líkamsrækt átta til tíu
tíma á viku, ég er í stjórnmála-
ffæði, ég á Skúla litla og er á fullu í
stjórnmálum. Það gengur mjög vel
að sameina þetta allt vegna þess að
þetta er allt svo spennandi. Ég verð
bara að skipuleggja tímann mjög
vel, þá er þetta ekki neitt mál.“
Hafa aldrei komið þau augna-
blik, þegar sögusagnirnar hafa
verið hvað verstar, að þú hefur
viljað draga þig í hlé?
„Aldrei. Það er ekki svona auð-
velt að brjóta mig niður. Ég læt
14
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994