Eintak - 20.01.1994, Page 17
ar, hefðu þau engin verið“, segir
hann.
Grunaði aldrei að
hann gæti heillast
af karlmönnum
Aðrir eiga erfiðara með að sætta
sig við ástæðu skilnaðarins og með-
al þeirra er kona sem hér verður
nefnd Anna þar eð hún óskar eftir
nafnleynd. Hún var 24 ára og hafði
verið með Árna, sem einnig er dul-
nefni, í átta ár þegar hann kom út
úr skápnum. Það tók mikið á hana
og hún var í langan tíma að jafha
sig.
„Ég vissi alveg að kærastinn
minn gæti heillast af annarri konu
einn góðan veðurdag, en aldrei
grunaði mig að hann ætti eftir að
heillast af öðrum karlmönnum“,
segir hún. „En einhverju sinni kom
kærastinn minn heini úr stuttri ut-
anlandsferð. Ég þekkti hann svo vel
að þegar ég tók á móti honum úti á
flugvelli tók ég strax eftir því að
hann var öðruvísi en hann átti að
sér að vera. Ég innti hann eftir því
hvað hefði gerst 'og hélt að hann
hefði kynnst nýrri konu í útlönd-
urn. Þess í stað fékk ég að vita að
hann hefði sofið hjá öðrum karl-
manni. Þetta var mér mikið áfall og
ég fór varla úr húsi í fjóra mánuði“.
Svaf annað slagið
hjá karlmönnum
Árni segir að sem drengur hafi
hann alltafverið vanur að eiga kær-
asta þó hann hafi aldrei litið á sig
sem homma. Fyrir honum var
þetta bara eðlilegt og hann hélt að
aðrir karlmenn væru eins og hann.
„Mér fannst karlmenn sem sofa
hjá öðrum karlmönnum ekkert
vera hommar. Ég þekkti heldur
enga homma nema úr bíómyndum
og þar var alltaf dregin upp frekar
hjákátleg og óaðlaðandi mynd af
þeim. Meðan á sambandi okkar
Önnu stóð svaf ég af og til hjá karl-
mönnum þegar tækifæri gafst. Ég
leit aldrei á þetta sem framhjáhald
og lifði eflaust enn þá sama lífi í dag
hefði alnæmi ekki komið til sög-
unnar“, segir Árni. „Þegar fyrstu
fréttirnar fóru að berast af alnæmi
hætti ég að sofa hjá körlum, enda
vildi ég ekki hætta lífi kærustunnar
minnar. Það hlé stóð yfir í fimm ár.
En í fyrrnefndri utanlandsferð hitti
ég mann á hommadiskóteki og fór
með honum heim. Eftir það fannst
mér ég ekki geta þagað lengur og
ákvað að segja Önnu allt af létta. I
flugvélinni á leiðinni heim kaus ég
aftur á móti heldur að skrifa henni
bréf. Mér fannst of erfitt að segja
henni fréttirnar berum orðum,
enda leið mér mjög illa yfir því að
þurfa að særa konu sem var minn
allra besti vinur. Það er ekki til betri
kona en Anna, en það var ekkert
sem hún hefði getað gert til að
koma í veg fyrir það sem gerðist.
Viðbrögð hennar voru mun verri
en ég hafði búist við. Sársaukinn
entist svo lengi og það var hræði-
legt að horfa upp á hvað henni leið
illa. Stundum varð ég að fara heim
úr vinnu um miðjan dag til að vera
hjá henni þegar henni leið sem
verst“.
Leitaði að vísbendingum
Anna segir Árna hafa hjálpað sér
eins mikið og honum var unnt svo
hún næði sér. Þau héldu til dæmis
áfram að búa saman í nokkra
mánuði eftir að hann kom úr fel-
um.
„Við vorum svo samrýmd. Við
hélduin meira að segja enn þá áfr-
am að sofa sarnan, en það var aðal-
lega í leit að huggun hvort hjá
öðru“, segir Árni.
Anna gerði mikla leit í eigum
hans að einhverjum vísbendingum
sem hefðu getað varað hana við því
að sambandið færi eins og það fór.
„Ég fór að líta á það öðrum augum
að Árni hafði gaman af að hafa ljós-
myndir af nöktum karlmönnum
upp á vegg. Áður hafði ég bara litið
á þær sem falleg listaverk. Svo tók
sjálfsásökunin við. Mér fannst ég ef
til vill ekki hafa verið nógu góð við
hann. Hann var til dæmis farinn að
tala um að við eignuðumst börn, en
ég vildi bíða með það og ljúka námi
áður“, segir Anna. „Að lokurn rann
það upp fyrir mér, að ef ég ætlaði
mér einhvern tímann að geta
gleymt Árna, yrði ég að flytja burt
frá honum og hefja algjörlega nýtt
líf. Við höfðum lengi gælt við þá
hugmynd að fara saman til útlanda
í nám, en nú ákvað ég að drífa mig
ein út. Árni hvatti mig líka ein-
dregið til þess og stappaði í mig
stálinu. Við höfðum alltaf litið á
samkynhneigð hans sem okkar
einkamál og ræddum hana aðeins
við eina sameiginlega vinkonu og
þá í sitt hvoru lagi. Það var ekki fýrr
en ég var komin út að ég sagði for-
eldrum mínum af hverju við
höfðum skilið. Mömmu fannst mér
hafa verið gert mjög rangt til og átti
Iengi vel erfitt með að fyrirgefa sín-
um fyrrverandi tengdasyni".
Árni kveðst á hinn bóginn aldrei
hafa fundið fyrir neinunt kala frá
fjölskyldu hennar og sömu sögu
segir Margrét Pála af viðmóti fjöl-
skyldu Jóns Inga í sinn garð.
Fær enn hroll er
hún hugsar til baka
Jón Ingi segist ekki líta á skilnað
þeirra Margrétar Pálu öðrum aug-
um en aðra hjónaskilnaði. Hann
hefur heldur ekki orðið var við að
þessi lífsreynsla hafi breytt neinu í
samskiptum hans við hitt kynið.
Hann er nú í sambúð með konu og
á með henni tvö börn.
„Skilnaðurinn var bara eins og
hver önnur lífsreynsla og er því að-
eins til góða“, segir Jón Ingi.
Anna hefur bæði fundið fyrir
jákvæðum og neikvæðum áhrifum
af sínum skilnaði: „Mér finnst ég
standa fastar á eigin fótum og vera
frakkari við að takast á við nýja
hluti en áður. Við Árni erum enn í
dag miklir perluvinir og ég hef
vissulega kynnst nýrri hlið á mann-
lífinu sem ég þekkti ekki áður, eftir
að hann kom úr felum. Þegar ég var
enn í námi kom Árni einhverju
sinni í heimsókn til mín og saman
þræddum við alla helstu homma-
barina í borginni. Það var mjög sér-
stakt.
Auðvitað hefði ég þó helst viljað
vera án þessa alls og þegar ég hugsa
til baka fer enn um mig hrollur. Ég
gifti mig fyrir skömmu og eigin-
maður minn er allt öðruvísi að
eðlisfari en fyrrverandi unnusti
minn. Kannski valdi ég hann vegna
þess. Þó er ég ekld hrædd við að
lenda í því sama aftur. Ég hef lagt
mig fram um að gleyma fortíðinni
og einbeita mér að framtíðinni“.
Framkvæmdastjóri, 33 ára og
þriggja barna faðir, sem hafði verið
trúlofaður stúlku í ár þegar hún
stakk af með vinkonu hans, lýsir
upplifun sinni á þennan hátt:
„Hefði hún fúndið sér annan karl-
mann hefði ég vitað að ég ætti eitt-
hvað í hann. Én þetta var eins og að
fylgjast með skipinu sökkva'1.©
„Viðbmgð hennar
voru mun verri en
éghafðibúist við.
Sársaukinn entist
svo lengi og það
var hræðilegt að
horfa upp á hvað
henni leið illa.“
asam-
ikkarönnu
ivafégafog
til hjá karlmönn-
umþegartæki-
færi gafst. Ég leit
aldrei á þetta sem
framhjáhald og
Hfði efíaust enn þá
sama Iffi í dag
hefði alnæmi ekki
komið tilsögunn-
ar. “
íún fundið
ian karl-
hefðiég
vitað að ég ætti
eitthvað íhann. En
þetta var eins og
að fylgjast með
skipinu sökkva.“
ingin
istan gaf
farsú,aðhún
hefði heillast svo
afþessari vinkonu
sinni. Þærhöfðu
byrjað saman í
utanlandsferð
meðsauma-
klúbbnum.“
JÓN INGI CÆSARSSON
„Skilnaðurinn var bara eins og hver önnur lífsreynsla og er því aðeins til góða. ‘
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
17