Eintak - 20.01.1994, Page 18
Steingrímur Hermannsson hefur verið formaður Framsóknarflokksins í sextán ár. Halldór Ásgrímsson hefur verið
varaformaður flokksins í þrettán ár. Á sama tíma og Steingrímur virðist vera orðinn þreyttur á pólitík hefur staða
Halldórs styrkst. Menn þykja greina að samstarf þeirra tveggja hafi versnað að undanförnu og að þeir talist varla
við nema í neyð. Er Halldór orðinn þreyttur á biðinni? Glúmur Baldvinsson ræddi við Halldór og samherja
hans og andstæðinga um formannskreppuna í Framsóknarflokknum.
Fer Steingrímur Hermannsson
í Seðlabankann í vor?
„Ég get ekki svarað því. Sjálfur
hefur hann sagt að hann ætli það
ekki. Annars verður þú að spyrja
hann að því.“
Nú hefur Jón Sigurðsson
ákveðið að kveðja Seðlabankann.
Eru allar bollaleggingar um að þá
sé lag fyrir Steingrim að taka þar
að sér bankastjórastöðu úr lausu
lofti gripnar?
„Ég veit ekkert annað en það sem
Steingrímur Hermannsson hefur
sagt mér, að hann ætli sér ekki að
fara í Seðlabankann hvað svo sem
hann siðar kann að ákveða.“
Nú hefur þú verið vara-
formaður í þrettán ár og talinn
efnilegur arftaki um afar langt
skeið. Ertu ekki orðinn mjög
óánægður með biðina eftir for-
mannsstólnum?
„Ég er ekkert óánægður. Ég hef
verið sáttur við mitt hlutskipti í
gegnum tíðina og tekið því sem að
höndum ber í pólitík. Ég var kosinn
varaformaður flokksins fram að
næsta flokksþingi og ég mun sinna
því starfi þangað til. Ég hef ekki
ákveðið neitt urn það hvað ég geri á
næsta flokksþingi.
Þrettán ár er langur tími en ég
hef ekki talið það vera mjög eftir-
sóknarverða stöðu í samfélaginu að
verða formaður stjórnmálaflokks.
Það er mjög erfitt starf, að mínu
mati eitt það alerfiðasta sem menn
taka sér fyrir hendur, en það er hins
vegar mikilvægt því stjórnmálin
eru þýðingarmikil fyrir okkar
lýðræði. Ég hef hins vegar gefið
kost á mér sem varaformaður sem
þýðir það að ég er tilbúinn til að
taka að mér formannsstarfið ef eitt-
hvað kæmi upp á sem gæfi tilefni til
þess. Ég hef ekki tekið þá ákvörðun
hvort ég muni gefa kost á mér sem
formaður Framsóknarflokksins.
Það eru aðrir sem tala' um það.“
Það hefur sem sagt verið ieitað
til þín?
„Nei, nei, en auðvitað hafa ein-
hverjir verið að tala um það í gegn-
um tíðina en það hefur ekki verið
sá þungi í þeim umræðum að ég
hafí tekið eftir því af nokkurri al-
vöru.“
Er eitthvað til í þvi að þið Stein-
grímur eigið erfitt með samstarf
núorðið?
„Við Steingrímur tölumst nú
alltaf við, þannig að það er ekkert
vandamál. Við erum hins vegar
ekki að tala saman upp á hvern ein-
asta dag, ef þú meinar það. Ef eitt-
hvað kemur upp á í flokknum sem
þarf að taka á, þá tölum við um
JÓN BALDVIN Hannibalsson
„Halldór Ásgrimsson er maður vænn og viðfelldinn, þar að auki get-
ur hann verið foráttuskemmtilegur þegar sá gállinn er á honum, sem
er hins vegar of sjaldan. Sú staðreynd að hann er löggiltur end-
urskoðandi að skólun, veldur því að hann á takmarkaða samleið með
popúlisma formannsins í efnahagsmálum og málflutningi Höllustaða-
bóndans almennt í stjórnmálum. Sá er munur á Halldóri og Framsókn-
arflokknum sem hann langar til að leiða, að flokkurinn er opinn í báða
enda en Halldór fremur lokaður. Hvernig þetta tvennt getur farið sam-
an verður tíminn, þá meina ég ekki dagblaðið, að leiða í ljós.“
Hver formaður skapar flokk sinn að nokkru leyti í sinni eigin mynd.
Metnaður Halldórs mun verða til þess að kenna Framsókn stefnu-
festu, en efasemdirnar eru um hversu námsfús flokkurinn er í þeim
fræðum.
„Ráðning Seðlabankastjóra fer þannig fram lögum samkvæmt að
það er viðskiptaráðherra sem ræður í það starf. Steingrímur hefur
sjálfur lýst því skörulega yfir að hann ætli að leiða flokk sinn í næstu
kosningum og málið því ekki á dagskrá. Eða hvurnig er það, á maður
ekki að geta tekið mark á orðum forsætisráðherrans fyrrverandi?"
það. Við höfum verið í sambandi
nýlega, bæði vegna skattamála og
vegna málefna Tímans nú yfir há-
tíðarnar."
Eru skoðanir ykkar Steingrims í
stjórnmálum svipaðs eðlis, eða er
það rétt sem kom fram í grein
Agnesar Bragadóttur í Morgun-
blaðinu, að þú standir fyrir hægri
arminn í Framsóknarflokknum og
Steingrímur fyrir vinstri arminn?
„Þetta er eitthvað sem aðrir fmna
upp að skilgreina, hægri menn eða
vinstri menn. Ég hef alltaf skilgreint
sjálfan mig sem vinstri mann eða
raunsæismann. Ég er alinn upp við
bókhald, hagfræði og endurskoðun
og þess vegna hafa skoðanir mínar
mótast af þessum bakgrunni. Ég vil
að hlutirnir gangi upp efnahagslega
og vii eiga fyrir því sem eytt er. Eg
hef líka góða menntun á sviði
skattamála sem auðvitað hefur
mótað skoðanir mínar að einhverju
leyti. Steingrímur Hermannsson er
menntaður á öðru sviði og aðrir í
Framsóknarflokknum hafa annan
bakgrunn og aðra menntun og
auðvitað setur það svip á viðkom-
andi persónur. Hjá því verður ekki
komist. En það er ekki svo að við
Steingrímur séum ósammála þó að
við höfum oft á tíðum haft mis-
munandi áherslur í ýmsum málum.
Ég býst við því að menn geti sagt að
það haft að sjálfsögðu verið mitt
hlutskipti að ganga harðar fram í
kvótamálinu en aðrir ráðherrar í
ríkisstjórn, hvort sem um var að
ræða Steingrím, Jón Sigurðsson,
Jón Baldvin eða einhvern annan af
samstarfsmönnum mínum. Það
var verkefni utanríkisráðherra á
þeim tíma sem ég var í ríkisstjórn,
að hafa forgöngu í EES málinu og
þess vegna voru áherslurnar þar
auðvitað harðari heldur en hjá
öðrum ráðherrum. Svona er þetta
um öll mál.“
Nú hefur Steingrímur verið
fremur farsæll formaður, notið
lýðhyllis og tryggðar flokks-
manna. Hefur hann nýtt sér þenn-
an styrk sinn til að ná sínu fram í
flestum málum?
„Ég man nú ekki eftir neinu
vandamáli í því sambandi. Mér
þykir ólíklegt að hann hafi alltaf
náð sínu fram frekar en aðrir. Það
er aldrei þannig í einum stjórn-
málaflokki að menn geti fengið allt
sitt fram og það hefur aldrei komið
til þess að menn hafl gert hlutina
upp með þeim hætti í Framsóknar-
flokknum. Okkur hefur venjulega
tekist að leysa mál án þess að það
hafi blossað upp ágreiningur innan
flokksins. Við höfum reynt að
halda flokknum vel saman og halda
góðan frið í flokknum og ég tel að
það hafi tekist prýðilega. Þannig að
það hefur ekkert mál verið uppi þar
sem feiknalegur ágreiningur hefur
ríkt.“
Verður það sagt um þingflokks-
formannsmálið í haust?
„Það var gert alltof mikið úr því.
Það er ekkert óeðlilegt, að hvort
STEINGRÍMUR hermannsson
„Halldór Ásgrímsson er þrjóskur, sem getur bæði verið kostur og
galli í stjórnmálum. Hann er góður samstarfsmaður með víðtæka
þekkingu á þeim sviðum þar sem hann lætur mest til sín taka, það er í
sjávarútvegsmálum og atvinnumálum almennt."
Er Halldór ótvíræður arftaki?
„Það er varla rétt hjá mér að vera að kveða upp úr um það en ég
játa það að hann kemur helst til greina. Flokksþingið verður þó vitan-
lega að ákveða slíka hluti þegar að því kemur að ég hætti. Ég mun
ekki verða með neinn áróður í því sambandi. í dag er Halldór ótvírætt
sá sem tæki við.
Flokksþingið ákveður hver leiðir flokkinn. Ég geri hins vegar ráð fyr-
ir því að ég gefi kost á mér fái ég til þess stuðning. Það er eitt og hálft
ár til kosninga."
sem að máli komi formaður eða
aðrir æðstu trúnaðarmenn flokks-
ins, að einhverjar umræður eigi sér
stað áður en gengið er til kosninga.
Að mínu mati er það þannig að ef
menn verða varir við mismunandi
skoðanir innan flokkanna þá er það
spilað upp í samfélaginu og það á
við um alla flokka. Ef menn verða
varir við að Þorsteinn og Davíð séu
ósammála eða Jóhanna og Jón
Baldvin, þá þykir það meiri háttar
frétt. Ég er að verða nokkuð leiður
á þessu fréttamati og finnst meira
máii skipta hvað menn gera að lok-
um.
Varstu sáttur við þá niðurstöðu
að Páll Pétursson sæti áfram sem
þingflokksformaður?
„Já, ég var sáttur við hana.“
Það voru ekki allir, einhverjir
vildu að þú tækir starfið að þér.
„Nei, það var aldrei á dagskrá af
minni hálfu að gefa kost á mér sem
formaður þingflokksins. Einhverjir
nefndu það, en það komst aldrei
lengra.“
A Páll Pétursson sitt pólitíska líf
undir Steingrími Hermannssyni?
„Ég held að enginn þingmaður
Framsóknarflokksins eigi pólitískt
‘ líf sitt undir einhverjum einstökum
aðila, menn eiga fyrst og fremst
pólitískt líf sitt undir sjálfum sér.
Það hefur enginn kaupskapur verið
upp á borðinu þar sem ég hef verið
nálægt og Páll Pétursson á ekki pól-
itískt líf sitt undir einum né nein-
um. Hann er mjög sjálfstæður í
skoðunum og hikar ekki við að
setja þær fram.“
Studdir þú Pál?
„Já, ég studdi hann.“
Ef ekki er um málefnalegan ágr-
eining innan flokksins að ræða,
má þá halda því fram að menn vilji
breytingar á forystu flokksins til
að hressa upp á hann og gefa hon-
um ferskari blæ? Er Steingrímur
orðinn þreyttur?
„Ég hef engar skoðanir á því og
hef ekki orðið var við að Steingrím-
ur sé orðinn leiður á þessu. Hitt er
svo annað mál að hann er búinn að
vera mjög lengi í stjórnmálum á
íslandi og hann hefur verið
leiðandi maður i langan tíma.
Hann hefur setið lengur í ríkis-
stjórn en flestir aðrir. Því er það al-
veg ljóst að þetta hefur einhver
áhrif, það hefur áhrif á Steingrím
eins og alla aðra. Þetta er starf sem
tekur í. Það verða allir þreyttir á
þessu og eftir að hafa verið sjá-
varútvegsráðherra í átta ár get ég
ekki sagt annað en að það hafi verið
viss léttir að komast frá því um
stundarsakir þó að það hafi ekki
verið það sem ég ætlaði rhér.
Auðvitað eru menn í pólitík til þess
að hafa einhver áhrif og Framsókn-
arflokkurinn að minnsta kosti, hef-
ur alltaf stefnt að því að vera í ríkis-
stjórn, en manni léttir óneitanlega
við að losna frá þessari miklu áb-
yrgð um stundarsakir. Ég býst við
því að það eigi jafnt við um aðra
menn.“
En er það ekki einmitt öfugt,
það er að Steingrímur sé leiður
einmitt vegna þess að hann fer
ekki með ábyrgðina?
„Nú ert þú að segja eitthvað sem
ég hef ekki sagt. Eg veit ekki um
þennan leiða sem þú ert að tala um.
Ég hef ekki haft það fyrir sið að tala
mikið um tilfinningar og hug-
myndir annarra persóna, hvorki
samstarfsmanna minna í Fram-
sóknarflokknum né annarra sam-
starfsmanna. Allar bollaleggingar
annarra um það eru mér alveg
óviðkomandi. Ég ætla ekki að draga
það til baka eða staðfesta það sem
ég ekki veit.“
Ákveði Steingrímur að leiða
Framsóknarflokkinn fram yfir
næstu kosningar, kemur þá til
greina að þú hættir afskiptum af
pólitík?
„Það er ekkert hæft í því að ég
ætli að fara að draga mig út úr pól-
itík. Ég hef engar slíkar yfirlýsingar
gefið, heldur þvert á móti hef ég
sagt að ég ætli að halda áfram. Jafn-
framt hef ég lýst því yfir að ég muni
halda áfram að bjóða mig fram í því
kjördæmi sem ég hef alltaf verið í.
Þannig að það er ekkert annað uppi
á teningnum hjá mér í þeirn efn-
um.“
Er enginn möguleiki á þvi að þú
bjóðir þig ffam gegn Steingrími á
næsta flokksþingi?
„Sú ákvörðun sem ég hef tekið er
að halda áfram í pólitík, og í öðru
lagi er ég varaformaður Framsókn-
arflokksins fram að næsta flokks-
þingi. Ég hef enn ekki tekið neina
ákvörðun um það hvort ég gef þar
kost á mér aftur eða ekki.“
Þú gæfir ekki kost á þér gegn
Steingrími?
„Það hef ég ekki ætlað mér, nei.“
Ánægður með DV
menn og nýja Tímann
NT fór á hausinn, Tíminn fór á
hausinn, því næst hlutafélagið
Mótvægi sem stofnað var utan um
Tímann og nú er DV orðið eigandi
að Tímanum. SÍS fór á hausinn og
fjölmörg kaupfélög víða um
landið. Fer allt á hausinn sem
Framsóknarflokkurinn kemur
nálægt?
„Blaðaútgáfa hefur verið erfið í
gegnurn tíðina en það er nú einum
of mikjð sagt að það verði allt gjald-
þrota sem Framsóknarflokkurinn
komi nálægt. Það er óhætt að segja
að útgáfustarf flokkanna hefur
verið mjög erfitt. Ég var eitt sinn
blaðstjórnarformaður Tímans fyrir
mörgum árum og mér fannst vera
gerðar mjög miklar kröfur til
blaðsins. Það var eins og öllum
fyndist vera hægt að gera endalaus-
ar kröfur til blaðsins af því að
stjórnmálaflokkur stóð að baki því.
Ég sannfærðist þá um að það væri
ekki gott fyrir stjórnmálaflokk að
standa í slíkum rekstri því það væri
erfitt fyrir hann að verjast ósann-
gjörnum kröfum. Siðan hefur þetta
verið ein sorgarsaga og Framsókn-
arflokkurinn hefur misst eignir sín-
ar á þessari blaðaútgáfu, en hann
hefur hins vegar tekið þær skuld-
bindingar á sig og blaðið hefur
aldrei orðið gjaldþrota. Það sem nú
varð hins vegar gjaldþrota var fyr-
irtækið Mótvægi sem Framsóknar-
flokkurinn átti aðeins minnihluta í.
Mér sýndist nú svona fljótt á litið
að hugsanlegt hefði verið að fara
18
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994