Eintak

Útgáva

Eintak - 20.01.1994, Síða 22

Eintak - 20.01.1994, Síða 22
séð heiminn saman og sigrað hann. Nú hafa leiðir skilist en þau hittust um daginn og flugan settist á tvo Sykurmola og hlustaði þegarþau spurðu hvort annað nokkurra spuminga. BjÖRK: Já, líka bara það að fólk sem var búið að ignorera mann öll árin á undan er allt í einu búið að taka við sér, hoppa um borð í vagninn, nú er maður allt í einu rosalega frábær. finnst það nokkuð fyndið að fólk haldi að þetta hafi gerst á einni nóttu. Björk: Það gleymir að þetta gerðist ekki á einni nóttu. Já, líka bara það að fólk sem var búið að ignorera mann öll árin á undan er allt í einu búið að taka við sér, hoppa um borð í vagninn, nú er maður allt í einu rosalega frábær. Einar: Víkverji í Mogganum skrifaði um daginn eitthvað okkar, að okkur líði ekld vel í ná- vist hvors annars. Heldurðu að það sé grunnt á milli okkar? Björk: Ég held að fólk langi bara í svona Dallas. Einar: Meiri sápu? Björk: Meiri sápu, Sue EUen. Það væri eldcert fjör ef J.R. og Bobby væru alltaf vinir. Það þarf alltaf að búa til smá svona spennu. Það er svona að vera í sæta tíminu á Is- landi. Þeir halda kannski að ég sé svo næf að þeir segja mér það ekki. Mér finnst ég nú svolítið ein og að fólk sé farið að kveikja ögn á per- unni. Það langaði alla í svo rosalegt drama, einhverjar náttúruham- farir, en það varð ekkert. Einar: Það er samt eins og fólk hafi gleymt því að Sykurmolarnir fóru þetta saman einu sinni, nú ert þú bara ein. Björk: Frá mínum bæjardyrum séð tvisvar, með Kuklinu líka. Fyrir mér var það meiri skírn, Kuklið, en Sykurmolarnir. En Sykurmolarnir hafa selt miklu fleiri plötur og allt það. Þetta er náttúrlega tíu ára samstarf sem við erum að tala um. Björk: Já, síðan neitaði ég og labb- aði framhjá, vildi bara vera kurteis og sagði nei. Ég hef allan rétt til að segja nei ef ég er spurð. Þá sögðu þeir: „Björk, gerirðu þér grein fyrir að þú ert að svelta filmuna?“ Það er eins og ég sé með þá á brjósti! Maður er svona ábyrgur fyrir að næra þá. Einar: Þetta er eins og þegar við flugum heim einu sinni frá Amer- íku og ég flaug áfram til Bonn. Þá lentuð þið í öllu stöffinu hérna heima og þurftuð að fara til Reg- ínu og eitthvað fleira. Pöntuð alveg beint. Ég get ekki alveg ímyndað mér þetta núna en geri það samt. En ég var hálf glaður að missa af því. Björk: Þetta er samt alveg sér á báti. Ég finn það samt sérstaldega núna þegar ég stend ein í þessu hérna. I fyrsta lagi hvað manni var hlíft við fjölmiðlum þegar maður var í Sykurmolunum og í öðru lagi hvað íslensldr fjölmiðlar eru rosalegar frekjur í samanburði við útlenda fjölmiðla. Einar: Þetta eru rosalegar frekjur! Björk: Það eru líldega tíu prósent af pressunni úti sem hagar sér svona, slorpressan. ÖU pressan hérna heima hagar sér eins og slorpressan. Það er eins og einhver hafi sagt þeim að þeir séu einhverj- ir súpermenn og að þeir megi allt. Einar: Megi ganga yfir alla. Björk: Það er alveg ótrúlegt. Þeir hringja heim til manns og hafa eitthvert leyfi eða umboð til að vera með eitthvað andlegt ofbeldi ef maður segir nei við þá. Einar: Nú bý ég alveg á íslandi og er búinn að slá dvalarmet. Mér BjÖRK: Öll press- an hérna heima hagar sér eins og slorpressan. Það er eins og einhver hafi sagt þeim að þeir séu einhverjir súpermenn og að þeir megi allt. á þá leið að hann hafi ElNAR: Saknar þú þess aldrei að hafa mig munað eftir hnellinm e/c/c/ með þér á sviði? BJÖRK: Nei! hnatu eða eitthvað svoleiðis, sem kom fyrir tíu árum með fréttatilkynningu inn á ritstjórn og... Björk: Með Kuklinu. Einar: ... var svo sérstök og ein- kennileg og núna væri hún heims- fræg. Aldrei hefði hann nú átt von á því. Bravó! Björk: Heimsffæg, já! íslendingar hafa einhverja heimild til að bögga, þeir hringja í mig allan sólarhring- inn. Spyrja mig hvað ég sé með marga lífverði, hvort ég hafi hitt Michael Jackson og hvað ég eigi mildnn pening. Einar: Það vantar alltaf upplýsing- ar, það er nú frægt þegar ég hitti Axl Rose og Bono saman og sá þessa risa rolcksins fyrir framan mig. Þá sá ég bara tvo risa, rokkrisa sem voru minni en ég í vexti, jafn- vel minni en þú! Björk: Þeir eru samt ágætir. Einar: Það haJda margir, ef þú ætlar ekki að spyrja þá held ég áfram skilurðu, þú verður... Björk: Ókei. Einar: Það halda margir að það sé einhvers konar óvinfengi milli Björk: Ég er með tíu ár ... Einar: Ég er með tólf ár, Purrkur fór með Fall. Björk: Hefurðu aldrei hugsað þér að gera svona Jacques Brel plötu? Einar: Það er fyndið að þú segir þetta ... Björk: Ég held að þú yrðir æðisleg- ur Jacques Brel. Einar: Þú ert þriðja manneskjan sem segir þetta á stuttum tíma, einhvers konar rómans. Nei elcki rómans, frekar eins og „Froskarnir í fenjunum", meiri svona saga. En ég geri það í Frostbite. Umgjörðin er bara miklu þyngri. En ég veit hvað þú átt við. Málið hjá mér er bara að ég hef haft svo mildð að gera að ég hef ekld haft tíma. Ég er orðinn þreyttur á því að svara hvar ég vinn. Það er eins og allir haldi að maður liggi bara með tærnar upp í lofit og bori í nefið. Það var sældarlíf þannig séð að vera í Syk- urmolunum þrátt fyrir að það hafi verið stöðug vinna og djöfúls púl á tímum. Þú lendir líka í því núna. Margir hugsa; vá, top of the world, djöfull hlýtur henni að líða vel. Púlið hefur ekki minnkað hjá þér núna. Björk: Það er mildu meira. En manstu, við bárum þetta næstum því saman við sjómennsku. Þetta er eins og að fara á togara og vinna tuttugu og fjóra tíma á sólarhring. Einar: Og er eldd gaman að fá sím- töl frá Rós tvö ldulckan hálffjögur um nótt þegar þú ert staddur í E1 Paso og fólk er undrandi yfir því að þú sért sofandi? En hvort þú gætir ekki talað ögn við morgunútvarpið á íslandi? Maður gæti brjálast. Björk: Maður fær nú sín köst. Málið er að þessi köst eru nokkurn veginn atvinna manns. Þegar farið er á svið fjórum sinnum í viku og þarf að sturta út. Það er náttúrlega betra en nokkur þerapía. Maður er atvinnu-tilfinningavera. Einar: Heldur þú að Debutsé besta plata sem þú hefur komið nálægt? Björk: Nei, alls ekki. Kuklið er það sem ég er stoltust af. Einar: Ég er bara nokkuð ánægður með Frostbite, hlustaði meira að segja á hana um daginn. Það er bara ákveðin rútína sem fólk vill alltaf að sé farin. Björk: Það er bara gömul tugga, mér finnst gott að hafa alist upp á íslandi í tólf ár, við það að það voru hundrað manns sem keyptu hverja plötu sem maður gerði. Einar: Það er magnið sem Frostbite er búið að selja á Islandi. Björk: Ég er þakklátust fyrir það. Eins og við vorum að horfa á sjón- varpið áðan og NME valdi Debut plötu ársins. Þetta er allt svona, þegar maður er búinn að ganga í gegnum ýmislegt eins og Kuklið, tekur maður mátulegt mark á þessu. Líka eins og með aðra Syk- urmolaplötuna, maður er búinn að læra að brosa, orðinn góður í bros- um og hrósi, að það er kominn innbyggður mælir á hvað er alvöru hrós. 99 prósent er algjört bullshit: Mér finnst eins og ég sé búin að vera í rosalegum rokkskóla í tíu ár. Einar: Þú vissir vel þegar þú fórst út að þetta myndi verða svona! Þú hélst að þú gætir haft kontról á þessu, þú ætlaðir að fara í sumar- leyfi en fórst ekki. Ekki segja mér að undir niðri hafir þú eldci vitað það. Ætlarðu að segja mér að þú hafir pakkað niður? Ég ætlaði allt síðasta ár í sumarleyfi, en komst aldrei. Björk: Já, það er svipað með mig. Ég ætlaði að vera búin að taka upp nýja plötu og gefa núna út fyrir jólin. Ég hef ekki haft tíma til þess. Einar: En þú veist vel að þetta er svona. Björk: Það er ákveðinn styrkur fólginn í því að þurfa ekki að plana hlutinn, taka hann eins og hann kemur fyrir. Það er bara önnur rulla sem maður lærði í rokkskól- anum. Einar: Það gefst sjaldan nægur tími... Björk: Þetta er svolítil vampíra, þessi vinna. Einar: Hvernig á næsta plata að vera? Björk: Ég veit það ekki. Ég veit hvað ég vil að hún verði. Eg vona að þín plata verði nútíma íslensk Brel plata. Sagnahefð í hávegum. Eins og frönsk popptónlist. Bretar hafa ekki þennan sans fyrir textan- um. Textarnir eru leikmynd fyrir tónlistina. Einar: Hefúr eitthvað komið þér á óvart? Björk: Yfirhöfuð? Einar: Ja, ertu til dæmis hætt að týna VISA kortum? Björk: Ég held því náttúrlega áffam. Ég er hætt að keyra bíl. Ég kyngdi þeim bita. Ég er ekki bíl- stjóri, það er ekki í genunum í mér. Einar: Það sem köm mér mest á óvart er hvað fólk er undrandi. Björk: Ég er búin að kyngja því. Það er eitthvað sem ég var reið yfir þegar ég var unglingur. Manstu einu sinni þegar við rifumst á bar í París á Kuldferðalagi? Ég sagði að fólk þyrfti enga fjölmiðla, maður væri bara glaður ef maður gæti samið sín lög heima hjá sér í stof- unni, það væri alveg nóg. Þú sagðir að tónlist væri algjört aukaatriði, því þetta væri allt spurning um mannleg samskipti. Einar: Það er það. Björk: Mér finnst það fyndið, en ég held að ég sé enn þá sömu skoð- unar og ég var þá. Það hefur verið mesta sjokkið fyrir mig þetta árið. Ég er enn þá að læra að útskýra tónlist, en kann það ekki enn. Einar: Þú ert enn þá að reyna að útskýra tónlist, en ég held að tónlist þurfi enga útskýringu. Þess vegna er tónlist búin til, hún er að tjá eitthvað sem þú getur ekki sagt í orðum. Fyrst þú ert að búa til tón- list þá þarftu líka að vera ábyrgur fyrir henni en þú þarft ekki að rétt- læta hana. Það er munur á ábyrgð og réttlætingu. Björk: Ég er bara heppin að hafa ísland því alltaf þegar talað er um tónlist get ég talað um Seyðisfjörð. Ég hef aldrei reynt að útskýra tónlist mína. Einar: Þú lendir bara í hrakning- um. Ætlar þú að fara að stunda hnefaleika eins og ég? Björk: Ég hugsa að ég fari frekar í karate. Ég veit ekki með box, kar- ate er svo fínt fyrir öndunina í söngnum. Ætlar þú að boxa við Bubba' Einar: Nei, ég var nú frekar að hugsa um Tyson þegar hann losn- ar út effir nokkur ár. drring... Einar: Salcnar þú þess aldrei að hafa mig ekki með þér á sviði? drring... Björk: Nei! drring... Einar: Djöfullinn!© Einar: Dojojoj, hvar eigum við að byrja fyrst? Björk: Ja, mér hefur alltaf þótt gott að tala um matreiðsluuppskriftir, mér hefur alltaf fúndist gott að skiptast á uppskriftum. Einar: Jæja Björk, skiptast á uppskriftum!? Hvað heldur þú að sé besta uppskriftin í dag? Björk: Ég er með gæsauppskrift, það hengu tvær gæsar á hurðinni hjá mér ... Einar: Gæsir segir maður ... Björk: ... þegar ég kom heim í fyrradag. Einar: Ertu búin að elda þær? Björk: Nei, þær eru í frystinum. Einar: Ætlarðu að geyma þær? Björk: Ég er að hugsa um að taka þær kannski með mér til London. Einar: Það er bannað, þetta er hrátt kjöt. Gæsirnar þínar verða eins og kjötið hennar Bryndísar eða Brynju, tekið í tollinum. Björk: Shit! Einar: Bara hafa þær soðnar. Björk: Ja, fyrst ég er komin í þenn- an „legenda" klassa hérna á Islandi þá verð ég að haga mér þannig. Einar: Það er eitt sem ég þoli ekki, að þú segist alltaf vera alveg frábær kokkur. Ég er algjörlega ósammála þessu. Björk: Hvenær hefur þú borðað það sem ég hef eldað? Einar: Það var einhver rækjuréttur sem var ókei. Öllum geðjaðist vel af því þeir þorðu ekki að spæla þig, þú varst að vísu svo ung þá. Björk: Hmmm! Einar: Hvort er það maturinn eða tilefnið? Björk: Þegar ég elda? Eínar: Já. Björk: Ég held að það sé fyrst og fremst það að elda, mér finnst ofsalega gaman að elda og held þess vegna að ég sé kokkur að því leytinu til. Það að borða er eitthvað allt annað. Einar: Ég elda alltaf jólamatinn heima sjálfur og fæ eindóma lof. Bayonne skinku, til dæmis. Græn- metisætan sjálf eldaði svín. Og svín geta verið með alla sjúkdóma sem hrjá okkur og þrjátíuogeitthvað aðra sjúkdóma í viðbót. Björk: Það er ekkert grín að vera svín. Einar: Nú spyr ég þig, þú kemur heim til íslands ... Björk: Já. Einar: Við gerðum þetta nokkrum sinnum ... Björk: Já. Einar: Við hlógum yfirleitt að þessu, að vilja eklci tala við fjöl- miðla því þetta er okkar heimili. Björk: Það er voða erfitt fyrir fólk hérna að skilja það. Mér finnst nú best að ég kom heim örþreytt klukkan eitt eftir miðnætti, eftir mjög erfiðan dag með Sindra í fanginu, og það réðust á mig hérna menn frá Stöð tvö. Einar: Var það núna síðast? FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 22

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.