Eintak

Útgáva

Eintak - 20.01.1994, Síða 34

Eintak - 20.01.1994, Síða 34
þó samtíðartengingu með skemmtilegum kontröstum í um- hverfi. Finnbogi Pétursson er einnig á Kjarvalsstöðum og sýnir aðeins eitt verk að þessu sinni, en það er umfangsmikið og nær að virkja vel rýmið í húsinu. Geoffrey Hendricks Flúxuslista- maður er sá þriðji á Kjarvals- stöðum. Hann gefst aldrei upp. Mörg verkin eru skemmtileg, eink- um þau sem tengjast giftingu og skilnaði homma og lesbía, en táknin virka hálf þreytt og til- gerðarleg. Eyjólfur Einarsson opnar sýn- ingu á olíumálverkum á Sólon íslandus á laugardaginn. Karlímyndin er samsýning í Gerðubergi. Á þessa sýningu hafa verið fengnir margir ágætir lista- menn en einhvern veginn er eins og verkefnið hafi ekki gengið upp. Sýningin er samhengislaus og fremur flöt. ívar Brynjólfsson sýnir óvenju- legar myndir hjá Sævari Karli sem líklegt er að raski skynvenjum áhorfandans. ívar hefur næmi fyrir dýptinni sem býr í venjulegustu hlutunum í kringum okkur og framsetningin er vel ígrunduð og öguð. Samsýning verður opnuð í Hafn- arborg á laugardaginn á verkum Braga Ásgeirssonar, Guðmundu Andrésdóttur, Elíasar B. Halldórs- sonar, Einars Þorlákssonar, Gunn- laugs St. Gíslasonar, Jóhannesar Geirs, Kjartans Guðjónssonar, Jó- hannesar Jóhannessonar, Péturs Más Péturssonar, Vilhjálms Bergssonar og Sigurðar Sig- urðssonar. Listasafnið. Fjórir frumherjar ís- lenskrar málaralistar í sal 1. Sýn- ing á verkum Þórarins B. Þorláks- sonar, Ásgrims Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarval. Salur 2. Nýleg verk eftir þau Brynhildi Þorgeirsdóttur, Egg- ert Pétursson, Einar Garibaldi, Erlu Þórarinsdóttur, Georg Guðna, Grétar Reynisson, Jón Axel, Jón Óskar og Margréti Jónsdóttur. Salur 3. Abstraktmyndir á pappír eftir Hafstein Austmann, Hjörleif Sigurðsson, Jóhannes Jóhannes- son, Kari Kvaran, Sigurð Örlygs- son, Svavar Guðnason, Valtý Pétursson og Þorvald Skúlason. Salur 4. Ásjónur. Úrval manna- mynda í eigu Listasafnsins og eru þar bæði málverk og höggmyndir. Á kaffistofu eru verk eftir Snorra Arinbjamar á kaffistofu. Hringur Jóhannesson sýnir á Mokka, að þessu sinni eingöngu myndir af þoku og ýmsum hlutum sem í þokunni búa. Þetta viðfangsefni virðist henta sérstakri vinnuaðferð Hrings einkar vel. Varla... heitir sýning Magnúsar Pálssonar. Afbragðsgóð sýning frá þessum vandaða konseptlista- manni. Þrjú tengd verk unnin úr notuðum sápustykkjum og ósamstæðum hljóðum - snilldar- lega samsett. Ingibjörg Jóhannsdóttir sýnir 11 grafíklistaverk með blandaðri tækni á sýningunni „Heimalands mót“ í Gallerí Úmbru. BARR Sólon íslandus. Allir eru orðnir leiðir á Sólon en þangað mæta samt flestir og þá aðallega til að tékka á því hvort þar sé enn jafn leiðinlegt. Og fólk hefur tilhneig- ingu til að ílengjast þar. Hann er bjartur og frekar stór af bar að vera og því auðvelt að sjá hverjir eru þar og hverjir ekki. í rauninni er Sólon eins og stórt leikssvið og hver einstakur drykkjuskandall er eins og skemmtilegt leikrit sem allir gestimir geta fylgst með. Feg- urð eða Ijótleiki fólks verður líka Ijósari en í myrkari öldurhúsum. Að vanda verður boðið upp á lif- andi jass föstudags- og laugar- dagskvöld svo ekki sé minnst á mánudagskvöld. Búin að kyn alls konar ást Þrátt íyrir að vera bara 27 ára, er Ingibjörg Gréta Gísladóttir strax farin að vasast í pólitík því hún hreppti tíunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu sveitastjórnarkosning- ar. Tíunda sætið telur Ingibjörg duga til að verða varabæjarfulltrúi og hún á jafnvel von á nefndarsæti. Ingibjörg er líka flugfreyja, fyrrum fyrirsæta og útvarpsdagskrár- gerðarmaður en þó vill hún helst líta á sig sem leikara. Það er ekki af ósekju, enda fer hún nú með stórt hlutverk í farsanum „Góðverkin kalla“ sem Leikfélag Akureyrar er að sýna um þessar mundir. Höf- undarnir eru ungir Þingeyingar, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Ingibjörg Gréta útskrifaðist árið 1991 frá Leiklistar- skóla íslands og ber þeim skóla ekki góða sögu. Það er núna fyrst þegar hún er að stíga sín fyrstu skref á sviði utan skólaveggjanna að hún er að jafha sig á þeim námsferli. Að slepptri leikreynsl- unni í Leiklistarskólanum lék Ingi- björg drukkna álfkonu á nem- endamóti hjá Versló, hún lék síðan í Imbakassanum og Ástu í Stuttum frakka. „Ég var Ásta í fyrsta hlut- verkinu mínu á tjaldi og nú er ég líka Ásta í fyrsta sviðshlutverki mínu. Heima er ég kölluð Ásta, það er stytting eiginmannsins á „ástin mín“. 1 farsanum Góðverkin kalla er verið að gera grín að lífi fólks í smábænum sem við íslendingar þekkjum svo vel. 1 pláss sem nefnist Gjaldeyri kemur hjúkrunarkona frá Akur- eyri, Ásta, sem Ingibjörg leikur. Ástu dreymir um að taka þennan bæ með trompi, komast í öll félög- in og verða allt í öllu. En það geng- ur ekki áfallalaust fyrir sig og hún rekur sig fljótt á það að hún fellur ekki alveg inn í mynstur menning- arlífs Gjaldeyrar. Ingibjörg segist sjaldan hafa verið eins hamingjusöm og nú. „Frá því ég kom til Akureyrar hef ég nánast svifið um á rósrauðu skýi og ástæðan er sú að ég var svo tilbúin að takast á við þetta. Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri verksins, er svo sannarlega örlagavaldur í mínu lífi. Hún kallaði á mig í sýn- ingu á réttum tíma. Vi< ofsalega vel saman." Ingibjörg var ekki eins ham- ingjusöm þegar hún stundaði nám við Leiklistarskólann. „Ég tók mér frí frá leiklistinni strax eftir vistina í þessum skóla. Ég kom andlega niðurbrotin manneskja út úr þeirri reynslu. Það fór langur tími í að púsla saman brotunum.“ Hvernig stóð á því? „Ég vil ekkert vera að velta mér upp úr þessu leiðindamáli. En ég er fegin að hafa ekki fengið neitt tilboð um að leika á sviði fyrr en nú.“ En lærðirðu ekkert í þessum skóla? „Jú, auðvitað lærir mað- ur heilmikið og það sem hélt mér gangandi var að ég trúði því ekki að leik- húsið væri eins leiðinlegt og skólinn. Það hefúr líka komið í ljós.“ Heldurðu að fleiri hafi svipaða reynslu af Leik- listarskólanum og þú? „Ég hugsa að vistin hafi verið verri fyrir mig en aðra. Ég var ekkert að sækja um hlutverk eða minna á mig strax á eftir eins og flest allir gerðu.“ Þú varst einhvern tímann fyr- irsæta, reyndir meðal annars fyrir þér í París. Er ekki eitthvað líkt með fyrirsætustörfum og leiklist? „Leiklistin krefst miklu meiri undirbúnings og æfinga en fyr- irsætustarfið. Það eru líka allt önn- ur tengsl sem maður nær við áhorfendur á leiksýningu en á tískusýningu.“ Fyrirsætustörfin krefjast kannski engra hæfileika? „Jú, auðvitað, láttu ekki svona! Fyrirsætur þurfa ekki allar að vera sætar. Ég hef aldrei verið þetta sæta súkkulaðifeis." Svo ertu að fást við annað sem tengist leiklistinni, það eru stjórnmálin. Ég veit að þú tókst þátt í prófkjöri hjá íhaldinu í Kópavogi fyrir komandi sveita- stjómarkosningar. „Já, góðverkin kalla á mann í hinum ýmsu myndum. Ég hef mjög gaman af því að vinna í póli- tík.“ Af hverju flokkur hinna sjálfstæðu? „Það er minn flokkur, stefna hans og málstaður heillar mig. Ég finn mig virkilega í að vinna í þess- um málum." Hvernig gekk í prófkjörinu í nóvember? „Ég stefndi á varabæjarfull- trúasæti og það gekk, því ég náði tíunda sæti. Maður kemst þá í ein- hver nefndarstörf.“ Hvernig reynsla var það að standa í prófkjöri? „Þetta var skemmtileg og góð upplifun. Enda geri ég aldrei neitt nema ég hafi gaman af því og ef mér leiðist eitthvað þá hætti ég því.“ Leiklistin hefur væntanlega nýst frambjóðandanum vel? „Það var ekkert svo mikið, enda var þarna um að ræða fyrstu skref mín í pólitík. Ég þurfti bara að kynna mig og átti ekki í erfiðleik- um með það. Ég tók ekki þátt í fundum, heldur lét ég nægja að senda Kópavogsbúum bréf.“ Hefði ekki verið vænlegra til árangurs fyrir þig að fara með einhverja rullu í Kópavoginum í stað þess að standa á sviði fyrir framan áhorfendur utan kjördæmis? „Nei, það er því miður ekkert at- vinnuleikhús í Kópavoginum." Væri þá ekki ráð fyrir væntan- legan háttvirtan varabæjar- fulltrúa Kópavogs að setja það á oddinn í kosningabaráttunni? „Ja, ég ætlaði mér að setja af stað leikhóp, var búin að þýða verk og finna leikstjóra. Það átti að verða aðalverkefni mitt í vetur, einka- framtakið sérðu. En svo fékk ég hlutverkið fyrir norðan og ekki er hægt að sinna tveimur í einu, fyrir sunnan og norðan þannig að það verður að bíða betri tíma.“ Fyrirferð virðist einkenna marga leikara, þeir láta hátt. Eru þeir sífellt að leika eitthvað annað en þeir eru? „Þeir eiga bara auðveldara með að tjá sig. Kannski er það vegna þess að leikarar upplifa svo margt við að túlka hinar ýmsu persónur og hinar ýmsu tilfinningar. Þeir eru því eldd eins feimnir við að túlka sínar eigin tilfinningar. Til dæmis þegar mér líður vel þá geng ég um syngjandi í gleðikasti. Og mér líður vel, ég sef eldd á næturn- ar því það er svo gaman að lifa, reyndar finnst mér ég vera að vakna á ný. Ég er búin að kynnast alls konar ást.“ Kaffibarinn. Spurníngin er hvort hann fái leyfi þessa helgina eða ekki. Ef svo er, verður gaman þar til þrjú. Ef ekki, verður leyfið kannski komið næst. Friðrik er við barinn og líka Dýrleif. Og Brynni er í eldhúsinu. Hann gerir Kaffibarinn að eina staðnum í Reykjavík þar sem maður hefur bæði lyst og efni á að vera kostgangari. Berlín. Á föstudagskvöld fá þeir sem koma snemma í Berlín Kaf- tein Morgan beint í æð. Þetta kvöld verða líka gefin út ný V.I.P. kort og áhugasamir ættu að mæta og tryggja sér svoleiðis kort sem ávísun á velvild dyravarða og for- gang í röð — ef einhver verður — næstu mánuðina. Laugardags- kvöldið verður með hefðbundnu sniði. Hressó. Er hreinræktaður menntaskólastaður, þar sjást þó jafnan karlmenn komnir af fram- haldsskólaaldri í leit að lambaketi. L.A. Café. Það er nettur oldies fílingur sem svífur yfir vötnum á þessum stað. Bítlamir og Stones eru mikið spilaðir ásamt öðru gömlu rokki en stundum má heyra aldna dískósmelli inn á milli. Ald- urstakmark er 25 ár og láttu ekki sjá þig í rifnum gallabuxum eða íþróttatreyju ef þig langar inn. Þeir einir komast inn sem líta út fyrir að vera að gera sér dagamun og eru þar af leiðandi ekki í vinnugallan- um. 22. Einu sinni voru hommar stærsti flokkurinn á 22. Sá flokkur hefur hins vegar farið þar ört minnkandi sér í lagi eftir deilur sem komu upp í fyrra. Það er reglulega diskótek á efri hæðinni, engin lifandi tónlist. Alls konar fólk heimsækir staðinn, venjulegir jón- ar jafnt sem listhneigðir draum- óramenn sem finnst gaman að leysa heimsmálin í vandræðum sínum. Þarna er tuttugu og tveggja ára aldurstakmark og þar af leiðandi er eldra fólk áberandi. Stundum er hundrað kall sleginn af bjómum fyrir klukkan tíu í miðri viku. D4NSSTÁDR Tunglið. Þessi fomfrægi skemmtistaður sem maður veit aldrei hvort er opinn eða lokaður ris úr öskustónni á föstudagskvöld þegar þar verður haldið almennt Háskólaball. Ballið er opið fyrir all- ar deildir skólans og er búist við mikilli aðsókn. Stúdentar verða ef- laust í extra góðu formi eftir langt jólafri. Rósenbergkjallarinn. Smæðin, aggresív tónlistin, léleg loftræstingin, biðröðin á eina bar staðarins og sumir gestimir, gera það að verkum að Rósenberg er ekki allra. Þetta er þó eini staður- inn í Reykjavík sem hefur haldið trausti gesta sinna í langan tíma og þar sem alvöru klúbbstemmn- ing er til staðar. Ingólfscafé. Ekkert sérstakt er þar á seyði um helgina. Yngra fólkið færði sig yfir í Casablanca þegar sá staður opnaði að nýju í haust þannig að núna er heldur rólegra en áður í Ingólfscafé og gestimir eldri. Þjóðleikhúskjallarinn. Leikhús- bandið leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Þar fara fremst í flokki Tómas Tómasson og Edda Borg. Lagalisti hljómsveitarinnar spannar frá léttum djassi í rokk og ról. Gestir Leikhúskjallarans eru ekki af ákveðinni tegund eða ald- urshóp. Þar eru í bland gestir sem eru að koma af sýningum af hæðinni fyrir ofan og aðrir sem eru að tékka á staðnum. Enn hefur ekki bólað á fastakúnnum staðar- ins frá blómaskeiði hans. Casablanca. Mikið verður að ger- ast í Casablanca á föstudags- kvöld. (slandsmeistarinn í þolfimi, Magnús Scheving, mætir á svæðið og sýnir atriðið sem hann ætlar að vinna Norðurlandamótið með. Vínkynning verður ofan í þá sem koma snemma og einhverjir 25 heppnir gestir fá gjafakort á hádegishlaðborð Pizza 67. Engin skipulögð dagskrá er á laugardagskvöld en hins vegar er eins gott fyrir fólk að mæta fyrir tólf ef það vill ekki standa í röð mjög lengi. í Casablanca er unga, glaða vel klædda fólkið sem man ekki nógu vel eftir gömlu Wham! lögunum til að fá útbrot þegar þau eru spiluð. Þar hefur verið troðfullt út úr dyrum síðustu mánuði og Kiddi Bigfoot sannaði að það er hægt að reisa dauða til lífsins þegar hann opnaði staðinn eftir langt niðurlægingartímabil síðasta haust. F/RR BLAMCA Ölver. Karókí, gervihnattasjón- varp og almennt stuð. Alla daga vikunnar eru sérstakar gleðistund- ir (happy hour) frá opnun staðar- ins 11.30 til 21.00, en þá kostar hálfur lítri bjórs aðeins 380 kr. Á Hafnarbakkanum fyrir framan Faxamarkað er ker með alls kyns furðudýrum — eins konar lítið sædýrasafn. Á góðum degi má tína úr því nokkurt æti; til dæmis ígulker, öðuskel, krabba og jafnvel krossfisk ef einhver kann góða uppskrift. BÍÓBORGIN Fullkominn heimur. A Perfect World ' * * Mynd um góðan glæpamann og lítinn dreng sem fær mann til að hlæja og gráta til skiptis. Costner hefur fitnað. Alladín * * * * Frábær mynd frá seinni gullaldartíma Disney- teikni- myndanna. Demolition Man * * Wesley Snip- es er flottari en Stallone en verr innrættur. Hann fær líka að kenna á því. Skyttumar þrjár. The Tree Mus- keteers * * Góðlátleg skyttumynd sem bætir litlu við allar hinar. BÍÓHÖLLIN Demolition Man * * Hefðbundin Schwarzenegger-mynd á Schwarzenegger. Stallone í staðinn. Spurning hvort við séum einhverju bættari. Alladín * * * * Mynd fyrir þá sem vilja gera sér gott. Fullorðnir ættu fremur að velja sér Robin Williams en Ladda sem andann í flöskunni. Addams fjölskyldugildin. Addams Family Values * * Sumarbúðasen- an er í raun næg ástæða til að fara á myndina. Aftur á vaktinni. Another Stakeout §. Vont framhald ómerkilegrar myndar. HÁSKÓLABÍÓ Banvænt eðli. Fatal Instinct * * Ef fólk gætir þess að fara í bíóið í góðu skapi á það að geta hlegið nokkuð mikið. Ys og þys út af engu. Much Ado About Nothing * * Ágætis leikrit en leiðinlegir aðalleikarar, sérstaklega Emma Thompson. Sönn ást. True Romance * ‘ Hip rótmúví um ástfangna ameríska unglinga í miklum vandræðum. Dannis Hooper og Brad Pitt eru óborganlegir í hlutverkum sínum. Júragarðurinn. Jurassic Park * * * * Betri en bókin. Indókína ‘ * Mynd fyrir fólk sem telur að það sem lítur út fyrir að vera listrænt sé gott. Krummamir * * Sæmileg barna- mynd með íslensku tali. Addams fjölskyldugildin. Addams Family Values * * Þessi er fremur fyrir börnin en sú fyrri. LAUGARÁSBÍÓ Hinn eini sanni Mr. Wonderful * * Ástarmynd um og fyrir ástsjúka. Besti vinur mannsins. Man’s Best Friend * Spennuhryllir um hunda. Geimverurnar. Coneheads §. Þeir sem hafa horft á Saturday Night Li- ve í tvö ár án þess að missa úr þátt geta ef til vill haft gaman af. REGNBOGINN Kryddlegin hjörtu. Como Agua Para Chocolate * * * Skemmtileg, dulræn og rómantísk ástarsaga sem kemur á óvart. Maður án andlits. Man Without a Face * 4 Leikarinn Gibson bjargar leikstjóranum Gibson fyrir horn. Píanó * * ‘ Rómantísk ástarsaga með stjörnuleik. Ekkert sem spillir ánægjunni nema endirinn sem greinilega er sérstaklega saminn fyrir framleiðendur. Stepping Razor, Red X * Eitthvað fyrir aðdáendur Peter Tosh, ef ein- hverjir skilgreina sig enn þá sem slíka. Hin helgu vé * * Krakkarnir sýna mikil tilþrif. STJÖRNUBÍÓ Herra Jones. Mr. Jones * Þunn saga sem heldur ekki athygli nokk- urs. Varla þeirra sem kvikmynduðu hana. Öld sakleysisins. The Age of Innocence * * * Falleg og lýtalaus mynd en langt frá því að vera meðal bestu mynd Scorsese. Hrói höttur. Robin Hood - Man in Thights §. Níu ára drengir geta hlegið að einstaka brandara en finnst það hálf barnalegt af sér. SÖGUBÍÓ Fullkominn heimur. A Perfect World * * * Ungur drengur og strokufangi bæta hvorn annan upp í hugljúfri mynd með spennu- atriðum til skrauts. Costner hefur fitnað. Skytturnar þrjár. The Three Mus- keteers * * Hver kynslóð fær sína skyttumynd. Sá sem sér þær hverja af annarri getur fylgst með sjálfum sér eldast. Sú sem maður sá sem barn er alltaf best. 34 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.