Eintak

Issue

Eintak - 20.01.1994, Page 37

Eintak - 20.01.1994, Page 37
„Bjössi og barflugurnar vilja láta alþjóð vita að þau standi jú á bak við þættina og óska þess að eftir því sé tekið. “ i Bíó JÚLÍUS KEMP Öskubuska í Mexíkó Kryddlegin hjörtu Como Agua para Chocolate Regnboganum irkrk Hvað myndir þú gera ef þú værir yngst af þremur systrum og þér væri samkvæmt gamalli hefð, skipað að sjá um heimilisstörfin, matreiðsluna og aldraða móður þína til dauðadags? Þar að auki gift- ist draumaprinsinn systur þinni og flytti inn á heimilið? Ég held að flestir myndu gera það sama og öskubuskan í Kryddlegin hjörtu. Hún notar matreiðsluna til þess að koma tilfinningum sínum áleiðis og býr til gómsæta rétti af hjartans lyst. Maturinn flytur ást hennar og losta til þess sem hún elskar og að vísu allra þeirra sem bragða á. Kryddlegin hjörtu er góð mynd, frásögnin er hröð og heldur athygli allan tímann með ýmsum spaugi- legum uppákomum. Matreiðslan í myndinni er yfirnáttúrulega æsandi og er það óþolandi að uppskriftirn- ar skuli ekki fylgja með þeim réttum sem krydda myndina. Þó svo að ég sé enginn sérstakur áhugamaður um suður-amerískar bókmenntir eða kvikmyndir þá náði þessi saga mjög auðveldlega til mín. Dulrænir atburðir er stór hluti af útfærslu myndarinnar, aft- urgöngur og yfirnáttúrulegir at- burðir gerast, nokkuð sem þykir næstum hversdagslegt í augum Islendingsins en hefur borið nokkuð á í kvikmyndum, bæði ís- lenskum og erlendum, síðustu misseri. Kryddlegin hjörtu er skemmti- leg, dulræn og rómantísk ástarsaga sem kemur skemmtilega á óvart. Popp N ÓTTARR PROPPÉ Magnað garg Willie er bara enginn poppari og ætti að vita það. Bestu sprettirnir fá mann frekar til að draga fram gömlu plöturnar en að hlusta á þessa aftur. Dansvœnt sampl George Clinton Hey Man... Smell my Finger irk George Clinton var fönkhundur númer eitt á sínum tíma og veit af því. Mest samplaði tónlistarmaður í heimi ákvað að snúa vörn í sókn og samplar hér lagabútum eins og breskur unglingur. Bara allt úr eig- in lögum. Prince leggur meistaran- um lið og útkoman er þetta líka dansvæn og ljúf. Clinton gerir grín að nafna sínum í Paint The White House Black, rífst um eitt og bullar um annað. Samstarf Clinton og Prince er hvorki Prince né Cfinton en fátt á afraksturinn skylt við sax- inn hans Bill. Lyftutónlist framtíðar Moby Ambient ★ Teknókóngur New York borgar snýr aftur, rólegur allur og yfir- vegaður. Hér glímir hann við bak- grunnstónlist og gerir það vel. Útkoman er átakalítil plata sem leynir á sér. Moby sem hingað til hefur drottnað á dansgólfmu er kominn heim í stofu. Tvímælalaust lyftutónlist næstu aldar. Dýrvitlaus partýplata Pearl Jam Vs irtrk Pearl Jam er allt sem að Seattle- rokkið stendur fyrir. Hljómsveitin er kjaftfor, skitug og svöl. Vs er jafnvel enn betri en metsöluplatan Ten. Hún er jafnari og veður í tón- Iistarlegum önglum sem draga þig inn svo þú hristir hausinn í al- gleymi. Þetta er söguleg plata sem er nokkuð skrýtið þegar gáð er að því að forsprakkinn Eddie talar ekki um annað í viðtölum en hversu erfitt og ömurlegt sé að vera ffægur. Hann er eitthvað að pína sig strákgreyið, en hins vegar er engin pína að hlýða á Vs. Þetta er partýplata sem gerir alla nágranna dýrvitlausa. Fjöllistamenn William S. Burroughs SPARE Ass ANNIE & OTHER TALES ★★★★ William S. Burroughs er senni- lega andfélagslegasta hetja samtím- ans. Rithöfundurinn sem hneyksl- aði heiminn hefur haldið myndlist- arsýningar, leikið í bíómyndum og loks, gefið út poppplötu. Á plöt- unni les Burroughs nokkrar stuttar frásagnir af Spare Ass Annie og fleiri furðufuglum með röddu útfararstjórans grafalvarlega. Hip hop hljómsveitin Disposable Hero- es of Hiphopricy semur síðan und- irleikinn og útkoman er fremur frábær. Textar gamla mannsins eru drepfyndnir og tónlistin undir- strikar þá listavel. Þessi blanda hljómar jafn ólíklega og ef reggae- taktur væri settur undir veðurfrétt- irnar en galdur plötunnar liggur einmitt í samvinnu andstæðnanna. DHH hættu eftir gerð þessarar plötu. Svona löguðu er ekki hægt að fylgja eftir. Ballöðudraumur Frank Sinatra Duets irtrk Frank Sinatra á tvö ár í áttrætt og þótti því tilvalið að syngja inn á enn eina plötuna. I þetta skiptið skyldu sungnir dúettar með stórum nöfn- um fyrr og síðar. Gamli bláskjár hitti reyndar fæsta samsöngvara sína því þeir voru látnir syngja lög- in inn hver í sínu horni. Frank nostraði síðan einn við upptökum- ar og raulaði sína parta. Hér er margt um gæðaballöður og söngur- inn allur til fyrirmyndar. Sinatra og Tony Bennet, Barbra Streisand, Julio Iglesias, Liza Minelli... Þessi plata er draumur ballöðusjúklings- ins. Frank syngur eins og engill, stemmningin skotheld. Irski popp- arinn Bono syngur I got you under my skin með Frank. Japanir þýða þennan titil, sem ég hef þig undir hænu minn og eru hrifnir. Frank er alþjóðlegur og klassískur. Hann eldist eins og gamalt vín. Sjónvarp “ SIGURJÓN KJARTANSSON Aulagangur Gestirog giörningar RIkissjónvarpinu kk Ég gerði mér far um að horfa á tvo dagskrárliði í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Sá fyrri var um- ræðuþáttur um málefni fjölskyld- unnar í umsjón Salvarar Nordal. Þáttur þessi reyndist hins vegar svo leiðinlegur að ég ákvað að hætta að horfa í miðjum klíðum og verður hann því ekki til umfjöllunar hér. Hinn þátturinn var Gestir og gjörn- ingar, í þetta skipti í kjallara Þjóð- leikhússins. lngveldur G. Ólafs- dóttir hóf þáttinn á því að kynna sig sem „eina af barflugunum" undir forystu Bjössa nokkurs, sem mun þá að öllum líkindum vera Björn Emilsson útsendingarstjóri. Má af kynningunni ráða að léttur hóp- andi ríki á meðal þeirra sem að þessum þáttum standa og jafnvel að það örli á eilítilli athyglisþörf. „Bjössi og barflugurnar“ vilja láta alþjóð vita að þau standi jú á bak við þættina og óska þess að eftir því sé tekið. Ástæðan er mér hins vegar óljós, því ég sé ekkert við útsend- inguna sem menn geta verið stoltir af. Þættir þessir hafa gengið frá því síðasta haust og allir fara þeir jafn klúðurslega fram. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að þetta er flók- in útsending og hlýtur þar af leiðandi að vera erfitt að stjórna henni, en maður hefði hins vegar haldið að hægt væri að læra af reynslunni og afgreiða aulagang- inn, hljóðtruflanirnar og vand- ræðalegheitin í fyrstu tveimur þátt- unum. En nei, þetta er allt enn til staðar. Að vísu bjargaði það þess- um þætti að í honum kom ffarn að mestu sviðsvant fólk og aldrei þessu vant var kynnirinn talandi og laus við stress. Bargrínið var ljómandi fyndið og Ólafia Hrönn vinkona mín, sannaði í eitt skipti fyrir öll að hún er með snjöllustu grínurum samtímans. Fullmikið fannst mér bera á sýnishornum af leikári Þjóð- leikhússins og þótti mér til dæmis skrýtið að sjá atriði úr barnaleikriti á stað sem er helst sóttur af fólki 35 ára og eldri. Annars voru skemmti- atriðin í þokkalegu meðallagi. Gaman var að heyra Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur syngja eins og engill lag úr leikritinu Gaura- gangur. Annað sem vakti athygli mína var hversu World Class gæ- inn sem rekur nú Þjóðleikhúskjall- arann (sem heyrðist ekkert í vegna aulagangs Bjössa og barflugnanna) er líkur Páli Magnússyni í útliti. Þeir eru kannski skyidir? Sem sagt, þegar öllu er á botninn hvolft var þetta bjánalegur, klúð- urslegur og asnalegur þáttur og gerði ekkert nema eyða dýrmætum tíma manns. Ég hefði til dæmis getað verið að horfa á Stöð tvö! [Barnaefni; DAVI'Ð ALEXANDER, 9 ÁRA Brottrekstrarsök Stundin okkar RIkissjónvarpinu ® Það á að reka þetta fólk frá sjón- varpinu. Iggy Pop American Cæsar ★★★★ Iggy er snúinn heim. Gamli pönkarinn er búinn að leggja gáfu- mannagleraugunum, kominn úr að ofan og lætur illa. Enga sUkihanska, takk. Nýja platan iðar af verðandi klassíkerum, hráu og gargandi rokki. Þegar Iggy fer úr að ofan skal hrist upp í mannskapnum. Reiðin sýður og hóstar hverju gæðalaginu á fætur öðru. Að lokum setur spjátrungurinn fertugi punktinn yfir i-ið þegar hann öskrar sig hás- an í Louie Louie. Heitt stykki og feitt. Yfirgrensuna WlLLIE NELSON Across The Borderline ® Willie Nelson ákvað að taka smá séns fyrst hann var búinn að gera upp við skattinn. Poppgúrúinn Don Was var fenginn til að stjórna upptökum og hóað var í nokkrar stórstjörnur tU að krydda herleg- heitin. Því miður er ekki nema hluti plötunnar sannfærandi. „Matreiðslan í myndinni er yfirnáttúru- lega æsandi og er það óþolandi að uppskriftirnar Íkuli ekki /Igja með eim réttum em krydda FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 „Þegar Iggy fer úr að ofan skal hrist upp í mannskapn- um. Reiðin sýður og hóstar hverju gæðalaginu á fætur öðru.“ „Það á að reka þetta fólk frá sjónvarpinu. “

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.