Eintak - 27.01.1994, Side 14
GUÐMUNDUR ANDRITHORSSON lætur hér undan kröíu kvenna sem
hafa skilgreint, spjallað og realíserað sjáffar sig í tætlur, og veltir fyrir sér ímynd
karlkynsins — kyninu sem enginn talar lengur um.
Karlaumræðan, umræðan um
einkenni, réttindi, skyldur, þarfir
og þrár karla hefur fram að þessu
verið rekin áffam af konum, hún er
sprottin af umræðum kvenna sem
fyrir tuttugu og eitthvað árum sátu
í sínum basisgrúppum við að real-
ísera sig sjálfar.
Karlar hafa að vísu alltaf verið að
rausa um sjálfa sig, skilgreina sjálfa
sig — þeir hafa verið hugfangnir af
sjálfum sér frá Adam. En hingað til
hafa þeir komist upp með að ræða
svona um sjálfa sig sem manninn,
sem mannkynið, konurnar hafa —
einsog þráfaldlega hefur verið bent
á — verið hitt kynið sem aldrei er
talað um. En þær hafa nú setið og
spáð í sjálfar sig, skilgreint, spjallað
og eru búnar að realísera sig í
tætlur, og allt í einu rönkuðu þær
við sér: En þið... hvernig líður ykk-
ur? Komið þið nú og ræðið það,
endilega.
Og nú er hafin karlaumræðan
undir velviljaðri yfirumsjón
kennslukvennanna, og gengur
skilst manni aðallega út á að kenna
karlmönnum að gráta, heima, en
einkum þó heiman. Þetta minnir
mig svolítið á frjálslyndu uppeldis-
frömuðina þegar ég var táningur
sem voru alltaf að skapa unga fólk-
inu „vettvang til að ræða um sín
mál“, og kom oftast á daginn að
ekkert var að ræða annað en þetta
eilífa kvabb um að það vantaði
skemmtistaði. Við vorum upp-
reisnarfólk í leit að óréttlæti.
ALDREI HRYGGUR OG
ALDREI GLAÐUR
En það er auðvitað heilmikið að
ræða hjá körlunum, skyndilega
búið að splundra skipan hlutanna
sem þeir höfðu haldið að væri
náttúruleg. Fram að þessu höfðu
þeir bara verið úti á sínu villta
svæði leggjandi stund á sína kátu og
karnívalísku karlamenningu á
krám, á fótboltaleikjum og á al-
þingi meðan konurnar sáu um að
innræta börnunum reglur tungu-
máls og samfélags, þröngvuðu
börnunum undir lögmál móður-
innar. Allt er breytt. Allt í einu
þurfa karlar að axla ábyrgð. Sumir
bregðast við breyttum aðstæðum
með því að stofna karlahreyfingu
sem á að leggja sérstaka rækt við
hið samkarllega; þá arka menn út í
skóg undir stjórn einhvers loðins
skátaforingja og kveikja bál með
upplýsi það rétt bráðum. Karl-
ímynd fyrri tíma kemur hins vegar
hvað skýrast í ljós í kvæði Gríms
Thomsen um Halldór Snorrason,
en til er einnig Islendingaþáttur um
Halldór þennan. Svona eru fýrstu
tvö erindin hjá Grími: Aldrei hrygg-
ur og aldrei glaður/ œðrulaus og
jafnhugaður/ stirður var og stríð-
lundaður/ Snorrason ogfátalaður. H
Hvort blítt eða strítt honum bar til
handa/ borðaði hann og drakk að
vanda/ þótt komið væri í óvænt efni/
eigi stóð honum þaðfyrir svefni.
Svona hafa íslenskir karlmenn
alltaf litið á sjálfa sig, þetta hefur
verið sjálfsmynd þeirra — hetjan
gneypa sem aldrei skiptir skapi,
þetta er draumamynd hins maníó-
depressífa Islendings af sjálfúm sér.
Þetta er sú ímynd sem hann hefúr
gefið sér.
IMYNDARFRÆÐIN
LEYSIR HUGMYNDA-
FRÆÐINA AF HÓLMI
ímynd, ímynd, ímynd — þetta
óþolandi orð er alls staðar, hvert
sem maður lítur sér maður þetta
orð. Það er eins og þetta sé sú plat-
ónska frummynd sem eyðir öllum
hinum, og allt í einu er sprottinn
upp her af fólki sem er sérfræðingar
í ímyndafræðum.
Síðasta skáldsaga Mílans Kund-
era, Ódauðleikinn, fjallar ekki síst
um það hvernig ímyndarfræðin
hefur leyst hugmyndafræðina af
hólmi sem hreyfiafl vestrænna
þjóðfélaga. Með nokkurri einföld-
un má orða þetta svona: það skiptir
ekki svo miklu máli hvað þú gerir,
hitt varðar öllu: hvernig það kemur
út. Hver þú ert skiptir minna máli
en hvaða ímynd þú hefúr.
Þú skalt ekki henda frá þér bjór-
dollum úti í náttúrunni vegna þess
að útlendingar gætu séð til þín og
það væri slæmt fyrir ímyndina, ekki
vegna þess að það sé slæmt fýrir
náttúruna. Hugmyndin byggir á
því að maðurinn sé í eðli sínu eig-
ingjarn kjáni, og algerlega siðlaus.
Bók Kundera kom út árið 1990 og
er niðurstaða af síðasta áratug sem
einkenndist af hinni kátu kaup-
mennsku, og ég er ekki ffá því að
hún sé svolítið lituð því þunglyndi
sem grípur mann þegar hann kem-
ur úr alræðinu austantjalds í yfir-
þyrmandi blaðrið sem af málfrels-
inu hér vestra hlýst; hann sér ekkert
nema loddarana sem óðu alls
Það er ekki tilvUjun að sá maður sem hlaut á föstudaginn þá vegtyllu á rás tvö
að vera kynþokkafyllsti maður landsins, er þolfimimeistari. Karlmennskuímynd
nútímans er sá maður sem með dugmiklu og þindarlausu en þó umfram allt
glaðværu hoppi sínu er hin fullkomna táknmynd
þvf að nudda spýtur, síðan dansa
þeir allsberir kringum bálið og
urra, til að finna karlið í sér. Þetta
minnir ískyggilega á það þegar
hundar eru viðraðir. Aðrir hnoða
brauð baki brotnu og njóta þess að
skynja hversu lífrænt deigið er —
þessir menn eru kallaðir mjúkir og
þykja líkjast þessu brauðdegi. Enn
aðrir anda léttara, og einbeita sér að
því sem flestum karldýrum þykir
eftirsóknarverðast — að liggja ein-
hvers staðar hrjótandi.
Hver er karl-ímynd okkar tíma?
Svarið liggur í augum uppi og ég
staðar uppi á síðasta áratug. Þessi
ímyndarhugmynd vekur okkur
vissulega ákveðna andúð, okkur
finnst þetta blygðunarlaus vegsöm-
un hræsninnar, yfirborðsmenns-
kunnar, sjálfumgleðinnar. En
kannski er hún ekki jafn ný og jafn
eindregið afsprengi nútímafram-
leiðsluhátta og okkur er gjarnt að
halda — á hvað er lögð meginá-
hersla í Hávamálum? Það er
orðstír, þau eftirmæli sem maður
fær genginn, hvað sagt verður um
mann, hvaða ímynd maður hefur
skapað sér. Islendingar fylgja enn af
trúmennsku þessum fornu reglum
og tryggja ástvinum jákvæða ímynd
með minningargreinum sem eru
beint afsprengi Hávamála.
TIL VISTARLEG ANGIST
EÐA MAGAPÍNA
Karlmennsku-ímyndin —
hvaðan höfum við hana? Ég
ímynda mér að ímyndin sé í mynd.
Við höfum hana úr bíómyndun-
um, okkur er sagt að við viljum
líkjast því fólki sem þar er á stjákli.
En bíómynd er eitt, veruleikinn
annar. James Dean til dæmis sem
virðist alls staðar; hann er með
þennan svip sem okkur er tjáð að
túlki rótleysi hins unga manns,
uppreisnargirni og umkomuleysi,
tilvistarlega angist, veiklyndi og
hörku — og þannig má lengi telja,
en er samt ekki fyrst og fremst eins
og honum sé illt í maganum? Ef
maður sæi hann hér á göngunum
— myndi maður ekki hringja á
lækni?
Þegar síminn hringir í bíómynd
er aldrei ansað fýrr en á tíundu
hringingu. Þegar fólk fær sér bjór í
bíómynd klárar það aldrei að
drekka hann, ekki einu sinni in-
spektor Morse. Þegar karlmaður
rakar sig í bíómynd þá nær hann
aldrei nokkurn tímann að ljúka við
raksturinn. Allt eru þetta litlir hlut-
ir til þess ætlaðir að draga úr beinni
effirlíkingu veruleikans í bíómynd-
um, fremur er tæpt á honum en að
honum sé til skila haldið, og öl-
drykkjan, síminn og hálfkaraður
raksturinn þjónar allt táknlegum
tilgangi um leið og okkur er ætlað
að fá tilfinningu fyrir daglegu lífi
14
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994