Eintak - 27.01.1994, Síða 29
Það eru ekki mörg gæludýr sem útheimta það að eigandinn
þurfi að rækta matinn ofan í þau með ærinni fyrirhöfn. Þetta þarf
þó Smári, níu ára strákur í Reykjavík að gera, en eðlurnar hans
eru heldur ekki algengustu gæludýr á íslandi. Smári á sjö eðlur
sem borða helst ekki annað en það sem er borið lifandi fyrir þær.
Á sumrin týnir Smári maðka, pöddur og köngulær ofan í
eðlurnar en á veturna ræktar hann mjölorma fyrir þær í matinn.
En Smári er undantekningin frá reglunni. Flestir eru
hefðbundnari í gæludýravali sínu en hann og fá sér annað hvort
hund eða Ött. Það eiga þó fáir eins marga ketti og Sigríður
Heiðberg. Hún er formaður Kattavinafélagsins og segir hér frá
köttunum sínum þrjátíu.
Gæludýraeigendur eru yfirleitt óendanlega stoltir af dýrunum
sínum, svipað og foreldrar eru hreyknir af börnunum sínum.
Þeirra dýr eru öðruvísi en önnur og geta eitthvað sem gerir þau sé-
rstök. Og þetta er líka rétt. Allir sem hafa átt gæludýr vita að eins
og mennirnir, búa dýrin yfir mismunandi skapgerð og hæfileik-
um. Tómas Guðjónsson á til dæmis páfagaukinn Kíkí sem
fer eins og hundur eða köttur út að viðra sig vetur jafnt sem sum-
ur, Skuggi, hundurinn hans ívars Haukssonar, er einstaklega
snjall í að leysa ýmsar þrautir án þess að vera í taum og Eva Kristín
Albertsdóttir, kínverski puginn hennar Kristínar Stefánsdótt-
ur, lætur ekkert trufla sig ffá eiganda sínum, ekki einu sinni þegar
þær ganga saman um stórar hundasýningar. Og fólk er tilbúið að
leggja ýmislegt á sig fyrir dýrin sín. Friðrik Þór Halldórsson á til
dæmis köttinn Prins sem er búinn að setja klærnar í flest húsgögn
á heimilinu með þeim afleiðingum að í valnum liggja tveir stólar
og einn sófi. Þannig fylgir gæludýrum iðulega nokkuð umstang af
ýmsum toga og þau þurfa athygli og umhirðu engu síður en
mannskepnan. En af hverju skyldi fólk fá sér dýr? Erna Braga-
dóttir sem á enska ilSUltÍÉ Daníel svarar því þannig: „Að
hafa gæludýr kostar vissulega ákveðna vinnu en maður fær það
líka borgað margfalt til baka. Ég held að þetta sé eitt af því mest
gefandi sem til er.“
>
I
I
I
I
*
Sigríður S.
Heiðberg
formaður Katta-
vinafélagsins og
kettimir henn-
arþijátíu
„Ég byrjaði með einn kött og
hann lifði þangað til hann var
fimmtán ára. Þá fékk ég mér
læðu og hún eignaðist kettlinga.
Þeir fóru hingað og þangað, og
þar af nokkrir á heimili sem
stóðu ekki undir ábyrgð svo ég
sótti þá aftur. Þannig fjölgaði
köttunum hjá mér í byrjun. Þar
sem ég er formaður þessa
félags hef ég fengið margar
upphringingar héðan og þaðan
um ketti sem vantar heimili og
ég tók þá að mér til að byrja með.
Ég er aðallega með íslenska húsköttinn sem er af þessari evrópsku ætt en svo er ég líka með
tvo síamsketti. Ég hefnú aldrei viljað skrifa undir að þeir væru eitthvað greindari eða merki-
legri en íslensku kettirnir. Það skemmtilegasta við að vera með marga ketti er að þeir eru allir
svo ólíkir persónuleikar. Þeireru alveg eins og mennirnir
að því leyti."
Friðrik Þór Halldórsson
og Prins, kötturinn hans
„Við hjónin eignuðumst nýverið litla stelpu og það fer
ekkert alltof vel í Þrins. Hann er voðalega afbrýðisamur
og á dálítið erfitt núna.
Hann er mjög manngóður og kelinn. Hann tekur öllum
vel en vill þó sitja i sinum stól þegar gestir koma. Ef ein-
hver kemur í heimsókn og sest í stólinn hans þá sest
hann bara ofan á gestinn.
Við vorum nýflutt og Prins fór út í fyrsta skipti. Þegar
hann var ekki kominn eftir tvo tíma fórum við að hafa
áhyggjur
vegna
þess að
hann er
yfirleitt
ekkert
áfjáður í
að fara út, hann er hálfgerður inniköttur. Svo við
fórum út að svipast um eftir honum. Við gengum
um allt hverfið mjálmandi og kallandi nafnið hans
og vorum komin með heila skrúðgöngu af köttum
á eftir okkur en ekkert bólaði á Prins. Það var ekki
fyrr en klukkan sex um morguninn sem við vöknum
upp við mjálm út á svölum sem var skrýtið því við
búum upp á annarri hæð. Þar var hann
þá kominn eftir mikið klifur eftir grindverkum og
rennum.
Hann er búinn að tæta í sundur fínu stólana mína
úr Casa, einn lélegan sófa úr Casa og núna er
hann að byrja á stóra Chesterfield sófanum, svona
aðeins farinn að setja klærnar i hann.“
ívar Hauksson og Skuggi
Scháferinn hans
„Skuggi er sérstaklega geðgóður hundur og mikill vinur allra,
ekki sist barna. Síðasta sumar tók ég hann til dæmis oft með að
sækja aðra dóttur mina á leikskólann og þar lék hann sér i ró-
legheitum innan um barnahópinn og leyfði öllum að klappa sér.
Ég hefsinnt Skugga vel og fyrir vikið er hann hlýðinn og góður.
Hann er mjög snjall i að gera alls kyns æfingar án þess að vera i
taum og ég hef sýnt hann á hlýðninámskeiðum. En það er mjög
stutt á milli villidýrs og vel þjálfaðs hunds. Hund-
ar geta lært heilmikið en hvað þeir
læra fer eftir því hve eigendurnir eru
duglegir að sinna þeim.
Maður sér alltaf eigandann í
hundinum. Ef hundurinn er
grimmur eða bældur við
ókunnuga, veistu hvernig
eigandinn hefur komið
fram við hann. Hundar
koma eins fram við
fólk og fólk kemur
fram við þá, þetta
er ekki flóknara
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994
29