Eintak

Útgáva

Eintak - 10.03.1994, Síða 11

Eintak - 10.03.1994, Síða 11
Eiga íslendingar að huga að umsókn í Evrópusambandið? Spurt var: „Telur þú rétt að íslending- ~a ar fari að dæmi Austurríkis- manna, Finna, Norðmanna og Svía og < heíji viðræð- ur við Evr- ópusambandið um hugsanlega inngöngu?“ Hér sést hlutfall þeirra, sem afstöðu tóku. Ríflega fjórðungur aðspurðra eða 27,4% voru óákveðnir, en 3,2% neituðu að svara. Útilokum ekki neitt Bjöm Bjarnason, formaður ut- anríkismálanefndar, sagðist ekki hafa verið talsmaður þeirra sjónar- miða sem koma fram í niðurstöð- um könnunarinnar. „Með þessari könnun kemur fram nýtt viðhorf en ég hef ekki verið talsmaður þessara sjónar- miða. Ég hef hins vegar viljað að við hefðum mjög náið samstarf við Evrópubandalagið og Evrópusam- bandið og lýsti því yfir á sínum tíma að ég teldi að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið væri mjög mikilvægt skref, ef að menn vildu fara lengra, sem ég hef ekki heldur mælt með. Þannig að ég tel að með aðildinni að evrópsku efna- hagssvæði hafi verið lagður grund- völlur að góðu samstarfi okkar og Evrópusambandsins. Ég minni einnig á að íyrir liggur samþykkt Alþingis um það að á grundvelli EES-samningsins skuli vera teknar upp viðræður við Evrópusamband- ið um hugsanlegan tvíhliða samn- ing ef þessi fjögur ríki ganga í það. Það var tekið fram í umræðum Al- þingis að ekki væri útilokað að þær viðræður kynnu að leiða til þess að sótt yrði um aðild. Það sem hefur einkum vafist fyr- ir mér og öðrum er hvort að pólit- ískur vilji sé fýrir að stíga þessi skref og spurningin um hvort menn viti nákvæmlega um hvað er að ræða ef þau eru stigin. Það voru miklar deilur um það þegar við gerðumst aðilar að evrópska efnahagssvæð- inu, hvort við værum að afsala okk- ur of mikið af fullveldinu. Aðild að Efnahagssambandinu krefðist þess að við breyttum stjórnarskránni þannig að formlega og afdráttar- laust væri hægt að afsala einhverju af fullveldinu í hendur stofnana í Brussel sem ekki er gert með þátt- töku í EES. I öðru lagi, þá hafa ég og fleiri staldrað við kröfur Evr- ópusambandsins varðandi yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni og í þriðja lagi tel ég að við þurfum sjálf að ráða miklu um viðskiptatengsl við aðrar heimsálfur eins og Bandarík- in og Asíu. Þar sem við eigum jafn mikið undir sjávarafurðum komið og raun ber vitni, þá er mjög hæpið að framselja okkar samningarétt í því til Evrópusambandsins eins og við myndum gera með aðild.“ Þú talar utn spurningutia um póh itískan vilja, en í könnuninni kemur fram að 72 prósent sjálfstœðismanna eru fylgjatidi þessu. „Já það er mjög merkileg niður- staða. Ég get ekki annað í því sam- bandi en vísað til samþykktar landsfundar okkar frá árinu 1991 og 1993 sem er ekki hægt að túlka öðruvísi en þannig að við erum reiðubúnir að ræða alla kosti í þessu rnáfi. Við útilokum ekki neitt, en höfum aldrei ályktað þannig að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu." Konur eru andvígari þessari samrunaþróun heldur en kariar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, undraðist ekki þessa niðurstöðu. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart vegna þess að fjöl- miðlaumræðan undanfarna daga hefur gengið mikið út á það að ef hin Norðurlöndin ganga inn í Evr- ópubandalagið þýði það ákveðna einangrun fyrir Islendinga, og ráð- herrarnir hafa talað nokkuð mikið þannig. Eðlilega óttast fólk ein- angrun meira en flest annað og Davíð Oddsson orðaði þetta með- al annars þannig að þetta væri hlut- skipti sem við hefðum valið okkur sjálf. Þetta er sennilega nokkuð ti- finningalega blandin niðurstaða og ákveðinn ótti við þessa svokölluðu einangrun. Það er hins vegar ekkert sem við stjórnmálamenn eða aðrir höfum handbært um að þetta þýði endilega einangrun. Við eigum eftir að sjá hvaða möguleika við eigum í þessum tvíhliða samningi sem Al- þingi hefur samþykkt að verði gerður. 1 þessari umræðu sem snýr að Evrópusamstarfi eru ákveðin orð sem hræða, eins og til dæmis „ein- angrun“ eða að „við töpum sjálf- stæðinu". Á meðan að umræðan er á frumstigi er hún mjög tilfinninga- bundin og tengist svona hugtök- um. Menn vissu alveg að að þessum tímapunkti kæmi þegar Alþingi samþykkti að fara þessa tvíhliða Björn Bjarnason, FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR „Fyrir liggur samþykkt Aiþingis um það að á grundvelli EES- samningsins skuli vera teknar upp viðræður við Evrópusam- bandið um hugsanlegan tvíhliða samning ef þessi fjögur ríki ganga íþað. Það var tekið fram i umræðum Alþingis að ekki væri útilokað að þær viðræður kynnu að leiða til þess að sótt yrði um aðild. “ leið og aðstæður hafa ekkert breyst síðan. Almenningur og stjórnmála- menn mega ekki fara á taugum við fyrstu uppákomuna af þessu tagi. Við þurfum að vega þetta og meta í rólegheitum.“ Ertu hissa á þeirri niðurstöðu sem ketnur frá kjósendum Kvennalist- ans? „Nei, hún er í þeim anda sem ég hefði búist við. Konur eru andvíg- ari þessari samrunaþróun heldur en karlar. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því, en það tengist þeim ótta að valdið færist fjær, loksins þegar það er í sjónmáli." Ríkisstjómin lét sem heimurinn stæði kyrr Á meðan fulltrúar allra flokka hafa keppst við að hafna alfarið að- ild að Evrópusambandinu hafa for- ystumenn samtaka atvinnurekenda lengi talað opinskátt um inngöngu. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- Ingibjörg SÓLRÚN Gísladóttir, ÞINGKONA KVENNALISTANS „/ þessari umræðu sem snýr að Evrópusamstarfi eru ákveðin orð sem hræða, eins og til dæmis „einangrun" eða að „við töpum sjálfstæðinu". Á meðan að umræðan er á frumstigi er hún mjög tilfinningabundin og tengist svona hugtökum. “ kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, er einn þeirra. „Þetta er niðurstaða sem út af fyrir sig kemur mér ekki á óvart. Ég held að það hafi verið ósköp gæfu- snautt skref að stíga, fyrir nokkrum misserum síðan, þegar ríkisstjórnin ákvað að láta eins og heimurinn stæði kyrr. Ég sagði þá að hætta kynni að blasa við okkur, efnahags- leg- og pólitísk einangrun, ef við ekki treystum okkur til að máta flíkina, og mér finnst það vera að koma á daginn. Þessi niðurstaða sýnir, að sú af- staða stjórnmálamannanna var ekki í takt við viðhorf þjóðarinnar. Þjóðin óttast augljóslega þessa ein- angrun sem þarna blasir við. Ég fagna þessari niðurstöðu og finnst hún lýsa mjög raunsæju mati á að- stæðum okkar. Það hefði verið skynsamlegt að kanna til hlítar þá kosti sem okkur hefðu staðið til boða með aðild að Evrópusam- bandinu ásamt hinum Norður- landaþjóðunum.“ 0 jg Flokkleysingjar FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 11

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.