Eintak

Issue

Eintak - 10.03.1994, Page 23

Eintak - 10.03.1994, Page 23
„Á Evrópureisu minni var ekkertjafn dásamlegt og sú reynsla að vera ífyrsta skipti á cevinni nakinn á meðal nakinna. “ Heimsstyrjöldin fyrri varð aldrei ævintýri heldur skot- grafahernaður og viður- styggileg slátrun sem stóð í íjögur ár. Keisarinn varð að segja af sér, borgarastéttin var í sjokki en verkalýðurinn hafði lært af biturri reynslu að sætta sig ekki við hvað sem var og hlýða ekki öllu í blindni. Hann öðlaðist meiri sjálfsvirðingu og að sama skapi óx sósíaldemók- rötum og kommúnistum ásmegin. Hvað nektarhreyfmguna viðvíkur þá liföi hún styrjöldina af og rúm- lega það. Það var fyrst núna sem hin eiginlega FKK-hreyfmg varð til: Freie Körper Kultur. En áherslurn- ar breyttust. Einstaklingshyggjan vék fyrir samstöðumættinum og meinlætið fyrir lífsgleðinni. Hin borgaralega nekt haföi verið metin, vegin og léttvæg fundin. Frjálsi kroppakúltúrinn varð lang sterk- astur í Berlín enda hefur sú borg alla tíð verið höfuðborg frjálslyndra afla í Þýskalandi og eina stórborgin í þessu landi. Engu að síður tókst gulu pressunni að gera skandal úr kennsluaðferðum ungs kennara í Berlín, nánar tiltekið í verka- mannahverfinu Moabit. Þetta var árið 1924 og kennarinn ungi hét Adolf Koch. Hann haföi staðið fyr- ir og skipulagt svokallaða nektar- leikfimi með börnunum, í fullu samráði við foreldra og skólayfir- völd. Ástæðan fyrir hneykslinu var þó ekki nekt barnanna, heldur hug- myndafræði kennarans. Adolf Koch var hugsjónamaður og sósíal- demókrat og hann var sannfærður um að ein forsendan fýrir því að geta orðið pólitískt meðvitaður og sjálfráður einstaklingur væri sú að uppgötva sinn eigin líkama. Eftir að áðurnefnd pressa haföi fjallað um málið á sinn hátt varð Koch að segja af sér. En þetta vakti mikla at- hygli og Koch sá sér þann leik á borði að stofna skóla sem hann nefndi „Körperkulturschule Adolf Koch“. Það er skemmst frá því að segja að skólinn sló í gegn og ekki leið á löngu áður en tólf slíkir skól- ar höföu verið stofnaðir víðs vegar um Þýskaland. Þessir skólar buðu upp á kvöld- kúrsa en vildu vera eitthvað annað og meira en hreinræktaðir tóm- stundaskólar. Þátttakendurnir komu nær undantekningarlaust úr „Honum var aftur á móti illa við feita karla með myndavél framan á bumbunni. Til að losa sig við þá bjó hann til íþróttaprógramm sem var slíkum körlum ofviða. “ verkalýðsstétt og þeim var til að mynda boðið upp á „málfundi, heilsufræði, foreldrafundi, kyn- fræðslu, skemmtiferðir, sumarbúð- ir, einstaklingshjálp og ráðgjöf á öllum sviðum lífsins". Og það vill svo vel til að Berlín er umkringd vatnasvæðum á alla vegu. Það var sumsé auðvelt að finna ákjósanlega staði fyrir nektarnýlendur. Á sumr- in þyrptust þangað hundruðir áhangenda Adolfs Koch, klæddu sig úr hverri spjör, léku sér í gras- inu, syntu í vatninu, sungu og kveiktu varðelda á kvöldin. Pró- gramminu verður kannski best lýst með titlinum á bæklingi sem Koch gaf út „Wir sind nackt und nennen uns Du“ (við erum nakin og þú- umst). Þetta var félagsskapur sem þekkti ekki stéttaskiptingu heldur aðeins jafningja á meðal jafningja. 1 bæklingnum lætur Koch „amerísk- an gest“ hafa orðið: Á Evrópureisu minni var ekkert jafn dásamlegt og sú reynsla að vera í fyrsta skipti á ævinni nakinn á meðal nakinna. Það sést á ljósmyndum sem teknar voru af núdistum á árunum á milli 1920-1930 að þeir eru ekki eins klemmdir og stífir á svipinn og núdistarnir fýrir stríð. Það er mikið glens og grín og stundum ekki laust við smá léttúð. Á einni myndinni ríða tvær yngismeyjar klofvega á bakinu á vöðvastæltum ungum manni og skemmta sér konunglega. Það voru til margir nektarklúbbar og -hópar á þessum tíma en enginn jafn fjölmennur og hópurinn í kringum Adolf Koch. Koch var umburðarlyndur í kynferðismálum eins og við er að búast af slíkum manni. Hómósexúalistar voru vel- komnir í hópinn enda skrifar Koch í áðurnefndum bæklingi að þessi blanda af kvenlegum og karlmann- legum eiginleikum nýtist vel í fjöl- mörgum störfum í þjóðfélaginu. Honum var aftur á móti illa við feita karla með myndavél framan á bumbunni. Til að losa sig við þá bjó hann til íþróttaprógramm sem var slíkum körlum ofviða. Auðvitað var nasistum meinilla við náunga eins og Koch. Þegar þeir komust til valda 1932 lokuðu þeir ekki bara öllum Adolf Koch skólunum held- ur létu þeir iíka brenna opinberlega allt sem Adolf Koch haföi skrifað. Og árið eftir lét Göring það boð út ganga að nektarhreyfingar væru bannaðar í þúsund ára ríkinu. Banninu var svo aflétt tíu árum síð- ar eftir þráláta umleitan þess anga nektarhreyfmgarinnar sem alltaf haföi verið hægrisinnaður og þjóð- ernissinnaður. En þá var það líka gert að skilyrði að núdistarnir trufl- uðu engan og héldu sig á afgirtum svæðum. Einmitt þessi regla átti síðan eftir að gilda í báðum þýsku ríkjunum eftir stríð. Nektarhreyfmgin náði sér ekki aftur á strik fyrr en nasism- inn haföi verið sigraður. Og hún hefur aldrei orðið jafn fjölmenn og á sjöunda og áttunda áratugnum. Um 1970 töldust tæpir tvöhundruð þúsund meðlimir í nektarklúbbum og þá aðeins í Vest- ur- Þýskalandi. En það er engin til- viljun að nektarbylgjan skyldi byrja að rísa þegar sextíuogáttakynslóðin var upp á sitt besta. Þessi kynslóð átti svo margt sameiginlegt með jafhöldrunum frá öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Já, sömu þrána eftir frelsi og fersku lofti og þörfma að ná harmoníu við eigin líkama. Nektin varð svo að hörðum ferðaskrifstofubisness á áttunda áratugnum þegar vesturþýskir núd- istar komu sér upp afgirtum nekt- arnýlendum og nektarströndum út um alla Evrópu. En upp úr 1980 fór áhuginn á slíkum afgirtum svæðum að dvína og ungt fólk fór bara að leggjast allsbert í sólbað hvar sem því sýndist, til dæmis út í næsta parki. Þegar maður gengur um garðana í Berlín á heitum sumar- degi, ber að vísu mest á kappklædd- um tyrkneskum stórfjölskyldum; með afa og ömmu, pabba og mömmu, barnaskara og rjúkandi grilli en þýsku núdistarnir liggja bleikir á stangli og yfirleitt einir á báti. - Nekt, hvað er nekt? O „Á sumrin þyrptust þang- að hundruðir áhangenda Adolfs Koch, klæddu sig úr hverri spjör, léku sér í grasinu, syntu í vatninu, sungu og kveiktu varð- elda á kvöldin. “ FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 23

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.