Eintak

Eksemplar

Eintak - 10.03.1994, Side 28

Eintak - 10.03.1994, Side 28
I bresku kvikmyndinni I nafni föðurins er fjallað um ótrúlegt réttarmorð sem framið er á fjórum ungmennum og nokkrum fjölskyldumeðlimum eins þeirra um miðjan áttunda áratuginn. Þá voru þau saklaus dæmd fyrir hryllilegt hryðjuverk í nafni írska lýðveldishersins. Fimmtán árum síðar kom sannleikurinn í Ijós og þeim sleppt úr haldi. Islenskir bíógestir, sem komnir voru til vits og ára á þessum tíma, hafa margir hverjir þóst sjá ákveðna samsvörun milli málsmeðferðarinnar, sem til umfjöllunar er í þessari kvikmynd, og rannsóknar- innar og dómsniðurstöðunnar í Geirfinns- og Guðmundarmálunum svokölluðu sem komu upp hér á landi á svipuðum tíma. Styrmir Guðlaugsson rifjaði upp meðferð Geirfinns- og Guðmundarmálanna hjá lögreglu og dómstólum og bar hana saman við málsmeðferðina í Guildfordmálinu. Þá fékk hann verjendur, sakborn- inga og fleiri sem tengjast þeim á einn eða annan hátt til að gera sinn eigin samanburð. Voru fimmmenningarnir, sem sakfelldir voru í Geirfinns- og Guðmundarmálunum, saklausir eins og kom í Ijós með fjórmenningana sem kenndir eru við Guildford-málið í Bretlandi? Rannsókn og dómsmeðferð Geirfinns- og Guðmundarmálanna svokölluðu sætti mikilli gagnrýni á seinni hluta áttunda áratugarins. Þá voru kveðnir upp þyngstu dómar í sakamáli á íslandi frá því dauða- refsing var afnumin. Ákæruvaldið hafði fátt annað í höndunum en játningar fimm ungmenna sem drógu þær jafnframt til baka fyrir dómi, öll nema eitt, á þeim for- sendum að þau hefðu verið þving- uð til að játa á sig tvö morð sem þau hefðu aldrei framið. Sexmenn- ingarnir hafa fyrir alllöngu lokið af- plánun sinni en margir eru þó enn þeirrar skoðunar að þessi mál séu með öllu óupplýst. Þær vangaveltur hafa enn á ný skotið upp kollinum í kjölfarið á sýningum bresku kvik- myndarinnar í nafni föðurins eða In the Name of the Father. Saklausir í fangelsi / fimmtán ár í upphafi er rétt að rekja Guild- ford-málið í stórum dráttum fyrir þá lesendur sem ekki hafa séð kvik- mynd breska leikstjórans Jims Sheridan, I nafni föðurins, eða les- ið bók Gerry Conlons, sem sak- felldur var sem forsprakki fjölda- morðanna í Guildford, og myndin er byggð á. Tveir norður-írskir unglingspilt- ar, Gerry og Paul Hill, sem voru á góðri leið með að fara í hundana í heimaborg sinni Belfast, halda til London til að freista gæfunnar sumarið 1974. Þar komast þeir inn í kommúnu með nokkrum jafnöldr- um sínunr en eru nánast gerðir út- lægir vegna uppruna síns í kjölfar sprenginga írska lýðveldishersins í borginni. Þeir ienda á vergangi og eyða fyrstu nóttunni í almennings- garði í borginni og deila þar bekk með öldruðum og heimililausum landa sínum að nafni Charlie Barker. Það kvöld fremur Irski Iýðveldisherinn fjöldamorð í smá- bænum Guildford í nágrenni London með því að sprengja í loft upp krá sem fjölsótt var af breskum hermönnum. Fimm manns létu líf- ið og sjötíu og fimm til viðbótar særðust, sumir mjög alvarlega. Mikil geðshræring greip um sig Feðgarnir Gerry og Guis- EPPE CONLON. Sakaruppgjöfin kom of seint fyrir föðurinn sem lést í fangelsi. daginn effir. Einn félaga þeirra úr kommúnunni tjáði lögreglunni þær grunsemdir sínar að þeir væru viðriðnir málið, auk tveggja ann- arra kommúnufélaga, Irans Pad- dys Armstrong og bresku stúlk- unnar Caroles Richardson. Það vakti grunsemdir að þeir voru með fullar hendur fjár og fóru heim til írlands svo skömmu eftir spreng- inguna. Þeir voru því handteknir, yfírheyrðir dag og nótt og beittir Gerry Conlon lýsti yfir sakleysi sínu fyrir rétti og sagði játningar hafa verið þvingaðar fram með harðræði. Þvísama héldu sakborningar í Geirfinnsmálinu fram. meðal þjóðarinnar og almenningur jafnt og stjórnvöld gerði þá ský- lausu kröfu til lögreglunnar að hin- ir seku yrðu dregnir fyrir dóm hið snarasta, enda var litið svo á að þetta væri alvarlegasta árás á breskri grundu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hina örlagaríku nótt brutust Gerry og Paul inn hjá vændiskonu og stálu 700 pundum. I framhaldi af því létu þeir fara vel um sig á hót- eli og sneru svo aftur til Irlands Stund Frelsisins. Daniel Day Lewis íhlutverki Gerrys Conlon í kvikmyndinni í nafni föðurins fagnar frelsinu eftirað hafa setið saklaus í fangelsi í 15 ár. Geirfinnsmálið hefur rifjast upp fyrir mörgum bíógestinum sem séð hefur myndina. margvíslegu harðræði uns þeir ját- uðu á sig sakir. Tveimur dögum áður en þeir voru handteknir voru samþykkt lög í Bretlandi sem heimiluðu lögregl- unni að halda grunuðum hryðju- verkamönnum í sinni vörslu í allt að sjö daga án þess að birta þeim ákæru. Rannsóknarmennirnir sam- ræmdu svo játningarnar með því að upplýsa sakborningana um framburð hvors annars. Þeir féllust jafnharðan á það senr borið var á borð fyrir þá, vissir um að hið sanna kæmi í ljós ef þeir slyppu úr víti varðhaldsins. Faðir Gerrys, Gu- iseppe Conlon, fór til London til að útvega syni sínurn lögfræðiað- stoð og gisti hjá mágkonu sinni, Annie McGuire. Lögreglan hand- tók þau og unglingssyni Annie og þau voru ákærð sem vitorðsmenn í sprengjuárásinni samkvæmt játn- ingu sem Gerry skrifaði undir. Dómstólar í Bretlandi höfðu ekki á neinu öðru að byggja en játning- um fjórmenninganna sem þeir drógu til baka fyrir rétti og fullyrtu að þær hefðu verið þvingaðar fram með harðræði. Urvalslögreglu- menn voru teknir trúanlegri en írskir smákrimmar og dómurinn yfir fjórmenningunum hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi en aðrir sak- borningar fengu skemmri dóma. Faðir Gerrys lést í fangelsi og hið sanna kom ekki í ljós fyrr en fimm- tán árurn síðar þegar lögfræðingur- inn Gareth Peirce komst yfir gögn sem sýndu að lögreglan hafði leynt vitnisburði Charlies Barker sem staðfesti að Gerry og Paul höfðu verið með honurn á bekk í almenningsgarði í London þegar sprengingin varð. I ljósi þess var öllum sakborningum sleppt úr haldi, sem höfðu ekki þegar setið dóminn af sér eða látist eins og Gu- iseppe. Vitnisburður Gísla Guð- jónssonar, réttarsálfræðings, sem starfar í Bretlandi, og kollega hans hafði líka sitt að segja. Þeir sýndu fram á að fólk ætti það til að játa á sig hinar ólíklegustu sakir ef næg- um þrýstingi væri beitt. Svipað mál, kennt við sexmenn- ingana frá Birmingham, kom einn- ig upp í Bretlandi fyrir fáum árum. Þeim var sleppt úr haldi eftir að hafa setið saklausir í fangelsi enn lengur. Víkur þá sögunni að Geirfinns- og Guðmundarmálunum. Dómar í Ceirfinns- og Cuðmundarmálunum byggðir á vafasömum jatnmgum Aðfaranótt 27. janúar 1974 hvarf ungur piltur, Guðmundur Einars- son, sporlaust eftir að hafa verið að skemmta sér í Hafnarfirði og kom upp sá kvittur að honum hefði ver- ið komið fýrir. I desember sama ár komst upp um póstsvik Sævars 28 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.