Eintak

Eksemplar

Eintak - 10.03.1994, Side 29

Eintak - 10.03.1994, Side 29
ÞÓRÐUR BJÖRNSSON þáverandi ríkissaksóknari í upp- hafi málflutnings í Geirfinns- og Guðmundarmálunum fyrir Hæstarétti. Dómarar í málinu voru þeir Björn Sveinbjörnsson, Ármann Snævarr, Benedikt Sig- urjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Ciesielskis og Erlu Bolladóttur, sambýlisfólks sem hafði vafasamt orð á sér, og voru þau sett í varð- hald vegna þess. Undir jól greinir Erla lögreglunni frá grunsamlegum pokaburði á heimili sínu um miðja nótt sem tengt var hvarfi Guð- mundar. Sævar tók undir franrburð Erlu að einhverju leyti og í fram- haldinu voru Kristján Viðar Við- arsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason hand- teknir vegna málsins. I byrjun nýs árs, 1976, voru játningar þeirra allra taldar iiggja fýrir. Hinn 11. janúar lýsti Sævar því hins vegar yfir fyrir dómi að framburður hans hafi ver- ið rangur. Seinna í mánuðinum er farið að rannsaka hvort þessi hópur eigi þátt í dularfullu hvarfi Geirfinns Einarssonar 19. nóvenrber 1974. Þau benda á fjóra þekkta menn sem tengdust skemmtistaðnunr Klúbbnum, þá Sigurbjörn Eiríks- son, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Einar Bolla- son og voru þeir handteknir 26. Halivarður Einvarðsson ríkissaksóknari Nýjar vísbendingar borist Hallvarður Einvarðsson, ríkis- saksóknari, var einn af stjórnend- um rannsóknarinnar á Geirfmns- og Guðmundarmálunum. Voru játningar sakborninga í Geirfinns- og Guðmundarmálun- um nægilegur grundvöllur til sakfellingar, eftir á að hyggja? „Að mínum dómi voru lagaskil- yrði til saksóknar. Sú embættis- skylda hvílir á ákæruvaldinu að reka mál fyrir dómstólum þegar rannsókn leiðir í ljós að nægilegt tilefni sé til þess.“ Nú var dæmdu fólki gefnar upp sakir í Guildford-málinu meðal annars vegna vitnisburðar dr. Gísla Guðjónssonar og fleiri réttarsálfræðinga um að fólk geti játað á sig hvaða sakir sem er ef nægilegum þrýstingi er beitt. Heldurðu að það sama eigi við í Geirfinnsmálinu? „Ég get ekkert um það sagt. Þessum málum er lokið fyrir dóm- stólum. Ég tel mig muna að Gísli Guðjónsson hafi lagt okkur iið í upphafi rannsóknar þessa máls.“ Heldurðu að dómstólar kæm- ust að sömu niðurstöðu í dag ef þeir fengju sömu gögn í hendur? „Þetta fór fyrir Hæstarétt og ég hlýt að ætla að málið hafi fengi rækilega og réttláta meðferð þar.“ Ertu enn sannfærður um sekt þeirra sem dæmdir voru? ,Ætli það sé við hæfi að ég svari svona spurningu. Ég vísa bara til dómsins. Hins vegar var ekki loku fyrir það skotið að málið kæmi upp aftur eftir að dómur féll þar sem jarðneskar leifar fundust ekki. Síðan hafa nokkrar nýjar vísbend- ingar borist sem hafa ekki leitt til neins. En rannsóknaraðilar hafa haldið vöku sinni.“ © Hallvarður Einvarðsson Ríkissaksóknari „Hins vegar var ekki loku fyrir það skotið að málið kæmi upp aftur eftir að dómur féll þar sem jarðneskar leifar fundust ekki. Síðan hafa nokkrar nýjar vísbendingar borist sem hafa ekki leitt til neins. En rannsókn- araðilar hafa haldið vöku sinni. “ Jon Oadsson hæstarettarlogmaður Ætti að taka upp rannsóknina aftur Jón Oddsson, hæstaréttarlög- maður, var verjandi Sævars Ci- esielskis. Finnst þér vera einhver sam- svörun milli Guildford-málsins og Geirfinns- og Guðmundarmál- anna eftir að hafa séð kvikmynd- ina í nafni föðurins? „Það sem sló okkur verjendurna fyrst þegar rannsókn Geirfinns- málsins fór í gang var að það var sett samskiptabann á milli verjenda og sakborninga. Örn Höskulds- son, rannsóknardómari í málinu, fór þannig ekki að settum lögum. Mér fannst sláandi samsvörun við þetta í myndinni hvernig lögreglan gat yfirheyrt menn án þess að verj- endur væru viðstaddir. Svo var lögð fram undirrituð játning og það var það sem við gagnrýndum hér heima, að játningar voru gerðar án þess að verjandi væri viðstaddur. Dómstólar voru samt ófáanlegir til að gera annað en taka þær sam- kvæmt orðanna hljóðan. í myndinni kom ennfremur fram að bannað var að sýna verjendum ákveðin gögn í málinu. 1 Geirfinns- málinu voru ýnris gögn tekin út úr möppunum áður en það fór fyrir dóm og þau gögn höfum við aldrei séð. Þetta var skýrt lögbrot. Svo fannst mér vera nrjög sláandi samlíking hvernig magnaðist upp hystería bæði hér og í Bretlandi. Geirfinnsmálið bar keim af því að ákveðin öfl í Framsóknarflokknum höfðu áhuga á því að málið yrði af- greitt á skjótan hátt. Það myndaðist því mjög óeðlilegur þrýstingur, bæði frá þjóðfélaginu og æðri stjórnvöldum.“ Voru játningar gefnar á eðlileg- um forsendum að þínu mati? „Sú staðreynd að við verjendurn- ir vorum lokaðir svona frá rann- sókn málsins og langvarandi gæsla gerði það að verkum að þessar svo- kölluðu játningar eru ekki trúverð- ugar. I Geirfinnsmálinu lá heldur ekki fyrir nein heilsteypt játning heldur margbreytilegar frásagnir. Síðan var fenginn rannsóknarlög- reglumaður á eftirlaunum frá Þýskalandi. Meðan hann yfirheyrði sakborninga fengu verjendur ekk- ert að hitta þá. Hann virtist marka ákveðinn ramma með því að lesa út úr þessum frásögnunr mjög ein- falda atburðarás sem hann lagði fram sem atvikin í málinu. Skjól- stæðingur minn bar einnig rann- sóknarmenn og fangaverði þung- um sökum um harðræði og ég fór því fram á rannsókn. Þórir Odds- son vararannsóknarlögreglustjóri hafði ekki komið nálægt rannsókn málsins og var skipaður sem sér- stakur rannsónaraðili. Niðurstaðan varð sú að í dómi Hæstaréttar er einn af yfirmönnum fangelsisins ávíttur. Harðræði var líka beitt í Guilford-málinu.“ Heldurðu að dómur myndi falla á sama veg í dag? „I dag myndi lögreglurannsókn- in vera miklu vandaðri. Svo hafa verið gerðar breytingar á réttarfars- lögum þannig að handtekinn mað- ur á alltaf rétt á að hafa verjanda sér við hlið.“ Var málsmeðferðinni klúðrað? „Geirfinnsmálið var eyðilagt í byrjun. Það var heilt ár í rannsókn suður í Keflavík í tómri vitleysu sem var látið viðgangast af yfirvöld- JÓN Oddsson „Tvímælalaust ætti að taka upp rannsóknina aftur með aðstoð manns eins og Gísla Guðjóns- sonar. “ um dómsvalda. Þetta var réttarfars- slys.“ Heldurðu að það gæti gerst aft- ur á íslandi? „Það vona ég ekki.“ Teldirðu ástæðu til að fá réttar- sálfræðing eins og dr. Gísla Guð- jónsson til að kanna játningarn- ar? „Já, tvímælalaust ætti að taka upp rannsóknina aftur með aðstoð manns eins og Gísla Guðjónsson- ar.“ 0 Sævar M. Ciesielski ítrekaði sakleysi sitt eftir að málflutningi var lokið fyrir Hæstarétti íjanúar 1980. Úr- skurður Sakadóms Reykjavíkur var mildaður frá þvíað vera lífs- tíðarfangelsi í 17 ára fangelsi sem þó var þyngsta refsing sem kveðin hefur verið upp á þessari öld. Erla Bolladóttir Sannleikurinn leitar upp á yfirborðið Erla Bolladóttir var einn sak- borninganna í Geirfinns- og Guð- mundarmálunum og lykilvitni að mati ákæruvaldsins. Erla lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi að öðru leyti en því að hún viðurkenndi á sig meinsæri. Var saklaust fólk dæmt í Geir- finns- og Guðmundarmálunum? „Já, það er engin spurning.“ Voru aJlir sakborningarnir sak- lausir? „Já, svo framarlega sem ég best veit. Ég tel okkur öll hafa verið sak- laus.“ Hvers vegna játuðuð þið á ykk- ur sakir? „Við vorum beitt þrýstingi og ákafinn var rnikill af hálfu rann- sóknaraðila við að leysa þetta mál. Ákafinn markaðist ekki síst af starfsmetnaði einstakra rannsókn- armannanna sem vildu komast áfram og hærra. Aðrir voru undir gífurlegri pressu að ofan sem síðan voru undir þrýstingi frá kjósend- um.“ Má rekja játningarnar til harð- ræðis? „Já, sumar þeirra beinlínis. Ég varð vitni að líkamlegu harðræði en þótt það hafi verið gróft var það ekki það alvarlegasta. Sálrænt of- beldi var viðhaft gegnumsneytt all- an tímann og það var erfiðast. Sem dæmi get ég nefnt að eitt sinn þegar ég var kölluð til yfirheyrslu ákvað ég að segja allan sannleikann og draga um ieið allt til baka sem ég hafði logið. Þegar ég var búin að út- hella hjarta mínu var mér sagt að ég kæmist ekki áfram með svona framburði. Síðan var ég send aftur í klefann og sagt að hugsa mitt ráð. Enginn talaði svo við ntig í þrjár vikur á eftir og ég vissi ekkert hvað var að gerast. Það gerði mig með- færilegri næst þegar ég var kölluð til yfirheyrslu og þá héldu lygarnar áfram. Við vorum líka látin taka ró- andi lyf hvort sem okkur líkaði bet- ur eða verr sem gerði okkur með- færilegri. Ýmislegt fleira kom til.“ Finnst þér ástæða til að taka málið upp aftur? „Það er ástæða til þess en skilyrð- in eru ekki fýrir hendi. Mér er ekki kunnugt um neitt sem gæti leitt til þess að fá málin á hreint, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Á hinn bóginn er alltaf ástæða til að leiða sannleikann í ljós. Og reynslan sýnir að sannleik- urinn leitar alltaf upp á yfirborðið.“ Heldurðu að hann geri það í þessu máli? „Já, ég verð að trúa því.“ © Erla Bolladóttir „Ég tel okkur öll hafa verið saklaus. “ FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 29

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.