Eintak

Issue

Eintak - 10.03.1994, Page 31

Eintak - 10.03.1994, Page 31
WIÁLFLUTNINGUR FYRIR SAKADÓMI REYKJAVÍKUR. /'árslok 1977 komst Sakadómur að þeirri niðurstöðu að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson skyldu eyða því sem eftir væri af ævinni í fangelsi. Þá niðurstöðu byggði hann fyrst og fremst á játningum sem þeir höfðu dregið til baka. ur bókarinnar kemur skýrt fram að fjölmörgum spurningum er enn ósvarað óháð því hvort sakborn- ingarnir hafi verið sekir eða sak- lausir. Við undirbúning bókarinnar ræddi hann við flesta sakborninga og allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu nema Guðjón. Annars staðar í þesari umfjöllun eru viðtöl við Sævar og Erlu þar sem þau hnykkja á sakleysi sínu en ástæða er til að rifja upp sumt af því sem Tryggvi Rúnar og Kristján segja í bók Þorsteins. Tryggvi Rúnar segir: „Ég trúði aldrei að ég hefði gert þetta og gerði ekki annað en að fallast á það sem við mig var sagt,“ og á þar við þá fullyrðingu að hann hafi átt þátt í dauða Guðmundar Einarssonar. „Og ég veit það fullkomlega fyrir víst um þessa stráka að þeir gerðu þetta ekki heldur. Sævar og Kristján eru ekki svoleiðis menn að þeir standi í manndrápum.“ Kristján Viðar lýsir yfir sakleysi sínu í bókinni og lýsir jafnframt harðræði sem hann fullyrðir að hann hafi verið beittur. Fangaverð- ir hafi barið í hurðir og veggi með kylfum sínum og gert háreysti á þakinu til að halda föngunum vak- andi. „Þeir voru að koma í klefana hvenær sem var, á nóttu sem degi með ýmsar fullyrðingar." Niðurstaða rannsóknaraðila og dómstóla hefur verið gagnrýnd mikið allt frá því dómur var kveð- inn upp. Þar koma ekki aðeins til vitnisburðir sakborninga og ein- stakra verjenda heldur hafa menn sem komu nálægt rannsókn máls- ins lýst málatilbúnaðinum sem tómri vitleysu. Einn þeirra er Kristján Pétursson, þáverandi tollvörður á Keflavíkurflugvelli, sem tók þátt í rannsókn málsins í upphafi. Hann segir í bók Þor- steins: „Geirfinnsmálið er tómt rugl hvernig svo sem á þeim mála- tilbúnaði stendur. Ég hef alltaf ver- ið á því. Þótt stuðst hafi verið við fleira en játningar, var ekkert gagn að því. ... Ég tel engar líkur á því að íslenska lögreglan viti meira um hvarf Geirfinns en hver annar.... Ég tel aftur á móti 80-90 prósent líkur á því að þeir hafi komið Guðmundi fýrir.“ Séra Jón Bjarman, þáverandi fangaprestur, hefur heldur ekki leg- ið á skoðunum sínum. Hann stað- hæfir að Sævar, Kristján og Tryggvi hafi ekki fengið að hitta hann í langan tíma þrátt fyrir óskir þeirra þar um. Fangelsisyfirvöld hafi logið því til að þeir vildu ekki hitta hann. Þá segir séra Jón: „Ég minnist þess að aumingja Kristján sagði eitt sinn í samtali við mig í fangaklefanum: „Nú er ég bú- inn að segja þeim fimm frásagnir af því hvernig ég fór að því að drepa Geirfinn. Ég veit ekki til hvers meira þeir ætlast af mér.“ Það var auðheyrt að það Var samstarfs- fremur en sannleiksvilji sem réði þessum orðum. ... Geirfinnsmálið er vitleysa. Það hefur verið sann- færing mín frá því það var til um- fjöllunar. Hvað varðar Guðmund- armálið þá tel ég að þeir strákar hafi verið að flækjast í Hafnarfirði kvöldið eða nóttina sem Guð- mundur hvarf en ég er óviss um annað.“ Kæmust réttarsál- fræðingar að sömu niðurstöðu oa í Guild- ford- málinu? Þegar málatilbúnaður í Guild- ford-málinu annars vegar og Geir- finns- og Gumundarmálunum hins vegar eru borin saman sjást líkind- in glöggt. I báðum tilvikum er dómsniðurstaðan fyrst og fremst byggð á játningum sakborninga sem dregnar höföu verið til baka. Islensku unglingarnir skrifuðu undir misvísandi játningar sem stönguðust á í mikilvægum atrið- um, í sumum tilfellum án þess að réttargæslumenn væru viðstaddir. Á meðan á rannsókninni stóð og eins fyrir dómi drógu þeir játning- arnar til baka, rétt eins og allir sak- borningarnir í Guildford-málinu. Þótt afbrotin séu ólík voru bæði samfélögin í uppnámi i kjölfar glæpanna og almenningur og stjórnvöld í báðum löndum krafö- ist þess að hinir seku yrðu dregnir fyrir rétt. Þrýstingurinn á rann- sóknarmennina var því gríðarlegur. Eftir að hafa lent á alvarlegum villi- götum í rannsókninni á Geirfmns- málinu og haldið fjórum mönnum saklausum í gæsluvarðhaldi um fjögurra mánaða skeið varð þrýst- ingurinn enn meiri því bæta varð fyrir mistökin. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að sakborningar voru beittir harð- ræði við yfirheyrslur eins og raunin var á með bresku unglingana. ]ón Oddsson, verjandi Sævars, fullyrðir einnig að sakargögnum hafi verið leynt eins og í Guildford-málinu sem er skýlaust lögbrot. Og í báðum tilvikum voru strax uppi efasemdir um að hinir dæmdu hafi verið sekir eftir að dómur haföi verið upp kveðinn. Fleira má tína til. Sakborningar í Geirfinns- og Guðmundarmálinu voru á aldrin- um sautján til nítján ára þegar Geirfinnur Einarsson og Guð- mundur Einarsson hurfu sporlaust, ef undan er skilinn Guðjón Skarp- héðinsson. Þessir unglingar voru á glapstigum eins Gerry og Paul, smákrimmar sem enginn hafði samúð með og trúðu því versta upp á. Sævar bendir á að þau hafi ekki haft þroska til að gera sér grein fyr- ir aðstöðunni sem þau voru komin í og ekki gert sér grein fýrir réttar- stöðu sinni. Munurinn er kannski sá þegar öllu er á botninn hvolft að ekki hef- ur verið leitað til sérfræðinga á borð við dr. Gísla Guðjónsson um álit á rannsóknaraðferðunum sem beitt var í Geirfinns- og Guðmund- armálunum og á því hvort játning- arnar geti staðist. Rannsóknir hans urðu til þess að Guildford-málið var tekið fyrir að nýju þar sem játn- ingarnar gátu ekki staðist og sak- borningunum gefnar upp sakir. Það skal hins vegar ósagt látið hvort hann eða aðrir sérfræðingar kæm- ust að sömu niðurstöðu í Geir- finns- og Guðmundarmálunum. Það er hins vegar spurning sem ís- lenska þjóðin vildi að öllum líkind- um fá svar við. © Páll Amór Pálsson hæstaréttarlögmaður Hæpið að fullyrða nokkuð Páll Arnór Pálsson hæstarétt- arlögmaður var verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Finnst þér einhver samsvörun milli Guildford-málsins og Geir- finns- og Guðmundarmálanna eftir að hafa séð kvikmyndina í nafni föðurins? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Mér datt þó í hug lýsing Sævars Ciesielskis á hatðræði sem hann taldi sig vera beittán þegar ég sá til- teknar yfirheyrslur í kvikmynd- inni.“ Nú byggðu dómstólar í báðum málum á játningum sem dregnar höfðu verið til baka og þessar játn- ingar og annar framburður var mjög misvísandi. Þar að auki voru nánast engin áþreifanleg gögn lögð fram. „Já, þegar þessu er stillt þannig upp má sjá ákveðna samsvörun. En þessi mál voru ólík. 1 Geirfinnsmál- inu var slegið úr og í mánuðum saman og sakborningarnir sögðu sjálfir margar sögur. í myndinni er það þannig að sagt er við sakborn- inga: „Hinn sagði þetta og þú skalt bara játa.“„ Höfðu dómstólar forsendur til að kveða upp dóma í Geirfinns- málinu? „Ég vil ekkert tjá mig um það núna og ég er ekkert að vefengja það.“ Var saklaust fólk dæmt? „Þetta eru svo teygjanleg hugtök, saklaus og sekur.“ Kæmust dómstólar að sömu niðurstöðu í dag? „Ætli það ekki. Ég geri ráð fyrir því.“ í Guildford-málinu skipti máli vitnisburður réttarsálfræðinga sem sögðu að fólk væri tilbúið að játa á sig alls konar sakir ef nægi- legum þrýstingi væri beitt. Held- PÁLL ARNÓR PÁLSSON „Rannsóknin var gagnrýnd af verjendum á sínum tíma og þeir sögðu að ekki hafi verið rétt að málum staðið. “ urðu að það hafi átt við í Geir- finnsmálinu? „Það er svolítið erfitt að segja. Það sem kom helst upp var að það hafi verið bornar á milli upplýsing- ar af rannsóknaraðilum.“ Telurðu að staðið hafi verið eðlilega að rannsókn málsins? „Rannsóknin var gagnrýnd af verjendum á sínum tíma og þeir sögðu að ekki hafi verið rétt að málum staðið.“ Finnst þér ástæða til að taka málið upp aftur vegna þess? „Það er ekki réttlætanlegt nema eitthvað nýtt komi fram og það hef- ur ekki gerst mér vitanlega.“ Er búið að leysa Geirfinns- og Guðmundarmálin? „Ég þori ekki að segja um það. Þó að ég hafi einhverjar óljósar hug- myndir í kollinum þá er hæpið að fullyrða nokkuð." © Örn Clausen hæstaréttarlögmaður Ekki hægt að bakka út úr játningum Örn Clausen, hæstaréttarlög- maður var verjandi Alberts Klahns Skaftasonar. Hann brá sér í bíó að beiðni EINTAKS. Finnst þér vera einhver sam- svörun milli Guildford-málsins og Geirfinns- og Guðmundar- málanna eftir að hafa séð kvik- myndina í nafni föðurins? „Nei, ég fann enga samsvörun. Við megum ekki rugla saman röngum ásökunum sem komu frá öðrum, eins og gerðist í Guilford- málinu og játningunum í Geir- finnsmálinu." Var ekki sett á samskiptabann milli verjenda og sakborninga í báðum tilfellum? „Það var aldrei sett samskipta- bann þannig að verjendur fengju ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hérna getur sakborningur fengið aðstoð hvernig sem á stendur. Við urðum hins vegar að virða ákveðnar reglur og það var ekki sjálfgefið að við fengjum alltaf að vera viðstaddir. En það eru alltaf til lögfræðingar sem rjúka upp og mótmæla. Og í Geirfinnsmálinu voru lögfræðingar sem dönsuðu með skjólstæðingum sínum.“ Voru játningar í Geirfinns- og Guðmundarmálunum gefnar á eðlilegum forsendum að þínu mati? „Já, að öllu leyti. Og allar þýð- ingarmestu játningarnar voru gefnar að viðstöddum réttar- gæslumönnum. En sakborning- arnir fengu allt í einu á tilfinning- una að þeir að slyppu með því að draga játningar til baka.“ Teldirðu ástæðu til að fá rétt- arsálfræðing eins og dr. Gísla Guðjónsson til að kanna játn- ingarnar? „Nei, það held ég ekki. Maður játar ekki svona á sig að viðstödd- um lögfræðingi án þess að vera kvalinn og píndur. Það er útilok- að nema hann sé mjög geðveikur. Ég fortek ekki hvað getur gerst ef lögreglumaður fær að yfirheyra sakborning einn en það kemur þá fljótt í ljós og er leiðrétt.“ Heldurðu að dómur myndi falla á sama veg í dag? „Alveg tvímælalaust. Ég get þó ekki ákveðið hvað dómarar gerðu í dag en það var ekki hægt að bakka út úr þessum játningum enda studdu þær hvor aðra. Eg er alveg sannfærður um að það var ekki saklaust fólk dæmt og var aldrei í nokkrum vafa um sekt þeirra. Dómstólar tóku hins vegar tillit til þess að líkin fundust ekki og því voru þeir dæmdir fyrir mann- dráp af gáleysi sem var hárrétt.“ © ÖRN CLAUSEN „Ég er alveg sannfærður um að það var ekki saklaust fólk dæmt og var aidrei í nokkrum vafa um sekt þeirra. “ Sævar Marinó Ciesielski „Að mínum dómi voru langtum meiri brotalamir í Geirfinnsmálinu þar sem allar leikreglur réttarríkis voru þverbrotnar." Sævar Marinó Ciesielski Vissu að við vorum saklaus Sævar Ciesielski var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa átt- aðild að láti Guðmundar og Geir- finns, auk annarra minni sakar- gifta. Frá því hann var látinn laus hefur hann reynt að fá málið tekið upp aftur og vill fá mannorð sitt hreinsað. I því skyni sendi hann dómsmálaráðuneytinu greinargerð á síðasta ári áður en hann fluttist búferlum til Bandaríkjanna þar sem hann býr nú. Sérðu einhverja samsvörun með Guildfordmálinu og Geir- finns- og Guðmundarmálunum? „Já, að því leyti að saklausir ung- lingar eru dregnir inn í mál sem þarf að leysa. Það er augljóslega ekkert gert til að sanna sakleysi eirra og gögnum haldið leyndum. báðum tilvikum eru ættingjar líka dregnir inn í málið. En að mínum dómi voru langtum meiri brota- lamir í Geirfinnsmálinu þar sem allar leikreglur réttarríkis voru þverbrotnar. íslenskum lögreglu- og dómsyfirvöldum er kannski vor- kunn því þau voru ekki í stakk búin til að takast á við svona stórt mál.“ Varstu sekur af því að hafa verið valdur að dauða Geirfinns og Guðmundar? „Það er búið að skrifa tvær bæk- ur um þetta og rök þar sýna fram á allt þetta rugl frá byrjun. Ég tel að rannsóknarmennirnir hafi vitað allan tímann að við vorurn sak- laus.“ Hvers vegna játaðirðu þá á þig sakir? „Maður var ruglaður í ríminu. Við vissum ekki hverju við ættum að svara og hverju við vorum að svara. Þeir lögðu fram flækjur sem við botnuðum ekki í og höföum ekki lögfræðiaðstoð til að treysta á. Við vorum unglingar og höföum ekki þroska til að skilja í hvaða að- stöðu við vorum komin og þekkt- um ekki okkar réttarstöðu. Svo komu til beinar pyntingar og fangaverðir vitnuðu gegn starfs- bróður sínum um það en sá vitnis- burður var ekki tekinn til greina. Fólk trúði einfaldlega ekki að ég heföi verið kaffærður, haföur í fóta- járnum vikum sarnan og fleira í þeim dúr.“ Voru hinir sakborningarnir einnig saklausir? „Við erum saklaus af þessum málum og yfirvöld vita það þó að almenningur geri sér kannski ekki grein fyrir því vegna umíjöllunar íjölmiðla á sínum tíma. Um leið og maður kemur til annarra landa sér maður hvernig hlutirnir eru, enda er íslenskt réttarkerfi mjög ólíkt því bandaríska, svo dæmi sé tekið. Það heföi aldrei gerst 1 Bandaríkjunum að fólk heföi verið sakfellt á sömu forsendum og við. Rannsóknar- mennirnir sjálfir sætu inni fyrir að brjóta lagagreinar urn hvernig haga beri rannsókn mála.“ Er eitthvað sem réttlætir að málið verði tekið upp aftur? „Ég býst ekki við að þetta mál verði tekið upp aftur nema það fái umfjöllun í útlöndum, um það verði gerð bíómynd eða fjallað um það á annan áberandi hátt. Þá neyddust dómsmálayfirvöld til að taka upp málið aftur. Þetta er hneyksanlegt mál og skammarlegt fýrir íslenskt dómskerfi. En það eru ekki fordæmi fyrir því á íslandi að taka upp mál sem farið hafa í gegn- um Hæstarétt. Það slær þögn á mannskapinn þegar minnst er á Geirfinnsmálið og menn skammast sín fyrir hvernig staðið var að mál- um. Það hef ég fundið í samskipt- um mínum við yfirvöld." © FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 31

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.