Eintak

Issue

Eintak - 10.03.1994, Page 37

Eintak - 10.03.1994, Page 37
„Er hugsanlegt að það sem þjáir samtímalistina sé visst lögmál: menn lokast inn í grafhýsi sínu úr rammgerðu gildismati, ef það hleypir engum öðrum að, líkt og henti hugsjónirnar í austurvegi, þrátt fyrir kenningar vitringanna?" Myndlist GUÐBÉRGUR BERGSSON Nútímalok í Nýlistasafninu Erla Þórarinsdóttir Nýlistasafnið_____________ Samtímalistin kann að vera at- hyglisverð sem heild. Einstök verk hennar orka tvímælis. Stundum gengur svo langt, að þegar komið er á sýningar vill gesturinn heldur horfa út um glugga snyrtilegu safn- anna og galleríanna en á listaverk- in. Útsýnið er fegurra og efnismeira en það sem listamaðurinn hefur fram að færa. Ástæðan fyrir þessu er sú, að samtímalistin ber keim af heiminum og því ástandi sem þar ríkir. Múgurinn er meira virði en einstaklingur. Á sama hátt er sýn- ingarheildin gerð að mikilsverðara atriði en einstök verk. Listamaður- inn, sem er vera sniðin úr mót- sögnum og veðragný, máir sig út á kostnað samræmdrar niðurröðun- ar eða smekklegrar upphengingar. Erla Þórarinsdóttir, sem sýnir í Nýlistasafninu um þessar mundir, leggur höfuðáherslu á niðurröðun og blæ. Sýning hennar hefur yfir sér aldamótaandrúmsloft. Birta úr ljósrörum bregður yfir verkin til- fmningu íyrir fögru andláti ein- hvers sem maður saknar ekki sáran en reisir engu að síður minnis- varða. Höggmyndir Erlu eru minn- isvarðar gerðir til þess að standa út á víðavangi, kannski í engum til- gangi. Þær eru ekki heiðursmerki eða stöplar handa hetjum til að standa á og rétta út hönd eða breiða út faðminn á móti fólki framtíðar- innar. Tröppurnar, sem liggja upp, liggja ekki að neinu. Allt eru þetta einhvers konar grafhýsi, grafhýsi ofan jarðar, ekki döpur heldur lit- rík og í nútímalokastíl. Þarna eru líka nokkur rúm, tóm rúm, eitt er klakarúm, annað er legubekkur úr vönduðu efni, skrautlegu. Rétt hjá því hangir sængurhiminn sem bylgjast í sama lit og himinninn þegar hann er heiðríkastur en hefúr orðið viðskila við hvíluna. Einu gildir það, hún er galtóm. Sá sem svaf í henni hefúr verið lagður til hinstu hvíldar fyrir löngu. Hinn létti jarðarfararblær yfir sýningunni gerir áhorfandann ekki verulega dapran en minnir hann örlítið á það sem Pólverjar voru að gera í listum á meðan hörmungar styrjaldarinnar voru þeim í fersku minni. Litirnir á blænum voru drungalegri en hjá Erlu, oft eins og svört tjara eða tjargað efni. Það að fjalla urn hverfulleikann er vandasamt, og erfitt verk að sýna manni söknuðinn í efni, í staðinn fyrir að nota til þess orð eða texta. Á síðustu áratugum hefur hugblær- inn líka átt sæg af mönnum sem fjalla um litróf hans. Með nýrri öld hverfa listamenn aftur til efnisins án þess að harma eða gráta hug- myndina eina og sér. Hvernig það verður gert vita fáir, en það verður ekki án efasemda um gildin eða kjarks sem spyr: Er hugsanlegt að það sem þjáir samtímalistina sé visst lögmál: menn lokast inn í grafhýsi sínu úr rammgerðu gildismati, ef það hleypir engum öðrum að, líkt og henti hugsjónirnar í austurvegi, þrátt fyrir kenningar vitringanna? Þannig glatast framsæknin vegna tómrar sjálfumgleði. © „Ef maður spáir aðeins í þennan karakter sem Allen er hvað þekktastur fyrir, þá er hægt að flokka hann sem nokkurs konar Ragnar Reykás á Manhattan." Vondi Hrafn Reisubókarbrot Hrafns Gunnlaugssonar Rikissjónvarpinu ★ ★ ★ Hrafn Gunnlaugsson er án efa mest hataði maður á landinu. Það er sama við hvern maður talar, allir hata Hrafn. Hann hefur að vísu oft gefið fólki tilefni til þess, reyndar svo oft að maður veltir því fyrir sér hvort hann ætti ekki að hvíla sig, svona rétt til þess að leyfa fólki að anda. Hatrið er svo blint að fólki er alveg sama hvort rætt er um sjón- varpsstjórann eða listamanninn (listamanninn?! myndu nú ein- hverjir æpa í hneykslunartón), meðan hann heitir Hrafn Gunn- laugsson er hann vondur. Ég er til dæmis algerlega búinn að gefast upp á því að reyna að segja fólki að hann hafi nú reyndar gert nokkrar myndir sem mér finnist bara fjandi góðar (samanber Hrafttinn flýgur, Öðal feðranna og Böðullinn og skœkjarí). Það þýðir ekkert að halda slíkri firru fram, það er annað hvort hlegið eða að maður er rekinn á dyr. Þessi hálftímalangi þáttur fjallaði um ferðir Hrafns um götur borgar- innar Manilu á Filipseyjum. Fyrst var staldrað við á Smokey Mounta- in (eða Reykjahlíð eins og Hrafn kaus að íslenska það), en um var að ræða risastóran öskuhaug þar sem myndast hafði stórt þorp í kring, hvers íbúar söfnuðu sér lífsviður- væris í ruslinu. Hrafn líkti þessu fýrirbæri við Infernó Dantes sem var alls ekki svo galið. Myndin er tekin á litla Super VHS vél og fannst mér það gefa henni aukinn raunsæisblæ, sem að hefði ekki ver- ið eins sterkur hefði til dæmis verið um filmu að ræða. Þetta er ósköp einföld og sterk lítil mynd sem gaf manni örlitla innsýn í filipeyskan raunveruleika. Lái mér hver sem vill, mér fannst þetta fínn þáttur. Hrafn ætti kannski frekar að róa inn á þessi mið í nánustu framtíð, það er að segja, gera litlar og ein- faldar myndir, sérstaklega eftir hin epísku mistök, Hvíta víkinginn. Síðan gæti hann farið að færa sig smátt og smátt upp á skaftið og eft- ir nokkur ár gætum við farið að sjá aftur frábærar rnyndir eftir hann, í sama gæðaflokki og jafnvel betri en Hrafninn flýgur. Hver veit nema að eftir kannski tuttugu ár rísi þjóðin upp á afturlappirnar og hampi honum sem þjóðhetju fýrir sigra sína á sviði kvikmyndagerðar?! Og á sama tíma væri kannski búið að uppgötva það að rollur gætu flog- ið! © Stuðfáninn hylltur Mykistavia Valikohtauksia Dumbstriking Incidents ★ ★ Hafi Guð almáttugur einhvern tímann droppað sýru var það ör- ugglega daginn sem hann skapaði finnsku tónlistarsenuna. Dæmi: Kcukhot, finnska hljómsveitin sem kom til íslands í boði Fire útgáfu- samsteypunnar um síðustu helgi. Þessi hálfsköllótti Finni spilaði á hjólbörur og sauð egg fyrir forviða tónleikagesti, hann bútaði niður timbur og seldi af sviðinu milli þess sem hann flutti tónlist sína. Slík framkoma, eins undarleg og hún kann að virðast okkur, þykir ofur eðlileg í tónleikahúsum Finna. Við Islendingar höfum nú ekki alveg farið varhluta af því að það er mik- ið á seyði í finnsku rokklífi þessa dagana. Bad Vugum, útgáfúdverg- urinn, vex með hverri útgáfunni og er í fararbroddi neðanjarðarfyrir- tækja í Evrópu. Það er einmitt Bad Vugurn sem hefur gefið út tvær plötur með íslenska flaggskipinu Dr. Gunna. Það er samband hans við finnska músíkmógúla sem var aðdragandinn að komu Keukhot. Doktorinn hefúr, sem frægt er orð- ið, farið í tvær tónleikaferðir um Finnland þar sem hann ku hafa spilað með gestinum. Hingað til hefur lítið fengist af fmnskum plötum hér á landi. Nú býðst eilítil sárabót þar sem er safn- diskurinn Dumbstriking incidents frá Bad Vugutn. Á disknum er að finna sex hljómsveitir, stolt útgáf- unnar. Keukhot ríður á vaðið. Þetta er hrá tölvumúsík, eins konar Av- ant garde sirkusmúsík sem leysist upp í danstónlist og aftur yfir í pönkaðan hávaða. Það er auðheyrt að Keukhot kann fleira fyrir sér enn að sjóða egg. Næsta hljómsveit er Deep Turtle sem hefur vakið gríðar- lega athygli í Evrópu og er á góðri leið með að sigra heiminn. Tónlist Turtle er merkileg samsuða Dead Kennedys, Laibach og Skríplatma. Það er organdi kraftmikil og dill- andi músík hér á ferðinni, tvímæla- laust nauðsynleg þeim sem hafa týnt gömlu partíplötunum. Tvær hljómsveitir til viðbótar eru frá finnska meginlandinu. The Leo Bugariloves og The Vacuum Cleatiers eru kannski ekki merkileg- ustu sveitir í heimi en ekki þær leiðinlegustu heldur. The Leo... leika fremur þunglamalega ný- bylgjufrasa með snert af dauða- rokkstilburðum. The Vacuum.. eru á rólegri tölvuslagara nótum. Lyftutónlist hinna alvarlega heila- sködduðu. Hér eimir enn eftir af ofskynjunum almættisins, stund- um er eins og heyrist geðveiklaður hlátur af himnum ofan... Öak eru eistneskir og virka eins og austan- tjaldsútgáfa af finnskum kollegunr sínum. Hér er á ferðinni sveit sem er lítt nreðvituð um rokktónlist síð- ustu áratuga og ekkert of meðvituð um möguleika hljóðversins heldur. Öak er merk en kannski aðallega mannfræðilega. Loks eru á Dumbstriking Inci- detits ein fimm lög með neðanjarð- arfjallkonunni Dr. Gunna! Og doktorinn • kemur, sér og sigrar. Lögin eru af plötunum „vessar“ og „eins og fólk er flesk“ sem komu út í Finnlandi og hafa farið með veggj- um hér á landi. Er það miður. Dr Gunni er landi og þjóð til sóma. Lög eins og „Kiddi kitidabyssa'' og „Hcettu að stríða hundinum" eru ómissandi á hvert tónelskt heimili. Þau reka smiðshöggið á notagildi þessarar plötu. Frændur okkar í austri njóta tónlistarvors svipað og íslendingar gerðu upp úr 1980. Tónleikar Keukhot voru nasasjón af tónlistarhreyfmgu. Þessi plata er fyrirtaks framhald fyrir okkur rokkþyrstan skrílinn. Nú skal fýra upp fínum stuðfána. © Bíó JÚLÍUS KEMP Hjónabands œla Morðgáta á Manhattan StjörnubIói ★ ★ ★ Hvað gera hjón sem hafa verið gift til fjölda ára, hafa ekkert að tala um og eru búin að fá leið hvort á öðru fýrir lifandis löngu? Jú, þau hnýsast í einkalíf hjá öðru fólki og ef þessir aðrir eru ekkert merkileg- ir, þá er leikur einn að búa til sögur um þá, gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn. Þannig er komið fyrir hjónakornunum sem Manhattan Murder Mystery fjallar um. Að vísu er þetta einungis upphafspunktur sögunnar sem síðan snýst á alla kanta og áður en yfir lýkur er fant- asían orðin að bláköldum stað- reyndum. Það er alltaf gaman þegar Woody Allen gerir kvikmynd sem á ekki að vera neitt „annað“ en góð skemmt- un. Manhattan Murder Mystery er ein slík. Allen leikur sjálfur aðal- hlutverkið ásamt Diane Keaton. Allen leikur enn þá þennan tauga- veiklaða litla karl sem þjáist af kyndeyfð og alls kyns fóbíum. Kea- ton leikur eiginkonuna sem leitar að spennu og tilbreytingu utan heimilisins eftir margra ára til- breytingarlausa sambúð. Ef maður spáir aðeins í þennan karakter sem Állen er hvað þekktastur fýrir, þá er hægt að flokka hann sem nokkurs konar Ragnar Reykás á Manhattan. Umgjörð og frásagnarháttur myndarinnar er mjög líkur Hus- bands and Wifes sem var sýnd hér- lendis fyrir um ári síðan. Myndin er tekin í heimildarmyndastíl sem gef- ur henni trúverðuga áferð. Það sem mér finnst gefa myndum Allen sér- stakt gildi eru sífelldar tilvitnanir hans í kvikmyndasöguna. Hann vitnar í kvikmyndir hér og þar og fer leynt með það frekar en hitt. Þetta er mjög áberandi í Manhattan Murder Mystery. Sem betur fer. Þetta er ekki besta mynd Allens en hún er fyrir ofan meðallag og ágæt- is upplyfting á þessum allra síð- ustu. © Þrírplús þrír eru sex Sesam oenist i>ú STÖÐ 2 ★ ★ ★ Asnalegt nafn. Það er eiginlega ekkert spennandi í þessum þætti en það ætti að vera. Það er svolítið mikið urn að þrír plús þrír séu sex. Og mikið af lögum og stundum er textinn bara lebbe, lebbe, lebbe í heila mínútu. Það ætti að vera lítil teiknimyndasaga inn í þessu en vanalega eru allar sögurnar með brúðum eða smábarnateiknimynd- um. © „Þetta er ósköp einföld og sterk lítil mynd sem gaf manni örlitla innsýn í filip- eyskan raunveru- leika. Lái mér hver sem vill, mér fannst þetta fínn þáttur „Höggmyndir Erlu eru minnisvarðar gerðir til þess að standa út á víða- vangi, kannski í engum tilgangi." DUMBSTRIKINd ■ I ■ iftiMi.i I 4 VfKaHB „Hafi Guð almáttug- ur einhvern tímann droppað sýru var það örugglega daginn sem hann skapaði finnsku tónlistarsenuna. “ „Mikið af lögum og stundum er textinn bara lebbe, lebbe, lebbe í heila mínútu." FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 37

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.