Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 10.03.1994, Qupperneq 39

Eintak - 10.03.1994, Qupperneq 39
r Fegursti staður Jarðar Sigurður Valgeirsson rítstjó'ri Dagsljóss Skaftafell „Ég er lítill útivistarmaöur og fór í Skaftafell í fyrsta sinn í fyrra. Ég fer með fjölskyldunni í útilegur, mest af j skyldurækni en börnin eru fjögur. Ég geng þá með það yngsta á bakinu og í Skaftafelli var óg svo uppnuminn að ég gleymdi byrðinni." Edda Andrésdóttir fréttamaður Vestmannaeyjar „Ég ólst að hálfu leyti upp í Eyjum og á svo fallegar bernskuminningar það- an. Þessar minningar tengjast mest austasta hluta svæðisins sem nú er | hulinn hrauni." Bera Nordal forstöðumaður Listasafns íslands Kínamúrínn „Að koma að Kínamúrnum er einhver | sú stórkostlegasta reynsla sem ég hef órðið fyrir. Það er staður sem svíkur engan og er óviðjafnanlegur | minnisvarði um mannlega reisn.“ Móeiður Júníusdóttir söngkona Flatey á Breiðafirði „Ég held mikið upp á Flatey og hef I komið þangað þrisvar. Einu sinni dvaldi ég þar í tvær vikur en það er | erfitt að lýsa fegurð staðarins sér- staklega. Það tengist meira tilfinningu fyrir eilífðinni í andrúmsloftinu á eyj- Ari Trausti Guðmundsson stjörnufræðingur Fjall í BóUvíu sem heitir lllimani „Ég gisti þar á stað sem kallast Kon- dórahreiðrið, en það er flatur partur á | hrygg og þar reistum við tjaldbúðir. Þegar morgusólin var að koma upp I fannst mér þetta sem snöggvast vera j fallegasti staður á jarðríki, þó ég hafi örugglega séð einhverja fallegri staði síðan." Páll Stefánsson Ijósmyndarí Langanes „Þar heyrir maður í þögninni og sér | miklu lengra en annars staðar.“ Andri Ingólfsson ferðamálafrömuður Tulum í Mexíkó „Sólarlagið á þessum forna helgistað | Maya sem liggur við strönd Karab- ískahafsins er óviðjafnanlegt. Þar | stendur gömul helgibygging á kletta- snös út í hafið og sitt hvorum megin eru einhverjar fegurstu strendur sem maður hefur séð. Sjórinn er kristaltær | og mikill gróður allt um kring." © Magnús Skurphéðinsson íflokk með Reagan, Thatcher, Major ogjafnvel Baldri Hermannssyni © Olympískir hnefaleikar allt annað en atvinnuhnefaleikar Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar Akropólishæð „Ég var að þýða bókina Grikkland hið forna og bera saman staðhætti við lýsingar í bókinni. Þegar tungl var fullt var siður að hafa opið upp á hæðina | og ég bætti inn í þýðinguna, án þess að geta þess sérstaklega, tilfinninga- lega ríkri lífsreynslu, eftir að hafa séð hofin í tunglsljósinu. Þá var líkt og skemmdir tímans væru horfnar og maður gat horft á byggingarnar í allri sinni dýrð.“ Hilmar Örn Hilmarsson tóniistarmaður Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli „Eftir að hafa verið úti í meira en tvo daga verð óg sjúkur af heimþrá og léttir því mikið þegar ég kemst að ferðalokum í fríhöfnina á Keflavíkur- flugvelli." Callie McDonald eróbikkennarí Norðanverður hluti Lúxemborgar „Endurminningin um skógi vakið | svæði við þýsku landamærin í Lúx- emborg kemur fyrst upp í hugann. Þarna var mikið af háum og fallegum trjám, og allur gróður í miklum blóma. Svo var ég ástfangin upþ fyrir haus þannig að Grand Canyon og aðrir | stórkostlegir staðir mega sín ekki mikils í samanburði við minninguna j um þetta skógi vaxna svæði." fið sögðum frá því I síðasta EINTAKI að Magnús Skarp- HÉÐINSSON hygði á málaferli við tímaritið Núllið vegna heimildar- lausrar notkunar á mynd af honum í auglýsingu á hvalkjöti fyrir veit- ingastaðinn Þrjá Frakka. Núllarar munu hafa rannsakað lagalega hlið málsins áður en þeir birtu auglýsinguna en hugmyndinni að henni var stolið úr tímaritinu Face sem hefur birt svipaðar auglýsing- ar með George Bush, Möggu Thatcher, og John Major. Eina lagalega spurningin, sam- kvæmt enskum lögum altént, er hvort viðkomandi sé opinber per- sóna eða ekki en þá er birtingin í lagi. Heyrst hefur að í næsta Núlli muni mynd af Baldri Her- MANNSSYNI birtast með auglýs- ingu á íslenskum landbúnaðaraf- urðum... Gallery Sport opn-1 ar nýja lík- amsræktarstöð aðf Faxafeni 12 um helgina. Mest áhersla verður lögð á eróbikk og mun nýbakaður evrópumeistari Magnús Sche- ving vera meðal kennara. Undan- farin tvö ár hefur einnig verið kennt karate og ólympískir hnefa- leikar í stöðinni og í nýja húnæð- inu verður tekinn í notkun nýr og glæsilegur hnefaleikahringur. SlG- URJÓN GuNNSTEINSSON for- stöðumaður, segir að meðal ann- ars fyrir sína atbeina hafi Krist- INN GUNNARSSON og INGI BjÖRN Albertsson flutt frumvarp um málið og það sé nú í athugun hjá menntamálanefnd. „Þegar hnefa- Líflegar árshátíðir hjá háskólanemum GísliMarteinn Baldursson, sjónvarpsþáttastjómandi, kærðurfyrir líkamsárás afsamnemanda sínum. Það var ansi líflegt á árshátíðum hjá nemendum og kennurum Háskólans um síðustu helgi. A fostudagskvöld fór árshátíð guðfræðinema fram í sal Lögreglufélagsins og Ja9jJ margir í sárum eftir kvöldið, en tvisvar þurfti að kalla til sjúkrabíl á staðinn. Fyrst fekk einn árshátíðargesturinn flogaveikikast og var hann fluttur burt með sjúkrabif- reið. Næst missteig stúlka sig svo herfilega í hita leiksins á dansgólfinu að hún fót- brotnaði. Þurfti hún einnig að yfirgefa árshátíðina í sjúkrabifreið. En þar með var hremmingum árshátíðargesta ekki lokið því einum guðfræðinema sinnaðist svo illa við prestmenntaðan læriföður sinn að honum þótti ástæða til að lumbra á honum Fóru þeir báðir af árshátíðinni að þeim viðskiptum loknum. Það var barist á fleiri árshátíðum innan Háskólans en hjá guðfræðinemum. Á föstudagskvöldið voru stjórnmálafræðinemar einnig að gera sér glaðan dag. Var þeirra árshátíð haldin í veislusalnum Hraunholti í Hafnarfirði. Þar lenti Gisli Mar- teinn Baldursson, lærisveinn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og stjórn- andi þátta á vegum skrifstofu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, í deilum við einn samnemanda sinn. Sá hafði ítrekað verið að abbast upp á Gísla og meðal annars gert lítið úr hæfileikum hans sem þáttastjórnanda. Ákváðu þeir á end- Sþym að víkja sér út á stétt og útkljá mál sín þar. Einhverjir gengu með þeim Mí 0övilöj4 reyna að ganga á milli. Þetta endaði þó með því að þeir slógu til hvors annars.-V^p högg Gísla öllu markvissara því hann náði að rétta mannin- um einn á lúðurinn. Muii það vera í fyrsta sinn sem Gísli lætur hendur skipta í leikar voru bannaðir, þá var verið að tala um atvinnuhnefaleika en það er allt annað sport en ólymp- ískir hnefaleikar,“segir Sigurjón. „I ólympískum hnefaleikum er miklu minni slysahætta en í mörgum öðrum íþróttum og til eru lög sem heimila iðkun allra ólympíugreina á íslandi.“ Menntamálanefnd mun skila áliti sínu í haust og þá kemur í Ijós hvor lögin hún telur mikil- vægari. TÆKI VIKUNNAR deilumáium. Þeési frumráön Gjsla í hr sem fyrir högginu varð þkartar þéssa d að skilja var hann ekkí fullkomlega sá í til ófriðarins lét hann sig hafá það , - . kaðist þó svo vel að sá glóðarauga. Eins og gefur * áó hann hafi sjálfur IHr lÉamSárás en dró í • il mMrná n SÆMUNDUR FRÓtJl sýnir háskólanemum slæmt fordæmi með þvi ^ •{umbfa á selnum. Einn helsti gallinn við tölvur (fyr- ir utan BOOT FAILURE og önn- ur álíka skilaboð) er það hvað þær eru flestar Ijótar og fyrir- ferðarmiklar. Sumar Macintosh- tölvur eru reyndar ágætlega hannaðar og NeXT-tölvan var til fyrirmyndar, enda var hætt að framleiða þær fyrir skemmstu. Fagurkerar geta nú gerst tölvu- fíklar, því APF4000 tölvan er al- veg jafngóð mubla og tölva. Hún tekur afar lítið pláss á borði og ofan á trónir flatur litaskjár, sem ekki gefur frá sér neina geislun, en sumir hafa haft áhyggjur af slíku upp á síðkast- ið. Tölvan er með 66 megariða, 486 örgjörva og 32 Mb vinnslu- minni, hún er mjög spameytin og notar minna en 40 wött. Til þess að auka á ánægjuna er engin vifta í henni, þannig að hinn klassíski tölvuniður er fyrir bí. Því miður er apparatið ekki sériega ódýrt, því það kostar tæpa 7.000 Bandaríkjadali vest- anhafs eða um hálfa milljón ís- lenskra króna og þá er vaskur og fragt eftir. En sumir kaupa sér fallegan stól i Casa fyrir sams konar pening og þeir geta hringt í síma 901 803 244 4416 og pantað sér gripinn. EQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON Kvöld, nótt og morgunn í Queen Ég veit það ekki. Jú, hvaða vit leysa, auðvitað veit ég það. Besta diskótekið í París (ég er í París, muna það) heitir Queen og stendur við Champs Elysées og stendur yfir frá því seint á kvöldin og fram und- ir hádegi daginn eftir. Teknóheim- ur. Trommugeimur. Og homma- staður (hommarnir alltaf fremstir í stuðinu) þar sem gaman er að mæta áður en allir mæta, rétt fyrir miðnætti og virða fyrir sér „fegurð staðarins“ af efri svölum, þegar dansgólfið blasir mannlaust við manni og minnir helst á lygnan ís- lenskan fjörð með lágþokublettum í fjallshlíðum úr helíum-tækjum og þrettán þúsund sólarlög á mínútu á fægðum haffletinum á meðan gengur á með kafaldshríðarbyl úr hátölurunum: Söngkonan Sheri Joy eða Stacy Ex segiryoo sinnuni „do you?“. Yes, I do. Upp úr miðju' nætti fer laðandi liðað liðið að tín- ast inn og dansarar kvöldsins af sér spjarir, á miðju dansgólfmu er smá hringsvið fyrir Queen-urnar, drottningarnar sem stíga eyrna- lokkandi upp á það með hring í öll- um nefjum og sveifla pilsinu upp á bak til að sýna á sér bossann. Hér stefnir allt í átt að sama marki, sarna gati (you know) og dansinn er stiginn í kringum það undir einu samfelldu tæknisándi. þrjúhundr- uðogfimmtíu þrekvaxnir súper- hommar, berir að ofan, yfirskegjað- ir Mercury-menn með geirvörtur ^ífar af Extacy og skarar af Pál- Oskurum með varalit og svo Jean Paul Gaultier himself-sjálfur-lui- méme á teeshirtbol út í horni að glotta yfir eigin nafni og frægð, honum er þægð, í því að vera guð- faðir staðarins þar sem svitinn ligg- ur eins og sáláburður á myndarleg- um karlmannsbrjóstum sem stíga út úr helíum-þokunni allt urn kring og maður-ég sjálfur kominn á séns með sjálfum David Cassidy Sund- ance Kid, afturgengnum sólbrún- ,um engladreng með Rocky-Mo- untain-High-Blue augu; ég verð næstum sólbrúnn af augnaráði hans áður en mér tekst að flýja inn á klósett þar sem ég lendi á næstu skál við eldri taglmann sem gæti auðveldlega heitið Mr. Maurice Tenderfuck en ég er samt ekkert að skála við hann enda kona við næstu skál, ekkert kvennaklósett hér, enda engar dömur, nema drottningarnar og svo ein og ein hommavinkona eða lesbía eða spe- sía eða bara einmana nútímanæt- urdrottning sem vill skemmta sér í friði fýrir Filippum og Fabíönum og mér: Ég, maður, blaðamaður, næ af einni tali, hún segist vera frá Ameríku, Boston, en ég heyri það' samt ekki, kannski af því að hún er með skartgripi í efri og neðri vör, langaði bara til að spyrja hana hvernig það sé að vera með fírt- omrnu í eyrunum en hún blikkar bara á móti nýjum augnhárum úr Éli þegar klukkan er orðin þrjú og §okunni eitthvað að létta en enn þá ^ámt allmikill úfinn sjór á gólfinu |g bylur úr græjum, Dídjeiinn glæðir Arethu Franklin Queen of Soul í tæknibúning „Deeper Lo- ve...deeper love“ og allt er að verða vitlaust...(„afi minn orðinn amma mín og jól í október...“) Mercury Freddarnir taka þá upp lögguflau- turnar æpandi óðar, eins og flugur í neti nætur, eins og flugur að fá það...með köngulónni. Kiss of the Spiderwoman og „William don’t Hurt me“ yfir glasinu við hliðina á manni þar sem maður stendur stó- ískur við súlu og virðir fyrir sér sódómuna í því vota vetfangi þegar leisergeislarnir fara í gang og lenda á hundrað lendum og gera endur- skinsmerki á rassinn á öllum. Akið varlega. Varúð á Johnny Drottins vegum. En lífið samt meira hér í löppunum en í tuskunum og ótrú- lega langt frá öllum jarðarförum, klukkan fimm á sunnudagsmorgni þegar messan er í algieymi og ob- læti á gólfinu, kaleikar fylltir upp við altarið og séra DJ enn á fúllu í stólnum. Allt í Queenandi botni. Og allt á vínyl. Vínylur í fólki en hárið aðeins farið að þynnast á gólfinu, bringuhárið eitthvað að þynnast, surnir að fara heim en aðr- ir taka smókpásu og halla sér fram á handrið til að horfa á aðalnúmerið á hringsviðinu sem nú er kominn úr öllu nema nærbuxunum; mjög nákvæm- um g- streng sem gerir góð- an bing að framan en er svo vel strelcktur að aftan, inn að boru, að hann lætur ekki undan þó allir vinir dansarans og kunningjar hangi í honum. Takmörk fyrir öllu, líka hér, á Queen, um rnorg- unverð- arleytið, þegar birtan fyrir ut- an rek- nærbuxunum. Hún mætir ekki fyrr en flestir eru farnir, ekki fýrr en farið er að rýmkast pláss fýrir hennar miklu varir. Nú stendur hún tattóveruð og tyggjóveruð við sitt borð og breikkar sínu breiðu varir yfir á næsta og lítur í kringum sig til að tékka á augum. Veit af sér. En hver veit svo sem ekki af sér? Maður hefur alla vega heyrt af sér, haft af sér spurnir og spjarir til baka í fatahenginu á Queen klukkan hálfellefu á sunnu- dagsmorgni og síðan kornið útklúbbaður og hálf sigur- boginn út á stétt, undir Sig- urbogann eina sanna og svo heim, í háttinn. Eða það minnir mig. O „Hér stefnir allt í dtt að sama marki, sama gati (you know) og dans- inn er stiginn í kringum það undir einu sam- felldu tœkni- sándi. “ 39

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.