Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 2
Kjartan Gunnarsson “Við fylgjumst með þvíað þeir einir kjósi sem hafa atkvæðis- rétt, að hver fái aðeins einn at- kvæðaseðil og aimennt að farið sé að lögum. ” Fyrrverandi formaður Tölvunefndar dóms- málaráðuneytisins kærir Sjálfstæðis- flokkinn Munum merkja við kjósendur segirKjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Oddur Benediktsson prófess- or við Háskóla íslands, kærði merkingar stjórnmálaflokka við kjósendur í kjördeildum til Tölvu- nefndar dómsmálaráðuneytisins í síðasta mánuði. Hann telur merk- ingar vera persónunjósnir og þær stríði gegn lögum frá 1989. Þessi kæra er athyglisverð íyrir það að Oddur var til skamms tíma for- maður nefndarinnar en hlutverk hennar er meðal annars að hafa eft- irlit með að ekki séu brotin ákvæði laga sem takmarka skráningu upp- lýsinga sem varða einkahagi manna. Hann sendi afrit af kærunni til yfirkjörstjórnar og stjórnmála- flokkanna. Reykjavíkurlistinn lýsti yfir því að ekki yrði merkt við á hans vegum og fór þess jafnframt á leit við Sjálfstæðisflokkinn að hann gerði það ekki. Þeirri málaleitan var hafnað. “Við fylgjumst með því að kosn- ingarnar fari löglega fram eins og gert er um allan heim,” sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í samtali við EINTAK í gærkvöldi. “Við fylgjumst með því að þeir ein- ir kjósi sem hafa atkvæðisrétt, að hver fái aðeins einn atkvæðaseðil og almennt að farið sé að lögum. Það er út í hött að flokkarnir afsali sér þeim rétti. Þú ættir að spyrja eftirlitsmenn með kosningum í löndum sem eru að taka upp lýð- ræði hvað það er sem þeir athuga fyrst. Það er hvort umbjóðendur stjórnmálaflokkanna fái frjálsan og óhindraðan aðgang til þess að fylgj- ast með því á kjörstöðum að allt fari að lögum. Þótt ísland sé tals- vert þróað og þroskað lýðræðisríki þarf samt að fylgjast með því.” Kjartan segist ekki óttast að eftir- lit Sjálfstæðisflokksins hafi neikvæð áhrif og muni fara í taugarnar á kjósendum. “Það hefur ekki gert það fram að þessu enda er þetta fyr- irkomulag jafngamalt kosninga- réttinum.” Til skamms tíma höfðu aliir stjórnmáiaflokkarnir fulltrúa sína í kjördeildum í Reykjavík og ef þekktir stuðningsmenn þeirra skil- uðu sér ekki fyrri hluta dags var hringt í þá og þeir hvattir til að mæta. Alþýðuflokkurinn lagði þetta af í kosningum 1978 og í síð- ustu alþingiskosningum höfðu að- eins Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þennan hátt á. O Mikill titringur í Grensás- og Seltjarnarnessóknum Tveir prestar sendir í frí vegna uppnáms í einkalm þeirra Deilurmilli Biskupsstofu og sóknamefnda um hvereigiað fara með málið. Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir, sóknarprestur í Seltjarnar- neskirkju, og séra Gylfi Jónsson, safnaðarprestur i Grensáskirkju, hafa fengið leyfi frá störfum. Ástæða þess er sú að þau eru bæði að skilja við maka sína og hafa þau mál komið til kasta sóknarnefnda beggja kirknanna og leitt til afskipta Biskupsstofú að málinu. Upphaf þessa máls má rekja til þess að Gylfi greindi sóknarnefnd Grensáskirkju frá því að hann væri fluttur að heiman og hygðist skilja við eiginkonu sína. I þessum við- ræðum kom síðan upp að Gylfi sagðist hafa átt í ástarsambandi við aðra konu. Sóknarnefndin vildi taka hart á þessu máli og það end- aði með því að séra Halldór Grön- dal, sóknarprestur í Gensáspresta- kalli, skrifaði séra Gylfa bréf þann 17. maí og sagði honum upp störf- um í einn mánuð. Þorbjörn Hlyn- ur Árnason, biskupsritari, hafði þá samband við Halldór og mót- mælti þessu þar sem aðeins biskup gæti vísað prestum frá. Síðar barst skeyti sama efnis frá herra Ólafi Skúlasyni, biskup, frá Róm, þar sem biskup er á ferð. Samkvæmt heimildum EINTAKS er hart deilt um þetta mál milli Biskupsstofu og sóknarnefndar Grensáskirkju. Sóknarnefndin telur sig geta vísað safnaðarpresti frá vinnu þrátt fyrir að hún geti ekki vísað sóknarpresti frá. Ásgeir Hallsson, formaður sóknarnefndar Grensáskirkju, vildi lítið tjá sig um þetta mál. Aðspurð- ur um hvort séra Gylfi væri að störfum við kirkjuna sagði Ásgeir: “Hann er í fríi.” Afhverju? “Menn fara nú í frí,” svaraði Ás- geir. “Ef eitthvað markvert á sér stað hjá okkur sendum við út fréttatilkynningu.” Séra Halldór Gröndal, sóknar- prestur í Grensásprestakalli, vildi ekki tjá sig um málið og sagði það vera í höndum biskups. Undir það tók biskupsritari, Þorbjörn Hlynur Árnason. Orðaði hann það sem svo að allt sem væri hugsanlega ámælisvert heyrði undir biskup. Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir er einnig í fríi vegna þessa máls. Að sögn Jóns Sigurðssonar, gjaldkera sóknarnefndar Seltjarnar- neskirkju, heldur biskup fund með sókninni á laugardaginn þeagr hann verður kominn til landsins. Haukur Björnsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju, segir nefndina hafa fundað á fimmtudaginn um þau vandkvæði sem komið hafa upp í einkalífi Sól- veigar Láru. “Mönnum þykir miður að hún skuli hafa orðið fyrir slíkum hjóna- bandserfiðleikum. Hún er vel liðin hér,” segir Haukur. Hann segir að hún hafí bara farið í veikindaorlof og ekki hafi verið tilgreint hvað það verði langt. Viljið þið að Sólveig Lára víki úr emb- ætti? “Við höfum ekki mótað okkur neina skoðun á því,” svarar Hauk- ur. Mál þessi hafa valdið miklum úlfaþyt í sóknunum tveimur. Báðar sóknarnefndirnar hafa haldið um það fundi og má af því sjá hversu alvarlega sóknarnefndarmenn taka því. Þá sýna afskipti Biskupsstofu að menn líta síður en svo léttvægt á þessi mál. © Séra Halldór Gröndal Vék Gylfa tímabundið frá störf- um en dró uppsögnina til baka að ósk biskups. Hætt komnir á hraðbát Pílagrímaflug Atlanta frá Júgóslavíu Flogið í skjóli vemdar Samein uðu þjóðanna Fjórir ungir menn lentu í bráðri lífshættu um fimmleytið á sunnu- daginn var og sendu leitarflokka í Reykjavík og á Akranesi af stað að óþörfu rúmum hálfum sólarhring síðar. Mennirnir voru á bát sem þeir höfðu nýlega keypt og var fyrsta sjóferðin farin um helgina frá Reykjavík, upp á Akranes og þaðan á Hótel Búðir á Snæfellsnesi. Á sunnudag ákváðu þeir að fara frá Búðum að Rifi til að ná í bensín en urðu eldsneytislausir rétt fyrir utan bergið við Svörtuloftarvita. Halldór Guðmundsson úr Reykjavík var við veiðar á bát sín- um, Nirði KE110, á þessum slóðum þegar hann kom auga á hraðbátinn sem þá hafði verið bensínlaus í rúma hálfa klukkustund rétt utan við bergið. Hann tók bátinn í tog og dró hann til Ólafsvíkur, um tveggja og hálfs tíma leið. “Báturinn lá alveg utan í klettun- um við vitann,” sagði Halldór. “Þeim tókst að henda ankeri upp í klettinn og halda bátnum nokkurn veginn stöðugum þannig, en ómögulegt er að segja hvernig hefði farið ef ankerið hefði losnað.” “Veðrið var eins og best verður á kosið þegar óhappið varð en að sögn Ffalldórs hefði að öllum lík- indum farið illa fyrir mönnunum ef slæmt hefði verið í sjóinn og taldi hann þá tvímælalaust hafa verið í lífshættu þarna utan í klettunum. Halldór segir að ævintýramenn- irnir á hraðbátnum, sem hann taldi vera um tvítugt, hafi verið mjög illa búnir og aldrei komið til sjós áður. “Því miður eru ekki til nein lög um haffæri svona smábáta, ef svo hefði verið hefði lögreglan í Ólafsvík get- að stöðvað þá.” Fjórmenningarnir héldu för sinni áfram og rétt fyrir klukkan ellefu á sunnudagskvöld hafði Kristinn Franz Eiríksson, einn úr hópnum, samband við Til- kynningarskylduna og lét vita að þeir væru á leið ffá Snæfellsnesi til Reykjavíkur og gerði ráð fýrir að vera fimm til sex tíma á leiðinni. Þegar ekkert hafði heyrst frá bátn- um um fimmleytið fóru menn að ókyrrast og leitarsveitir voru sendar út frá Reykjavík og Akranesi. Leit stóð yfir til klukkan sjö, eða allt þar til vart varð við bátinn I höfninni á Akranesi. Fjórmenningarnir höfðu lent í vandræðum með eldsneyti og fóru því til Akraness í stað þess að halda ferðinni áfram til Reykjavíkur en gleymdu að láta Tilkynningarskyld- una vita. © Þessa dagana er mikið að gera hjá íslenska flugfélaginu Atlanta í píla- grímaflugi til Mekka í Saudí-Arab- íu frá heimkynnum múhameðstrú- armanna víðs vegar í Arabalöndun- um og Nígeríu. Félagið hefur tekið nokkrar Boeing 747 þotur á leigu til að annast þessa flutninga sem taka um það bU tvo mánuði og lýkur í júní. Flestir flugmannanna í áhöfn- um félagsins eru útlendingar en einnig er eitthvað af íslenskum flugmönnum. I síðustu viku var brugðið út frá hefðbundnum flugleiðum og farið til fyrrum Júgóslavíu og á fimmta hundrað múslimar frá Bosníu- Herzegóvínu fluttir til með félaginu til Mekka. Óstaðfestar fréttir EIN- TAKS herma að soldáninn í Jedda hafi splæst í ferðina fyrir trúbræður sína frá Austur-Evrópu. Flogið var í skjóli verndar frá Sameinuðu þjóð- unum en margir í hópnum eru lim- lestir eftir hörmungarnar í heima- landi sínu. Höskuldur Einars- son, í flugrekstrardeild Atlanta, segir að pílagrímaflugið hafi gengið vel fram að þessu en farið verður aftur til baka með hópinn til Bo- sníu-Herzegóvínu 30. maí næst- komandi. © 2 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.